21.1.2011 | 14:40
Álit og sérálit Hæstaréttar
Iðulega klofnar hæstiréttur við uppkvaðningu dóma og skilar þá meirihlutinn "áliti" en minnihlutinn "séráliti" og að sjálfsögðu gildir "álit" meirihlutans sem dómur í viðkomandi máli, jafnvel þó minnihlutinn geti verið einn dómari, tveir eða þrír.
Stundum veldur slíkur klofningur í Hæstarétti deilum og þá velja menn sér gjarnan "álit" eða "sérálit" til að vera sammála og þeir sem ósáttir eru við slíkt "álit" meirihluta réttarins halda því þá gjarnan fram að ekkert sé að marka það og benda á "sérálit" minnihlutans því til staðfestingar.
Ekkert er óeðlilegt við slíkar afgreiðslur Hæstaréttar, því stundum getur komið upp túlkunarmismunur á lögum og þá ekki síður hvort ástæða sé til að halda fólki í gæsluvarðhaldi um lengri eða skemmri tíma, en samkvæmt lögum skal slíku úrræði ekki beitt, nema í ítrustu neyð og aðallega þegar sakborningar eru taldir geta spillt rannsóknargögnum, eða séu þjóðfélaginu hættulegir.
Nú rjúka menn upp til handa og fóta og ásaka Jón Steinar Gunnlaugsson um að hafa kveðið upp pólitískt "sérálit" vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar Sigurjóns Þ. Áransonar, fyrrverandi bankastjórna Landsbankans. Auðvitað er ekkert að marka slíka sleggjudóma einhverra kverúlanta úti í bæ, sem með slíku gefa þá í skyn að hinir dómararnir tveir hafi mótað sitt "álit" á pólitískum forsendum, en ekki lagalegum.
Allt almennilega þenkjandi fólk skilur að þannig vinna dómstólar ekki og t.d. í þessu tilfelli er "sérálit" Jóns Steinars vel rökstutt ekki síður en "álit" þess meirihluta sem dóminn skipaði að þessu sinni.
Það er ekki við hæfi að vera sífellt að naga skóinn af þeim sem eiga að gæta laga og réttar í landinu.
![]() |
Telur rök skorta fyrir gæsluvarðhaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2011 | 11:31
Vögguvísur ríkisstjórnarinnar
Það er hárrétt hjá SA að Jóhönnu og Steingrími J. væri nær að syngja kraft og von í brjóst þjóðarinnar í stað þess að standa á tröppum stjórnarráðsins og syngja vögguvísur yfir erlendri fjárfestingu og annarri atvinnuuppbyggingu með kór öfgamanna í náttúruverndarmálum.
Listamennirnir sem þennan kór skipa telja sig þess umkomna að geta sagt fólki sem bíður eftir vinnu, að best sé að bíða bara áfram og afla sér tekna með söng, dansi og tónleikahaldi og þá geti allir lifað í sátt við sjálfa sig og náttúruna til eilífðar og án þess að troða á náttúrunni, nema um útihljómleika sé að ræða.
Ríkisstjórnin hefur um sinn sungið vögguvísur yfir lífskjörum þjóðarinnar, afkomu heimilanna og gjaldþrotum fyrirtækjanna og bætir nú við útsetningu tónsmíðarinnar kór og hljóðfæraleik til þess að syngja erlenda fjárfestingu og endurreisn atvinnulífsins inn í svefninn langa í eitt skipti fyrir öll.
Allt mannlíf á landinu mun fylgja með inn í þennan eilífðarsvefn, ef fólk fer ekki að hrista af sér þennan svefndrunga og skipta um ríkisstjórn og fá til verka fólk sem hefur skilning á því hvað þarf til að reisa þjóðarbúið upp af sjúkrabeðinu og leiða það í nauðsynlegri endurhæfingu.
Slíka er ekki að finna innan Samfylkingarinnar og enn síður í VG.
![]() |
Vögguvísur yfir atvinnulífinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2011 | 23:09
Jóhanna skreytir sig með stolnum fjöðrum
Jóhanna Sigurðardóttir sagði í Bretum í dag að þeir gætu tekið Íslendinga til fyrirmyndar varðandi fæðingarorlof og nefndi sem dæmi, að byggju Bretar við íslenska kerfið væri David Cameron, forsætisráðherra, líklega í fæðingarorlofi núna, enda tiltölulega nýbúinn að eignast barn með konu sinni.
Jóhanna hefði átt að láta þess getið að fæðingarorlofið íslenska, sem er níu mánuðir, var leitt í lög af Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem til heilla hefur horft fyrir íslenska þjóð.
Það er alltaf gaman að skreyta sig með fallegum fjöðrum á erlendri grundu. Skemmtilegra væri þó, ef þær væru ekki stolnar.
![]() |
Cameron fræddur um íslenska fæðingarorlofið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2011 | 15:45
Bauð Birgitta Assange í heimsókn til Alþingis?
Forseti Alþingis upplýsti fyrir stuttu að ekki væri vitað hver hefði komið "njósnatölvu" fyrir í húsnæði því sem Hreyfingin hefur til umráða fyrir þingmenn sína, en greinilega hefði fagmaður verið að verki, sem afmáð hefði allar vísbendingar af tölvunni, svo sem framleiðslunúmer ásamt því að þurrka af henni öll fingraför.
Á svipuðum tíma og þetta gerðist var Julian Assange hér á landi og meðal annars bauð Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, honum í veislu í bandaríska sendiráðið, einungis til að storka og hæða sendifulltrúa Bandaríkjanna, enda hafði Assange þá undir höndum tölvusamskipti bandaríska utanríkisráðuneytisins við sendiráð Bandaríkjanna vítt um heiminn, einmitt nýlega stolin eins og Birgitta upplýsti sjálf í viðtali við erlenda fjölmiðla.
Óhjákvæmilega beinist grunur að Birgittu í þessu máli og verður að krefjast þess að hún sverji af sér alla vitneskju um málið og það verður hún að gera úr ræðustóli Alþingis og þar á eftir verður að ætlast til þess að hver einasti þingmaður geri slíkt hið sama.
Svo alvarlegt tilræði er þetta við fullveldi þjóðarinnar og löggjafarsamkunduna að ekki verður við unað að grunur geti beinst að þingmönnum um þátttöku í slíkum svikum við þjóð sína.
![]() |
Fagmaður að verki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
20.1.2011 | 13:20
Var Assange á landinu á þessum tíma?
Í því opna og gagnsæja stjórnkerfi sem tíðkast hér á landi um þessar mundir og þar sem allir hlutir eru uppi á borðum, er nú, tæpu ári eftir að atburðurinn gerðist, verið að upplýsa að tilraun hafi verið gerð til þess að brjótast inn í tölvukerfi Alþingis, væntanlega til að stela þaðan öllum gögnum þingsins og þingmanna.
Það vekur sérstaka athygli að tölvan sem nota átti til verknaðarins fannst í húsnæðinu sem þingmenn Hreyfingarinnar hafa til að sinna störfum á vegum Alþingis. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, eyddi á þessum tíma miklu af starfskröftum sínum í þágu Wikileaks og þarf því engan að undra að grunsemdir beinist strax að henni og tengslum hennar við forystumenn Wikileaks.
Um svipað leyti og þetta gerðist var Julian Assange, stofnandi Wikileaks, staddur hér á landi og m.a. bauð Birgitta honum með sér í veislu í bandaríska sendiráðið og þótti henni það rosalega sniðugt, ekki síst í ljósi þess að á þeim tíma væri hann nýbúinn að fá í hendurnar stolna stjórnarráðspósta bandarískra sendiráðsmanna vítt og breitt um heiminn.
Nú hlýtur Birgitta að stíga fram og sverja og sárt við leggja að hún hafi ekki haft nokkuð með þessa meintu tölvuinnrás að gera, ekki vitað um tölvuna né hver gæti hafa komið henni fyrir. Síðan hlýtur að verða gengið á sama hátt á hvern einasta þingmann og upplýsist málið ekki á þann veg, verður vitnisburður þeirra a.m.k. til og fyrir hendi, ef og þegar málið upplýsist.
Allt verður að gera sem í mannlegu valdi stendur til að komast til botns í þessu máli, enda er hér um grófustu árás á fullveldi landsins að ræða frá stofnun þess.
![]() |
Þingmenn vissu ekki um tölvuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.1.2011 | 20:33
Árás á réttarkerfið
Einhverjir félagar "níumenninganna" boða til aðgerða gegn réttarkerfinu í landinu í fyrramálið og segir í tilkynningu þeirra að "ætlunin sé að sýna níumenningunum samstöðu fyrir utan eða inni í Héraðsdómi á morgun, fimmtudag, kl 11:00 og fram eftir degi."
Ekki er hægt að líta á svona herútboð öðruvísi en sem hvatningu um árás á dómstólinn og tilraun til að kúga hann til að kveða upp dóm sem "stuðningsmönnunum" líkar og annars megi dómarinn búast við hverju sem er af hálfu þessara óeirðaseggja.
Svona árás á Héraðsdóm og dómara hans getur enginn heiðvirður borgari stutt, burtséð frá skoðunum á því hvort sakborningarnir séu sekir eða saklausir. Það er hlutverk dómarans að komast að niðurstöðu um hvort er og kveða upp dóm í samræmi við það. Aðrir en sækjandi og verjandi eiga ekki að reyna að hafa áhrif á niðurstöðuna og allra síst einhverjir óeirðaseggir.
Verður næst boðað til útifundar við dómshúsið til stuðnings morðingjum eða nauðgurum?
![]() |
Boða til mótmæla við Héraðsdóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.1.2011 | 15:38
Grímurnar segja margt um hugarfarið
Héraðsdómur úrskurðar innan ekki langs tíma um sekt eða sakleysi "níumenninganna" svokölluðu, sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsmeiðingar og árás á sjálfstæði Alþingis þann 8. desember 2008.
Ekkert skal hér fullyrt um niðurstöðu dómsins, sem auðvitað hlýtur að byggjast á þeim sönnunargögnum sem saksóknari leggur fyrir dóminn ásamt framburði ákærða og vitna, sem bæði sækjandi og verjandi munu leiða fram fyrir dómarann.
Eitt atriði bendir þó til ills ásetnings af hálfu sumra sem við sögu komu í þessum atburðum, en það eru andlitsgrímurnar sem sumir þátttakendur báru til að reyna að leyna því hverjir þeir væru. Fólk, sem mætir til fundarhalda klætt í búninga sem glæpamenn nota yfirleitt við sína iðju, gefur fyllilega til kynna að það sé ekki mætt á staðinn til friðsamlegrar þátttöku í þeim viðburðum sem það sækir og tekur þátt í.
Grímuklætt fólk, sem ryðst í hópum inn í opinberar byggingar, heimili manna eða fyrirtæki og stympist við lögreglumenn sem reyna að stugga þeim í burtu, gefur síður en svo í skyn að um kurteisisheimsóknir sé að ræða og verður því að búast við að á móti því sé tekið eins og glæpamönnum, enda erfitt að skera úr um að slíkir séu ekki á ferðinni.
Sá sem ekki þorir að sýna andlit sitt á almannafæri, ætti ekki að sækja á staði þar sem líklegt er að lenda í fjölmenni.
![]() |
Skýrslutökum lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.1.2011 | 13:38
Össur hefur sjálfur valdið meiri skaða en "níumenningarnir"
Össur Skarphéðinsson, ESBráðherra, sagði sem vitni fyrir dómi í máli "níumenninganna" að hann hefði á þingferlinum heyrt meiri hávaða í þinghúsinu en þeir og félagar þeirra ollu með látum sínum daginn sem þeir voru handteknir.
"Níumenningarnir" eru reyndar ekki fyrir rétti vegna hávaðamengunar í þinghúsinu, heldur fyrir líkamsmeiðingar og atlögu að sjálfstæði Alþingis og hefði getað framið þá meintu glæpi steinþegjandi og hljóðalaust og jafnvel án þess að Össur yrði þess var.
Össur réðst sjálfur inn í þinghúsið með ólátum þegar hann var í Háskólanum, en hafði svo sem engin áhrif með þeim hávaða sem hann og félagar ollu þá, en núna eftir að hann er sjálfur orðinn þingmaður og ráðherra hefur hann valdið þjóðinni meiri skaða og dýrari heldur en "níumenningarnir" og allir félagar þeirra hafa haft aðstöðu til að valda.
ESBráðherrann, Össur, vinnur að því öllum árum að ljúga og véla landið og þjóðina inn í stórríki Evrópu og leyfir sér að eyða milljörðum króna af eignum þjóðarinnar í þá svikastarfsemi. Ekki finnst þeim ríkisstjórnarfélögum nóg að gert með slíku óhæfuverki, heldur kóróna allt saman með því að vinna öllum árum að því að selja landa sína í skattaþrældóm til áratuga í þágu útlendinga sem blóðhefnd fyrir glæpi Landsbankamann með Icesavessvikin.
Mál "níumenninganna" er hjóm eitt í samanburði við misgjörðir Össurar og ríkisstjórnarinnar í heild og innan ekki allt of langs tíma hljóta þessir ráðherrar að þurfa að svara fyrir gerðir sínar fyrir Landsdómi, eins og þeir hafa sjálfir gefið fordæmi um í málum annarra ráðherra.
![]() |
Heyrt meiri hávaða úr ræðustól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.1.2011 | 16:43
Kemur fyrsta tapið í kvöld?
Það sem af er á HM í handbolta hefur íslenska landsliðið staðið sig í samræmi við væntingar þjóðarinnar, en hafa verður í huga að þjóðirnar sem búið er að keppa við eru ekki sérstaklega sterkar eða hátt skrifaðar í handboltaveröldinni.
Leikirnir sem eftir eru í riðlakeppninni við Austurríki og sérstakleg Noreg verða miklu erfiðari en þeir leikir sem búnir eru og sigur gegn þessum tveim þjóðum er engan veginn gefinn. Austurríkismenn unni íslenska liðið fyrir stuttu, sem sýnir að þar eru engir aukvisar á ferðinni og Noregur er með sterkt og gott lið, sem getur unnið hvaða andstæðing sem er.
Íslenska liðið er nánast orðið öruggt um að komast í milliriðil mótsins og þegar þangað verður komið má segja að alvara lífsins byrji fyrir alvöru, því þar mun þurfa að kljást við lið sem eru í fremstu röð í heiminum og íslenska liðið mun þurfa að leggja allt í sölurnar, ætli það sér að eiga möguleika á sigri í þeim leikjum.
Væntingarnar eru orðnar geysilega miklar og margir farnir að sjá gullið á HM í hillingum. Í raun og veru er ekkert farið að glitta í gullið ennþá og margar hindranir sem eftir væri að yfirstíga á leiðinni að því.
Fyrsta hindrunin er lið Austurríkis, sem það íslenska keppir við í kvöld.
![]() |
Ekkert annað en sigur gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.1.2011 | 13:50
Ég játa ábyrgð á ísbjarnarblús Jóns Gnarrs
Fyrir tæpu ári síðan setti ég fram í hálfkæringi að réttast væri að fanga ísbirni sem hér gengju á land og koma þeim fyrir í Húsdýragarðinum í stað þess að drepa þá, enda um dýr í útrýmingarhættu að ræða.
Nokkrar umræður sköpuðust um málið í framhaldinu og fannst flestum þetta algerlega arfavitlaus hugmynd og hæddust að vitleysisganginum sem fælist í því að setja svona dellu í loftið. Einn af fáum sem þó tók undir hugmyndina og þakkaði reyndar fyrir hana var maður sem kallar sjálfan sig Einhvern Ágúst og er nú innsti koppur í búri Besta flokksins og áhrifamaður innan meirihlutans í Reykjavík.
Leiða má líkur að því að sá ísbjarnarblús sem nú er spilaður og sunginn af Besta flokknum eigi uppruna sinn í þessa bloggfærslu mína, en hana og viðbrögðin við henni má sjá HÉRNA
Nú nagar samviskubitið hugann og sú spurning vaknar hvort sá sem gefur barni leikfang beri ábyrgðina, ef það skaðar sjálft sig eða aðra með því.
![]() |
Stendur ekki til að kaupa ísbjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)