Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2016

Hćkka laun á kostnađ hádegisverđarins

Furđuleg verđa ađ teljast ţau rök Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, ađ vegna samnings borgarstjórnarmeirihlutans og kennara um hćkkun launa verđi ađ spara í öđrum rekstri leik- og grunnskólanna.  

Allan annan reksturskostnađ yrđi ađ skera niđur og ţar á međal ađ rýra fćđi barnanna, sem ţó hefur ekki veriđ taliđ til neinna sérstakrar fyrirmyndar í gćđum.

Launakostnađur skólanna er sagđur vera um 85% af heildarkostnađi viđ skólastarfiđ og ţví međ ólíkindum ađ ćtlast sé til ţess ađ launasamningar skuli fjármagnađir međ niđurskuđi á ţeim 15% sem fara í allan annan rekstrarkostnađ.

Ţessi frammistađa borgarstjórnarmeirihlutans í málefnum barnanna er ömurlegur vitnisburđur um fjármálastjórn borgarinnar sem viđgengist hefur síđustu ár.  

Óstjórnin byrjađi fyrir alvöru í stjórnartíđ "Besta flokksins" og ekkert bendir til ađ núverandi meirihluti sé ađ ná nokkrum tökum á ástandinu.


mbl.is Hitafundur í Ráđhúsinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vísitalan er ekki vandamáliđ, en vaxtaokriđ er ţađ

Nú ţegar vísitala neysluverđs hefur hćkkađ sáralítiđ tvö ár í röđ ćtti fólk ađ vera fariđ ađ sjá ađ verđtryggingin er ekki ţađ vandamál sem plagar skuldara mest, enda ekki mikiđ talađ um hana í ţjóđfélaginu um ţessar mundir.

Vaxtaokriđ, sem viđgengist hefur hér á landi undanfarna áratugi, er hins vegar ţađ vandamál sem almenningur ćtti ađ sameinast um ađ mótmćla og berjast gegn af öllum kröftum.

Ađ lána óverđtryggđ húsnćđislán međ 6-7% vöxtum er svívirđilegt okur og ekki síđur ađ lána verđtryggđ lán međ 4% vöxtum.  Slík lán ćttu ekki ađ bera meira en 1,5-2% vexti og óverđtryggđ lán ćttu ađ hámarki ađ vera međ 4% vöxtum.

Seđlabankinn heldur uppi vaxtaokurssvíviđingunni međ brjálćđislega háum stýrivöxtum (nú 5,25%) á sama tíma og nánast allir ađrir seđlabankar eru međ slíka vexti á bilinu 0-2%.

Međ ţví ađ rífast endalaust um verđtrygginguna er lánastofnununum gefinn friđur til ađ stunda vaxtaokriđ óáreittum, enda ótrúlega lítilli athygli beint ađ ţví í umrćđunum um lánamál heimilanna.


mbl.is Vísitala neysluverđs hćkkar um 0,34%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband