Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2015

Pínleg umrćđa um vaxtaokriđ

Ţingmenn stjórnarandstöđunnar, međ Helga Hjörvar í broddi fylkingar, reyndu í dag ađ drepa umrćđu um vaxtaokriđ í landinu  á dreif međ ţví ađ ásaka ríkisstjórnina um afskiptaleysi af málinu og ţađ ţrátt fyrir ađ hafa ekki sjálfir sýnt ţessari vaxtaósvífni nokkra athygli á síđasta kjörtímabili.

Svona málflutningur er til háborinnar skammar, ekki síst ţegar jafn alvarlegt mál er loksins til umrćđu í ţinginu, en skilningsleysi ţingmanna á ţessu ótrúlega svívirđilega máli endurspeglar líklega áhugaleysi almennings, sem beint hefur allri sinni baráttu gegn verđtryggingunni undanfarin ár.

Ekki kemur upp í hugann ađ Hagsmunasamtök heimilanna né nokkur önnur samtök hafi beint kröftum ađ ţessu gengdarlausa okri sem lánastofnanir hafa komist upp međ ađ beita heimilin og atvinnulífiđ í landinu  undanfarna áratugi.  Mikla furđu vekur líka hve samtök atvinnulífsins og verkalýđshreyfingin hafa veriđ áhuga- og skeytingalaus varđandi ţetta alvarlega mál.

Kvartanir hafa ađallega beinst ađ verđtryggingunni en ekki verđbólgunni og vaxtabrjálćđinu sem ţó eru bölvaldarnir en ekki verđbćturnar, sem ađeins eru afleiđingar en ekki orsök vandamálanna.

Á undanförnum árum hefur oft veriđ bloggađ um ţessi mál á ţessari síđu, viđ litlar undirtektir.  Nokkur ţessara blogga má sjá t.d. hérna:  

http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1080779/  og hérna:  

http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1184726/  og hér:

http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1178029/ 

Vonandi verđur vaxtaokriđ tekiđ til rćkilegrar umrćđu núna og ćttu ţingmenn allra flokka ađ sjá sóma sinn í ţví ađ snúa bökum saman í baráttunni viđ vaxtaokursböliđ og ćttu reyndar ađ vera í fremstu víglínu ţess stríđs.


Svona gerist ekki á Íslandi!!!!!

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra telur ađ hér á landi séu einstaklingar sem bćđi geta og langar til ađ fremja vođaverk.  Jafnframt er bent á ađ frá öllum nálćgum löndum hafi streymt ungmenni til Sýrlands og Íraks til ađ berjast međ ISIS og hafa ţá vćntanlega heillast af hryllilegum vídeóum af aftökum samtakanna á óvinum sínum, ţ.m.t. afhöfđunum og brennslu lifandi manna á báli.

Fram ađ ţessu hefur öllu svona tali veriđ mótmćlt harđlega hér á landi og alltaf sagt ađ svona lagađ geti ekki gert hérna, enda ţjóđfélagiđ svo friđsćlt og saklaust ađ minni en engin hćtta vćri á ađ álíka villimennska gćti blossađ hér upp.

Ţađ er sami hugsunarháttur og einkennir alla, ţ.e. fólk reiknar aldrei međ ţví ađ ţađ sjálft lendi í slysi eđa öđrum óhöppum.  Slíkt komi eingöngu fyrir ađra og sjálfur lesi mađur bara fréttir af atburđunum í blöđunum eđa sjái fjallađ um ţá í fréttatímum sjónvarpsstöđvanna.

Tveir ungir menn, sem segjast vera brćđur en enginn veit međ vissu hvort svo sé eđa hvađan ţeir eru upprunnir eru nú staddir hér á landi sem hćlisleitendur og hafa uppi hótanir um fjöldamorđ verđi ţeim ekki veitt viđtaka og veitt skjól.  Ekki getur sú framkoma orđiđ til ađ ýta undir samţykkt um landvist eđa ríkisborgararétt.

Kannski verđa ţessir atburđir og ađrir sem nýlega hafa orđiđ í nágrannalöndunum til ađ vekja okkur Íslendinga upp af vćrum svefni og áhyggjuleysi af ađ nokkuđ hrćđilegt geti gerst innan íslenskrar landhelgi.


mbl.is Hafa löngun og getu til vođaverka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hluta arđsins til starfsmanna

Til allrar lukku hefur fyrirtćkjum í flestum greinum gengiđ vel undanfarin ár, hagnađur veriđ verulegur og arđgreiđslur háar í samrćmi viđ ţađ.  Allt er ţađ gott og blessađ, enda á ţjóđfélagiđ allt undir ţví ađ atvinnulífinu gangi vel og skili góđum arđi.

Framundan eru kjarasamningar fyrir stćrstan hluta launţega landsins og er ekki annađ ađ sjá en stéttarfélögin séu algerlega steingeld í kröfugerđum sínum og virđast leggja ađaláherslu á ađ ná fram "leiđréttingu" fyrir sína félagsmenn, sem eiga ađ hafa dregist aftur úr einhverri óskilgreindri "viđmiđunarstétt" síđan síđast var gengiđ frá kjarasamningum.

Samkvćmt slíkri kröfugerđ mćtti ćtla ađ stéttarfélögin hefđu komist ađ einhverju innbyrđis samkomulagi fyrir löngu síđan um launamismun í ţjóđfélaginu sem ekki megi riđlast á nokkurn hátt, enda snúast kjarasamningar nú orđiđ um lítiđ annađ en ţessar "leiđréttingar" gagnvart "viđmiđunarstéttunum".

Atvinnulífiđ skilar miklum hagnađi og hefur ţví alla burđi til ađ greiđa hćrri laun en nú er gert og ástćđulaust međ öllu ađ miđa alla samninga viđ ţau fyrirtćki sem verst standa, til ađ ţau hangi á lífi, en hin sem betur ganga raki arđi í vasa fjárfesta á sama tíma og launţegarnir ţurfa ađ sćtta sig viđ laun sem lélegustu fyrirtćkin ráđa viđ ađ greiđa.

Hagnađur fyrirtćkja skapast af samspili fjárfestingarinnar og vinnuaflsins í fyrirtćkjunum og ţví ćtti ađ sjálfsögđu ađ meta vinnuna til jafns viđ fjármagniđ og taka tillit til ţess viđ úthlutun arđ ţegar vel gengur.

Stéttarfélögin eiga ađ setja fram ţá kröfu ađ starfsmenn fyrirtćkjanna fái hlutdeild í arđgreiđslum, allt ađ helmingi ţeirra, ţ.e. ađ arđur skiptist milli fjárfestanna og starfsmannanna og mćtti ná helmingaskiptunum í áföngum á nokkrum árum.

Stéttarfélögin verđa ađ fara ađ temja sér nýja hugsun og koma sér upp úr hjólförunum sem ţau hafa veriđ ađ spóla í undanfarna áratugi.


mbl.is Sex félög greiđa 8,3 milljarđa í arđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kunna ekki ađ skammast sín

Eftir ađ dómur féll í Hćstarétti í svokölluđu Al-Thamini máli, ţar sem Kaupţingsbanksterar fengu ţunga fangelsisdóma, hafa a.m.k. tveir hinna sakfelldu keppst viđ ađ koma fram í fréttaviđtölum heima og erlendis til ţess ađ rćgja Hćstaréttardómarana, Sérstakan saksóknara og réttarkerfiđ á Íslandi í heild sinni.

Fram kemur í öllum ţessum viđtölum ađ sakamennirnir kunna greinilega ekki ađ skammast sín og hvađ ţá ađ nokkurt samviskubit hrjái ţessa menn vegna ţess skađa sem ţeir ollu efnahag og lífsafkomu landa sinna međ gerđur sínum.  

Banksterar og útrásarvíkingar greiddu sjálfum sér ótrúlegar upphćđir í laun, bónusa og arđ árin fyrir hrun og virđast hafa flutt allan ţann ágóđa úr landi og komiđ fyrir í bönkum og skattaskjólum vítt og breitt um heiminn, end allir búsettir erlendis núna og virđast lifa ţar miklu lúxuslífi.

Mörg stór mál eru ennţá rekin fyrir dómstólunum gegn ţessum sömu mönnum og fleirum ţeim líkum og vonandi klárast ţau mál fyrir réttarhlé í sumar, svo uppgjöri hrunmála fari ađ ljúka enda orđiđ tímabćrt ađ ljúka ţessum málum og beina öllum kröftum ađ uppbyggingu ţjóđfélagsins til framtíđar.


mbl.is Ber stjórnmálamenn ţungum sökum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stórmerkilegur dómur yfir Kaupţingsmönnum

Máli ákćruvaldsins gegn stjórnendum Kaupţings vegna Al Thanimálsins er loksins lokiđ međ dómi Hćstaréttar, sem ţyngdi fangelsisdómana sem undirréttur hafđi áđur kveđiđ á um.

Sakborningarnir í ţessari ótrúlegu svikamyllu međ hlutabréf bankans örfáum dögum fyrir hrun hans voru miklir áhrifamenn í íslensku viđskiptalífi og virtust vera farnir ađ haga sér eins og kóngar í ríki sínu og fara sínu fram, burtséđ frá lögum og reglum landsins.

Fyrir dómstólum hafa sakborningarnir notiđ ađstođar fćrustu lögfrćđinga landsins og ekkert veriđ látiđ ógert til ađ tefja og trufla för málsins um dómskerfiđ á međan öllum ráđum lögfrćđinnar hefur veriđ beitt til varnar og réttlćtingar gjörđa ţeirra ákćrđu.

Niđurstađa dómstólanna, ekki síst Hćstaréttar, er athyglisverđ og mun lengi verđa til hennar vitnađ, enda einhver merkilegasti dómur sem felldur hefur veriđ af íslenskum dómstólum, a.m.k. á lýđveldistímanum.


mbl.is Kaupţingsmenn sakfelldir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband