Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2018

Furulegt hvernig bankar og lífeyrissjóđir hafa látiđ blekkjast

Allt í kringum stofnun og uppbyggingu United Silicon er međ slíkum ólíkindum ađ hugmyndaríkustu glćpasagnahöfundar hefđu varla getađ skálđ upp ţann söguţráđ allan.

Frá upphafi virđist stofnandi og fyrrum forstjóri félagsins hafa dregiđ alla á asnaeyrunum varđandi málefni félagsins, svo sem ríkiđ, banka, lífeyrissjóđi og bćjaryfirvöld í Reykjanesbć.

Ofan á allt annađ virđist forstjórinn, fyrrverandi, hafa stoliđ stjarnfrćđilegum upphćđum sem hann hefur komiđ úr landi og virđist svo sjálfur vera kominn í felur, a.m.k. nćst ekki til hans á uppgefnu heimilisfangi í Danmörku.

Máliđ allt virđist vera svo stórt í sniđum ađ furđulegt má heita ađ ekki skuli hafa veriđ gefin út alţjóđleg handtökuskipun á manninn og óskađ ađstođar Interpol viđ ađ hafa hendur í hári hans og framselja í hendur íslenskra yfirvalda.

Ţó ađeins brot af ţeim ásökunum sem settar hafa veriđ fram á hendur manninum vćru sannar og hann fundinn sekur um ţćr, hlyti hann ađ teljast einn mesti glćpamađur ţjóđarinnar og komast í sögubćkurnar sem slíkur.  

Ţetta mál verđur ađ rannsaka frá upphafi til enda, frá öllum hliđum, enda eitt furđulegasta svika-, ţjófnađar- og blekkingamál sem upp hefur komiđ eftir blekkingarnar sem banksterar og útrásargengin beittu í ađdraganda bankahrunsins 2008.


mbl.is Magnús krafinn um hálfan milljarđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Borgarlína og einkabíllinn eiga samleiđ

Nokkur umrćđa hefur skapast um svokallađa borgarlínu, sem er í grunninn sérstakar akreinar fyrir strćtisvagna, og ţrátt fyrir ađ samkomulag virđist vera orđiđ milli allra sveitarfélaga á Stór-Reykjavíkursvćđinu um framkvćmdina eru ekki allir sannfćrđir um ágćti málsins.

Fólk virđist ađallega skiptast í tvćr fylkingar vegna borgarlínunnar, ţ.e. annar hópurinn krefst aukinna framkvćmda til ađ greiđa fyrir umferđ einkabíla og eyđa óţolandi umferđahnútum á álagstímum og hinn hópurinn vill helst fćkka einkabílum og nánast skylda fólk til ađ nota almenningssamgöngurnar.

Báđir hópar tefla fram sterkum rökum fyrir sínum málstađ, en alger óţarfi er ađ stilla ţessum valkostum upp hverjum á móti öđrum, ţví eđlilegasta lausnin er ađ efla hvort tveggja, ţ.e. ađ greiđa fyrir umferđ einkabíla og efla almenningssamgöngur um leiđ, m.a. međ borgarlínunni.

Einkabíllinn mun gegna stćrsta hlutverkinu í samgöngum Íslendinga, sem annarra, um margra áratuga framtíđ og ađ berjast gegn ţeirri ţróun er mikil skammsýni og ber ekki vott um mikinn skilning á ţörfum og vilja stórs hluta íbúa um samgöngumöguleika sína.  Ađ sama skapi er lítil skynsemi í ađ berjast á móti ţróun almenningssamganga, ţví ađ sjálfsögđu ţarf ađ greiđa fyrir hvoru tveggja. 

Strćtisvagnakerfiđ í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum er ótrúlega óađlađandi ferđamáti og má ţar bćđi nefna leiđakerfiđ, ferđatíđnina, biđstöđvarnar og ađ bílstjórarnir skuli ekki geta tekiđ viđ stađgreiđslu fargjalda og haft skiptimynt í vögnunum til ađ gefa til baka ef farţegar hafa ekki smámynt í vösunum sem dugar fyrir farinu.

Í öllum nálćgum löndum er slík ţjónusta í bođi í strćtisvögnum og ţrátt fyrir miklu meiri notkun vagnanna gefa bílstjórar sér tíma til ađ afgreiđa ţá farţega sem ţurfa ađ stađgreiđa fargjöld og sums stađar gegna vagnarnir a.m.k. ađ hluta til einnig sem ţjónustufarartćki fyrir ţá fatlađa sem geta nýtt sér ţjónustu almenningsvagna.

Byrja ţarf á ţví ađ gera almenningssamgöngur meira ađlađandi fyrir viđskiptavinina međ bćttu leiđakerfi, bođlegum biđstöđvum og ţjónustu og á sama tíma verđur ađ stórlaga gatnakerfiđ í Reykjavík og greiđa ţar međ úr umferđ einkabíla.  Vitlausasta leiđin er ađ reyna ađ neyđa fólk upp í strćtisvagna sem alls ekki kćra sig um eđa geta notađ almenningssamgöngurnar.

Fólk á ađ geta valiđ um ađ nota einkabíl eđa almenningssamgöngur.  Bíleigendur munu stundum nota strćtisvagna ef leiđakerfiđ verđur ađgengilegt og ţćgilegt og ekki ţurfi ađ vera í hćttu á ađ frjósa í hel viđ biđ eftir vögnunum.

 


mbl.is Segir grein Frosta rökleysu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju međ Davíđ Oddsson

Davíđ Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsćtisráđherra, seđlabankastjóri og nú ritstjóri Morgunblađsins, er sjötugur í dag og eru honum fćrđar innilegar haminguóskir međ afmćliđ.

Ekki er síđur ástćđa til ađ óska ţjóđinni til hamingju međ ađ hafa veriđ ţeirrar gćfu ađnjótandi ađ hafa notiđ starfskrafta hans á öllum ţessum sviđum, landi og ţjóđ til heilla.

Óţarft er ađ rekja sögu Davíđs Oddsonar í stuttri afmćliskveđju, en hans verđur minnst svo lengi sem land byggist sem eins merkasta stjórnmálamanns Íslandssögunnar, ţó ýmsir reyni ađ gera lítiđ úr verkum hans og níđa hann niđur á allan mögulegan hátt.

Slíkt niđurrif og persónuníđ helgast ađallega af öfund andstćđinga hans vegna ţess ađ ţeir hafa aldrei átt annan eins foringja í sínum röđum og gera ţví ţađ sem í ţeirra valdi stendur til ađ fella Davíđ af ţeim stalli sem honum ber og ţar sem hann gnćfir yfir samferđamenn sína á pólitíska sviđinu og mun hans nafn verđa í heiđri haft löngu eftir ađ hćlbítarnir verđa öllum gleymdir.

Davíđ Oddssyni eru hér međ fćrđar hugheilar afmćliskveđjur og vonir um ađ ţjóđin fái notiđ krafta hans um mörg ár enn.  Ţjóđinni er jafnframt óskađ til hamingju međ ţennan ţjóđskörung.

Ţess er jafnframt óskađ ađ hann gefi sér tíma frá önnum dagsins til ađ skrifa ćvisögu sína og greina ţar frá glćsilegum ferli sínum og draga ekkert undan um samskipti sín viđ pólitíska samferđamenn, innlenda sem erlenda.


mbl.is Ekkert ađ hugsa um ađ hćtta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband