Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2013

Heldur Össur ađ landar hans séu gleymin fífl?

Pétur Blöndal, ţingmađur, varpađi ţeirri spurningu til Össurar Skarphéđinssonar, utanríkisráđherra, á Alţingi í dag hvort samhljómur vćri í málflutningi  forsetans og ríkisstjórnarinnar varđandi utanríkismál.

Össur mćrđi forsetann á allan máta og sagđi m.a. samkvćmt fréttinni:  "Össur svarađi ţví til ađ hann liti á Ólaf Ragnar sem góđan liđsmann utanríkismálum Íslands. „Hann hefur langhćsta rödd allra ţeirra sem tala á Íslandi. Hann er ţjóđhöfđinginn. Hann hefur til dćmis tekiđ ţátt í ţví ađ setja málefni norđurslóđa á dagskrá og ţađ hefur skipt miklu máli.“ Ţá sagđi hann ţađ hafa veriđ rétt eftir á ađ hyggja af forsetanum ađ beita málskotsréttinum í Icesave-málinu."

 Annađhvort heldur Össur ađ hann sé utanríkisráđherra heimskustu og gleymnustu ţjóđar í heimi eđa hann er bćđi ađ hćđast ađ forsetanum og ţjóđinni í heild.  Er einhver annar en Össur sjálfur búinn ađ gleyma ţví sem hann sagđi ţegar forsetinn fór í opinbera heimsókn til Indlands, skömmu eftir ađ hann hafnađi ólögunum um Icesave stađfestingar eftir áskorun tugţúsunda kjósenda:  „Ţađ eru einhverjir ađrir sem geta boriđ töskurnar fyrir hann,“ sagđi Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Opinber heimsókn Ólafs Ragnars til Indlands hófst í dag í borginni Bangalore. Enginn ráđherra ríkisstjórnarinnar er međ í för ţótt heimsóknin hafi veriđ ákveđin fyrir nćrri ári og veriđ skipulögđ í samráđi forsetans og ríkisstjórnarinnar.

Svar Össurar í dag er algerlega út úr kú miđađ viđ fyrri framgöngu hans og ríkisstjórnarinnar í ţágu erlendra fjárkúgara.


mbl.is Góđur liđsmađur utanríkisţjónustunnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Borgarstjórinn grćttur á íbúafundi

Jón Gnarr, borgarstjóri, ber sig aumlega eftir íbúafund í Grafarvogi og segist hafa orđiđ fyrir einelti og ofbeldi af hendi fundarmanna.

Svo virđist ađ eineltiđ og ofbeldiđ hafi falist í ţví ađ fundarmađur kallađi borgarstjórnarmeirihlutann "hyski", sem hann vildi helst vera laus viđ úr lífi sínu. Einnig mun hafa komiđ fram mikil óánćgja nokkurra fundarmanna međ frammistöđu borgaryfirvalda í málefnum hverfisins.

Allir, sem fylgst hafa međ stjórnmálum í langan tíma og sótt ýmsa fundi međ stjórnmálamönnum, hafa heyrt og séđ ýmislegt verra en ţađ sem ţarna sýnist hafa veriđ á ferđinni og afar óvenjulegt, ef ekki einsdćmi, ađ stjórnmálamenn vćli og skćli undan ţví sem viđ ţá er sagt á slíkum samkomum.

Ţar fyrir utan er orđanotkun borgarstjórans afar undarleg, ţví óskiljanlegt er hvernig hćgt er ađ kalla ţetta, ţó afar ókurteislegt sé, "einelti og ofbeldi" og ber vott um mikla "orđtakablindu".

Ruddaleg framkoma á svona fundum er algerlega óafsakanleg en vćl og skćl borgarstjórans eftir fundinn bendir ekki til ađ hann hafi taugar til ađ sinna opinberu embćtti.


mbl.is „Einelti og hreint og klárt ofbeldi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nornaveiđar og hefndarţorsti

Eftir uppkvađningu hins fyrirsjáanlega dóms EFTAdómstólsins vegna Icesave virđist vera ađ rísa upp mikil bylgja hefndarţorsta sem beinist gegn ţeim sem ekki ţorđu ađ berjast fyrir lagalegum rétti Íslendinga í baráttunni gegn fjárkúgunartilburđum Breta og Hollendinga, sem dyggilega voru studdir af "vinum okkar og frćndum" á norđurlöndunum, ađ ógleymdu ESB og AGS.

Hefndarţorstanum fylgja nornaveiđar sem einna helst beinast ađ öllum ţeim ţingmönnum sem greiddu ţriđju og síđustu uppgjafaskilmálunum atkvćđi sitt á Alţingi. Ţeir sem harđast ganga fram í ţessum nornaveiđum virđast algerlega gleyma ţví ađ 40% ţátttakenda í ţjóđaratkvćđagreiđslunni um ţessa skilmála vildu samţykkja ţá, en 60% höfnuđu ţeim.

Vilja ţeir sem ađ ţessari ađför ađ "jáliđinu" standa virkilega ađ 60% ţjóđarinnar hefni sín međ einhverju móti á öllum ţeim kjósendum sem trúđu ţví ađ efnahagur ţjóđarinnar yrđi eins og á Kúbu og í Norđur-Kóreu, en ţví var haldiđ fram af efnahagsráđherranum og prófessor í Háskóla Íslands?

Ţrátt fyrir ađ allan tímann lćgi ljóst fyrir ađ krafa kúgaranna vćri algerlega ólögvarin, óréttmćt og svínsleg og ađ einhverjir hafi í raun trúađ vitleysunni sem haldiđ var ađ ţjóđinni, er algerlega út í hött ađ leita hefnda gegn ţeim sem ekki vildu taka slaginn fyrir ţjóđarhag.

Heimska er ekki lögbrot, sagđi einhver einhverntíma, og ţó fylgispektin viđ kúgarana hafi veriđ ógáfuleg er hefndin og nornaveiđarnar lítiđ betri.


mbl.is Vilja ađ ţingmenn segi af sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

EFTAdómstóllinn rassskellir Steingrím J. og ađra stuđningmenn erlendra kúgara

"Stórkostlegur sigur fyrir okkur" segir Steingrímur J. um algera sneypuför ESA, fyrir hönd Breta og Hollendinga, fyrir ESAdómstólnum í Icesavemálinu.  Steingrímur J. ćtti ađ fara međ veggjum vegna ţessa máls eftir frammistöđu sína og annarra undirlćgja erlends valds og a.m.k. sjá sóma sinn í ađ láta vera ađ hrósa sér og sínum fyrir ţessa niđurstöđu.

Enginn hefur gleymt framgöngu ríkisstjórnarinnar vegna Svavarssamningsins sem lagđur var fram í júní 2009 og átti ađ keyra óséđan í gegn um Alţingi og eins er öllum í fersku minni hvernig Steingrímur J., ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir reyndu ađ telja almenningi trú um ađ Ísland yrđi "Kúba norđursins" og lífskjör í landinu yrđu jafnvel verri en í Norđur-Kóreu ef samningurinn yrđi ekki samţykktur umsvifalaust.

Ţađ er međ ólíkindum ađ nokkrum skyldi detta í hug ađ samţykkja kúgunarađgerđir Breta, Hollendinga, norđurlandanna og AGS vegna "erlendra skulda óreiđumanna", enda ţurfti ekki annađ en ađ lesa tilskipun ESB til ţess ađ sjá ađ engin ríkisábyrgđ var, eđa mátti vera, á innistćđutryggingasjóđum einkabanka.

Eins og sjá má af ŢESSU bloggi frá ţví í júní 2009, ţegar uppgjafaskilmálar Svavars og Steingríms J. komu fyrst til umrćđu gat hver ólöglćrđur leikmađur lesiđ og skiliđ tilskipunina, enda er niđurstađa EFTAdómstólsins kristaltćr ţar sem enginn vafi var nokkurn tíma á ţví hvernig skilja átti efni tilskipunarinnar.

Niđurstađan er mesti sigur íslensku ţjóđarinnar í deilum viđ erlendar ţjóđir síđan í ţorskastríđunum, en ţví miđur geta ekki allir kallađ ţetta "stórsigur fyrir okkur" og allra síst Steingrímur J. og ţeir ţjóđníđingar sem fylgdu honum og erlendum kúgurum ađ málum.


mbl.is „Stórkostlegur sigur fyrir okkur“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Tćkniundur" sem gćti umbylt umferđarmenningunni á Íslandi

Í viđhangandi "fréttaskýringu" er útskýrt "tćkniundur" sem gerir bílstjórum kleyft ađ gefa öđrum í umferđinni til kynna ađ ţeir hyggist beygja inn í ađra götu en ţá sem ţeir eru ađ keyra eftir í ţađ og ţađ sinniđ.

Ţrátt fyrir ađ fáir áratugir séu ţangađ til ađ hćgt verđi ađ halda upp á aldarafmćli ţessa "tćkniundurs" sem stefnuljósin eru, ţá eru ótrúlega margir bílstjórar á Íslandi sem virđast aldrei hafa heyrt minnst á ţessa "nýjung" og hvađ ţá ađ ţeir hafi tamiđ sér ađ nota hana, sjálfum sér og öđrum vegfarendum til hćgđarauka.

Ef og ţegar Íslenskir bílstjórar taka almennt ţetta "tćkniundur" í ţjónustu sína og uppgötva jafnvel til hvers götum er skipt í tvćr, eđa fleiri akreinar, gćti ţađ jafnvel orđiđ til ţess ađ einhverjir fćru ađ hleypa bíl á milli akreina sem gćfi međ stefnuljósi til kynna ađ slíkt stćđi til og vćri jafnvel bráđnauđsynlegt.

Ţeir sem hafa ekiđ eitthvađ erlendis hafa vćntanlega tekiđ eftir ţví ađ bílstjórar ţar virđast almennt ţekkja til notkunar stefnuljósa og vita líka til hvers akreinar eru og ţví er alls ekki ótrúlegt ađ ţessi ţekking gćti međ tímanum orđiđ almenn á Íslandi líka.


mbl.is Hvernig virka stefnuljós?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svona fjárplógsstarfssemi verđur ađ stöđva umsvifalaust

Samtök fjármálafyrirtćkja telja ađ hugmyndir um ađ miđa árlegt hámarkskostnađrhlutfall ýmissa lána viđ 50% sé óraunhćf og nćr vćri ađ miđa viđ 75% og jafnvel 100% vexti og kostnađ á ári.

Ţetta segja ţau nauđsynlegt vegna ţess ađ slík okurlán séu "vinsćl" og fólk sćtti sig viđ ađ láta rćna sig á svo blygđunarlausan hátt. Ţó Íslendingar séu lánaóđ ţjóđ, getur varla veriđ ađ nokkur mađur taki lán gegn slíkum kostnađi nema hann sé vandlega falinn međ óskýrum texta og afar smáu letri á skilmálunum.

Hvort sem lántakandi samţykkir slík afarkjör eđa ekki, ţá er hér um svo svívirđilega gjaldtöku ađ rćđa ađ hana ber ađ stöđva umsvifalaust, breyta lögum um fjármálafyrirtćki ţannig ađ slíkt kostnađarhámark sé ađ algeru hámarki 25% og ströng viđurlög verđi viđ ámóta glćpamennsku og nú virđist tíđkast á lánamarkađi hérlendis.

Um siđferđiskennd fjármálafyrirtćkjann ţarf auđvitađ ekki ađ fjölyrđa og lýsa ţau henni best sjálf međ athugasemd sinni.


mbl.is Smálánin leynast víđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Opinberir ađilar eru greinilega svarnir óvinir íbúđalánaskuldara

Á undanförnum fjórum árum hefur ţjónusta ýmissa opinberra ađila hćkkađ um 35%, sem kemur til viđbótar alls kyns beinum skattahćkkuum. Samanlagt hafa ţessar ađgerđir skert kaupmátt heimilanna mikiđ og gjaldskrárhćkkanirnar einar og sér hafa hćkkađ verđlag um 5-6%.

Gjaldskrárhćkkanirnar hafa allar fariđ beinustu leiđ inn í vísitölu neysluverđs og orđiđ til ađ hćkka verđtryggđ lán um 70.000.000.000 -sjötíuţúsundmilljónir-.

Er nema von ađ ríkisstjórnin hćli sér af "stuđningi" sínum viđ skuldara ţessa lands?


mbl.is Hiđ opinbera hćkkar verđlag um 5%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mesta hneyksli lýđveldissögunnar?

Međhöndlun ríkisstjórnarflokkanna á tillögum Stjórnlaganefndar um nýja stjórnarskrá stefnir í ađ verđa eitt mesta hneyksli lýđveldissögunnar. Athugasemdir viđ tillögurnar streyma ađ úr öllum áttum og flestar harđorđar um galla ţeirra, óskýrt orđalag um ýmis alvarleg álitaefni, jafnvel skerđingu mannréttinda á nýjum forsendum og er ţá fátt eitt tínt til.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ţingsins virđist ćtla ađ keyra máliđ til annarrar umrćđu án ţess ađ bíđa eftir nokkrum ţeim álitum sem hún bađ sjálf um, t.d. frá öđrum ţingnefndum og Feneyjanefndinni.

Ţrátt fyrir allar ţćr alvarlegu athugasemdir sem ţegar hafa borist, ţar á međal falleinkunn Umbođsmanns Alţingis virđist hvergi mega hreyfa til orđi í tillögum Stjórnlaganefndarinnar og eru ţessi hrođvirknislegu vinnubrögđ Alţingi til mikils vansa og ţjóđinni ekki bjóđandi.

Ţau geta varla talist mörg hneyksin í stjórnmálasögu landsins sem komast međ tćrnar ţar sem ţessi skandall hefur hćlana.


mbl.is Gerir fjölda athugasemda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnin (og ţjóđin ekki síđur) ćtti ađ hlusta á Jón Daníelsson

Ríkisstjórnin heldur áfram ađ vandrćđast međ innlimunarferliđ í ESB og Samfylkingin heldur áfram ađ berja höfđinu viđ steininn sem Vinstri Grćnir eru búnir ađ fela sig á bak viđ og ţjóđin er löngu búin ađ sjá ađ tilburđum Samfylkingarinnar fylgir ekkert annađ en hausverkur.

Katrin Júlíusdóttir, fjármálaráđherra, bođar umheiminum ađ kosning um innlimunina muni fara fram á árinu 2014 eđa 2015 "ef einhverjir hnökrar verđa á viđrćđunum viđ sambandiđ".  Ţegar lagt var upp međ innlimunardrauminn sögđu Samfylkingarráđherrarnir ađ allt máliđ myndi taka 6-10 mánuđi, ţannig ađ hnökrar hljóta ađ hafa veriđ á ţví allan tímann og varla mun rakna mikiđ úr ţeim úr ţessu, enda virđast meira ađ segja hörđustu ESBsinnar varla trúa sjálfum sér lengur.

Ríkisstjórnin ćtti ađ snúa sér ađ öđrum og brýnni málum og t.d. hlusta á ţađ sem Jón Daníelsson, hagfrćđingur, sagđi í ţćttinum á Sprengisandi, en á ţađ má hlusta hér:  http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP16402

Í raun ćtti hlustun á ţetta viđtal ađ vera skylda hvers hugsandi manns og ţó fyrri hlutinn sé fróđlegur, ţá er íslenska ríkisstjórnin ekki líkleg til ađ hafa áhrif á ţađ sem ţar er rćtt, en hún ćtti ađ taka til sín ţađ sem fram kemur í seinni hlutanum og hlusta á ţann kafla kvölds og morgna ţann tíma sem eftir lifir fram ađ kosningum.

Kjósendur ćttu ekki síđur ađ hlusta á ţađ sem Jón hefur fram ađ fćra um stefnu stjórnarinnar og forđast ađ gera ţau mistök í komandi kosningum ađ kjósa annađ eins yfir sig aftur.


mbl.is Kosiđ um ESB 2014 eđa 2015?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eru hollenskir stjórnmálamenn furđufuglar?

Hollenskir stjórnmálamenn virđast vera ađ rćđa ţađ í fullri alvöru ađ Íslendingar leggi rafstreng til Hollands, enda eigi Íslendingar nćga grćna umframorku sem ţeir hafi engin not fyrir og ţar ađ auki skuldi "Íslendingar" ţeim hollensku stórfé vegna Icesave.

Í fyrsta lagi skuldar íslenska ţjóđin ekki krónu vegna Icesave, en vissulega voru ţađ íslenskir ţegnar sem stjórnuđu ţví einkafyrirtćki sem til Icsaveskuldarinnar stofnađi og ber ađ endurgreiđa ţá skuld og allt bendir til ţess ađ ţađ verđi gert áđur en mjög langt líđur. Í öđru lagi myndi kosta ćvintýralegar fúlgur ađ leggja slíkan rafstreng og óvíst ađ ţađ borgađi sig, jafnvel ţó Hollendingar myndu greiđa "heimsmarkađsverđ" fyrir rafmagniđ. Í ţriđja lagi er algerlega fráleitt ađ selja rafmagniđ til atvinnuuppbyggingar í Evrópu, enda verđur örugglega nćg eftirspurn eftir ţví innanlands í framtíđinni og miklu nćr ađ byggja upp raforkufrek fyrirtćki til atvinnusköunar heima fyrir.

Hvergi í Evrópu er meira ójafnvćgi í stjórnmálum og í Hollandi og stjórnarskipti ţar afar ör og langtímum saman hefur ekki tekist ađ mynda starfhćfar ríkisstjórnir.

Allt bendir ţetta til ađ hollenska ţingiđ skipi óvenju stórt hlutfall "furđufugla", a.m.k. virđast ţeir ekki taka starf sitt allt of alvarlega.


mbl.is Vilja rafmagn upp í Icesave
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband