Bloggfćrslur mánađarins, maí 2019

Glćpamenn í skjóli alţjóđlegrar verndar

Í nýrri skýrslu lögreglunnar um skipulagđa glćpastarfsemi kemur margt forvitnilegt og ekki síđur undarlegt í ljós, t.d. ađ um sé ađ rćđa marga glćpahópa sem telji tugi manna og stundi allar ţćr tegundir glćpa sem fyrirfynnast.

Til dćmis kemur fram í skýrslunni ađ:  "Rann­sókn­ir lög­reglu leiđa í ljós ađ ein­stak­ling­um sem tengj­ast ţess­um ţrem­ur hóp­um hef­ur veriđ veitt alţjóđleg vernd á Íslandi m.a. á grund­velli kyn­hneigđar. Nokkr­ir ţess­ara karl­manna frá ís­lömsku ríki hafa veriđ kćrđir fyr­ir kyn­ferđis­lega áreitni gagn­vart kon­um hér á landi."  Á ađ skilja ţetta svo ađ karlmenn sem fengiđ hafa hćli hér á landi vegna samkynhneygđar áreiti konur eftir ađ alţjóđlega verndin er fengin?  Eru ţeir kannski ađ beita blekkingum varđandi kynhneygđina?

Annađ sem ekki síđur er athyglisvert er:  "Leiđtogi eins hóps­ins hef­ur á síđustu miss­er­um sent tugi millj­óna króna úr landi. Sami mađur hef­ur ţegiđ fé­lags­lega ađstođ af marg­vís­legu tagi, ţ. á m. fjár­hagsađstođ á sama tíma. Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar eru á ţann veg ađ inn­an hópa ţess­ara sé ađ finna rétt­nefnda „kerf­is­frćđinga“; ein­stak­linga sem búa yfir yf­ir­grips­mik­illi ţekk­ingu á kerf­um op­in­berr­ar ţjón­ustu og fé­lagsađstođar hér á landi."

Hvernig stendur á ţví ađ erlendir glćpamenn geti veriđ á opinberri framfćrslu á Íslandi, stundađ stórfell afbrot og sent tugi milljóna króna úr landi innpakkađir í bómull hjá íslenskum félagsmálayfirvöldum?

Eins vaknar spurningar um hvers vegna mönnum sem áreita konur eru ekki sviptir alţjóđlegu verndinni og ekki síđur hvort ekki sé a.m.k. hćgt ađ svipta glćpaforingjann örorkubótunum í ljósi tugmilljónanna sem hann hefur handbćrar og getur sent óhindrađ hvert á hnöttinn sem honum sýnist.

Ekki síst er undarlegt ef ţessir menn geti allir haldiđ áfram glćpastarfsemi sinni ţrátt fyrir ađ lögregluyfirvöld virđist vita um allt um ţeirra háttsemi.


mbl.is Leiđtogi sent tugi milljóna úr landi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ruglađur samanburđur viđ stórborgir

Borgaryfirvöld, sem hafa óţrjótandi hugmyndaflug í skattaálagningum, hafa nú kynnt nýjustu hugdettu sína um nýja skatta á Reykvíkinga.  Ţessa flugu virđast ţau hafa fengiđ í höfuđiđ í Noregi, en Óslóarborg hefur tekiđ upp innheimtu svokallađra tafa- og mengunargjalda í miđborginni.

Á stórReykjavíkursvćđinu búa innan viđ tvöhundruđţúsund manns en á stórÓslóarsvćđinu er íbúafjöldinn um ţađ bil ein milljón og fimmhundruđţúsund.  Líklega eru göturnar í Ósló álíka breiđar og göturnar í Reykjavík en umferđarţunginn tćplega átta sinnum meiri og ţví skiljanlegt ađ vandamál geti komiđ upp í umferđinni ţar á álagstímum.

Í Reykjavík hefur allt veriđ gert sem yfirvöldum hefur komiđ í hug til ađ tefja og trufla umferđ og ţegar takmarki ţeirra hefur veriđ náđ um talsverđar umferđartafir á álagstímum bođa ţau nýja skatta á bíleigendur í ţeirri von ađ geta ţröngvađ sem flestum upp í strćtisvagna eđa á reiđhjól.

Veđráttan í Reykjavík er ekki til ţess fallin ađ stórauka reiđhjólamenningu og strćtókerfiđ er svo bágboriđ og ţjónustan léleg ađ ekki tekst ađ auka hlutfall ţess af heildarumferđinni, ţrátt fyrir tugmilljarđa króna innspýtingu í kerfiđ á undanförnum árum.

Reykjavík er ekki stćrri en svo ađ hún er eins og smábćjir í öđrum löndum og algerlega fáránlegt ađ líkja henni saman viđ stórborgir erlendis og virđist sú tilhneyging einna hels líkjast mikilmennskubrjálćđi.

Til ađ toppa vitleysuna er bođađ ađ ţessi nýji skattur á bíleigendur skuli vera notađur til ađ niđurgreiđa ferđakostnađ ţeirra sem neyddir verđa til ađ nota strćtisvagnana eftir ađ gatnakerfiđ verđur endanlega eyđilagt.


mbl.is Minnihlutinn leggst gegn tafagjöldum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband