Bloggfćrslur mánađarins, maí 2010

Framsókanrmenn skemmta skrattanum

Framsóknarflokkurinn virđist loga stafna á milli í illdeilum eftir algert hrun flokksins í Reykjavík og nćrsveitum.  Guđmundur Steingrímsson, ţingmađur Framsóknar í Norđvesturkjördćmi byrjađi á ţví ađ senda formanni flokksins óţvegnar kveđjurnar og vildi kenna honum um lélega útkomu flokksins í borginni og ungliđahreyfing flokksins í kjördćmi Guđmundar lét hann hafa ţađ jafn óţvegiđ til baka og ávíttu hann fyrir ómaklegar árásir á formanninn og bentu á góđa útkomu víđast hvar á landsbyggđinni.

Fyrir prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík tóku andstćđingar formannsins innan flokksins sig saman um ađ fella sitjandi borgarfulltrúa og koma Einari Skúlasyni í fyrsta sćti frambođslistans í Reykjavík og tókst ţađ međ naumum meirihluta.  Eftir kosningarnar hefur Einar kennt öllum öđrum en sjálfum sér um ótrúlega lélega útkomu, ţar á međal hefur hann sagt ađ stuđningsmenn fyrrum borgarfulltrúa hafi ekki lagt sér neitt liđ í kosningabaráttunni.

Núna sendir Einar formanningum tóninn á vefsíđu sinni, krefst miđstjórnarfundar og segir ţar í lokin:  „Á slíkum miđstjórnarfundi ţarf einnig ađ rćđa hugmyndafrćđi flokksins, skipulag og vinnubrögđ innan hans. Endurnýjun hefur vissulega átt sér stađ í forystu flokksins en sú endurnýjun ţarf ađ ganga lengra og ekki ađeins felast í nýjum einstaklingum heldur nýjum vinnubrögđum og nýjum hugsunarhćtti. Eftir ţví er kallađ." 

Ef fransóknarmenn vilja endurvinna traust, ţó ekki vćri nema sinna eigin félagsmanna, vćri ţá ekki ráđ fyrir ţá, ađ hćtta svona flokkadráttum og ađ senda hver öđrum tóninn opinberlega?

Enginn teystir flokki sem logar í illdeilum.


mbl.is Segir trúnađarmenn framsóknarmanna hafi kosiđ Sjálfstćđisflokk
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ábending eđa kćra á embćttismenn?

Ţingmannanefndin um rannsóknarskýrsluna, sem fjallar um hvort stefna skuli nokkrum ráđherrum fyrir Landsdóm, hefur sent ríkissaksóknara "ábendingu" um ađ nefndin hafi taliđ nokkra embćttismenn hafa sýnt af sér vanrćkslu í starfi í tengslum viđ bankahruniđ.

Ţarna er um ađ rćđa forstjórna bankaeftirlitsins og seđlabankastjórnana ţrjá, ţar á međal Davíđ Oddson, en ekki er alveg ljóst hvort ţessi "ábending" sé ígildi ákćru, eđa hvort ţađ verđi ákvörđun ríkissaksóknarans hvort ţessir menn verđi kćrđir eđa ekki.

Rannsóknarnefndinni bar, samkvćmt lögum, ađ senda allar grunsemdir sínar um lögbrot til rannsóknarađila, annađhvort ríkissaksóknara eđa sérstaks saksóknara og ţađ gerđi hún vegna fjölda atriđa, sem hún varđ áskynja um í starfi sínu.  Ađ hún skuli ekki hafa sent "ábendingu" um ţessa embćttismenn hlýtur ađ benda til ţess, ađ nefndin hafi ekki taliđ "vanrćkslu" ţessara embćttismanna saknćma.

Fróđlegt verđur ađ fylgjast međ niđurstöđu ríkissaksóknara vegna málsins, enda nauđsynlegt ađ fá endanlega niđurstöđu í ţessu efni, til ađ eyđa öllum getgátum um saknćmi verka ţeirra.


mbl.is Sendi saksóknara ábendingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er Jón Gnarr ađ semja sig inn í "gamla" kerfiđ?

Jón Gnarr lýsti ţví yfir í sjónvarpsviđtali á kosninganóttina og endurtók í Silfri Egils, ađ honum fyndist ţađ hluti af "gamla" kerfinu ađ skipta borgarfulltrúum í meiri- og minnihluta, ţvert á móti ćtti ađ fara nýjar leiđir og allir borgarfulltrúar ćttu ađ vinna saman í ţágu borgarinnar.

Einnig sagđi hann í Silfri Egils í dag, ađ honum ţćtti stjórnmálamenn oft flýta sér ađ afgreiđa ýmis stór og afdrifarík mál og hann og félagar ćtluđu ekki ađ rasa ađ einu eđa neinu og gefa sér góđan tíma til ađ meta stöđuna eftir kosningarnar.

Rúmum hálfum sólarhring eftir ađ kjörstöđum var lokađ birtast fréttir af ţví, ađ flokkur Jóns Gnarr sé kominn í formlegar meirihlutaviđrćđur viđ Samfylkinguna, viđrćđur gangi vel og ţeim verđi haldiđ áfram á morgun.

Ţetta eru skemmtilegar fréttir og virđast sýna ađ Besti flokkurinn sé orđinn alvöru stjórnmálaflokkur og ćtli ađ verđa fljótur ađ lćra á og vinna innan ţess kerfis, sem flokkurinn var stofnađur gegn.

"Welcome to the revulution" sagđi Jón Gnarr hróđugur viđ félaga sína á kosninganóttina. 

Skyldi ţeim takast ađ bylta Samfylkingunni?


mbl.is Viđrćđur halda áfram á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hanna Birna er sigurvegari

Ţrátt fyrir mikinn og oftast óverđskuldađan áróđur gegn Sjálfstćđisflokknum á undan förnum misserum, sérstaklega eftir hruniđ, sem orsakađist vegna meintra glćpaverka banka- og útrásarrugludalla, en ekki vegna ţeirra laga sem stjórnmálamenn eru ábyrgir fyrir, ţá kom Sjálfstćđisflokkurinn nánast ótrúlega vel út úr kosningunum til sveitarstjórna víđast hvar um landiđ.

Flokkurinn fékk ţó skell sumstađar, t.d. á Akureyri, en vann góđa sigra annarsstađar.  Í Reykjavík fékk flokkurinn um 10% minna fylgi en í síđustu sveitarstjórnarkosningum, eđa um 34%, sem ţó var mikil aukning frá kosningunum til Alţingis í fyrra, ţegar flokkurinn fékk ađeins um 22% atkvćđa í borginni.

Samfylkingin í Reykjavík tapađi tćpum 30% atkvćđa sinna frá borgarstjórnarkosningunum 2006 VG beiđ mikiđ afhrođ í borginni og Framsóknarflokkurinn ţurrkađist út og Ólafur F. og önnur minni frambođ komust varla á blađ.  Öll óánćgjan sem í gangi hefur veriđ í Reykjavík og er ađallega tilkomin vegna svika ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna og atvinnulífsins, fór til "Besta" brandarans, sem marg sýndi í kosningabaráttunni, ađ hann hafđi ekki minnstu hugmynd um, um hvađ sveitarstjórnarmál snerust og hvađ ţá ađ örlađ hafi á nýjum hugmyndum til stjórnar borgarmálanna.

Fyrir kosningar sýndi Hanna Birna, borgarstjóri, ađ hún bar höfuđ og herđar yfir keppinauta sína um forystuhlutvert í borginni og ekki síđur hefur ţađ sýnt sig í umrćđuţáttum eftir kosningaúrslitin, hver hátt hún skarar yfir ađra forystumenn ţeirra frambođa, sem fulltrúa fengu í borgarstjórnina.

Hanna Birna er framtíđarleiđtogi ţjóđarinnar og myndi verđa landi og ţjóđ til sóma, gefi hún kost á sér sem varaformađur Sjálfstćđisflokksins á landsfundi flokksins, sem haldinn verđur í lok júní.

Ekki er minnsti vafi á ađ hún myndi hljóta glćsilega kosningu og reyndar vafasamt ađ nokkur myndi bjóđa sig fram gegn henni.


mbl.is Hanna Birna ekki á leiđ í formannsframbođ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samfylkingin ađ gefast upp á stjórnmálunum

Jóhanna Sigurđardóttir, formađur Samfylkingarinnar, lýsir ţví yfir ađ afhrođ flokksins í Reykjavík og víđar í sveitastrjórnum, vćri fyrirbođi ţess ađ hefđbundnu stjórnmálaflokkarnir myndu líđa undir lok.  Ekki sagđi formađurinn neitt um ţađ, hvađ hún sći koma í stađinn viđ val á ţingmönnum og sveitarstjórnarmönnum, ef ekki verđur bođiđ fram í nafni flokka, ţví ef breyting á ađ verđa á ţví, ţarf ađ gjörbylta allri kosningalöggjöf landsins.

Jóhanna hefur auđvitađ ekki umbođ til ađ tala fyrir ađra flokka en Samfylkinguna og ţví verđur ađ taka ummćli hennar sem algera uppgjöf hennar í stjórnmálaţátttöku og vćntanlega er hún ţar ađ tala fyrir sjálfa sig og Samfylkinguna, sem stjórnmálafokk.

Ekki er líklegt ađ ađrir flokkar muni líta á hin stóreinkennilegu úrslit borgarstjórnarkosninganna sem dauđadóm yfir flokkum sínum, ţví engar líkur eru á ađ leikhús fáránleikans geti haldiđ sýningu sinni gangandi fyrir fullu húsi í heilt kjörtímabil, hvađ ţá lengur.  Ţví mun ţađ frambođ og sigur ţess í Reykjavík ekki valda neinum sérstökum tímamótum í íslenskri pólitík til langrar framtíđar.

Ađrir flokkar en Samfylkingin, a.m.k. Sjálfstćđisflokkurinn, munu skýra stefnu sína, gera ţá endurnýjun í mannvali sem ţörf er á og blása síđan til nýrrar og öflugrar sóknar, međ skýr markmiđ og framtíđarsýn fyrir fólkiđ í landinu og gefa ţví nýja von um bjartari tíma.

En tími Jóhönnu er kominn og farinn og eins og hún segir sjálf, er líklegast ađ Samfylkingin hverfi međ henni af sögusviđinu, ţví ástćđulaust er ađ reikna ekki međ ađ hún verđi sannspá um afdrif eigin flokks.


mbl.is „Endalok fjórflokkakerfisins“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hera Björk var frábćr

Hera Björk og íslenski hópurinn í Eurovision stóđu sig frábćrlega vel í keppninni, ţótt stigagjöfin hafi ekki skilađ sér sem skyldi.  Ţó lagiđ hafi ekki falliđ Evrópubúum nógu vel í geđ, breytir ţađ ekki ţví, ađ lagiđ var gott og flutningurinn frábćr.

Stigagjöfin í Eurovision er oft algerlega óútreiknanleg og í ţetta skipti vann Ţýskaland međ afgerandi hćtti, öllum ađ óvörum og ađ margra mati óverđskuldađ.  Mörg góđ lög fengu fá stig, t.d. Portúgal og Írland, sem bćđi voru međ góđ lög og frábćrar söngkonur.

Burt séđ frá úrslitunum var íslenski hópurinn landi og ţjóđ til sóma.


mbl.is Stoltur og ánćgđur međ Heru
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Orđlaus

Í fyrsta sinn í langan tíma verđur mađur orđlaus. 

Fyrstu tölur frá Reykjavík eru ađ mörgu leyti svolítiđ undarlegar, en gefa örugglega nokkuđ rétta mynd af ţví hvernig úrslitin verđa.

Fyrstu viđbrögđ er tilfinning skammar og niđurlćgingar Reykjavíkur og íbúa hennar.

Jóni Gnarr og félögum skal hér međ óskađ til hamingju međ vel heppnađa leiksýningu, sem greinilega hefur náđ til áheyrenda.


mbl.is Fyrstu tölur í beinni á mbl.is
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđ kjörsókn er vonandi ávísun á sigur skynseminnar

Undanfariđ hefur ţví veriđ spáđ ađ óánćgja međ stórnmálamenn og flokka vćri svo mikil, ađ kjörsókn yrđi mjög drćm og til ţess hafa skođanakannanir bent.  Í ljós virđist vera ađ koma, ađ ţessar spár rćtist ekki, ţví kjörsókn stefnir í ađ verđa svipuđ og í kosningunum fyrir fjórum árum.

Stjórnmálafrćđingar hafa veriđ međ ţćr spár á lofti, ađ drćm kjörsókn vćri leikhúsi fáránleikans í hag, en góđ kjörsókn myndi benda til ţess ađ alvöruframbođ grćddu á kosnađ vitleysunnar.  Ţessi góđa kjörsókn verđur til ţess, ađ spennan eftir fyrstu tölum úr Reykjavík verđur enn meiri en ella hefđi orđiđ og gćti jafnvel stefnt í spennandi kosninganótt.

Ţađ eina sem hćgt er ađ vona, er ađ skynsemi Reykvíkinga verđi ofaná í ţessum kosningum og stjórnleysi og upplausn sem fylgja myndi ef margir leikarar úr leikhúsi fáránleikans kćmust inn í borgarstjórn.


mbl.is Fleiri kosiđ í Reykjavík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Örlagadagur í lífi Reykvíkinga

 

Kosningarétturinn er helgur og hverjum manni dýrmćtur í lýđrćđisríki.  Ađ hafa kosningar í flimtingum er alvarleg atlaga ađ lýđrćđinu og hreint skemmdarverk, ađ breyta ţeim í leikhús fáránleikans í anda Dario Fo, sem líklegt er ađ margir muni ekki eftir og geri sér ţví ekki grein fyrir samlíkingunni.

Hér á blogginu og víđar hefur mátt lesa endalaust stagl um ađ allir stjórnmálamenn séu nautheimskir glćpamenn, stjórnmálflokkarnir séu bófaflokkar og kjósendur međ hugsjónir og sterkar lífsskođanir séu ekkert annađ en heimskir viđhlćjendur, en slíkt stagl er ekki til marks um neitt nema vanţroska og hittir engan fyrir, nema staglarann sjálfan.

Ekki örlar á neinni málefnalegri umrćđu, t.d. frá vćntanlegum kjósendum "Besta"brandarans, öll kosningabaráttan er rekin međ svívirđingum og óhróđri um ađra frambjóđendur og ţá kjósendur, sem hafa sterkar lífsskođanir og fylgja ţeim í einlćgri von um bćtt ţjóđfélag og betra líf í landinu.  Fólk međ alvöru skođanir á ţjóđmálum og heilbrigđa sjálfsvirđingu, leyfir sér ekki ađ misvirđa kosningaréttinn međ fíflagangi og skítmokstri yfir allt og alla.

í dag mun koma í ljós, hvort festa og styrk stjórn verđur áfram viđ völd í Reykjavík, eđa hvort stefnir í fjögurra ára glundrođa og vandrćđagang međ sameiginleg hagsmunamál borgarbúa.

X viđ D tryggir stöđugleika og ađ Reykvíkingar geti áfram unniđ saman, stétt međ stétt.

Í dag móta Reykvíkingar sjálfir sína framtíđarsýn um ţá borg sem ţeir vilja búa og starfa í.


mbl.is Sveitarstjórnakosningar hafnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hanna Birna ber af eins og gull af eiri

Forystumenn flokkanna sátu fyrir svörum á Stöđ2 í lok frétta ţar og eru nú í Kastljósi sjónvarpsins og hefur Hanna Birna, borgarstjóri, boriđ höfuđ og herđar yfir međframbjóđendur sína, sem í ţáttunum hafa komiđ fram.

Hanna Birna hefur sýnt međ óyggjandi hćtti hvers vegna fólki er óhćtt ađ treysta henni og D-listanum fyrir stjórn borgarinnar á nćsta kjörtímabili, enda hefur stjórn borgarinnar gengiđ ótrúlega vel síđustu tvö ár, eftir ađ Hanna Birna tók viđ borgarstjórastólnum og hefur tekist ađ sameina bćđi meiri- og minnihluta til góđra verka í ţeirri erfiđu stöđu sem ţjóđfélagiđ hefur veriđ í eftir hrun.

Jón Gnarr hefur komiđ út úr ţessum ţáttum nánast eins og kjáni, hvort sem hann er ađ gera sér ţađ upp, eđa hann er bara svona gjörsamlega laus viđ alla ţekkingu á borgarmálum og algerlega hugmyndalaus um viđ hvađa málaflokka er unniđ hjá borginni og hvernig ţađ er gert.

Eftir ţessa sjónvarpsţćtti ţarf enginn ađ velkjast í vafa um ađ farsćlast er fyrir framtíđ Reykjavíkur ađ kjósa D-listann á morgun.


mbl.is Horfast ţarf í augu viđ rugliđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband