Samfylkingin að gefast upp á stjórnmálunum

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, lýsir því yfir að afhroð flokksins í Reykjavík og víðar í sveitastrjórnum, væri fyrirboði þess að hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir myndu líða undir lok.  Ekki sagði formaðurinn neitt um það, hvað hún sæi koma í staðinn við val á þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum, ef ekki verður boðið fram í nafni flokka, því ef breyting á að verða á því, þarf að gjörbylta allri kosningalöggjöf landsins.

Jóhanna hefur auðvitað ekki umboð til að tala fyrir aðra flokka en Samfylkinguna og því verður að taka ummæli hennar sem algera uppgjöf hennar í stjórnmálaþátttöku og væntanlega er hún þar að tala fyrir sjálfa sig og Samfylkinguna, sem stjórnmálafokk.

Ekki er líklegt að aðrir flokkar muni líta á hin stóreinkennilegu úrslit borgarstjórnarkosninganna sem dauðadóm yfir flokkum sínum, því engar líkur eru á að leikhús fáránleikans geti haldið sýningu sinni gangandi fyrir fullu húsi í heilt kjörtímabil, hvað þá lengur.  Því mun það framboð og sigur þess í Reykjavík ekki valda neinum sérstökum tímamótum í íslenskri pólitík til langrar framtíðar.

Aðrir flokkar en Samfylkingin, a.m.k. Sjálfstæðisflokkurinn, munu skýra stefnu sína, gera þá endurnýjun í mannvali sem þörf er á og blása síðan til nýrrar og öflugrar sóknar, með skýr markmið og framtíðarsýn fyrir fólkið í landinu og gefa því nýja von um bjartari tíma.

En tími Jóhönnu er kominn og farinn og eins og hún segir sjálf, er líklegast að Samfylkingin hverfi með henni af sögusviðinu, því ástæðulaust er að reikna ekki með að hún verði sannspá um afdrif eigin flokks.


mbl.is „Endalok fjórflokkakerfisins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Láttu ekki svona fjórflokkurinn verður að jarðsyngja sjálfan sig með breyttum lögum frá alþingi um kerfisbreytingu í stjórnmálum það er okkar krafa og ef þú ert með aðra kröfu á hann eins og komið er þá get ég ekki skilið það.

Sigurður Haraldsson, 30.5.2010 kl. 02:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvaða kerfisbreyting er ykkar krafa?  Hvaða ykkur ert þú að tala um?

Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2010 kl. 02:57

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hún sagði að fjórflokkurinn mun leggjast af. Ekki flokkar yfir höfuð.

Þú verður að hafa staðreyndirnar á hreinu.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.5.2010 kl. 05:21

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sleggja, lestu fyrstu línuna í upphaflegu færslunni aftur.  Lestu síðan fyrsu línuna í annarri málsgrein aftur.

Þú verður að hafa stðareyndirnar um það sem sagt var, á hreinu.

Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2010 kl. 06:40

5 Smámynd: Jón Magnússon

Góð færsla Axel. Þessi ummæli Jóhönnu dæma hana sjálfa og eru í samræmi við þann pólitíska fáránleika sem hún hefur viðhaft í ýmsum ummælum um stjórnmál, stjórnmálastefnur og stjórnmálaflokka.  Ef eitthvað er þá liggur fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn kemur út úr þessum kosningum sem sterkt stjórnmálaafl þvert á hrakspár og fyrstu sleggjudóma Ólafs Harðarssonar í Sjónvarpssal þegar fyrstu úrslit lágu fyrri og voru í hraklegri mótsögn við það sem prófessorinn hélt fram.  

Jón Magnússon, 30.5.2010 kl. 09:59

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, það er nefninlega staðreynd málsins, að Sjálfstæðisflokkurin er í raun að koma ótrúlega sterkur út úr kosningunum víðast hvar, þar á meðal í Reykjavík, miðað við þann gengdarlausa áróður sem hann hefur þurft að sitja undir frá vinstra liðinu í landinu á undanförnum misserum. 

Í kosningasjónvarpi RÚV var alveg ótrúlegt að hlusta á fréttamennina og ekki síður stjórnmálaprófessorinn tala alltaf um "fjórflokkinn", eins og Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Framsóknarflokkur og Vinstri grænir væru nánast einn flokkur.  Þetta er alger móðgun við það fólk sem styður "sinn" flokk vegna lífsskoðana sinna og hugsjóna, því þó flestir beri hag og velferð lands og þjóðar fyrir brjósti, þá eru þær leiðir, sem stjórnmálaflokkarnir vilja fara til að ná þeim markmiðum sínum svo gjörólíkar, að það er nánast hneyksli, að þessir fréttamenn og prófessorar skuli spyrða flokkana svona saman, eins og munurinn sé enginn.

Sem Sjálfstæðismaður með hugsjónir kæri ég mig ekki um að vera spyrtur við stjórnmálaskoðanir t.d. VG, eins og ég væri nánast stuðnigsmaður þess flokks.

Á meðan þeir sem leiða umræðuna gera það ekki á vandaðri hátt en þetta, er varla von að aðrir geri það, allra síst ungt fólk, sem ekki er búið að móta sér endanlegar skoðanir á stjórnmálum.

Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2010 kl. 11:03

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Spár spekingslegra, fréttamanna, háskólamenntaðra stjórnmálaskýrenda og forsætisráðherra, benda flestar til þess að vera fengnar að láni af Moggablogginu eða öðrum bloggum.

 Meint "andlát" fjórflokkana, er ekkert merkilegra en það, að eftir næstu kosningar, mun það gerast að þessir fjórir flokkar munu ekki verma yfir 90% þingsæta og að öllum líkindum, gæti næsta ríkisstjórn verið skipuð, þingmönnum, einhvers þessara fjörgurra flokka og þingmönnum, einhvers nýs afls sem mun fá 10 eða fleiri þingsæti í næstu kosningum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband