Er Jón Gnarr að semja sig inn í "gamla" kerfið?

Jón Gnarr lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali á kosninganóttina og endurtók í Silfri Egils, að honum fyndist það hluti af "gamla" kerfinu að skipta borgarfulltrúum í meiri- og minnihluta, þvert á móti ætti að fara nýjar leiðir og allir borgarfulltrúar ættu að vinna saman í þágu borgarinnar.

Einnig sagði hann í Silfri Egils í dag, að honum þætti stjórnmálamenn oft flýta sér að afgreiða ýmis stór og afdrifarík mál og hann og félagar ætluðu ekki að rasa að einu eða neinu og gefa sér góðan tíma til að meta stöðuna eftir kosningarnar.

Rúmum hálfum sólarhring eftir að kjörstöðum var lokað birtast fréttir af því, að flokkur Jóns Gnarr sé kominn í formlegar meirihlutaviðræður við Samfylkinguna, viðræður gangi vel og þeim verði haldið áfram á morgun.

Þetta eru skemmtilegar fréttir og virðast sýna að Besti flokkurinn sé orðinn alvöru stjórnmálaflokkur og ætli að verða fljótur að læra á og vinna innan þess kerfis, sem flokkurinn var stofnaður gegn.

"Welcome to the revulution" sagði Jón Gnarr hróðugur við félaga sína á kosninganóttina. 

Skyldi þeim takast að bylta Samfylkingunni?


mbl.is Viðræður halda áfram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ferningur

Þú virðist nú ekki telja þörf á mikilli byltingu á flokkakerfinu ef marka má síðustu bloggfærslu þína; "Hanna Birna er sigurveigari". 

Ferningur, 30.5.2010 kl. 21:16

2 identicon

Jón G verður að semja, því miður fékk hann ekki meirihluta. Það vær glapræði að semja við XD, arkitekta og hirðfífl hrunsins.

Björn Ólafsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 21:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á meðan að lífsskoðanir manna eru misjafnar er ekkert óeðlilegt við flokkakerfi, sem þjappar fólki með svipaðar skoðanir saman i flokka.  Hvort þeir eru fjórir, fimm eða tíu skiptir engu máli, svo framarlega sem félagar hvers um sig finnst þeir eiga sálu- og skoðanafélaga innan síns flokks.

Auðvitað er hægt að hugsa sér annað kerfi til að velja fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnir og hugleiðingar í þá veru hef ég skrifað hér á bloggið fyrir ekki svo löngu síðan.

Flokkaframboð eru hluti af lýðræðishefð, bæði á vesturlöndum og víðar um heim, svo svarið við spurningu þinni er það, að ég sé svosem enga sérstaka þörf á byltingu í flokkakerfinu, en er opinn fyrir öllum hugmyndum um aðrar aðferðir við fulltrúaval, hvort sem er til þings eða sveitarstjórna.

Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2010 kl. 21:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfögðu var svarið hér að ofan við spurningu Fernings, en þetta venjulega öfgabull sem Björn er að bergmála og heldur að sé sniðugt, er auðvitað ekki svaravert.

Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2010 kl. 21:32

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fortíð Samfylkingarinnar, við stjórnun borgarinnar,á tímum  R-listans, ber nú ekki yfir sér slíkan "dýrðarljóma" að Samfylkingin sé vænlegur kostur.  Samfylkingin lifir líka ekki kjörtímabilið af í skugga Besta flokksins.

 Kalt mat mitt er það, að ef að Besti flokkurinn, vill bæta við í kosningum að fjórum árum liðnum, þá sé málið að semja við Sjálfstæðisflokkinn.  Hanna Birna tæki Borgarstjórann, fyrstu tvö árin á meðan Besti flokkurinn lærir á borgina. Á meðan yrði Jón Gnarr eða einhver annar úr Besta formaður Borgarráðs.  Að tveimur árum liðnum, myndu flokkarnir svissa embættunum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 21:36

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn, ég væri ekki hissa þó Samfylkingin sé einmitt að bjóða þeim svipaða leið, þ.e. að Dagur verði borgarstjóri í tvö ár og svo taki Jón Gnarr við.

Þetta væri eina leið Dags til að bjarga pólitísku lífi sínu, því komist hann ekki í meirihluta í borginni núna, eru dagar hans taldir, bæði sem borgarfulltrúa og ekki síður sem varaformanns Samfylkingarinnar og allir draumar hans um þingmennsku og ráherrasæti í framtíðinni væru úr sögunni.

Líklega munu þeir draumar aldrei rætast hvort sem er.

Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2010 kl. 21:49

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samfylkingin, hefur ekki "karakter" til þess að geta stjórnað í skugga annara.  Samfylkingunni yrði það mikilvægt að meirihlutinn héldi að hún myndi týna sér í þeirri viðleitni og koma út eftir kjörtímabilið, sem brotin "hækja" Besta.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 22:05

8 Smámynd: Elle_

Nei, Samfylkingin hefur ekki getu til að vinna neinsstaðar, hvorki í framlínu né skugga og þarf að koma þessum flokki fyrir kattarnef.  

Elle_, 30.5.2010 kl. 22:38

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tek undir með Elle - Sf hefur yfir höfuð ekki karakter.

Eins og (minnir mig) Laxnes sagði - þú kúlturlausa skítalykt. -

Einhvernveginn finnst mér hann hafa séð esta flokkinn fyrir.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.5.2010 kl. 23:58

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér sýnist að flestir hér hafi fátt lært og fátt skilið.. og maður veltir fyrir sér hvenær flokkshestar Sjálfstæðisflokksins skilja staðreynir mála.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.5.2010 kl. 10:14

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ingi, á að skilja orð þín svo, að þið flokkshestar Samfylkingarinnar séuð þeir einu sem skiljið allar staðreyndir mála?

Axel Jóhann Axelsson, 31.5.2010 kl. 14:51

12 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Úr því sem komið er, þá er líklega best að besti og næstbesti flokkurinn myndi meirihluta. 

Hanna Birna vill "þjóðstjórn", eða samvinnu allra flokka.  Hefði henni eða hennar ágætu herrum hugnast það ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 7-8 borgarfulltrúa?  Ég veit það ekki, en ég leyfi mér að efast um það.

Ég held að samstarf D og S mundi aldrei ganga.  Þessar 2 prímadonnur,  Hanna Birna og Dagur , geta ekki starfað saman.   Varla fer Hanna Birna sem ótvíræður sigurvegari kosningana að starfa með gríninu í meirihluta?  

Held ekki, en ég hef fulla trú á því að hún Hanna Birna komi til með að standa sig vel í minnihluta sem og hennar meðreiðarsveinar, man ekki alveg hvað þeir heita í augnablikinu.

Guðmundur Pétursson, 31.5.2010 kl. 20:36

13 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hanna Birna og hennar fólk, kom á óumbeðið "þjóðstjórn" í borgarstjórn, þegar flokkurinn hafði 7 fulltrúa og myndaði meirihluta með Framsókn. Þannig að varla er hægt að gefa sér það að hún myndi ekki vilja slíkt áfram, enda gekk það vel, að mestu leiti.

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.5.2010 kl. 20:45

14 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Já er það?  Og réðu kannski langhæfasta manninn á Íslandi til þess að gegna starfi stjórmarformanns orkuveitunar?  Nei, líklega ekki.  En það var bara svona smá spilling og var lítill biti í spillingar nammipokanum sem þurfti að afhenda Óskari til þess að kaupa stuðing framsóknar í þessu "meirihluta samstarfi".

Guðmundur Pétursson, 31.5.2010 kl. 21:28

15 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Staðan var nú bara þannig í borginni, að eftir að Ólafur F. neitaði að vinna með, eða öllu heldur að vera í Tjarnarkvartetnum, þá varð meirihluti í RVK ekki myndanlegur, án Sjálfstæðisflokksins.

  Allt fram til þess tíma, sem að VG og Samfó, þurftu að fara að láta "ljós" sitt skína, fyrir kosningar, var alla jafna sátt um velflest ef ekki öll mál borgarstjórnar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.5.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband