Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2012

Viđ Ólafur Ragnar erum standandi hissa

Ólafur Ragnar er aldeilis undrandi á ţví ađ ekki hafi nema rétt rúmlega ţrjátíuţúsund manns skorađ á sig ađ gefa kost á sér í forsetakjöri í fimmta sinn, en segist ţó bćđi undrandi og glađur yfir ţeirri ólýsanlegu ást, sem ţjóđin sýni honum međ ţessari undirskriftasöfnun.

Ég er hinsvegar steinhissa á ţví ađ Ólafur Ragnar skuli reyna ađ láta líta svo út ađ ţetta hafi komiđ honum á óvart, ţví allt er ţetta sett á sviđ af honum sjálfum og nokkrum stuđningsmönnum og vinum í gegnum allan hans pólitíska feril.

Svona geta menn nú orđiđ hissa á sama hlutnum, en ţó á mismunandi forsendum.


mbl.is Forsetinn gefur sér vikuna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Sjaldan lýgur almannarómur"

Gamalt orđatiltćki segir ađ sjaldan ljúgi almannarómur, en ţátttaka nokkurra ţingmanna í ţví ađ ćsa mótmćlendur til athafna gegn lögreglunni og ţinghúsinu var einmitt almannarómur í "búsáhaldabyltingunni". Nafn Álfheiđar Ingadóttur var oftast nefnt í ţví sambandi.

Hún krefst ţess nú ađ fá allar upplýsingar sem lögreglan gćti búiđ yfir um sína ţátttöku í ţessu athćfi og sama gerir Steingrímur J. Sigfússon, allsherjarráđherra.

Ađ sjálfsögđu ćtti ađ birta allar slíkar upplýsingar opinberlega, ef ţćr eru fyrir hendi, og ţessir ţingmenn og ađrir sem hugsanlega vćru tengdir viđ máliđ ćttu ţess ţá kost ađ koma sínum sjónarmiđum og skýringum ađ vegna ţessara ásakana.

Almenningur, ekki síđur en ţingmennirnir sjálfir, verđur ađ fá ţađ algerlega á hreint hvort ţingmenn hafi tekiđ ţátt í, eđa magnađ, ţá múgćsingu sem greip um sig viđ ţinghúsiđ í ársbyrjun áriđ 2009.


mbl.is Vill fá gögn lögreglunnar á borđiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Eyđsluklóin" klórar á ný

Hagvöxtur undanfarin misseri hefur veriđ drifinn áfram af einkaneyslu en ekki af aukinni verđmćtasköpun, sem best kemur fram í gríđarlegri fyrirframeyđslu ţeirra fjármuna sem ćtlađir voru til framfćrslu á eftirlaunaárum og hćkkun yfirdráttarlána, en samtals nema ţessar upphćđir um áttatíumilljörđum króna.

Hagvöxtur, sem drifinn er af eyđslusemi umfram tekjur, getur aldrei veriđ nema tímabundinn og fyrri reynsla ćtti ađ sýna fram á hverjar afleiđingar slíkrar eyđslusemi verđa óumflýjanlega.

Íslendingar hafa alltaf veriđ miklar eyđsluklćr og nánast lánaóđir og keypt allt sem hugurinn hefur girnst, svo lengi sem mögulegt hefur veriđ ađ taka lán fyrir eyđslunni. Ţađ ţjóđareinkenni virđist núna vera ađ brjótast fram í dagsljósiđ á nýjan leik eftir stuttan dvala frá hruninu haustiđ 2008.

"Íslenska eyđsluklóin", eins og einhver gaf ţví nafn hér um áriđ, er farin ađ klóra sig til stórskađa enn á ný.


mbl.is Ţjóđin aftur farin ađ taka dýr lán fyrir neyslu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fortíđardraugar vakna upp einn af öđrum

Undanfarnar vikur hafa ýmsir fortíđardraugar fariđ á kreik og engin leiđ ađ gera sér grein fyrir ţví hvers konar reimleikar munu skekja ţjóđfélagiđ nćst.

Nýjasti mórinn sem nú virđist vera ađ ganga aftur eru hátt í tuttugu ára gamlar bréfaskriftir Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem skilja má af fréttinni ađ nýlega hafi veriđ kćrđar vegna kynferđislegra skýrskotana sem í ţeim hafi veriđ.

Fréttin segir ekki margt um innihald ţessara bréfa, en ţó má telja öruggt ađ draugur ţessi eigi eftir ađ láta mikiđ ađ sér kveđa á nćstunni.

Hver sá sem ekki á sér engilbjarta fortíđ má fara ađ hugsa sinn gang og búa sig undir átök viđ sínar fortíđarvofur.


mbl.is Fjallađ um bréf Jóns Baldvins til unglingsstúlku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ótrúlegt fár í kringum Gunnar Andersen

Fáriđ í kringum "fyrirhugađa" eđa "hugsanlega" uppsögn Gunnars Andersen úr starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins er vćgt til orđa tekiđ undarlegasta mál.

Honum mun vera fundiđ ţađ til foráttu ađ hafa ekki nefnt tvö félög, í eigu Landsbankans á međan hann var í ríkiseigu, í skýrslu fyrir einhverjum ţrettán eđa fjórtán árum síđan, og ţađ eigi núna ađ vera brottrekstrarsök úr starfi sem hann hefur ţótt standa sig ágćtlega í í rúm ţrjú ár.

Ekki hefur veriđ gefiđ í skyn ađ ţessi félög hafi stundađ neina "glćpastarfsemi" á Guernsey á ţeim tíma sem Landsbankinn var ríkisbanki og Gunnar vék úr starfi í bankanum um leiđ og "Bjöggarnir" eignuđust hann, enda hafđi hann veriđ upphafsmađur ađ svokölluđu "Hafskipsmáli" á sínum tíma, ţannig ađ litlir kćrleikar vour međ honum og Björgólfsfeđgum.

Ţetta mál hlýtur ađ ţarfnast miklu betri útskýringa, en fram hafa komiđ hingađ til, ţví eitthvađ meira en lítiđ ţarf ađ vera á bak viđ ađ mađur verđi rekinn úr álíka starfi og ţessu, en einhver handvđmm viđ skýrslugerđ fyrir hartnćr einum og hálfum áratug.


mbl.is Óska eftir lengri fresti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Almennar skuldalćkkanir eđ til afmarkađs hóps?

Kristján Júlíusson, ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, telur ađ samstađa sé ađ takast á Alţingi um ađ lćkka verđtryggđ lán ţeirra er tóku slík lán til húsnćđiskaupa á árunum 2004-2009.

Merkilegt verđur ađ teljast ađ á fjórđa ár skuli taka ađ mynda slíka samstöđu og ţá ekki fyrr en eftir ađ Hćstiréttur hefur dćmt nánast allt sem ađ "gegnistryggđum lánum" ólöglegt og vísađ öllum ađgerđum ríkisstjórnarinnar í ţeim efnum út í hafsauga.

Ekki síst er ţetta merkilegt í ljósi ţess ađ Framsóknarmenn og nokkrir ađrir ţingmenn lögđu til, strax viđ hrun, ađ fariđ yrđi í almenna 20% lćkkun skulda, en fćstir töldu slíkt fćrt á ţeim tíma vegna kosnađar.

Nú er ađ vísu ekki talađ um "almenna" skuldalćkkun, heldur ćtti slíkt ađallega ađ koma ţeim til góđa sem tóku húsnćđislán á ákveđnu árabili og ţá er ađ bíđa og sjá hvort slíkt stćđist jafnréttissjónarmiđ ađ dómi Hćstaréttar.

Líklega vćri einfaldasta og besta leiđin ađ innleiđa "sérstakar vaxtabćtur" til ţeirra sem lán tóku á ţessum árum og yrđu ţá slíkar vaxtabćtur ađ gilda fyrir ţann hóp a.m.k. nćstu fimmtán til tuttugu ár vegna lengdar lánanna.

Framhald ţessa máls verđur fróđlegt og ekki síđur málaferlin sem fylgja munu.


mbl.is Verđtryggđ lán verđi lćkkuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjúklingar útilokađir frá heilbrigđisţjónustu

Nýjasta nýtt í "velferđarmálum" ţjóđarinnar er ađ nú er byrjađ ađ útiloka veikt aldrađ fólk frá ţjónustu HJÚKRUNARHEIMILA.

Hingađ til hefur veriđ taliđ ađ hjúkrunarheimili ćttu einmitt ađ vera fyrir heilsulítiđ aldrađ fólk og ađ ţeir sem heilsulausastir vćru ćttu ađ hafa algeran forgang ađ vistun á slíkum stofnunum.

Heimilin eru farin ađ útiloka ţá sem mest ţurfa á lyfjum ađ halda, en ţađ eru auđvitađ ţeir sem veikastir eru sem lyfin ţurfa ađ nota og ţví verri sem sjúkdómurinn er, ţví dýrari eru lyfir yfirleitt. Ţađ eru einmitt ţessir sjúklingar sem hjúkrunarheimilin útiloka núorđiđ vegna lyfjakostnađarins, en ríkiđ hćttir ađ niđurgreiđa lyfin ţegar sjúklingarnir leggjast inn á stofnanir heilbrigđis- og velferđarkerfisins.

Kerfiđ tekur ţátt í lyfjakosnađi sjúklinga á međan ţeir dvelja á heimilum sínum og ţví verđur ađ teljast bćđi furđulegt og óeđlilegt ađ ţátttöku í lyfjakostnađi einstaklinga skuli hćtt einmitt ţegar ţeir fara ađ ţurfa á mestri umönnun ađ halda og eru jafnvel orđnir ófćrir um ađ halda heimili og hugsa um sig sjálfir.

Íslenska "velferđarkerfiđ" verđur sífellt undarlegra undir stjórn hinnar "norrćnu velferđarstjórnar".


mbl.is Dýr lyf valda útilokun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Engir Makrílsamningar - engar ESBviđrćđur

ESB sýnir Íslendingum algjöra fyrirlitningu í samningaviđrćđum um Makrílkvóta og hótar meira ađ segja viđskiptaţvingunum í tilraunum sínum til ađ beygja íslensku samninganefndina undir sinn vilja í málinu.

Ekkert vit er í ađ halda innlimunarviđrćđunum áfram á međan ekki fćst lausn í Makríldeiluna, ţví ef landiđ verđu innlimađ í stórríkiđ vćntanlega munu ţađ verđa kommisararnir í Brussel sem munu ákveđa kvóta landsins í Makríl, eins og ađra fiskistofan og ţá munu rćfilsleg mótmćli viđ slíkri úthlutn lítt duga.

Ţađ er kominn tími til ađ Íslendingar fari ađ sýna einhvern manndóm í samskiptum sínum viđ kommisaraklíkuna sem rćđur ríkjum í ESB.


mbl.is Hótanir um viđskiptaađgerđir ekki trúverđugar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ja, hver andsk.......

Miđađ viđ dóm Hćstaréttar munu ţeir sem tóku "erlendu" og "gengistryggđu lánin" fyrir hrun grćđa á öllu saman, ţar sem ţeir koma til međ ađ greiđa neikvćđa vexti af lánunum, á međan ţeir "ábyrgu" sem héldu sig viđ gömlu góđu gengistryggđu lánin sitja í súpunni.

Miđađ viđ ţennan dóm koma ţeir "óábyrgu" til međ ađ greiđa neikvćđa vexti af sínum lántökum sínum á međan ţeir "ábyrgu" borga sín lán ađ fullu til baka međ raunvöxtum.

Vegir fjármálanna eru algerlega órannsakanlegir og greinilegt ađ ţeir sem önuđu út í óvissuna eiga sér óvćntan bjargvćtt, í ţessu tilfelli ekki úr öđrum heimi, heldur Hćstarétt.

Svona verđa ţeir síđustu fyrstir og ţeir fyrstu síđastir.


mbl.is Endurreikna ţarf öll lán
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađför ađ málfrelsinu, sem ţó er illa notađ

Akureyreyrarbćr hefur gert óţolandi árás á tjáningar- og skođanafrelsi Snorra Óskarssonar í Betel, međ ţví ađ víkja honum úr starfi vegna skrifa hans um samkynhneigđ, sem hann álítur vera synd og algerlega óréttlćtanlega ţess vegna.

Snorri á auđvitađ ađ hafa fullt leyfi til ađ tjá ţessar skođanir sínar og ţađ verđur ađ teljast algerlega óréttlćtanlegt í lýđfrjálsu landi, ţar sem málfrelsi á ađ heita í hávegum haft, ađ hrekja menn frá lifibrauđi sínu ţó ţeir láti í ljós skođanir sem öđrum gćtu fundist óviđeigandi.

Skođanir Snorra á samkynhneygđ eru reyndar fornar og algerlega úr takt viđ ţann hugsunarhátt sem tíđkast nú á tímum, enda stór hluti ţjóđfélagsins löngu hćttur ađ hugsa á sömu nótum og Snorri og ţykir samkynhneigđ ekkert tiltökumál og öllum ţykir sjálfsagt ađ viđurkenna réttindi samkynhneigđra til jafns á viđ ađra ţjóđfélagsţegna.

Snorri Óskarsson gerir sjálfum sér og söfnuđi sínum, eđa kristninni yfirleitt, engan greiđa međ prédikun ţessara fornaldarviđhorfa, en eftir sem áđur á hann ađ njóta allra réttinda til ađ tjá ţćr, án ţess ađ verđa fyrir ofsóknum ţeirra vegna, ađ ekki sé ţar talađ um atvinnuţvinganir af hálfu opinberra ađila.

Slíkar ofsóknir eru miklu verri en ofsóknir Snorra gagnvart samkynhneigđ.


mbl.is Snorri sendur í leyfi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband