Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2010

Lítil ummerki um kreppu í landinu

Allar úti- og bćjarhátíđir, sem haldnar eru um helgina virđast ćtla ađ slá ađsóknarmet, miđađ viđ undanfarin ár og verslun á öllum sviđum tengdum skemmtanahaldinu sjaldan eđa aldrei veriđ meiri.  Fátt bendir ţví til ţess ađ landiđ hafi veriđ ađ glíma viđ mestu efnahagskreppu, sem yfir hefur duniđ frá lýđveldisstofnun, ţví kostnađur viđ skemmtanahaldiđ um helgina er í flestum tilfellum umtalsverđur.

Útlendingar og Íslendingar búsettir erlendis, sem hingađ hafa komiđ undanfariđ, hafa haft á orđi ađ ţeir sjái engin ummerki um kreppu hérlendis, enda aki hér allir um á glćsibílum, veitingastađir séu ţéttsetnir ađ stađaldri og allar verslanir fullar af fólki, sem versli eins og enginn verđi morgundagurinn.

Allt annađ er uppi á teningnum í umrćđum manna á međal um ástandiđ í landinu, ţví allir keppast um ađ útmála hve erfitt lífiđ sé og allt orđiđ dýrt og endar nái engan veginn saman vegna brýnustu lífsnauđsynja og hvađ ţá vegna afborgana húsnćđis- og bílalána.

Umsvifin í allri verslun og skemmtanahaldi hlýtur ţví ađ endurspegla afar mismunandi kjör landsmanna og ađ kreppan komi lítiđ sem ekkert viđ suma, á međan hún er ađ sliga ađra.  Um ţá verst settu lofađi ríkisstjórnin ađ reisa skjaldborg, en ekkert hefur orđiđ úr ţví ennţá og sýnist ekki ćtla ađ verđa á nćstunni.

Ţađ virđist ćtla ađ koma í hlut dómstólanna, en ekki stjórnarinnar, ađ leysa ţá allra verst settu undan versta efnahagslega okinu, sem sligađ hefur stóran hóp í ţjóđfélaginu eftir hruniđ.

Telja verđur ţađ dómstólunum til tekna, en ríkisstjórninni til vansa.

 


mbl.is „Stćrsta föstudagsbrekkan“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á Jón Ásgeir ţá einhverja aura?

Ţegar breskur dómstóll kvađ upp kyrrsetningarúrskurđ vegna eigna Jóna Ásgeirs, sagđi hann í fjölmiđlum ađ hann ćtti enga falda peningasjóđi og ef rétt er munađ benti hann á tiltölulega lítinn ćvisparnađ sinn, eđa ađeins nokkra tugi milljóna króna.

Eins og hjá ríkisstjórninni sagđist Jón Ásgeir vera međ allt sitt uppi á borđum og öll hans persónulegu fjármál vćru gagsć og auđskilin og -rakin.  Daginn eftir kyrrsetningarúrskurđinn virđist hann ţó hafa fundiđ faliđ fé í sinni umsjá og flýtt sér ađ dreifa ţví til vina og kunningja, vćntanlega til ađ stinga ţessum tćpu sexhundruđţúsundum punda, eđa 110 milljónum króna, undan klóm réttvísinnar.

Fróđlegt verđur ađ sjá skrif helstu leigupenna Jóns Ásgeirs um ţetta mál, t.d. Ólafs Arnarsonar, Jóhanns Haukssonar og Bubba Mortens, en ţeir hafa veriđ óţreytandi í lofskrifum sínum um Jón Ásgeir og ađra braskara innan Baugsveldisins.

Ţessi tilraun til undandráttar á peningaeign gefur til kynna ađ ekki sé allt heilagur sannleikur, sem Jón Ásgeir hefur sagt um persónuleg fjármál sín og jafnvel mćtti álykta ađ ekki séu öll kurl komin til grafar ennţá vegna ţessa fyrrum ástmögurs ţjóđarinnar.

Samkvćmt tekjuskrá Frjálsrar verslunar virđist Jón Ásgeir hafa ágćtar tekjur ennţá, án ţess ađ vitađ sé hverjir borgi honum ţessi góđu laun, en hann ţarf a.m.k. ekki ađ óttast skort á Diet Coke á nćstunni.


mbl.is 585.648 bresk pund kyrrsett
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Breytir miklu í grundvallaratriđum

Norski fréttavefurinn ABC Nyheter beindi fyrirspurn til framkvćmdastjórnar ESB um ríkisábyrgđ á innistćđutryggingum og í međfylgjandi frétt segir m.a:  "Í svari framkvćmdastjórnarinnar kom fram ađ engin ríkisábyrgđ vćri á bankainnistćđum samkvćmt tilskipun ESB um innistćđutryggingar. Hins vegar var ţví haldiđ fram ađ annađ gilti um Ísland, m.a. vegna ţess ađ tilskipunin hafi ekki veriđ innleidd á fullnćgjandi hátt hér á landi á sínum tíma."

Steingrímur J. segir ađ ţetta svar framkvćmdastjórnarinnar komi sér ekki á óvart, en segist ekki sjá ađ ţetta breyti stöđunni í neinum grundvallaratriđum.  Ţetta eru einkennileg viđbrögđ hjá ráđherranum, eins og svo mörg önnur varđandi ţetta mál, ţví augljóst er ađ ţessi viđurkenning framkvćmdastjórnar ESB er stórmerkilegt innlegg í máliđ og sannar málstađ ţeirra, sem haldiđ hafa ţví fram ađ íslenskum skattborgurum beri ekki ađ taka á sig svo mikiđ sem eina evru, eitt pund, eđa eina krónu vegna Icesave.

Fullyrđing framkvćmdastjórnarinnar um ađ sérreglur gildi um Ísland, ţar sem tilskipunin hafi ekki veriđ innleidd á fullnćgjandi hátt hérlendis á sínum tíma, er aumur og vesćldarlegur málflutningur, enda voru engar athugasemdir gerđar viđ innleiđingu tilskipunarinnar á sínum tíma og hún ţar međ samţykkt sem fullgild af hálfu ESB.  Ţessi hluti svarsins er ţví ađ engu hafandi, enda algerlega út í hött.

Játning framkvćmdastjórnarinnar á réttmćti mótmćla íslenskra skattgreiđenda viđ ţví ađ taka á sig skattaţrćldóm fyrir erlenda kúgara er merkilegt innlegg í baráttuna gegn fjárkúgurunum bresku og hollensku.

 


mbl.is Breytir engu í grundvallaratriđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vegir Samfylkingarinnar eru fyrirsjáanlegir

Ásta Sigrún Helgadóttir, sem hefur starfađ sem forstöđumađur Ráđgjafarstofu heimilanna í sjö ár, var viđ nafnabreytingu á stofnuninni ekki talin jafn hćf til ađ gegna nafnabreyttri stöđu sinni áfram, eins og dyggur, en atvinnulaus Samfylkingarmađur, sem ţó hafđi enga reynslu af sambćrilegu starfi.

Runólfur Ágústsson, sem ráđinn var í starfiđ hafđi hins vegar ţá reynslu af fjármálum, ađ afskrifa hefur ţurft hálfan milljarđ vegna fyrirtćkis, sem hann stofnađi og rak um skeiđ og á međan hann var rektor Háskólans á Bifröst fóru fjármál skólans verulega úrskeiđis og ţurfti Runólfur ađ fara úr ţví starfi vegna ţeirra mála og reyndar annarra og persónulegra deilumála.

Enga slíka reynslu hafđi Ásta Sigrún, en hafđi hins vegar mikla reynslu af vinnu í félagslega kerfinu og eins og áđur sagđi, gengt ţessu starfi um sjö ára skeiđ, áđur en nafni stofnunarinnar og titli forstöđumannsins var breytt, til ţess ađ gefa Árna Páli, félagsmálaráđherra, frjálsari hendur til ađ skipa "sinn" mann í stöđuna.

Ţar sem reynsla beggja af skuldamálum virđist hafa veriđ talin jafnstćđ, hafa jafnréttissjónarmiđ, sem ríkisstjórnin ţykist berjast fyrir, áreiđanlega ráđiđ úrslitum um ráđininguna, enda sjá allir hvílíkt misrétti felst í ţví, ađ láta ţađ viđgangast lengur ađ kona skuli gegna slíku starfi.

Sumir vegir eru órannsakanlegir, en slíkt verđur seint sagt um vegi Samfylkingarinnar.


mbl.is Ćtlar ađ krefjast rökstuđnings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hjáseta eftir fimmtán ára umrćđur - hneyksli.

Ţó ótrúlegt sé, hefur stađiđ yfir umrćđa á allsherjarţingi Sameinuđu ţjóđanna í fimmtán ár um ţađ, hvort ađgagnur ađ hreinu vatni teljist til mannréttinda.  Svo sjálfsagt ćtti ađ vera ađ fćđuöryggi, ađgangur ađ vatni og ađstöđu til hreinlćtis ćtti ađ teljast til lágmarksmannréttinda, ađ ekki ćtti ađ ţurfa ađ eyđa fimmtán dögum í slíka umrćđu og hvađ ţá fimmtán árum.

Ţađ stórmerkilega eftir ţessa fimmtán ára umhugsun um ţessi mál, skuli Íslendingar ekki hafa getađ tekiđ afstöđu til málsins og ţví setiđ hjá viđ atkvćđagreiđsluna á allsherjarţinginu.  Í fréttinni kemur m.a. fram, ađ:  "Í ályktuninni er áhyggjum lýst af ţví, ađ 884 milljónir manna hafi ekki ađgang ađ öruggu drykkjarvatni og 2,6 milljónir skorti hreinlćtisađstöđu.  Allt ađ 1,5 milljónir barna deyi árlega vegna ţess ađ ţau skorti vatn og hreinlćtisađstöđu."

Ađ eitt ţeirra landa, sem viđ hvađ bestan vatnsbúskap býr í veröldinni, skuli ekki geta tekiđ undir ţessa sjálfsögđu ályktun er einfaldlega hneyksli og ekkert annađ.

Nú verđur ríkisstjórnin ađ gera grein fyrir ţessari ótrúlegu hjásetu og eins gott ađ fram komi rök, sem halda.


mbl.is Ísland sat hjá á ţingi SŢ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vextirnir eru vandamáliđ - ekki verđtryggingin

Nú ţegar neysluverđsvísitalan fer lćkkandi milli mánađa ćtti skilningur ađ fara ađ glćđast á ţví, ađ verđtrygging lána er ekki neitt vandamál í sjálfu sér, heldur er verđbólgan skađvaldurinn og gegn henni verđur ađ berjast međ öllum ráđum, en ţví miđur hefur veriđ skortur á alvöru hagstjórn í landinu mest allan lýđveldistímann.  Verđbólga hefur nánast alltaf veriđ miklu hćrri hér á landi en í nágrannalöndum og ađeins í fjármálaráđherratíđ Friđriks Zophussonar og Geirs Haarde var verđbólga hér viđunandi, enda kvartađi enginn ţá undan verđtryggingunni.

Ţađ hefur fyrst og fremst veriđ frá ţví ađ fjármálakreppan skall á, sem fariđ var ađ finna verđtryggingunni allt til foráttu, í stađ ţess ađ beina sjónum ađ verđbólgunni og baráttunni gegn henni, en verđbólga ćtti ekki ađ vera fylgifyskur kreppu, heldur ţvert á móti ćtti verđlag ađ lćkka viđ slíkar ađstćđur og virđist loksins vera byrjađ á ţví núna, ţótt rúm tvö ár séu nú liđin frá ţví ađ gengiđ byrjađi ađ hrynja.

Ţessi lćkkun neysluverđsvísitölunnar ćtti ađ beina sjónum manna ađ ţví vaxtaokri, sem tröllriđiđ hefur í ţjóđfélaginu undanfarna áratugi, en 6-8% vextir umfram verđbólgu eru hreint okur, en raunvextir ćttu alls ekki ađ vera hćrri en í mesta lagi 3-4% og nćr lagi vćri ađ ţeir vćru um 2%.

Hagsmunasamtök heimilanna og fleiri ađilar, sem ađallega hafa beint kröftum sínum ađ misskilinni baráttu gegn verđtryggingu lána ćttu ađ beina spjótum sínum ađ raunverulega vandamálinu, ţ.e.. vaxtaokrinu, en lítil von er til ađ ţađ minnki á međan enginn berst gegn ţessari féflettingu, sem íslenskar fjármálastofnanir hafa beitt landsmenn allt fram á ţennan dag.

Raunveruleg barátta gegn vaxtaokrinu verđur ađ fara af stađ núna, ţví ekki gefst betra tćkifćri til ţess, en einmitt núna, ţegar verđbólgan er á ţessari miklu niđurleiđ.


mbl.is Mesta lćkkun vísitölu frá 1986
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nagli í líkkistu ríkisstjórnarinnar.

Steingrímur J. segir ađ ríkiđ hafi vel efni á ţví ađ kaupa hlut Magma í HS orku og ţađ sé alveg möguleiki á ţví ađ ríkiđ geri ţađ.  Ţađ hlýtur ađ kalla á svar viđ ţeirri spurningu, hvers vegna ríkissjóđur keypti ekki hlutinn í fyrra, ţegar hann var falur og einnig hvers vegna ríkiđ keypti ekki ţann hlut í fyrirtćkinu, sem Geysir Green er nú ađ selja Magma til viđbótađ viđ ţann hlut sem Magma hafđi áđur keypt.

Bćđi ríkissjóđur og lífeyrissjóđirnir könnuđu hagkvćmni ţess ađ kaupa HS orku í fyrra og komust ađ ţeirri niđurstöđu, ađ fjárfestingin vćri of áhćttusöm til ađ réttlćta kaup og ţví bentu Iđnađar- og Utanríkisráđuneytin Magma á ađ stofna skúffufyrirtćki í Svíţjóđ, til ţess ađ geta réttlćtt kaup ţess á félaginu, en ađeins fyrirtćki á evrópska efnahagssvćđinu mega fjárfesta í orkufyrirtćkjum hérlendis.

Nú, ţegar ríkisstjórnin er komin í stórkostleg vandrćđi međ máliđ, ţykist hún geta leyst sjálfa sig úr snörunni međ ţví ađ skipa rannsóknarnefnd til ađ kanna einkavćđingu HS orku og lögmćti skúffufyrirtćkisins í Svíţjóđ til kaupa á meirihlutanum í félaginu.  Verđi niđurstađan sú, ţrátt fyrir tvenn samţykki nefndarinnar um erlenda fjárfestingu, ađ skúffufyrirtćkinu hafi ekki veriđ heimilt ađ fjárfesta í orkugeiranum hérlendir, hlýtur slík niđurstađa ađ kalla á afsögn bćđi Katrínar Júlíusdóttur, Iđnađarráđherra og Össurar Skarphéđinssonar, Utanríkisráđherra, enda voru ţau helstu ráđgjafar Magma Energy viđ stofnum skúffufyrirtćkisins og kaup ţess á HS orku.

Endi máliđ međ ţví, ađ kaup Sćnsku skúffunnar á HS orku verđi dćmd ólögleg myndast svigrúm til fćkkunar ráđuneyta um leiđ og ráđherrarnir tveir neyđast til ađ segja af sér, en áform um slíka fćkkun hefur ekki gengiđ eftir, ţrátt fyrir ákvćđi í stjórnarsáttmálanum, frekar en önnur mál, sem stjórnin hefur haft á stefnuskrá sinni.

Eins gott er einnig, verđi endirinn ţessi, ađ Steingrímur J. verđi tilbúinn međ tékkheftiđ og kaupi HS orku, ţví annar fellur fyrirtćkiđ beint í hendur annarra erlendra ađila, ţ.e. kröfuhafa Glitnis, en hverjir ţeir eru veit nú enginn, nema vera skyldi ađ ríkisstjórnin hefđi ţćr upplýsingar undir höndum og leyndi ţeim, eins og svo mörgu öđru.

Hvađ sem öđru líđur, er ţetta mál enn einn naglinn í líkkistu ríkisstjórnarinnar, sem nú fer ađ verđa fullsmíđuđ.

 


mbl.is Ríkiđ gćti keypt hlutinn í HS orku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnin komin í öndunarvél

Ríkisstjórnin hefur lengi veriđ helsjúk og ţar af leiđandi nánast óstarfhćf, eins og ađrir langt leiddir sjúklingar.  Eftir síđustu yfirlýsingar nokkurra ţingmanna VG vegna kaupa Magma á hlut í HS-orku, er orđiđ alveg ljóst, ađ stjórnarsamstarfinu er nánast lokiđ og ađeins orđiđ spurning um vikur eđa mánuđi, ţangađ til gengiđ verđur til ţingkosninga.

Eftir ţessa uppákomu er ríkisstjórnin komin í öndunarvél og nánast öruggt ađ sjúklingurinn mun ekki komast á fćtur aftur, nema ţá skamma stund međ súrefniskút á bakinu, en mun aldrei ná fullum starfskröftum aftur, enda aldrei veriđ burđug, né afkastamikil og alls ekki í erfiđum málum.

Haldi ţessar ýfingar áfram á milli stjórnarflokkanna verđur ekki hjá ţví komist, ađ taka öndunarvélina úr sambandi, ţví hvorki sjúklingnum né ađstandendum hans vćri greiđi gerđur međ ţví ađ halda lífi í honum, međvitundarlausum og lömuđum, án nokkurrar vonar um bata.


mbl.is Gćti ógnađ ríkisstjórninni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jón Ásgeir stýrđi engu

Jón Ásgeir mótmćlir ţví ađ hafa stýrt Lárusi Welding eđa Glintni á "útrásartímanum", enda ţótt hann hafi ađeins kannast viđ manninn og fyrir tilviljun vitađ tölvupóstfangiđ hans.  Sama má segja um öll önnur fyrirtćki, sem Jón Ásgeir "átti", ţó hann hafi kannast viđ flesta forstjóra sína og getađ sent tölvupósta til sumra ţeirra.

Allir hljóta nú orđiđ ađ vita ađ saklausari mađur fyrirfynnst ekki á Íslandi, a.m.k. ţeirra sem skiptu sér eitthvađ af viđskiptum, enda hefur hann marglýst ţví yfir sjálfur og ekki nokkur ástćđa til ađ rengja manninn, ţó allt hafi fariđ norđur og niđur í hverju einasta fyrirtćki, sem hann hefur komiđ nálćgt á lífsleiđinni, en ţađ hefur auđvitađ ekki veriđ honum ađ kenna, heldur öllum öđrum en honum, sérstaklega Davíđ Oddsyni.

Síst af öllu hafđi Jón Ásgeir áhrif á gerđir Lárusar Weldings og ţá undarlegu áráttu hans ađ ausa lánum til fyrirtćkja Jóns Ásgeirs og viđskiptafélaga hans og hvađ ţá ađ hann skuli hafa laumađ einum og einum milljarđi inn á einkareikninga ţeirra.

Ţađ er kominn tími til ađ fólk fari ađ átta sig á ţví, ađ hér er um hreinar ofsóknir gegn Jóni Ásgeiri og félogum hans ađ rćđa og kominn tími til ađ reka Sérstakan saksóknara, Evu Joly, ríkisskattstjóra og ađra slíka, sem aldrei geta látiđ saklaust fólk í friđi.

Vonandi fćr Jón Ásgeir friđ í sálu sína, ţegar aularnir fara ađ skilja ađ ţeir hafi ekki hundsvit á snilligáfu hans og tćrleik sálarinnar.

 

 

 

 


mbl.is „Ég stýrđi ekki Glitni“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband