Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Viðvaningar í bankaránum

Bankaránið í útibúi Landsbankans í Borgartúninu í gær minnir meira á atriði úr Áramótaspauginu eða bíómynd í léttari kantinum, svo kjánalega var að því staðið.

Hugmyndin hlýtur að hafa kviknað snögglega og síðan verið rokið í framkvæmdina án mikillar hugsunar eða skipulags.

Ungmennin mættu í bankann með treflana sína fyrir andlitinu og veifuðu knallettubyssu og hníf framan í viðskiptavini og starfsfólk, en þar sem þeir voru berhentir skildu þeir eftir fingraför á öllu sem þeir snertu, jafnt á "vopnabúrinu", sem afgreiðsluborðum og flóttabílnum stolna.

Frá bankaútibúinu stormuðu þeir síðan nánast beint á bensínstöð við Öskjuhlíðina þar sem þeir létu taka af sér hinar ágætustu andlitsmyndir sem lögreglan átti auðvelt með að þekkja þá af og þurfti því ekkert að bíða eftir fingrafaragreiningu eða úrvinnslu annarra sönnunargagna.

Vegna andlitsmyndanna góðu tók ekki nema örfáa klukkutíma að upplýsa málið og handtaka bófana sem orðnir eru að aðhlátursefni vegna þessa stórkostlega mislukkaða bankaráns.

Þetta bankarán hlýtur að komast á spjöld sögunnar með öðrum álíka heimskulegum glæpaverkum í sögu undirheima veraldarinnar.

Þó ekki sé í raun hlæjandi að svona alvarlegum málum er annað ekki hægt og vonandi verður Skaupið í kvöld ekki síðra.

GLEÐILEGT NÝÁR OG KÆRAR ÞAKKIR FYRIR ÞAÐ SEM ER AÐ LÍÐA


mbl.is Játar aðild að bankaráninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband