Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Pólitískir framtíđardraumar Steingríms J. eru martröđ ţjóđarinnar

Steingrímur J. hefur látiđ ţađ berast til "síns fólks" ađ ţađ ţurfi ekki ađ hafa áhyggjur af ţví ađ stórbreytingar verđi á nćstunni á hans pólitísku högum fái hann sjálfur einhverju um ţađ ráđiđ.

Ţessi tilkynning hans til "síns fólks" vćri hins vegar stórkostlegt áhyggjuefni fyrir allt annađ fólk í landinu, ef ekki vćri fyrir ţá vissu og trú ađ fylgi Vinstri grćnna muni hrynja í vorkosningunum og ţví lítil hćtta á öđru en ađ stórbreytingar verđi á pólitískum högum Steingríms J. og flokks hans ađ ţeim loknum.

Ekki er ólíklegt ađ Steingrímur J. trúi sjálfur eigin vonum og ţrám um áframhaldandi setu sem "allsherjarráđherra" nánast alvaldur í nćstu ríkisstjórn, eins og hann hefur veriđ í ţeirri sem nú situr ađ sögn Björns Vals, en fái kjósendur einhverju ráđiđ munu ţeir dagdraumar félaganna Steingríms J. og Björns Vals ekki rćtast.

Fyrir ţjóđina eru draumar ţeirra félaga hrein martröđ, enda mun ekkert gerast ađ ráđi í atvinnu- og öđrum framfaramálum landsins fyrr en eftir stjórnarskipti.


mbl.is „Engar stórbreytingar á mínum högum“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Siđblinda er ekki augnsjúkdómur

Forstjóri og framkvćmdastjórar Eimskips hafa sent frá sér yfirlýsingu ţar sem kvartađ er yfir ţví ađ hvorki lífeyrissjóđir eđa ađrir hluthafar félagsins hafi kvartađ yfir kaupréttarsamningum ţeirra, sem ţessir sömu hluthafar samţykktu á ađalfudi áriđ 2010, fyrr en daginn fyrir hlutafjárútbođ félagsins nú á dögunum.

Taka verđur undir kvörtun ţessara stjórnargreifa í Eimskip ađ auđvitađ áttu fulltrúar hluthafa ađ hafa meiri og betri siđferđisvitund en ţeir sjálfir og hefđu, vćru ţeir ađ einhverju leyti minna blindir á siđferđi en undirmenn ţeirra, umsvifalaust átt ađ hafna öđrum eins grćđgissamningi og ţarna hefur greinilega veriđ samţykktur athugasemdalaust.

Athygli vekur fimmta grein yfirlýsingar grćđgisréttlćtingar Eimskipsstjórnendanna, sem hljóđar svo: "5. Ţegar kaupréttum var úthlutađ var ţađ alltaf gert m.v. virđi félagsins á hverjum tíma án nokkurs afsláttar. Stjórnendur Eimskips höfđu áunniđ sér 1,9% hlut í félaginu og miđađ viđ útbođsgengiđ 208 krónur á hlut var ávinningur ţess hlutar um 135 milljónir króna eftir greiđslu kaupverđs til félagsins og skatta. Sá ávinningur byggist á ţeirri aukningu á virđi félagsins sem orđiđ hefur síđastliđin 3 ár. Kaupréttirnir skiptust á sex stjórnendur."

 135 milljónir EFTIR SKATTA jafngilda sjöoghálfrimilljón króna Á ÁRI á hvern og einn ţessara stjórnenda, sem sennilega hafa veriđ á sćmilegum launum viđ ađ stjórna fyrirtćkinu, EFTIR SKATTA eins og ţeir taka fram í yfirlýsingunni og ţćtti mörgum ţađ afar rífleg ţóknun fyrir ađ vinna vinnuna sína, sem reyndar er greidd međ ríflegum ágćtis launum ađ auki. Sjöoghálfamilljóni samsvarar hátt í ţreföldum međallaunum í ţjóđfélaginu EFTIR SKATTA og međaljóninn fćr enga bónusa fyrir ađ mćta í vinnuna og sinna starfi sínu samkvćmt starfslýsingu.

Siđblinda er ekki augnsjúkdómur.  Hún er alvarlegur andlegur sjúkdómur sem líklega er ólćknandi. Ađ minnsta kosti virđist ekkert hafa slegiđ á einkennin frá árinu 2007.  


mbl.is Vissu af kaupréttaráćtlun Eimskips
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Siđleysiđ afturkallađ, eđa frestađ?

Nokkrir stórir lífeyrissjóđir lýstu ţví yfir ađ ţeir myndu ekki taka ţátt í hlutafjárútbođi Eimskips vegna ţess siđleysis stjórnenda fyrirtćkisins ađ ćtla sér ađ grćđa jafnvel hundruđ milljóna króna persónulega á kaupréttarsamningum, sem heimilađ hefđu ţeim ađ kaupa hlutabréf í félaginu međ 25% afslćtti.

Forstjóri Eimskips hefur nú sent út tilkynningu um ađ hann og ađrir lykilstarfsmenn félagsins hafi afsalađ sér kaupréttarsamningum sínum vegna ţeirra mótmćla sem í afstöđu lífeyrissjóđanna felst og hneykslun almennings á ţví siđleysi sem ţarna átti ađ fara fram.

Vonandi ţýđir ţessi yfirlýsing ađ algerlega hafi veriđ hćtt viđ ţessa hneykslanlegu fyrirćtlun, en ekki ađ henni hafi einungis veriđ frestađ ţangađ til betur stćđi á og minni eftirtekt vekti.


mbl.is Falla frá kaupréttarsamningum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđur Umbođsmađur Alţingis settur út í kuldann?

Umbođsmađur Alţingis hefur sent ríkisstjórninni harđorđa gagnrýni vegna undarlegra, ómarkvissra og pólitískra ađgerđa tengda sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suđurnesja til Magma Energy á árinu 2010.

Ţetta er ađeins eitt af mörgum tilfellum sem ráđherrar ríkisstjórnarinnar verđa uppvísir ađ lélegri stjórnsýslu og í sumum tilfellum lögbrotum, en ţar sem brotaviljinn hefur veriđ afar einbeittur hafa ráđherrarnir einungis orđiđ hortugri og hortugri eftir ţví sem brotunum fjölgar.

Hingađ til hefur ţjónum ríkisins ekki gefist vel ađ gagnrýna núverandi ráđherra, ţví slíkt hefur kallađ á hörđ viđbrögđ af hálfu ráđherranna sem í hlut hafa átt, ríkisstjórnarinnar allrar, ađ ekki sé minnst á Björn Val Gíslason í ţessu sambandi, en honum hefur veriđ beitt í vörninni og skítverkunum og alls ekki leiđst ţađ hlutskipti.

Nýlega lýsti Björn Valur, f.h. ríkisstjórnarinnar, yfir algeru stríđi viđ Ríkisendurskođanda og mun sjálfsagt ekki láta af ţeim hernađi fyrr en hann hefur komiđ ríkisendurskođandanum úr starfi og komiđ ţangađ ţóknanlegri VGliđa.

Eftir ţessa hörđu ádrepu Umbođsmanns Alţingis má reikna međ ađ hann ţurfi ađ eyđa drjúgum tíma á nćstunni í ađ verja sjálfan sig og stofnun sína fyrir ríkisstjórninni og útsendurum hennar.


mbl.is Blanda saman stjórnsýslu og pólitík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lady Gaga og Jón gaga

Söngkonan Lady Gaga, sem heimsótti landiđ dagpart um daginn, segist eftir ţađ elska "borgarstjóra Íslands" og hlýtur ţar ađ eiga viđ borgarstjóra Reykjavíkur sem hún hitti viđ opinbera afhendingu friđarverđlauna Yoko Ono.

Lady Gaga er, eins og allir vita, vinsćl og frábćr söngkona sem klćđist alls kyns furđubúningum á tónleikum, en eins og sást viđ verđlaunaafhendinguna kann hún sig á mannamótum og klćđist viđ slík tćkifćri í venjulegan og smekklegan fatnađ og býđur af sér góđan ţokka.

Munurinn á henni og "borgarstjóra Íslands" er greinilega sá ađ hún kann ađ haga sér á mannamótum en hann ekki, ţví honum ţótti sćma ađ mćta í verđlaunaafhendinguna íklćddur hálfgerđum trúđsbúningi sem átti ađ líkjast einhverri fyrirmynd borgarstjórans úr einni af uppáhaldsbíómyndinni hans.

Lady Gaga kann greinilega ađ skilja á milli ţess ađ vera skemmtikraftur og "venjuleg" manneskja, en ţađ á hins vegar ekki viđ um borgarstjórann elskađa.

Líklega hefur Lady Gaga bara svona gaman af raunverulegum furđufuglum.


mbl.is „Ég elska borgarstjóra Íslands“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđur Leoncie bjargvćttur ţjóđarinnar?

Leoncie vandar fyrri ára dómnefndum Söngvakeppni sjónvarpsins ekki kveđjurnar og er ţađ ađ vonum, sé ţađ rétt sem hún segir ađ ţćr hafi međ svívirđi legum hćtti haldiđ henni frá keppninni og ţar međ gert sigurvonir ţjóđarinnar í Eurovision ađ engu.

Fram til ţessa hefur íslenskt lag aldrei komist ofar en í annađ sćti í keppninni, enda hafa dómnefndirnar og ţjóđin aldrei valiđ söngvara af gćđaflokki Leoncie til ţátttöku, nema ef vera skyldi um áriđ ţegar Sylvía Nótt var send til ađ sigra heiminn, sem auđvitađ skildi hvorki upp eđa niđur í ţeim snillingi sem íslenska ţjóđin elskađi og dáđi meira en nokkuđ annađ á ţeim árum.

Vonandi mun bćđi dómnefndin og ţjóđin nýta tćkifćriđ núna og senda sigurstranglena söngkonu til ađ halda uppi heiđri ţjóđarinnar á alţjóđavettvangi og ekki verđur ađ efa ađ álit og virđing lands og íbúa mun vaxa ađ mun á alţjóđavísu eftir keppnina.

Ekki verđur verra ađ söngkonan vill fórna sér fyrir ţjóđina á fleiri sviđum í framtíđinni, t.d. međ ţví ađ taka ađ sér forsćtisráđherraembćttiđ.

Leoncie er verđugur arftaki bćđi Sylvíar Nćtur og Jóhönnu Sigurđardóttur.


mbl.is Leoncie vill keppa í Evróvisjón
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Meirihluti minnihlutans rćđur, eđa hvađ?

Nú virđist ljóst ađ minnihluti kosningabćrra manna hafi tekiđ ţátt í dýrustu skođanakönnun Íslandssögunnar, ţannig ađ úrslit hljóta ađ koma til međ ađ liggja fyrir tiltölulega snemma enda fá atkvćđi til ađ telja.

Hafi meirihluti minnihlutans sagt JÁ viđ fyrstu spurningunni í skođanakönnunni munu fylgismenn tillagnanna túlka niđurstöđuna sem stórsigur, en hafi meirihluti minnihlutans sagt NEI viđ spurningunni mun verđa sagt ađ meirihluti meirihlutans sem sat heima hafi í raun verđiđ fylgjandi tillögunum, en ekki nennt á kjörstađ.

Verđi niđurstađan ađ meirihluti minnihlutans hafi sagt JÁ, ţá verđa tillögurnar lagđar fram óbreyttar á Alţingi og veturinn fer ţá ađ mestu í karp um ţćr og enda í "málţófi" skömmu fyrir kosningarnar í vor.

Ef meirihluti minnihlutans hefur sagt NEI viđ spurningu nr. 1, mun ţađ líklega ekki skipta neinu máli og tillögurnar verđi samt sem áđur lagđar óbreyttar fyrir ţingiđ, enda mun Hreyfingin skilyrđa áframhaldandi tryggingu fyrir ţví ađ verja ríkisstjórnina vantrausti ađ svo verđi gert og tillögunum ţröngvađ í gegnum ţingiđ og nýja almenna atkvćđagreiđslu samhliđa ţingkosningunum.

Niđurstađan mun ţví í raun ekki skipta neinu máli um framgang málsins á nćstunni.


mbl.is Talning atkvćđa hafin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

NEI í skođanakönnunni

Í dag fer fram skođanakönnun međal ţjóđarinnar um uppkast nefndar ađ breyttri stjórnarskrá og segast verđur ađ miđađ er í lagt til ađ kanna hug almennings til ţessara fyrstu draga ađ breytingum á stjórnarskránni, ţar sem venjuleg Gallupkönnun hefđi veriđ bćđi fyrirhafnarminni og ekki kostađ nema brot af ţví sem ţessi skođanakönnun mun kosta.

Drögin hafa legiđ fyrir á annađ ár, en litlar umrćđur fariđ fram um ţau fyrr en undanfarna daga og eftir ţví sem fleiri, leikir og lćrđir, hafa tjáđ sig um máliđ hafa fleiri og fleiri gallar og annmarkar komiđ í ljós sem sýna ađ algerlega er ótćkt ađ byggja á mörgum af tillögum nefndarinnar og mikil réttaróvissa myndi skapast viđ upptöku ţeirra í stjórnarskrá landsins.

Ţrátt fyrir ađ margt megi finna ágćtt í tillögum nefndarinnar eru vankantarnir og óvissan um ţýđingu margra ţeirra slík, ađ engin leiđ er ađ svara fyrstu spurningunni í skođanakönnunni játandi og miklar efasemdir eru um flestar hinna spurninganna.

Ţar sem mikil umrćđa á eftir ađ eiga sér stađ um breytingar á stjórnarskránni og í ljós hefur komiđ ađ fyrirliggjandi tillögur geta ekki nema ađ litlu leyti orđiđ grundvöllur slíkra breytina, hlýtur svar flestra í könnunni ađ verđa eitt stórt NEI, sérstaklega viđ spurningu nr. 1.

Meira ađ segja Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra, hefur sagt ađ mikil vinna sé framundan viđ yfirferđ og breytingar á tillögunum og ađ nánast eigi eftir ađ endursemja ţćr ađ hluta og leggja síđan fyrir ţjóđina í kosningum nćsta vor, vakna enn frekari efasemdir um gagnsemi ţeirrar könnunar sem fram fer í dag.

Til ađ undirstrika ţann vilja ađ miklu nánari umfjöllunar sé ţörf um stjórnarskrárbreytingar er ekki hćgt ađ svara á annan hátt í dag en međ NEI.


mbl.is Kosning hafin - talningin tímafrek
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Annađ bankahrun í Evrópu? Međ vinstri stjórn á Íslandi?

Vinstri menn á Íslandi hafa frá hruni rekiđ ţann áróđur ađ bankakreppan á vesturlöndum áriđ 2008 hafi veriđ ríkisstjórn Geirs H. Haarde ađ kenna, reyndar međ ţátttöku Davíđs Oddssonar, ţáverandi seđlabankastjóra. Samkvćmt hefđi ekki orđiđ neitt bankahrun í veröldinni hefđi eitthvađ veriđ spunniđ í ţá kumpána sem leiđtoga. Reyndar ţykist enginn muna ađ Samfylkingin fór međ bankamálin í ţeirri ríkisstjórn, enda passar ţađ illa inn i áróđurinn.

Í ţessu ljósi vekur upphaf fréttar af heimsókn og fyrirlestri hinnar vinstrisinnuđu Evu Joly mikla athygli, en hún hefst á ţessum orđum: "Eva Joly hefur áhyggjur af öđru fjármálahruni og segir banka- og fjármálamenn í heiminum ekkert hafa lćrt af kreppunni og ađ risavaxnir bónusar séu aftur orđnir ađ veruleika."  Um ţessar mundir er ESB einnig ađ samţykkja nýja eftirlitsstofnun sem á ađ fylgjast međ bönkum í evrulöndunum og grípa í taumana, fari ţeir yfir strikiđ í fjármálavafstri sínu.

Ţađ hljóta ađ ţykja mikil tíđindi međal vinstri manna á Íslandi ađ hvergi í heiminum, nema á međal ţessara sömu íslensku vinstri manna, skuli nokkrum einasta manni detta í hug ađ fjármála- og bankakreppan áriđ 2008 hafi veriđ íslenskum stjórnmálamönnum ađ kenna og ekki einu sinni íslenska seđlabankanum.

Meira ađ segja kratar og kommar í öđrum löndum vita hverjir og hvađ varđ ţess valdandi ađ  kreppan skall á og ađ svokallađir útrásarvíkingar, en ekki stjórnmálamenn, urđu ţess valdandi  ađ hún kom illa niđur á Íslendingum.

Verđi önnur bankakreppa í  Evrópu eđa Bandaríkjunum munu íslenskir vinstrimenn líklega seint kenna vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. um hana, ţótt slíkt vćri rökrétt framhald af fyrri áróđri ţeirra um bankakreppuna áriđ 2008.


mbl.is Óttast annađ hrun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Athyglin beinist ađ vaxtaokrinu

Ólafur Darri Andrason, hagfrćđingur ASÍ, vakti athygli á vaxtaokrinu sem viđgengist hefur hér á landi undanfarna áratugi, ekki síst á húsnćđislánum og í erindi sínu á ţingi ASÍ benti hann á húsnćđislánakerfi Dana sem fyrirmynd sem athugandi vćri ađ sćkja fyrirmynd til.

Tími er til kominn ađ taka upp baráttu gegn vaxtaokrinu, en einblína ekki eingöngu á verđtrygginguna eins og hingađ til hefur veriđ nánast eins og prédikun ofsatrúamanna í umrćđunni um lánamál skuldaglađra Íslendinga.

Ólafur Darri benti til dćmis á ađ álag Íbúđalánasjóđs á lán sé 1,4% og hafi fjórfaldast frá árinu 2004. Einungis ţetta álag hćkkar vaxtagreiđslu ţess sem skuldar 20 milljóna króna húsnćđislán um 280 ţúsund krónur á ári og ţar međ milljónum yfir lánstímann.

Ţađ er fagnađarefni ef ţessi ţarfa ábending Ólafs Darra verđur til ţess ađ breyta viđhorfinu til ţess hve vaxtaokriđ er, og hefur veriđ, lántakendum hrikalega óhagstćtt og ađ ţađ sé ekki eingöngu verđtryggingin sem valdiđ hefur greiđsluvandrćđum skuldara hér á landi.


mbl.is Vill lćkka vexti međ ađferđ Dana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband