Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Kjánalegur Jón Gnarr

Þegar fullorðið fólk hagar sér kjánalega er oft sagt að það sé "barnalegt" því það þykir kurteislegra orðalag en að segja hreint út að viðkomandi hegðun sé nánast eins og hver annar fíflaskapur.

Jón Gnarr, svokallaður borgarstjóri, hefur nú lagt fram tillögu um að Reykjavíkurborg slíti allt stjórnmála- og menningarsamstarf við Moskvu vegna afstöðu borgaryfirvalda þar til samkynhneygðra.

Langan tíma tók að vinna að jafnrétti samkynhneygðra á Íslandi og jafnvel vantar enn eitthvað þar uppá eftir áratuga baráttu, en Ísland er þó komið í röð allra fremstu þjóða á þessu sviði í heiminum og geta Íslendingar borið höfuðið hátt vegna þeirra mála.

Yfirvöld á Íslandi, jafnt ríkisstjórn sem sveitarstjórnir, eiga að nýta öll tækifæri til að tala fyrir mannréttindum hvar og hvenær sem tækifæri bjóðast á alþjóðavettvangi en til þess þurfa þau þá að vera í samskiptum við erlend yfirvöld, ekki síst þau sem styttra eru komin á sviði mannréttinda en Ísland.

Í þessu ljósi er tillaga Jóns Gnarrs, svokallaðs borgarstjóra, ekki bara "barnaleg" heldur hreint og beint fíflaleg og mun ekkert gagn gera til stuðnings baráttu  samkynhneygðra í Rússlandi eða annars staðar. 


mbl.is Segir viðhorf Jóns Gnarr barnalegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband