Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

Ríkisstjórnin féll, en náđi ađ rísa upp á hnén

Kristrún Heimisdóttir, núverandi og fljótlega fyrrverandi ađstođarmađur Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viđskiptaráđherra, hefur veriđ innsti koppur í búri Samfylkingarinnar frá stofnun hennar og hefur ţví ýmistlegt séđ og heyrt ţar innanbúđar í gegn um tíđina.

Enginn getur ţví efast um ađ lýsing hennar á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, sem fram fór í gćrkvöldi, er sönn og rétt og mat hennar sé óbrigđult, ţegar hún lýsir ţví ađ ríkisstjórnin hafi í raun falliđ á fundinum og formennska Jóhönnu sé nú ađeins til málamynda fram á voriđ.  Eftirfarandi lýsing Kristrúnar af fundinum er algerlega sláandi: 

"Klukkan hálf níu var svo komiđ ađ forysta og ríkisstjórn vćru ađ falla á fundinum líka og fór um marga föla fyrirliđa. Ţađ ţurfti rćđu Árna Páls til bjargar og höfđu ţó allar hvellandi básúnur Össurar og annarra sjálfskipađra yfirkonfrensráđa glumiđ yfir salinn og hótunum veriđ beitt á jafnt á ungliđa sem eldri borgara. Tillaga um aukalandsfund í vor til kjörs á nýrri forystu hlaut afgreiđslu. Ný forysta verđur vćntanlega kosin í vor. Ţá kemur flokksstjórn aftur saman í janúar til ađ krefjast stefnu og stjórnfestu í stađ fyrirhugađs mánađa flöskustúts á Arnarhóli um á hvađa ráđherrum í hlutastörfum og hvernig ýmis helstu ţjóđarhagsmunamál lendi s.s. efnahags- atvinnu-, auđlinda- og nýsköpunarmál."

Jóhanna og Steingrímur sögđu bćđi ađ hrossakaup undanfarinna daga hafi ekki bara styrkt flokkana sjálfa, heldur ríkisstjórnina sjálfa og ţví meiri sem deilurnar vćru innan flokkanna og á milli ţeirra, ţví sterkari yrđi ríkisstjórnarsamstarfiđ.

Ţessar yfirlýsingar ţeirra sýna best hversu gjörsamlega raunveruleikafirrt ţetta fólk er orđiđ og ađ enn brýnna sé ađ skipta um fólk í brúnni.  Ţađ á ekki eingöngu viđ um stjórnarflokkana heldur ríkisstjórnina sjálfa.

Ţví fyrr sem slíkar breytingar verđa, ţví betra verđur hvort tveggja fyrir ţjóđina. 


mbl.is Ríkisstjórnin og forystan nćr fallin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórn og Vađlaheiđargöng. Annars engin ríkisstjórn

Ríkisstjórnarómynd Jóhönnu Sigurđardóttur hefur ekki nema eins atkvćđis meirihluta á Alţingi, sem ţýđir í reynd ađ hver einasti ţingmađur stjórnarflokkanna hefur neitunarvald í öllum málum. Ţví er svo komiđ ađ stjórnin kemur engu máli í gegnum ţingiđ nema međ hrossakaupum viđ einstaka ţingmenn, sem nú orđiđ selja sig dýrt og helst ekki fyrir neitt minna en jarđgöng og helst tvö.

Ráđherrakapall Jóhönnu og Steingríms virđist ekki ćtla ađ ganga upp nema algerlega tryggt verđi ađ Vađlaheiđargöng komist á framkvćmdaáćtlun og helst Norđfjarđargöng líka.

Ţađ hefur aldrei ţótt stórmannlegt ađ svindla til ţess ađ láta kapal ganga upp. Svona hrossakaup viđ lagningu ráđherrakapals jafngilda grófu spilasvindli.


mbl.is Fundahöld um allt hóteliđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Getur Steingrímur ekki sagt satt? Ekki einu sinni óvart?

Steingrímur J. neitar ţví alfariđ ađ andstađa Jóns Bjarnasonar gegn innlimun Íslands í vćntanlegt stórríki ESB eigi nokkurn ţátt í brottrekstri hans úr ríkisstjórn, ţrátt fyrir yfirlýsingu Jóns sjálfs um ađ sú sé einmitt raunin. Annar hvor ţeirra hlýtur ađ segja ósatt. Hvor ćlti sé líklegri til slíks?

Í fréttinni fullyrđir Steingrímur einnig ađ Hreyfingin hafi óskađ eftir viđrćđum um ađ fá ađ styrkja ríkisstjórnina, gegn ţví ađ fá einhver af sínum stefnumálum fest í lög innan ákveđins tímaramma. Steingrímur segir sig og Jóhönnu hafa orđiđ GÓĐFÚSLEGA viđ ţví ađ veita Hreyfingunni áheyrn, ţó ekkert hafi ţó komiđ út úr ţví vinsamlega spjalli.

Ţór Saari, ţingmađur Hreyfingarinnar, hefur sagt, í hverju fjölmiđlaviđtalinu á eftir öđru, ađ ríkisstjórnin hafi leitađ eftir loforđi Hreyfingarinnar um ađ hún styddi ríkisstjórnina í ýmsum málum og myndi ađ minnsta kosti veita vilyrđi fyrir ţví ađ verja stjórnina vantrausti. Ţór sagđi ađ upp úr viđrćđunum hafi slitnađ vegna ţess ađ ríkisstjórnin féllst ekki á ađ veita stefnumálum Hreyfingarinnar brautargengi og sérstaklega ekki stefnu hennar í skuldamálum heimilanna. Annar hvor ţeirra hlýtur ađ segja ósatt. Hvor ćlti sé líklegri til slíks?

Margir halda ţví fram ađ Steingrímur J. geti ekki sagt satt. Skyldi hann ekki einu sinni geta sagt sannleikann ţó ekki vćri nema einstaka sinnum og ţá jafnvel alveg óvart?


mbl.is Tengist ekki Evrópumálunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hreyfingarlaus ríkisstjórn í hrossakaupum

Ríkisstjórninni hefur tekist ađ halda framförum og efnahagsumbótum nánast algerlega hreyfingarlausum í tćp ţrjú ár, enda hefur fylgiđ hruniđ af henni og flokkunum sem hana mynda og sífellt hefur fariđ fćkkandi í stjórnarliđinu á ţingi.

Nú er svo komiđ ađ hún hefur ađeins eins manns meirihluta í ţinginu, ţannig ađ nú eru stunduđ hrossakaup um hvert mál sem ríkisstjórnin ţarf ađ fá samţykkt, en ţingmenn stjórnarflokkanna stunda grímulaust hagsmuna- og kjördćmapot í skiptum fyrir stuđning viđ stjórnarfrumvörp.

Ríkisstjórnin ţarf og vill losna viđ Jón Bjarnason úr ríkisstjórn og líklega ţarf Samfylkingin ađ nota Árna Pál Árnason, eđa jafnvel Katrínu Júlíusdóttur, sem skiptimynt í ţeim viđskiptum.

Međ ţví ađ reka Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni er líklegt ađ stjórnin missi meirihluta sinn og ţví hefur stađiđ yfir mikiđ baktjaldamakk alla jólahátíđina viđ Hreyfinguna um ađ hún styđji ríkisstjórnina, annađ hvort međ beinni ţátttöku í ríkisstjórninni, eđa a.m.k. međ loforđi um ađ verja hana vantrausti. Ađ sjálfsöguđ verđur slíkur stuđningur ekki ókeypis, frekar en annađ í lífinu, en verđiđ fyrir ţann stuđning mun ekki verđa gefiđ upp ađ svo stöddu.

Ríkissjórnin hreyfingarlausa mun á nćstu mánuđum slá út hvern einasta hrossaprangara landsins, hvort sem hún mun verđa Hreyfingarlaus, eđa ekki.


mbl.is Steingrímur vill ekki tjá sig
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Björgunarsveitirnar ţurfa ađstođ

Ţegar snjó kyngir niđur á höfuđborgarsvćđinu, jafnvel ţó ekki sé í sama mćli og í nótt, eru björgunarsveitirnar alltaf til taks til ađ ađstođa ökumenn sem sitja fastir á bílum sínum vítt og breitt um bćinn.

Allan ársins hring eru félagar sveitanna í viđbragđsstöđu, hvort sem er til ađ bjarga ferđamönnum í villum, fólki í lífsháska til sjós og lands og ekki síđur innanbćja hringinn í kringum landiđ, hvenćr sem ađstođar er ţörf.

Útgerđ björgunarsveitanna kostar mikla fjármuni og viđ fjáröflun til starfseminnar treysta sveitirnar ađ stórum hluta á flugeldasöluna í kringum áramótin og ţví mikiđ í húfi ađ almenningur beini viđskiptum sínum til ţeirra og sýni ţannig ţakklćti sitt fyrir óeigingjarnt starf ţeirra.

Ástćđa er til ađ minna fólk á ađ beina flugeldaviđskiptum sínum til hjálparsveitanna um ţessi áramót, eins og önnur, en kaupa ekki skoteldana frá einkaađilum, sem eingöngu reyna ađ maka krókinn, en leggja ekkert af mörkum á móti í ţágu almennings.

Björgunarsveitirnar ţarfnast stuđnings til ađ geta veitt almenningi stuđning.


mbl.is Ţungfćrt vegna fannfergis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Írar kjósa og kjósa svo aftur og aftur, ef međ ţarf

Írsk stjórnvöld eru byrjuđ ađ undirbúa ţjóđaratkvćđagreiđlu um nýjan "sáttmála" ESB um enn meira fullveldisafsal ađildarríkjanna og framsal fjárrćđis ríkjanna til kommisaranna í Brussel, sem aftur lúta beinni stjórn Merkels og Sarkozys.  

Samkvćmt tilskipun Sarkels samţykktu forystumenn allra ađildarríkjanna, nema Bretlands, ađ fela Brussel meira af fullveldi sínu og fjárrćđi, međ ţeim málamyndafyrirvara ađ ţjóđţingin gćfu samţykki sitt. Í tilfelli Írlands er ţađ stjórnarskrárbundiđ ađ fullveldi landsins verđi ekki skert, nema slíkt fáist samţykkt í ţjóđaratkvćđagreiđslu.

Reynslan hefur sýnt ađ engu máli skiptir fyrir Íra, eđa ađra, ađ hafna slíkum breytingum á stofnsáttmála ESB, ţví atkvćđagreiđslur eru einfaldlega endurteknar ţangađ til niđurstađa fćst sem Sarkel sćttir sig viđ. Ţađ sem hinsvegar er stórmerkilegt viđ "sáttmálann" sem Sarkel lét forystumenn ađildarţjóđanna samţykkja er, ađ ekki er ennţá búiđ ađ semja texta "sáttmálans" sem á ađ samţykkja á ţjóđţingunum eđa í ţjóđaratkvćđagreiđsum.

Ţetta sést vel af eftirfarandi setningu í fréttinni: "Ekki hefur enn veriđ gengiđ endanlega frá innihaldi hins nýja sáttmála en búist er viđ ađ ţađ verđi gert og hann kynntur leiđtogum ríkja Evrópusambandsins á nćstu dögum."

Hvernig er hćgt ađ samţykkja "sáttmála" sem ekki hefur ennţá veriđ skrifađur? 


mbl.is Írar undirbúa sig fyrir ţjóđaratkvćđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lćknar á heimsmćlikvarđa

Tölvustýrt stađsetningartćki var í dag tekiđ í notkun á Heila- og taugaskurđlćkningadeild Landsspítalans í Fossvogi og var ţađ gjöf frá Arion banka, en slíkt tćki kostar um tuttuguogfimmmilljónir króna.

Fréttin vekur ýmsar hugrenningar um heilbrigđismálin í landinu, en stór hluti hátćkninnar á sjúkrahúsunum hefur veriđ fjármögnuđ međ gjöfum frá einstaklingum, fyrirtćkjum og félagasamtökum, en nánast allt sem ríkiđ hefur sjálft átt ađ fjármagna hefur yfirleitt setiđ á hakanum og nćgir ţar ađ benda á viđhald ţess húsnćđis sem Landsspítalinn rekur starfsemi sína í vítt og breitt um borgina.

Starfsfólk heilbrigđiskerfisins er hins vegar fyrsta flokks og vinnur sína vinnu vel og samviskusamlega, ţrátt fyrir sífelldan niđurskurđ og "hagrćđingu" í mannahaldi. Hér er hćgt ađ fullyrđa ađ starfsfólk Heila- og taugaskursdeildar Landspítalans er algerlega á heimsmćlikvarđa og ţá ekki síst lćknarnir, sem margir hverjir eru međal ţeirra allra bestu á sínu sviđi í veröldinni.

Í slíka sérfrćđinga verđur ađ halda međ öllum ráđum og niđurskurđur og "sparnađur" í kerfinu má alls ekki verđa til ţess ađ flćma ţessa ţekkingu, getu og fćrni úr landi og til ţeirra landa sem kunna ađ meta ţetta fólk.


mbl.is Bylting í heilaskurđlćkningum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mannleg niđurlćging eins og hún gerist verst

Innbrot og ţjófnađir eru hvimleiđar gerđir og ekki síđur skađlegar og kostnađarsamar fyrir ţá sem fyrir ţeim verđa.

Slíkir glćpir eru oft framdir af fíklum sem leita verđmćta til ađ fjármagna neysluna, en upp á síđkastiđ hafa skipulagđir glćpir veriđ ađ skjóta ć fastari rótum í ţjóđfélaginu, eins og sjá má af rađinnbrotum í íbúđir, fyrirtćki og verslanir, ađ ekki sé talađ um einstaka ţrautskipulögđ innbrot í skartgripaverslanir og fleiri stađi, ţar sem mikil verđmćti er ađ finna.

Innbrotiđ í höfuđstöđvar Heimilishjálparinnar í Reykjanesbć ber allan svip af ţví ađ fíkill hafi veriđ ţar á ferđ, enda litlu stoliđ öđru en tölvu sem allta finnast kaupendur ađ og reyndar virđast einhverjir óprúttnir ađilar hreinlega gera pantanir til fíklanna um ákveđna hluti, sem auđvelt er ađ koma í verđ.

Einnig beinir ţetta innbrot athyglinni ađ ţví, enn einu sinni, hve kćruleysi um afritun tölvugagna virđist vera algengt í ţjóđfélaginu, ţví oftar en ekki er mesta tjóniđ viđ tölvustuld hvarf gagnanna sem í henni eru geymd og engin afrit eru til af.

Eins algengir og tölvuţjófnađir eru orđnir er kćruleysiđ međ afritatökur ţeim mun furđulegra.


mbl.is Vonast eftir tölvugögnunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hátíđ gengur í garđ

Ég óska öllum bloggurum, bloggvinum, blogglesurum og ađ sjálfsögđu öllum ćttingjum og vinum gleđilegra friđarjóla og vona allir fái notiđ ţess hátíđleika sem ţessum dögum fylgir.

Ţjóđinni allri óska ég blessunar og farsćldar og ekki síst ráđamönnum ţjóđarinnar, sem ekki er alltaf fjallađ um á hátíđlegan hátt á ţessu bloggi, frekar en mörgum öđrum.

GLEĐILEG JÓL.


Ráđherralaun hćkka, lífeyrir lćkkar

Ráđherrum, ţingmönnum og öđrum sem máliđ varđar er hjartanlega óskađ til hamingju međ ţá ríkulegu jólagjöf sem Kjararáđ fćrir ţeim um ţessi jól.

Ţví miđur eru ráđherrarnir og ţingmennirnir ekki jafn rausnalegir ţegar kemur ađ útdeilingu jólasendinga sinna til elli- og örorkulífeyrisţega og annarra ţeirra sem ţurfa ađ treysta á ţessa ađila vegna framfćrslu sinnar, en ţeim er ađeins ćtluđ 3,5% hćkkun síns framfćrslueyris, ţrátt fyrir undirritađa samninga ráđherranna viđ verkalýđshreyfinguna um 6,5% hćkkun.

Í tilefni af ţessum ríflega jólabónus ćttu stjórnvöld ađ sjá sóma sinn í ađ "draga til baka launalćkkanir ţeirra" sem undir ţau heyra međ lífsviđurvćri.


mbl.is Launalćkkun dregin til baka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband