Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020

Rassskellur sem undan svíður

Kári Stefánsson og fyrirtækið sem hann stjórnar hafa haldið uppi vörnunum gegn Covid-19 ásamt þríeykinu með skimunum fyrir veirunni og væri ástandið án vafa annað og verra en það er, hefði Kára og DeCode ekki notið við.

Þegar hættuástandi vegna veirunnar var aflýst mætti Svandís heilbrigðisráðherra á upplýsingafund þríeykisins og jós úr sér, í umboði þjóðarinnar, þakklæti til allra sem komið höfðu nálægt baráttunni við veiruna skæðu, NEMA DeCode.  

Þögn hennar um hlutverk DeCode í bardaganum við faraldurinn var æpandi og undarleg.  Ekki síður er furðulegt að Svandís skuli tilkynna að þegar flugumferð hefst á ný, að leitað yrði til DeCode um þessar skimanir.  Þetta segir hún án þess að svo mikið sem yrða á Kára, eða spyrja hvort fyrirtæki hans væri tilbúið til að annast verkið.

Það skal engan undra þó Kári segi Svandísi hrokagikk og að engin samvinna verði af hans hálfu, eða fyrirtækisins, við heilbrigðisráðuneytið á meðan hún gegnir stöðu ráðherra þar á bæ.

Það er óhætt að segja að Kári hafi rassskellt Svandísi opinberlega svo harkalega að undan hafi sviðið.

 


mbl.is Kári sagði Svandísi hrokafulla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður stofnað nýtt stéttarfélag til bjargar Icelandair?

Forstjóri Icelandair hefur gefið í skyn að náist ekki breytingar á kjarasamningum flugliða sé óvíst um vilja hluthafa og annarra til að leggja félaginu til þá hlutafjáraukningu sem nauðsynleg er til að félagið lifi af þær hremmingar sem kórónuveiran hefur sett ferðaþjónustu heimsins í og þar með Icelandair sem flggskip þeirrar íslensku.

Flugmenn og flugvirkjar hafa gert nýja samninga við félagið og þar með lagt sitt af mörkum til björgunar flugfélagsins, en nú kemur frétt um að flugfreyjur og -þjónar hafi hafnað öllum samningaumleitum félagsins og þá væntanlega sett vinnuveitanda sinn í þá hættulegu aðstöðu að ekkert verði af þeim lífgunartilraunum sem vonast var eftir að gætu dugar til endurlífgunar sjúklingsins sem kominn er í öndunarvél.

Fróðlegt verður að fylgjst með þeim ráðum sem gripið verður til og má skilja að eitt af þeim örþrifaráðum sem reynt verður að grípa til verði að stofna nýtt flugþjónafélag þrátt fyrir hótanir ASÍ um samúðarverkföll verði það gert.  Samningur við félag flugþjóna er runninn út og þar með ætti Icelandair að vera óbundið af honum og ef enginn vilji er til að endursemja um nýjan milli aðila hlýtur að vera opinn möguleiki til að semja við nýjan aðila sem áhuga hefur á þeim störfum sem um er að ræða.

Verði nýtt stéttarfélag stofnað á lögformlegan hátt er ótrúlegt annað en að samúðarverkföll annarra félaga yrðu dæmd ólögleg, enda ankannalegt að önnur félög gætu farið í slíkar aðgerðir gegn starfólki sem ynni samkvæmt löglegum kjarasamningi sem hið nýja félag myndi væntanlega gera og bera undir samþykki allra félagsmanna.

Þó verkalýðsfélög séu sterk og áhrifamikil er samt sem áður félagafrelsi í landinu og á það myndi reyna í deilu sem upp myndi spretta grípi einhver hluti starfsmanna Icelandair til þess ráðs að stofna nýtt stéttarfélag. 

 


mbl.is Icelandair: Flugfreyjur höfnuðu „lokatilboðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldi dauðsfalla vegna COVID-19 í nokkrum Evrópuríkjum og USA

Í flestum fréttum af COVID-19 eru alltaf birtar upplýsingar um fjölda greindra smita og dauðsfalla af völdum veirunnar.  Þessar upplýsingar eru villandi vegna þess að þær eru alltaf sagðar af hverju og einu landi fyrir sig og t.d. alltaf tekið fram að hvergi hafi jafn margir sýkst og í Bandaríkjunum og þar hafi einnig mesti fjöldinn látist af völdum veirunnar.

Í Bandaríkjunum búa tæplega 331 milljón manna, en hvert land sem borið er saman við þau eru mun fámennari, þannig að samanburður milli einstakra landa og Bandaríkjanna er erfiður, jafnvel ómögulegur og að minnsta kosti algerlega óraunhæfur.

Ef tekin eru saman lönd í Evrópu, sem liggja hvert að öðru, og eru með svipaðan íbúafjölda samtals og er í Bandaríkjunum kemur sanngjarnari samanburður í ljós.  Í Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Póllandi, Spáni, Sviss og Þýskalandi (löndunum raðað í stafrófsröð, en ekki eftir íbúafjölda) höfðu þann 16. maí s.l. alls 1.004.562 greinst með veiruna og þar höfðu 112.447 látist af völdum af hennar völdum.

Sama dag var fjöldi skráðra sem smitast höfðu í Bandaríkjunum 1.507.773 og fjöldi látinna þar af 90.113.  Vitað er að skránig sýktra getur verið misjöfn milli landa og sumir vilja halda því fram að fjöldi látinna af völdum COVID-19 sé mjög vanmetinn og á það bæði við um Evrópuríkin og Bandaríkin.

Eftir sem áður er afar athyglisvert að þrátt fyrir færri skráningar sýktra í Evrópu svo nemur hálfri milljón er fjöldi látinna í þessum löndum u.þ.b. 22 þúsundum fleiri en í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamenn hafa verið sakaðir um að hafa verið óviðbúnir innrás veirunnar og brugðist seint og illa við í baráttu gegn henni.  Sama á auðvitað við um Evrópuríkin og miðað við samantektina hér að ofan verður að álykta að Evrópa hafi jafnvel brugðist enn ver við en Bandaríkin, en íbúafjöldi landanna villir um í öllum samanburði þegar Bandaríkin eru borin saman við eitt og eitt land í Evrópu, sem hvert fyrir sig er mun fámennara en þau.

Baráttan við veiruna var tekin föstum tökum frá upphafi á Íslandi og nú virðist orustan um fyrstu bylgu faraldursins vera að vinnast, enda engin smit fundist í nokkra daga.

Vonandi tekst að kveða þessa óværu niður beggja vegna Atlanshafsins sem allra fyrst og að næsta innrás hennar verði ekki jafn skæð, eða að takist betur upp í næsta stríði við hana.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband