Bloggfćrslur mánađarins, desember 2016

Orsakast nćsta kreppa af okri og grćđgi?

Seljendur vöru og ţjónustu til ferđamanna fara mikinn ţessa dagana vegna styrkingar krónunnar og segja ađ međ áframhaldandi styrkingar hennar verđi hér efnahagslegt hrun áđur en langt um líđur.

Ísland er orđiđ eitt dýrasta land jarđarinnar fyrir ferđamenn og landsmenn finna sannarlega fyrir ţví hvernig allt verđlag hćkkar í takt viđ ferđamannafjölgunina undanfarin ár.

Vöru- og ţjónustusalarnir afsaka verđlagiđ sífellt međ ţví ađ flutningskostnađur innfluttra vara sé mikill, húsnćđisverđ sé hátt, vextir háir, launakostnađur mikill o.s.frv.  Í öllum samanburđi viđ stórborgir nágrannalandanna er verđlag hér miklum mun hćrra og ađ sjálfsögđu ţarf ekki ađ reyna ađ telja fólki trú um ađ húsnćđisverđ sé lćgra ţar en hér, ekki eru launin lćgri ţar og ekki er orkukostnađur ţar minni en á Íslandi, svo nokkur dćmi séu nefnd.  

Flutningskostnađur innfluttra vara er í flestum tilfellum ađeins örlítiđ brot endanlegs söluverđs, ţannig ađ ekki skýrir hann ţennan verđmun nema ađ örlitlu leyti og varla er hver króna í viđskiptum á landinu í skuld og á hćstu hugsanlegu vöxtum.

Enginn fulltrúi ţeirra sem spá ţví ađ stutt sé í nćsta hrun nefnir nokkurn tíma álagningu seljendanna sjálfra og ađ hún gćti veriđ svo mikil ađ nálgađist hreint okur og grćđgi.  Undanfariđ hefur veriđ bent á fjölda dćma um ótrúlegan verđmun á ýmsum vörum milli Íslands og annarra landa og hefur ekki veriđ hćgt ađ skýra hann út međ neinu öđru en lygilegri álagningu innlendu söluađilanna.

Ef vilji er til ţess ađ Ísland haldi áfram ađ vera ferđamannaland, jafnvel án ţess ađ fjöldinn aukist mikiđ á nćstu árum, verđur ađ hćtta öllu okri á vörum og ţjónustu og hemja grćđgina sem virđist hafa veriđ ađ grafa um sig undanfariđ sem aldrei fyrr.


mbl.is Bara dýrara í Genf og Monte Carlo
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sleggjudómur Kastljóss um dómara

Kastljós RÚV hefur fariđ mikinn ađ undanförnu, t.d. međ aftöku eins stćrsta eggjabús landsins og í framhaldinu virđist hafa átt ađ ganga frá nokkrum hćstaréttardómurum ćrulausum og ţá ekki síst forseta réttarins.

Einhver sem hlýtur ađ hafa hagsmuni af ţví ađ gera tortryggilega dóma vegna ýmissa mála sem tengjast Glitni og slitabúi ţess virđist hafa lekiđ skjölum um fjármál dómaranna fyrir hrun og láta líta út fyrir ađ ţeir vćru vanhćfir til ađ kveđa upp dóma í málum tengdum hrunverjum Glitnis.

Kastljós hefur greinilega fariđ fram af meira kappi en forsjá í ţessu máli, enda hefur forseti Hćstaréttar lagt fram gögn sem sýna fram á ađ upphlaup Kastljóss vegna málsins hefur veriđ unniđ af óvandvirkni og af hreinni ćsifréttamennsku.

Eins og venjulega stendur ekkert á hörđum viđbrögđum frá dómstóli götunnar, sem umsvifalaust tekur undir falska niđurstöđu Kastljóssins og er algerlega tilbúinn til ađ dćma ćruna af Hćstaréttardómurunum og fróđlegt verđur ađ fylgjast međ ţví hvort sönnunargögn um sakleysi sakborniga kemur til međ ađ breyta ţeirri niđurstöđu. 

Ţađ er merkilegt ađ sjá hve auđvelt virđist vera ađ gera dómstóla landsins tortryggilega af ţeim sem dóma hafa fengiđ á sig vegna ýmissa sakamála, eđa einhverra huldumanna sem ţeim tengjast.


mbl.is Markús svarar fyrir verđbréfin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fimm flokka stjórn vćri óstarfhćf og sjö flokka stjórn algert grín

Ţađ verđur ađ teljast furđulegt ađ Katrín Jakobsdóttir skuli láta sér detta í hug ađ nefna "ţjóđstjórn" núna í blússandi góđćri, en eina dćmiđ um slíka stjórn er frá ţví ađ seinni heimsstyrjöldin var yfirvofandi, sem olli ótta viđ ţá óáran og upplausn sem slíkar hörmungar myndu valda.

Um ţá "ţjóđstjórn" segir Wikipedia:  "Á Íslandi hefur einu sinni veriđ mynduđ ţjóđstjórn, Ţjóđstjórnin ţann 17. apríl 1939, međ ţátttöku Framsóknarflokks, Alţýđuflokks og Sjálfstćđisflokks undir forsćti Hermanns Jónassonar. Ástćđan var yfirvofandi styrjöld í Evrópu."  Stjórnin sú var sem sagt ţriggja flokka stjórn, en nú eiga sjö flokkar fulltrúa á Alţingi og auđvelt ađ gera sér í hugarlund ađ útilokađ sé ađ ţeir geti orđiđ sammála um hvernig eigi ađ stjórna í góđćrinu sem nú ríkir, sem auđvitađ eru ţveröfugar ađstćđur og voru fyrir hendi áriđ 1939.

Viđrćđur um fimm flokka stjórn sem átti ađ verđa undir forsćti Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grćnna rann út í sandinn vegna ţess ađ ekki náđist samkomulag milli ţeirra um grundvallarmál.  Nú vilja Píratar koma viđrćđum ţessara flokka á aftur undir forystu Birgittu Jónsdóttur, sem hlýtur ţá ađ vera hugsuđ sem forsćtisráđherra í slíkri ríkisstjórn.

Ekki ţarf ađ velkjast í nokkrum vafa um ađ slík fimm flokka stjórn gćti aldrei orđiđ langlíf, hvort sem hún yrđi undir fosćti VG eđa Pírata, enda engar líkur á ađ samstađa yrđi mikil milli ţessa fjölflokka stjórarviđundurs og hvađ ţá ađ ţađ myndi endast heilt kjörtímabil.

Eina leiđin til ađ mynda starfhćfa ríkisstjórn í landinu viđ núverandi skipan á ţingi er ađ Sjálfstćđisflokkur, VG og Björt framtíđ komi sér saman um helstu mál sem brýnt er ađ afgreiđa og komi einhver brestur í samstarfiđ á kjörtímabilinu, yrđi umsvifalaust bođađ til kosninga í von um skarpari skilabođ kjósenda um ríkisstjórnarmyndun.

Til ţess ađ svo geti orđiđ ţarf Björt framtíđ ađ ákveđa hvort hún er raunverulegur stjórnmálaflokkur eđa peđ í pólitísku tafli Heiđu Helgadóttur, sem virđist stjórna bćđi Bjartri framtíđ og Viđreisn bak viđ tjöldin.


mbl.is Hugsanlega ţörf á ţjóđstjórn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband