Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

Miđaldaréttarfar í Saudi Arabíu

Ţađ sem af er ţessu ári hafa ţrjátíuogsjö manns veriđ hálshöggnir í Saudi Arabíu fyrir ýmsa glćpi, sem dauđarefsing ligur viđ í landinu.  Dauđarefsing er viđ lýđi allvíđa í heiminum ennţá, en óvíđa er beitt eins ómannúđlegum ađferđum viđ framkvćmd hennar eins og í Saudi Arabíu og fleiri löndum múslima. Ţar og víđar ţekkist einnig ađ grýta konur til bana, t.d. fyrir framhjáhald og of náin samskipti viđ karlmenn fyrir hjónaband.

Samkvćmt viđhangandi frétt liggur höfuđmissir viđ eftirtöldu: "Dauđarefsing liggur viđ nauđgunum, morđum, trúskiptum, vopnuđum ránum og fíkniefnasmygli samkvćmt sjaríalögum sem gilda í landinu."  Eins og sést af ţessari upptalningu er ţađ einn versti glćpur, sem undir sjaríalög falla, ađ skipta úr múslimatrú yfir í önnur trúarbrögđ, t.d. kristni.

Múslimar, víđa á vesturlöndum, hafa krafist ţess ađ sjaríalög verđi látin gilda í ţeirra hverfum og samfélögum, t.d. í stórborgum Evrópu og sumir "víđsýnir" vesturlandabúar taka jafnvel undir ţađ, ađ sjálfsagt sé ađ innflytjendur fái ađ halda í allar sínar hefđir og viđhalda sinni "menningararfleifđ".

Kannski má búast viđ ţví ađ sjá "trúvillinga" og ađra glćpamenn hálshöggna á torgum evrópskra borga í framtíđinni.   


mbl.is Ţrír hálshöggnir í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á flótta undan Jóhönnu og Steingrími J.

Sigurjón Benediktsson, tannlćknir, lýsir ţví yfir í Mogganum í dag ađ hann sé flúinn land vegna skattabrjálćđisins á Íslandi og hefur numiđ land í Noregi, ţar sem hann segir skattaumhverfiđ mun manneskjulegra en ţađ sé orđiđ hér á landi eftir rúmlega tveggja ára setu Jóhönnu og Steingríms J. í ríkisstjórn.

Steingrímur J. hefur lýst ţví yfir ađ skattar muni enn verđa hćkkađir á nćsta ári og jafnvel verđi einhverjir skattar hćkkađir strax á ţessu ári, t.d. eldsneytisskattarnir ţó ađ ríkisálögurnar á bensín og olíur séu nú ţegar ađ sliga bifreiđaeigendur og ţeir hafi orđiđ ađ draga verulega úr notkun bíla sinna.

Lćknar og ađrir, sem hafa menntun sem auđveldar ţeim ađ ráđa sig til vinnu erlendis, hafa flúiđ land í stórum hópum undanfarin tvö ár, bćđi vegna atvinnu- og launastefnu Jóhönnu og Steingríms J. og ekki síđur vegna ţeirra gengdarlausu skattahćkkana sem á hafa duniđ og hér er allt ađ drepa í dróma og ekki bćta úr skák endalausar hótanir ráđherra um áframhaldandi skattahćkkanabrjálćđi.

Ţetta getur ekki endađ međ öđru en ađ ríkisstjórnin fari frá völdum eđa ţjóđin yfirgefi landiđ.


mbl.is Flúđi til Noregs undan skattinum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Svört" ríkisstjórn

Svört atvinnustarfsemi hefur aukist mikiđ undanfarin tvö ár og sömuleiđis fara sögur af ţví ađ smygl á áfengi og tóbaki sé sívaxandi.

Allt á ţetta rćtur í skattahćkkanabrjálćđi ríkisstjórnarinna á öllum sviđum, bćđi hćkkun á beinum og óbeinum sköttum. Sala á áfengi í vínbúđum ríkisins fer minnkandi, en viđskiptin fćrast inn í neđanjarđarhagkerfiđ. Bensínskattar eru orđnir svo íţyngjandi ađ umferđ dregst sífellt saman, en viđ ţví hefur svarti markađurinn lítil svör, enda óhćgt um vik ađ smygla bensíni og olíum.

Ofan á skattabrjálćđiđ bćtist svo barátta ríkisstórnarinnar gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu, ţannig ađ atvinnuleysiđ minnkar lítiđ, en tekjuskerđingin sem atvinnuleysinu fylgir ýtir enn fleirum út í ađ stunda ólöglega atvinnu og önnur viđskipi á svarta markađinum.

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. er "svört" ríkisstjórn.


mbl.is Svört starfsemi í blóma
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sextíuţúsund vínflöskur?

Slitastjórn Kaupţings stendur í stórrćđum um ţessar mundir vegna tilrauna sinna til ađ hnekkja niđurfellingu persónulegra ábyrgđa stjórnenda og ýmissa starfsmanna bankans á lánum sem ţeir tóku hjá bankanum til ţess ađ kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum.   Í ţessum málarekstri hefur slitastjórnin fengiđ samţykktar kyrrsetningar á einbýlishúsum og öđrum fasteignum í eigu ţessara manna.

Sérstaka athygli vekur kyrrsetning á iđnađarhúsnćđi á Smiđshöfđa vegna ţess sem álitiđ ađ sé geymt ţar innandyra, en í fréttinni segir m.a um ţessa kyrrsetningu á húsnćđinu, sem er í eigu Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupţings á Íslandi, og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi framkvćmdastjóra áhćttustýringar bankans:   "Alls hljóđar kyrrsetningarbeiđnin upp á 154,8 milljónir. Heimildir Fréttatímans herma ađ í húsnćđinu sé ađ finna áfengi sem er metiđ á 200-300 milljónir króna."

Sé ţetta rétt, sem verđur nú eiginlega ađ teljast međ ólíkindum, ţá er ţetta vínlager, sem hver risastór vínbúđ gćti veriđ stolt af.  Jafnvel ţó rándýr eđalvín leyndust ţarna inni á milli hlýtur ţarna ađ vera um ótrúlegan fjölda af flöskum ađ rćđa.  Ef reiknađ er međ ađ međalverđ á hverri flösku sé fimmţúsund krónur, ţá samanstendur ţessi lager af 50-60 ţúsund flöskum og er vandséđ hvađ einstaklingar hafa ćtlađ sér ađ gera međ slíkan vínflöskufjölda.

Ţađ hefđi veriđ hćgt ađ bjóđa allri ţjóđinni í góđa veislu og samt hefđi líklega orđiđ afgangur af veisluföngunum. 


mbl.is Fréttatíminn: Vínbirgđir kyrrsettar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sóđaskapur í eldhúsum landsmanna

Kökubasarar hafa í áratugi veriđ vinsćl leiđ til fjáröflunar fyrir ýmis líknar-, menningar- og íţróttafélög og ekki vitađ til ţess ađ einum einasta manni hafi orđiđ meint af krćsingunum.  Einnig hefur veriđ vinsćlt af krökkum í skáta- og íţróttafélögum ađ ganga í hús og selja t.d. heimabakađar kleinur og kökur til ađ fjármagna ferđir á skáta- eđa íţróttamót erlendis.

Nú hefur hins vegar veriđ tekiđ fyrir ţetta, líklega vegna tilskipana frá ESB, ţar sem eldhús landsmanna eru talin of sóđaleg til ađ slíkt geti liđist lengur.  Í viđhangandi frétt segir m.a: "Í umfjöllun um mál ţetta í Morgunblađinu í dag segja heilbrigđisyfirvöld ađ hreinlćtissjónarmiđ ráđi ţví ađ ekki megi selja mat sem framleiddur er í heimahúsum."

Ţađ nćsta sem búast má viđ í reglugerđafargani hins tilskipunarglađa vćntanlega stórríkis ESB er vćntanlega ađ hvert einasta heimiliseldhús verđi tekiđ til skođunar af eftirlitsmönnum frá Evrópusovétinu og ţau vottuđ sem hćf til matargerđar til manneldis og íbúar ţeirra heimila, sem ekki standast ýtrustu kröfur um "hreinlćtissjónarmiđ" verđi skikkađir til ađ matast í sérstökum "heilbrigđisvćnum" matstofum ríkisins.

Ţađ verđur ađ teljast alveg stórmerkilegt ađ Íslendingar skuli hafa lifađ af í landinu fram ađ ţessu án ţess ađ eldhús heimilanna hafi stađist hreinlćtissjónarmiđ ESB.  

Sérstaklega á međan ţjóđin bjó í torfkofunum. 


mbl.is Múffurnar lutu í lćgra haldi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjónvarpsskjár og heilaskađi

Kona nokkur í Bandaríkjunum hefur stefnt Icelander fyrir dómstóla og krafist skađabóta vegna höfuđáverka og heilaskađa, sem hún segist hafa orđiđ fyrir viđ ţađ ađ reka höfuđiđ í sjónvarpsskjá fyrir ofan sćti sitt í flugvél félagsins á leiđ frá Bandaríkjunum til Íslands áriđ 2006.

Alţekkt er ađ fólki í Bandaríkjunum getur dottiđ í hug ađ stefna fólki og fyrirtćkjum, alveg sérstaklega fyrirtćkjum, og krefjast skađabóta vegna ólíklegustu hluta, t.d. vegna beins í fiski, hamborgarar Mcdonald's séu fitandi, ađ ekki sé tekiđ fram í leiđbeiningum örbylgjuofna ađ ţá megi ekki nota til ađ ţurrka blauta ketti, o.s.frv., o.s.frv.

Í ţessu umrćdda tilfelli hefur blessuđ konan ţurft ađ skella höfđinu ótrúlega kröftuglega í sjóvarpsskjáinn til ţess ađ hljóta af ţví varanlegan heilaskađa og alveg sérstaklega vćri máliđ allt mikil og góđ auglýsing fyrir framleiđanda skjásins, ef hann hefur sloppiđ óskemmdur frá ţessum hildarleik.

Eitt, sem bendir til ţess ađ konan sé ekki alvarlega heilasköddur, er ađ hún skuli yfirleitt hafa hugmyndaflug og hugsun til ađ stefna félaginu fyrir dómstóla vegna ţessa atviks.


mbl.is Rakst í sjónvarpsskjá og stefnir Icelandair
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hćkka vexti í niđursveiflu?

Már Guđmundsson, seđlabankastjóri, segir meiri líkur en minni á ţví ađ stýrivextir bankans verđi hćkkađir í ágúst vegna ţess ađ stjórnvöld ráđa ekkert viđ verđbólguţróunina í landinu.

Verđbólgan núna er af flestum rakin til ţess ađ gengi krónunnar hefur veriđ ađ veikjast í gjaldeyrishöftunum ţó seđlabankinn ćtti ađ geta ráđiđ genginu, einmitt vegna haftanna, og ţví hafa innfluttar vörur hćkkađ mikiđ upp á síđkastiđ. Ađrir vilja kenna of miklum launahćkkunum um ađ eiga sinn ţátt í verđbólgunni og enn ađrir hafa bara ekki hugmynd um orsakirnar, ţar á međal er ríkisstjórnin sem heldur ađ skattahćkkanir dragi úr verđbólgu í stađ ţess ađ auka hana.

Samkvćmt upplýsingum úr skattskrám eru Íslendingar hćttir ađ taka ný lán og eru heldur farnir ađ greiđa niđur ţau eldri, enda er enginn ađ fjárfesta eitt eđa neitt, hvorki einstaklingar né atvinnulífiđ.

Ađ ćtla ađ hćkka vexti á lánum ţegar engin eftirspurn er eftir ţeim er álíka gáfulegt og ađ stórhćkka verđ á vörum sem seljast alls ekki.


mbl.is Líklegt ađ vextir hćkki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sleppur út "á besta aldri"

Samkvćmt norskum lögum er ekki hćgt ađ dćma ómenniđ Breivik nema í tuttuguogeins árs fangelsi verđi hann ákćrđur fyrir hryđjuverk, en a.m.k. 76 manns létu lífiđ í sprengjuárás hans í Osló og skotárásinni á unglingana á Utöya.

Rćddur er sá möguleiki ađ ákćra á ţeim grundvelli ađ um glćp gegn mannkyninu hafi veriđ ađ rćđa og ţá gćti hámarksrefsing orđiđ ţrjátíu ára fangelsisdómur.

Hvernig sem ákćrt verđur mun ţessi viđbjóđur ganga laus aftur međal manna ţegar hann verđur um sextugt, eđa ennţá á "besta aldri". Ţađ er lítiđ tilhlökkunarefni fyrir samfélagiđ ađ vita af slíkum fjöldamorđingja lausum á nýjan leik.

Svona verknađ hefđi mađur haldiđ ađ enginn myndi fremja, nema sá sem vćri svo alvarlega andlega bilađur, ađ hann teldist eiga ađ vistast á öryggisgeđdeild til ćviloka og án nokkurs möguleika á ađ fá ađ leika lausum hala á međal manna á ný.


mbl.is Hámark 30 ára fangelsi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skepnuskapurinn fyrir luktum dyrum

Dómţing í Osló vegna gćsluvarđhaldskröfu yfir mannskepnunni Anders Behring Breivik verđur haldiđ fyrir luktum dyrum, bćđi af öryggisástćđum og til ţess ađ koma í veg fyrir ađ ómenniđ gćti hugsanlega komiđ duldum skilabođum til samverkamanna, hafi ţeir einhverjir veriđ.

Ćtla verđur ađ öll réttarhöldin yfir ţessum sprengjuvargi og fjöldamorđingja verđi lokuđ, enda ćrin ástćđa til ţess ađ koma í veg fyrir ađ réttarhöldin verđi til ţess ađ haturs- og geđveikisáróđur ţessa manns, ef mann skyldi kalla, verđi í ađalhlutverki í fjölmiđlum viđ umfjöllun ţeirra um réttarhöldin.

Alls ekki má gera svokölluđum "pólitískum bođskap" ţessa viđundurs hátt undir höfđi, ţví einhversstađar í veöldinni leynist brjálćđingur af hans tegund og mun sennilega sćkja fyrirmynd í vođaverk hans. Breivik virđist hafa sótt sér fyrirmyndir í sprengivargnum frá Oklahoma og Unabomber og líklega mun enn einn vitleysingurinn svo sćkja sér innblástur frá Breivik til réttlćtingar á einhverju hryllingsverkinu í framtíđinni.

Ţessi hörmungaratburđur sýnir svart á hvítu, ađ hvergi í heiminum getur fólk veriđ óhult fyrir svona ótrúlega andlega brengluđum brjálćđingum.


mbl.is Réttađ fyrir luktum dyrum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sýnum samhug međ mínútuţögn

Einnar mínútu ţögn verđur á slaginu tólf á hádegi, ađ stađartíma, á morgun í Noregi og Svíţjóđ til ađ sýna samhug og sorg ţjóđanna vegna hinna hrćđilegu fjöldamorđa í Osló og á Utöya, en líklegt er ađ á annađ hundrađ manns hafi ţar týnt lífi sínu.

Íslendingar ćttu ađ taka ţátt í ţessari athöfn međ einnar míútu ţögn á sama tíma, en ţađ er ţá klukkan tíu í fyrramáliđ ađ íslenskum tíma.

Norska ţjóđin á alla okkar samúđ vegna ţessa ómennska atburđar og einfalt vćri ađ sýna ţađ í verki međ ţví ađ allir leggi frá sér ţađ sem ţeir eru ađ ađhafast klukkan tíu í fyrramáliđ og hugsi til fórnarlambanna, ađstandenda ţeirra og allrar norsku ţjóđarinnar í eina mínútu.

Áhrifaríkast vćri líklega ađ íslenska ríkisstjórnin gćfi út tilmćli í ţessa veru. Ţađ gćfi ađgerđinni aukiđ vćgi ađ hún beitti sér fyrir málinu.


mbl.is Mínútuţögn í Noregi og Svíţjóđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband