Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Sjálfsdýrkun smástirnanna

Ef það er rétt sem Pétur Pétursson, fyrrverandi aðstoðarmaður Ólafs Jóhannssonar landsliðsþjálfara í knattspyrnu, segir um kröfur Grétars Rafs Steinssonar, knattspyrnumanns, til Knattspyrnusambandsins í tengslum við þá landsleiki sem hann tekur þátt í, þá er hugsunarhátturinn um eigin verðleika verulega brenglaðir hjá viðkomandi knattsparkara.

Allir hafa heyrt af fáránlegum kröfum ýmissa rokkstjarna um aðbúnað og veitingar í tengslum við tónleikahald og yfirleitt hefur verið hlegið að slíkum uppátækjum og þau talin hluti af þeim "stjörnustælum" sem loðað hafa við ýmsa furðufugla í þeim geira, en lítið hefur heyrst af slíku hjá íþróttafólki og allra síst því íslenska.

Vonandi fer íslenskt íþróttafólk ekki almenn að ofmetnast svo af "snilli" sinni að það fari að haga sér eins og rokkarar með mikilmennskubrjálæði í tengslum við þá íþróttaviðburði sem þeir taka þátt í.   Hógværð og lítillæti hæfir betur, enda eru slíkir eiginleikar ríkjandi hjá sönnum stjörnum og snillingum, en sjálfsdýrkun og eigin upphafning tilheyrir yfirleitt minni spámönnum.


mbl.is Pétur um Grétar Rafn: „Sýnir þvílíka heimsku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband