Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Skattlaus ESBáróđur?

Steingrímur J. hefur lagt fram frumvarp um ađ IPA-styrkir ESB skuli undanţegnir öllum sköttum og öđrum opinberum gjöldum hér á landi enda krafa ESB ađ ekki megi ein króna af slíkum styrkjum renna í sameiginlega sjóđi viđtkökulandsins.

Í fréttinni segir um ţetta mál m.a:  "Einnig kemur fram ađ í samningnum frá júlí sl. sé gerđ krafa um ađ IPA-ađstođ renni óskipt til ţeirra verkefna sem henni er ćtlađ ađ styđja en ekki til greiđslu skatta, tolla eđa annarra gjalda af sambćrilegum toga."

Ekki kemur skýrt fram í fréttinni hvort starfsfólk, sem vinna mun ađ ESB-áróđri hér á landi og fá laun sín greidd af ţessu styrktarfé, verđi undanţegiđ tekjuskatti og tryggingagjaldi sem standa verđur skil á til ríkissjóđs af allri annarri vinnu í landinu.

Ţó ţetta skattleysi IPA-styrkţega komi ekki skýrt fram í ţessari frétt, herma ađrar fréttir ađ ţetta starfsfólk eigi ađ vera undanţegiđ öllum tekjusköttum og verđi ţví eins og hver annar ađall á miđöldum, sem leit á sig sem ćđri stétt og algerlega yfir almenning hafinn.  Á ţann almenning leit ţessi yfirstétt sem vinnudýr sem fullgóđ vćru til ađ greiđa skatta og gjöld til ţess ađ halda uppi ţessum "ćđri" stéttum.

Sé eitthvađ til í ţví ađ hálaunađir ESB-áróđursmeistarar eigi ađ vera undanţegnir opinberum gjöldum vegna vinnu í ţágu erlendrar yfirstéttar hlýtur almennur skattgreiđandi á Íslandi ađ senda "norrćnu velferđarstjórninni" skýr skilabođ um ađ slík mismunun verđi aldrei ţoluđ. 


mbl.is Frumvarp um IPA-skattleysi lagt fram
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Miklar rannsóknir, en engar ákćrur

Nú eru liđin rúm ţrjú ár frá bankahruni og um ţađ bil tvö og hálft síđan embćtti Sérstaks saksóknara komst í fullan gang viđ rannsókn ţeirra saknćmu athafna banka- og útrásargengjanna sem taldar eru ađalorsakavaldur kollsteypunnar.

Margir hafa veriđ settir í gćsluvarđhald á rannsóknartímanum, ţar á međal helstu stjórnendur Kaupţings, en engar ákćrur hafa ţó komiđ fram ennţá í neinu máli sem einhverju skiptir varđandi ţađ sem kallađ hefur veriđ "bankarán innanfrá".

Í dag hafa nokkrir veriđ handteknir og yfirheyrđir varđandi rekstur Glitnis og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, veriđ úrskurđađur í vikulangt gćsluvarđhald. Mun ţessi rannsókn m.a. snúa ađ alls kyns vöndlum, vafningum og snúningum međ hlutabréf í bankanum á síđustu mánuđum hans.

Í Glitni eins og Kaupţingi og Landsbankanum var ýmsum brögđum beitt til ađ halda uppi verđum á hlutabréfamarkađi og ţá í ţeim tilgangi ađ fela raunverulega stöđu bankanna og blekkja ţar međ almenna kaupendur hlutabréfa á ţeim tíma og ekki síđur erlendar fjármálastofnanir og matsfyrirtćki.

Mikillar óţreyju er fariđ ađ gćta vegna ţess hve seint gengur ađ koma málum banka- og útrásargengjanna til dómstóla, en vonandi fara málin ađ komast af stađ fljótlega.


mbl.is Lárus Welding í gćsluvarđhald
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Evrópa er í tilvistarkreppu"

Nánast hver einasti mađur, sem ekki tengist Samfylkingunni á Íslandi, veit og skilur ađ gríđarleg vandamál steđja ađ fjárhagslegum stöđugleika ESBríkja og skulda- og bankakreppan í Evrópu er svo mikiđ vandamál ađ óvíst er hvort sambandiđ muni lifa ţćr hormungar af og ţá ekki síđur evrusamstarfiđ.

Ţýskaland og Frakkland hafa alla tíđ veriđ burđarásar ESB og jafnvel Samfylkingarfólk ćtti ađ leggja viđ hlustir ţegar ráđamenn ţeirra landa tjá sig um vandamáliđ.  Sérstaklega ćtti ađ lesa vandlega eftirfarandi úr međfylgjandi frétt:

"Utanríkisráđherra Frakklands, Alain Juppe, segir ađ fjármálakreppan í Evrópu veki upp spurningar um hvort Evrópusambandiđ lifi af. „Evrópa er í tilvistarkreppu," segir Juppe í viđtali viđ vikuritiđ L'Express í dag. Hann segir ástandiđ vekja upp spurningar um stöđu Evrópusambandsins, ekki bara ţróun ţess síđustu tuttugu ár frá gerđ Maastricht samkomulagsins heldur allt frá stofnun ţess."

Ţađ verđur ađ teljast mikil ţráhyggja af hálfu Samfylkingarinnar ađ neita ađ viđurkenna ţau vandamál sem ađ ESB steđja og vilja međ öllum ráđum reka eina ráherrann úr ríkisstjórninni, sem virđist hafa skilning á stöđunni.  Ekki er síđur merkilegt ađ fylgjast međ ţví ađ forystumenn VG skuli tilbúnir til ađ samţykkja ţann brottrekstur.

Ţó ekki vćri nema vegna vandamálanna í ESB, ćtti ađ sjálfsögđu ađ fresta öllum viđrćđum um innlimun Íslands í stórríkiđ vćntanlega, a.m.k. um nokkur ár. 


mbl.is Óttast framtíđ ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Öryrkjar sakna Sjálfstćđisflokksins, eins og flestir ađrir

Öryrkjabandalagiđ hefur enn og aftur vakiđ athygli á árásum "Norrćnu velferđarstjórnarinnar" á kjör ţeirra sem minnst mega sín í ţjóđfélaginu og ţurfa alfariđ ađ reiđa sig á örorku- og ellilaun, eđa ađrar greiđslur frá hinu opinbera.

Í fréttinni af bréfinu til allra ţingmanna segir m.a:  "Öryrkjabandalagiđ segir í bréfinu ađ áratuga löng réttindabarátta öryrkja hafi veriđ fćrđ aftur um fjölda ára."  Tilefni ţessara bréfaskrifta núna eru fyrirhuguđ svik ríkisstjórnarinnar á skriflegu loforđi sínu viđ gerđ kjarasamninga um ađ bćtur almannatrygginga skyldu hćkka eins og lćgstu laun á almennum vinnumarkađi.  Ríkisstjórnin hikar ekki nú, frekar en áđur, ađ svíkja loforđ sín hrađar en blekiđ ţornar á undirskriftum ráđherranna.

Ekki skal ţví haldiđ fram ađ kjör öryrkja, eđa annarra bótaţega, hafi veriđ svo góđ ađ allir hafi veriđ himinsćlir međ ţau á undanförnum áratugum, en ástćđa er til ađ minna á ađ ţau kjör sem öryrkjar reyna nú ađ verja, náđust á valdatíma Sjálfstćđisflokksins í ríkisstjórn, en eins og allir muna vćntanlega sat hann í stjórn í tćpa tvo áratugi áđur en núverandi hörmungarstjórn komst til valda.

Eins og ástatt er um ţessar mundir á stjórnarheimilinu taka flestir undir söknuđ Öryrkjabandalagsins vegna fjarveru Sjálfstćđisflokksins úr stjórnarráđinu. 


mbl.is Öryrkjar senda ţingmönnum bréf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţungvopnuđ mótorhjólagengi

Lögreglan hefur lagt á ótrúlegt magn vopna, svo sem byssur, skotfćri, hnífa og hnúajárn, í tengslum viđ skotárásina sem gerđ var í Bryggjuhverfinu í síđustu viku.

Eftir ţví sem fréttir herma voru ţar á ferđ međlimir ákveđinnar mótorhjólaklíku í borginni, sem töldu sig eiga óuppgerđar sakir viđ mann vegna fíkniefnaskuldar. Ţessi gjörningur sýnir betur en margt annađ hvílík harka og miskunnarleysi ríkir í glćpaheimi borgarinnar núorđiđ og er ekki annađ ađ sjá en ađ ástandiđ fari versnandi međ hverju árinu.

Lögreglan gerđi ţađ sem í hennar valdi stóđ til ađ sporna viđ ţví ađ íslenskt mótorhjólagengi fengi formlega viđurkenningu sem fullgildur ađili ađ alţjóđasamtökum Hell's Angels, en hafđi ţó ekki erindi sem erfiđi. Reynt hefur veriđ ađ sporna viđ starfsemi ţeirrar klíku eftir mćtti og ţó Hell's Angels hafi ekki átt hlut ađ ţessari skotárás, ţá sýnir máliđ eftir sem áđur ţá hćttu sem uppgangi ţessara vélhjólagengja fylgir.

Draga verđur niđurskurđ á fjárframlögum til lögreglunnar til baka og frekar bćta verulega viđ ţau, ef nokkur möguleiki á ađ vera til ađ sporna viđ frekari uppgangi stórhćttulegra glćpahópa, innlendra sem erlendra.


mbl.is Mesta magn vopna sem fundist hefur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnin getur hvorki lifađ né dáiđ

Ljóst er orđiđ ađ ríkisstjórnin er varla međ lífsmarki lengur en virđist alls ekki geta dáiđ ţví ráđherrarnir berjast ennţá um á hćl og hnakka í tilraun til ađ halda stólunum örlítiđ lengur.

Hvert vandrćđamáliđ rekur annađ ţessa dagana, eins og reyndar hefur veriđ frá myndun stjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur, og er nú svo komiđ ađ illskan og jafnvel hatur milli stjórnarflokkanna er komiđ á svo alvarlegt stig ađ nánast útilokađ er ađ takist ađ treina líf stjórnarinnar mikiđ lengur, enda vćri ţjóđinni mestur greiđi gerđur međ ţví ađ hún hrökklađist frá völdum undir eins.

Í Kastljósi kvöldsins kom skýrt fram hjá Birni Vali Gíslasyni, gjallarhorni Steingríms J., ađ allur barningur stjórnarflokkanna nú um stundir snerist um ađ finna leiđir til ađ framlengja líftóru stjórnarinnar um nokkra daga, a.m.k. nógu marga til ađ koma fjárlögum nćsta árs í gegn um ţingiđ.

Björn Valur sagđi vandrćđaganginn ekki snúast eingöngu um framtíđ Jóns Bjarnasonar í ráđherraembćtti, heldur um ađ finna leiđir til ađ stjórnin gćti hökt áfram eftir ađ Jón yrđi hrakinn úr stjórninni.

Takist Steingrími J. ađ sannfćra Ögmund og Guđfríđi Lilju um ađ halda áfram stuđningi sínum viđ stjórnarhörmungina gegn loforđi um stöđvun allrar fjárfestingar í landinu, a.m.k. erlendrar, mun Samfylkingin líklega geta tryggt sér stuđning Guđmundar Steingrímssonar, ţannig ađ stjórnin hangi áfram á eins manns meirihluta á ţinginu. Ţannig mćtti hugsanlega ná ţví ađ klára fjárlögin, en ósennilega nokkuđ annađ.

Undirbúningur útfarar ríkisstjórnarinnar er í fullum gangi.


mbl.is Hefđi mátt fara öđruvísi ađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

VG fórnar Jóni Bjarnasyni

VG ćtlar greinilega ađ fórna Jóni Bjarnasyni međ ţví ađ setja hann af sem ráđherra, enda hefur Jón ţvćlst fyrir áformun Samfylkingarinnar og nokkurra forystumanna VG um innlimun Íslands í vćntanlegt stórríki ESB.

Ţetta sést nokkuđ glögglega af yfirlýsingum Björns Vals Gíslasonar, ţingmanns VG og sérlegs yfirlýsingablađrara Steingríms J., um ţá ósvífni sjávarútvegsráđherrans ađ vera yfirleitt ađ skipta sér af sjávarútvegsmálum.

Björn Valur segir í umbođi Steingríms J. m.a: „Í stjórnmálum verđur fólk ađ fylgja samţykktum og starfa samkvćmt umbođinu sem ţví er faliđ. Menn geta ekki fariđ fram úr sjálfum sér eđa tekiđ sér vald umfram umbođ ţingflokks síns, eins og nú hefur gerst. Ţví hlýtur ráđherrastóll Jóns Bjarnasonar ađ vera farinn ađ rugga,“ segir Björn Valur og bćtir viđ ađ fariđ verđi heildstćtt yfir ţetta mál á ţingflokksfundi VG á morgun."

Ef VG ţarf ađ fórna einum ráđherra til ađ hinir geti haldiđ sínum völdum svolítiđ lengur, verđur fariđ í slíkar mannfórnir.

Steingrímur J. mun gera hvađ sem er og selja hvađa hugsjón sem hann kann einhvern tíma ađ hafa haft til ađ halda sínum völdum og geta međ ţví eyđilagt eins mikiđ og hćgt er ađ eyđileggja međ skattaćđi sínu. 


mbl.is Ráđherrastóllinn ruggar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jón Bjarnason rekinn úr ríkisstjórninni?

Jón Bjarnason, sjávarútvegsráđherra, hefur lagt fram nýtt frumvarp um stjórn fiskveiđa, sem illa hefur veriđ tekiđ af hagsmunaađilum, en ţćr móttökur eru ţó barnaleikur hjá viđbrögđum Jóhönnu Sigurđardóttur, forsćtisráđherra, sem hefur brugđist algerlega ókvćđa viđ ţessu brölti Jóns.

Eftir Jóhönnu er haft:  "Jón hefur haldiđ allri ríkisstjórninni og ţingflokkunum utan viđ ţessa vinnu ţrátt fyrir ítrekađar óskir okkar um ađ koma ađ ţessu máli og hunsađ ađkomu annarra úr stjórnarliđinu ađ ţessu verki. Ţetta eru auđvitađ vinnubrögđ sjávarútvegsráđherra sem eru algjörlega óásćttanleg og ekki bođleg í samskiptum flokkanna."  Harđorđari getur yfirlýsing í garđ fagráđherra í eigin ríkisstjórn varla orđiđ.

Í fréttinni kemur ţetta einnig fram:  "Á ríkisstjórnarfundi á föstudag hafi veriđ ákveđiđ ađ skipa ráđherranefnd til ađ fara međ máliđ."  Ríkisstjórnir eru ekki fjölskipađ vald, heldur er hver ráđherra ábyrgur fyrir sínum málaflokki og hefur t.d. Ögmundur Jónasson margítrekađ ţađ undanfarna daga í tengslum viđ afgreiđslu sína á undanţágubeiđni Kínverjans Nubo til kaupa á Grímsstöđum á Fjöllum. Sú afgreiđsla hefur einnig orđiđ til ađ gera samráđherra Ögmundar ćfa af reiđi, ekki síst forsćtisráđherrann.  

Ađ taka mál af fagráđherra, sem undir hans ráđuneyti heyrir samkvćmt lögum og reglum og setja ţađ í hendur annarra ráđherra til afgreiđslu, hlýtur ađ jafngilda ţví ađ viđkomandi fagráđherra sé í raun rekinn úr ríkisstjórninni og vandséđ hvernig Vinstri grćnir geti sćtt sig viđ ţannig međferđ á ráđherra úr sínum röđum.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur er orđin eins og lík, sem eingöngu á eftir ađ veita nábjargirnar. 


mbl.is Ţetta er ekki stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kristján Möller gagnrýnir Ögmund harkalega

Eftir afgreiđslu Ögmundar Jónassonar á umsókn Kínverjans Nubo um undanţágu til ađ fá ađ kaupa Grímsstađi á Fjöllum, gagnrýnir Nubo íslensk stjórnvöld og segir kínverska fjárfesta mćta miklum fordómum á vesturlöndum á sama tíma og vestrćnir ađilar sćki stíft í fjárfestingar í Kína.

Hér verđur ekki ađ sinni fjallađ frekar um fjárfestingar ađila utan EES á Íslandsi, en í framhaldi af úrskurđi Ögmundar eru brestirnir í ríkisstjórnarsamstarfinu sífellt betur ađ koma í ljós og stórfróđlegt var ađ heyra í Kristjáni Möller í ţćttinum "Sprengisandi" um afgreiđslu Nubomálsins og reiđi Samfylkingarinnar vegna málsins og reyndar skattabrjálćđis Steingríms J. vegna stóriđjunnar.

Kristján segir ađ Ögmundur hafi í raun veriđ bullandi vanhćfur til ađ fjalla um máliđ, ekki haft samráđ viđ einn eđa neinn og reyndar trođiđ á og lítillćkkađ samráđherra sína, ţá Árna Pál og Katrínu Júlíusdóttur og ekki síst forsćtisráđherrann sjálfan međ ţví ađ hundsa algerlega beiđni hennar um nána samvinnu stjórnarflokkanna um úrlausn málsins. Kristján krafđist ţess í ţćttinum ađ máliđ yrđi umsvifalaust tekiđ úr höndum Ögmundar og ţađ leyst af ráđherrum Samfylkingarinnar.

Ekki síđur var Kristján harđorđur vegna stóriđjuskattanna sem nýjasta skattaćđi Steingríms J. beinist ađ ţessa dagana og hugsi fleiri stjórnarţingmenn á sömu lund og Kristján Möller, er dagljóst ađ ríkisstjórnin er orđin algerlega hadónýt til allra verka og mun hrökklast frá völdum innan skamms.

Ríkisstjórn međ eins manns meirihluta á ţingi getur ekki lifađ lengi viđ ađra eins upplausn og vandrćđagang viđ úrlausn alvarlegra málefna, sem skipta í raun sköpum fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu.


mbl.is Huang gagnrýnir Vesturlönd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ASÍ sakar ríkisstjórnina um svik, meiri svik og síendurtekin svik

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er og hefur lengi veriđ eindreginn stuđningsmađur Samfylkingarinnar og í Miđstjórn ASÍ sitja međ honum fleiri sem stutt hafa stjórnarflokkana dyggilega í áranna rás.

Ţví verđa ţađ ađ teljast mikil tíđindi ađ Gylfi og stofnanir ASÍ skuli margendurtekiđ senda frá sér gagnrýni og ásakanir á hendur ríkisstjórninni fyrir svik viđ launafólk og eftir ţví sem tímar hafa liđiđ, hefur orđalagiđ á skeytasendingunum orđiđ harđorđari og í samţykkt ASÍ frá í dag er ekki töluđ nein tćpitunga um svikaríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J.

Nćgir ađ vitna í nokkrar setningar úr ályktun ASÍ ţví til stađfestingar:

"Ţađ ţýđir ađ atvinnuleysisbćtur hćkka ađeins um 3,5% eđa 5.500 kr en ekki 11.000 kr. Ríkisstjórnin sem kennir sig viđ velferđ ćtlar ţannig ekki ađeins ađ svíkja eigin loforđ heldur einnig snupra ţá sem lökust hafa kjörin í okkar ţjóđfélagi."

"Ţrátt fyrir ítrekađar athugasemdir og mótmćli verkalýđshreyfingarinnar ćtlar ríkisstjórnin ađ halda til streitu svokölluđu ţriggja mánađa sveltitímabili langtímaatvinnulausra."

"Ţetta er ómanneskjuleg framkoma sem minnir helst á hreppaflutninga fyrr á öldum. Ríkiđ firrar sig ábyrgđ og vísar atvinnuleitendum á framfćrslu annarra."

"Ţađ er veriđ ađ lćkka framfćrslu ţúsunda Íslendinga. En ađ sjálfsögđu bara ţeirra sem hafa starfađ á almennum markađi. Opinberir starfsmenn halda sínu ađ fullu, sem fyrr."

"Miđstjórn Alţýđusambands Íslands hafnar alfariđ síendurteknum árásum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur á íslenskt launafólk."

Stuđningsmenn "velferđarstjórnarinnar" hafa ráđist á ýmsa gagnrýnendur hennar og sakađ ţá um rangfćrslur og ósanngirni, ţó vćgara orđalag vćri notađ en ţarna er gert. 

Ályktun ASÍ lýkur međ hótun um harkalegar ađgerđir gegn ríkisstjórninni láti hún ekki af svikum sínum á ţeim skriflegu samningum sem hún hefur gert vegna hćkkana til ţeirra sem enga framfćrslu hafa ađra en af bótum frá hinu opinbera.

Ekki er hćgt annađ en ađ taka undir međ Miđstjórn ASÍ ţegar hún segir ađ hlálegt sé af ríkisstjórninni ađ kenna sig viđ velferđ. 


mbl.is ASÍ segir stjórnina ráđast á réttindi launafólks
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband