Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Foreldrarnir borgi barnalánin

Foreldrar tíu barna tóku lán hjá Glitni í nafni barna sinna, til að kaupa stofnfjárbréf í Byr, sparisjóði, á árinu 2007.  Foreldrarnir sóttu um lánin og komu fram í þeirra nafni í öllu lánaferlinu, þó stofnfjárbréfin hafi síðan verið skráð á nöfn barnann, enda höfðu þau forkaupsrétt að bréfunum, en að sjálfsögðu var ásetningur foreldranna að strórgræða á öllu saman.

Nú þegar verðmæti stofnfjárbréfa Byrs hefur hrunið ætla foreldrarnir að kæra bankann fyrir að lána blessuðum óvitunum peninga í brask og þykjast væntanlega hvergi hafa nærri komið.  Öll framganga foreldranna í málinu er gjörsamlega óskiljanleg, bæði að taka lánin í nafni barnanna og ekki síður, að ætla svo að kæra bankann fyrir að veita þau.  Reyndar er líka óskiljanlegt, að bankanum skuli hafa dottið í hug, að veita lánin út á nöfn krakkanna.

Foreldrunum til bjargar í þessu máli, er að bankinn gætti þess ekki, að til að börnin hefðu mátt taka lánin, hefði þurft uppáskrift sýslumanns, en það hafði bankanum yfirsést og treystir sér því ekki til að innheimta skuldirnar.

Ábyrgð foreldranna er ekki minni, þar sem verknaðurinn var framinn í gróðaskyni.

Sleppi foreldrarnir við að greiða fyrir græðgi sína, ætti að minnsta kosti að sekta þá fyrir misnotkun á börnum sínum.


mbl.is Hyggst ekki innheimta lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bragð er að þá barnið finnur

Framundan er kjör forseta ráðherraráðs ESB, þegar öll ríkin hafa samþykkt Lissabonsáttmálann og hefur Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, helst verið talinn líklegur í embættið.

Nú eru hins vegar að kom upp raddir, sem vilja annan í embættið og er þá helst rætt um forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean-Claude Juncker.  Sérstaka athygli vekur, að hann er helst tilnefndur, vegna þess að hann er frá smáríki innan ESB.

Merkilegast er að formaður þingflokks Frjálsra demókrata í Þýskalandi, segir að þingmenn flokksins vilji frekar að stjórnmálamaður frá litlu landi verði fyrir valinu þar sem stóru ríkin séu of valdamikil innan Evrópusambandsins.

Þegar stjórnmálamaður í forysturíki ESB gerir sér grein fyrir valdaójafnvæginu innan sambandsins, mætti ætla, að aðrir sæju það líka.

Svo er þó ekki um Samfylkinguna. 

Hún heldur að hún muni koma til með að stjórna öllu, sem henni sýnist innan ESB, eftir að hún verður búin að véla þjóðina inn í ESB.


mbl.is Vilja frekar mann frá smáríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS segir eitt í dag, annað á morgun

Eftir bankahrunið síðast liðið haust sagði Mark Flanagan, Íslandsstjóri AGS, að ef skuldir íslenska þjóðarbúsins færu yfir 240% af landsframleiðslu, þá kæmist landið í greiðsluþrot.

Nú er komið annað hljóð í strokkinn, en nú eru 240% af landsframleiðslu bara smáskuldir, eða eins og eftir honum er haft:  "Engu að síður telur Mark Flanagan, yfirmaður Íslandsmála hjá sjóðnum, að þær séu vel viðráðanlegar. Þær eru nú 310% af landsframleiðslu, en áður hafði hann sagt að 240% af landsframleiðslu væru óviðráðanlegar erlendar skuldir."

Hverjar skyldu skýringarnar á þessum viðsnúningi í afstöðu AGS vera?  Svarið er reyndar illskiljanlegt, en er svona:  "Því til viðbótar sagði hann að fyrri yfirlýsingar hafi byggst á umhverfi og stefnu þess tíma í ríkisfjármálum.  Skuldirnar hafi því verið óviðráðanlegar að óbreyttu á sínum tíma, en nú horfi öðruvísi við."

Einnig bætir hann við, að mörg lönd séu með skuldastöðu yfir 200% af landsframleiðslu.  Það er að vísu langur vegur frá 240 upp í 310, sérstaklega þegar um skuldir þjóðarbúa er að ræða.

AGS hefur ekki sýnt sig vera verður mikils trausts hérlendis.

Svona hringl með alvarleg mál, eykur ekki álit á sjóðnum og starfsmönnum hans.

 


mbl.is Skuldirnar ekki óviðráðanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bati framundan, þrátt fyrir ríkisstjórnina

AGS spáir að efnahagsbati byrji hérlendis um mitt næsta ár, þó skuldir þjóðarbúsins séu miklu meiri, en upphaflegar spár sjóðsins gerðu ráð fyrir.  Eftir að aðilar vinnumarkaðarins píndu ríkisstjórnina til að standa við loforð um að standa ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu, eykst trú á að eitthvað geti farið að rofa til í efnahagsmálunum, en því miður er líklegt að batinn verði hægur og taki mörg ár, þar til sjúklingurinn kemst til sæmilegrar heilsu aftur.

Atvinnuleysi er mikið, eða tæp 8%, og spáð er að það fari í 10% í vetur og muni ekki fara að minnka að ráði fyrr en á árunum 2011 og 2012.  Þetta mikla atvinnuleysi, skattabrjálæði og almennt getuleysi ríkisstjórnarinnar mun valda því, að almenningur í landinu mun ekki fara að finna fyrir þessum bata í sinni buddu, fyrr en í fyrsta lagi á árunum 2013 - 2014.

Vonandi verður fjárhagur almennings farinn að batna það mikið á árinu 2015, að hann geti þá tekið á sig þær skattahækkanir, sem nauðsynlegar verða til að greiða Icesave skuldaklafann, sem þá mun skella á þjóðinni af fullum þunga.

Vonandi gengur þessi spá AGS eftir, þrátt fyrir þá ríkisstjórn sem er ennþá við völd í landinu.


mbl.is Bati í augsýn um mitt ár 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurlæging fyrir ríkisstjórnina

Í könnun fyrir Viðskiptablaðið, sem MMR framkvæmdi, var spurt hver svarendur vildu helst að leiddi Íslendinga út úr kreppunni og var niðurstaða könnnunarinnar athyglisverð, að ekki sé meira sagt.

Í svona könnunum hefur forsætisráðherra hverju sinni  oftast orðið efstur, en nú bregður svo við að maður sem hætti í stjórnmálum fyrir fimm árum, lendir í fyrsta sæti og forsætisráðherrann í því þriðja.

Enn athyglisverðara er niðurstaðan í ljósi þess, að það var einmitt þessi sami forsætisráðherra, sem flæmdi þann sem efstur varð í könnunninni, úr starfi strax og hún komst í aðstöðu til þess.  Það var reyndar hennar fyrsta verk sem forsætisráðherra, að flæma þann sem þjóðin treystir best úr embætti sínu.

Að Davíð Oddsson, sem Samfylkingin hefur reynt að klekkja á alla tíð, skuli hafa orðið efstur í þessari könnun er niðurlæging fyrir ríkisstjórnina og raunar alger háðung, en að sama skapi mikil uppreist æru fyrir Davíð Oddsson.

Í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum, hlær sá best, sem síðast hlær.


mbl.is Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hælist um af hroðvirkninni

Össur Skarphéðinsson, grínari, heldur nú uppistand fyrir norræna ráðherra og embættismenn úti í Stokkhólmi og reytir af sér brandarana, eins og venjulega og við misjafnar undirtektir, eins og venjulega.

Á milli þess, sem skrítlurnar eru látnar fjúka, hælir Össur sjálfum sér fyrir að vera hroðvirknasti ráðherra í gjörvallri Evrópu, eins og kemur fram í fréttinni:  "Össur benti á að Ísland hefði þegar svarað þúsundum spurninga, sem framkvæmdastjórn ESB hefði lagt fyrir þótt svarfresturinn renni ekki út fyrr en um miðjan nóvember."

Hér heima hefur verið bent á, að svörin hafi verið illa unnin að mörgu leyti, t.d. var hraðinn á að koma þeim úr landi slíkur, að enginn tími var gefinn til samlestrar og samhæfingar svaranna og orðalag svaranna víða verið ónákvæmt og jafnvel villandi á stundum.

Utanríkisráðherra Finnlands gerir sér grein fyrir þessari fljótaskrift Össurar á málinu, og tekur gríninu eins og vera ber, eða eins og þar segir:  "Alexander Stubb sagði við TT, að hann teldi að Ísland hefði sett Evrópumet í að svara spurningum tengdum aðildarumsókninni. „Ef framkvæmdastjórnin sendir frá sér jákvæða álitsgerð þegar í desember þá væri það einnig met," sagði hann." 

Össur hagar sér eins og barn í leikfangabúð og aðrir ráðamenn reyna að sussa á barnið og leiða því fyrir sjónir, að það geti ekki strax fengið allt sem það vill, þótt það grenji frekjulega.

Svo á Ísland á miklu betri skemmtikrafta, sem hægt væri að senda á samkomur Norðurlandaráðs, til að stytta þingfulltrúum stundirnar.


mbl.is Á methraða inn í ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn skammar ASÍ ríkisstjórnina

Enn koma harðorðar skammir frá ASÍ vegna aðkomu ríkisstjórnarinnar að stöðugleikasáttmálanum, sem hún hafði þó sjálf skrifað undir þann 25. júní s.l., en síðan svikið meira og minna.

Í fréttinni er þetta haft eftir forseta ASÍ:  "„Ég hélt að vegna tímanauðar, fjarveru ráðherra og kjördæmisdaga  hefðu menn sammælst um að kæla þetta og setjast að viðræðum eftir helgina. Ég verð að viðurkenna að það kom mér í opna skjöldu að ríkisstjórnin sendi þetta frá sér í dag og loki málinu. Það er ágreiningur af hálfu ASÍ og SA um þetta. Við teljum þetta ekki grunn til að byggja samstarf á,“ sagði Gylfi."

Alþýðusambandið telur ríkisstjórnina tæplega viðræðuhæfa, eða marktæka, samkvæmt þessum orðum forsetans.

Stjórnarandstaðan á Alþingi kemst ekki í hálfkvisti við ASÍ í gagnrýni á stjórnun landsins.

Skyldi Samfylkingunni ekki vera farið að líða illa í ríkisstjórn, þegar baklandið er komið í harða stjórnarandstöðu?

 


mbl.is Yfirlýsingin kom ASÍ á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru náttúruverndarsamtökin?

Útigangskindurnar á fjallinu Tálkna hafa lagað sig að aðstæðum í fjallinu og virðast hafa spjarað sig þar sæmilega, enda verið þar í yfir fimmtíu ár.  Þær eru leggjalengri en aðrar ær og sérlega fimar í klettaklifri.

Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir í fréttinni:  „Samkvæmt heimildum er búið að vera þarna villt fé frá miðri síðustu öld og margir vilja meina að þetta sé orðið að sérstöku kyni meðan aðrir segja að þarna sé úrkynjun á ferð. Féð er nokkuð háfættara en venjan er núna þótt það hafi kannski verið svona almennt á fyrrihluta síðustu aldar. Síðan hefur heimafé verið ræktað mikið,“

Sé féð að úrkynjast vegna skyldleikaræktunar, er auðvelt að bæta úr því, með því að senda ungan hrút á fjallið.  Heimafé hefur verið ræktað mikið, þannig að þarna eru síðustu afkomendur landnámskindanna væntanlega samankomnar og mikið slys, ef stofninum verður algerlega útrýmt.

Hvað er að því, að leyfa þessum stofni að hafast þarna við, villtur og óáreittur fyrir mannfólkinu?  Mætti ekki frekar flytja æranar á Hornstrandir, frekar en að lóga þeim?

Hvar eru nú öll náttúruverndarsamtökin?


mbl.is Nítján kindur heimtar af Tálkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing í dag eða á morgun, eða bara seinna

Blaðamaður mbl.is ræddi í síma við Jóhönnu, forsætisráðherralíki, þar sem hún er stödd í útlöndum, að spila á fiðlu með vinum sínum, á meðan Róm brennur.  Vaðall var á frúnni í viðtalinu, eins og venjulega, en þó án þess að hún segði mikið annað en þetta venjulega um ESB drauma sína.

Aðspurð um stöðugleikasáttmálann, kvaðst hún ánægð með að samningar héldu á vinnumarkaði, sem var langt frá því henni að þakka, en svo komu venjubundnu svörin um aðgerðir ríkisstjórnarinnar:  "Von er á sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra og fjármálaráðherra í dag um nokkur atriði varðandi stöðugleikasáttmálann. Þau snerta m.a. ríkisfjármálin og skattana."

Frá því í síðustu viku hefur verið sagt að þessi yfirlýsing kæmi í dag, í kvöld, á morgun eða a.m.k. fyrir helgi.  Ennþá sami söngurinn og þjóðin bíður skellihlæjandi, þrátt fyrir að alls ekki sé um neitt gamanmál að tefla.

Annað sem kom fundarstjóra ríkisstjórnarinnar verulega á óvart, var verðbólgan, eða eins og í fréttinni segir:  "Jóhanna lýsti vonbrigðum með verðbólguþróunina en þrátt fyrir síðustu mælingu kvaðst hún eiga von á að verðbólgan muni fara hratt niður, allar forsendur séu fyrir því. „Það er afar mikilvægt til þess að við náum okkar markmiðum í þessum stöðugleikamálum,“ sagði Jóhanna."

Hún á sem sagt von á því að verðbólgan lækki í kvöld, á morgun, í næstu viku, eða að minnsta kosti einhverntíma í framtíðinni.  Sömu von er hún búin að lýsa síðan í vor og þá áætlaði hún að verðbólga yrði komin niður í 2,5% um áramót.  Það verður kannski, vonandi einhverntíma.

Þjóðin bíður og vonar að eitthvað gerist í kvöld, á morgun, hinn daginn, fyrir helgi, eða bara einhverntímann.


mbl.is Fagnar framhaldi kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarvera ráðherra og tímaskortur

Telja verður með ólíkindum að á örlagatímum, skuli fjórar ráðherranefnur vera erlendis á kjaftaþingi Norðurlandaráðs, þar á meðal bæði Jóhanna, forsætisráðherralíki, og Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur.  Enginn hefði hins vegar gert athugasemdir við fjárveru félagsmála- og umhverfisráðherranefnanna, reyndar öllum fyrir bestu, að þau dvelji erlendis sem lengst.

Vegan svika ríkisstjórnarinnar í nánast öllum málum, sem hún hafði sjálf lofað að koma í verk í stöðugleikasáttmálanum og áttu að vera komin til framkvæmda þann 1. nóvember, var allt á suðupunkti um framlegnigu sáttmálans og kjarasamninga, og þá létu forsvarsmenn stjórnarinnar sig einfaldlega hverfa úr landi og gáfu "meltan mat" í hvað yrði um efnahagslíf landsins.

Eftirfarandi segir það, sem segja þarf:  "Á vef ASÍ kemur fram að á lokametrunum hafi tekist að einangra ágreining við ríkisstjórnina við eitt atriði yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna framgangs stöðuleikasáttmálans. Samtökin hafi þegar óskað eftir viðræðum við ríkisstjórnina í dag til að útkljá þennan ágreining, en vonir ASÍ standi til að orsökin sé aðallega vegna fjarveru ráðherra og tímaskorts."

Nánar en þetta, er ekki hægt að lýsa áhuga- og kæruleysi ríkisstjórnarnefnunnar.

Samtök verkalýðsins eru orðin hörðustu gagnrýnendur stjórnvalda og er þá mikið sagt.


mbl.is Ágreiningur í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband