Yfirlýsing í dag eða á morgun, eða bara seinna

Blaðamaður mbl.is ræddi í síma við Jóhönnu, forsætisráðherralíki, þar sem hún er stödd í útlöndum, að spila á fiðlu með vinum sínum, á meðan Róm brennur.  Vaðall var á frúnni í viðtalinu, eins og venjulega, en þó án þess að hún segði mikið annað en þetta venjulega um ESB drauma sína.

Aðspurð um stöðugleikasáttmálann, kvaðst hún ánægð með að samningar héldu á vinnumarkaði, sem var langt frá því henni að þakka, en svo komu venjubundnu svörin um aðgerðir ríkisstjórnarinnar:  "Von er á sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra og fjármálaráðherra í dag um nokkur atriði varðandi stöðugleikasáttmálann. Þau snerta m.a. ríkisfjármálin og skattana."

Frá því í síðustu viku hefur verið sagt að þessi yfirlýsing kæmi í dag, í kvöld, á morgun eða a.m.k. fyrir helgi.  Ennþá sami söngurinn og þjóðin bíður skellihlæjandi, þrátt fyrir að alls ekki sé um neitt gamanmál að tefla.

Annað sem kom fundarstjóra ríkisstjórnarinnar verulega á óvart, var verðbólgan, eða eins og í fréttinni segir:  "Jóhanna lýsti vonbrigðum með verðbólguþróunina en þrátt fyrir síðustu mælingu kvaðst hún eiga von á að verðbólgan muni fara hratt niður, allar forsendur séu fyrir því. „Það er afar mikilvægt til þess að við náum okkar markmiðum í þessum stöðugleikamálum,“ sagði Jóhanna."

Hún á sem sagt von á því að verðbólgan lækki í kvöld, á morgun, í næstu viku, eða að minnsta kosti einhverntíma í framtíðinni.  Sömu von er hún búin að lýsa síðan í vor og þá áætlaði hún að verðbólga yrði komin niður í 2,5% um áramót.  Það verður kannski, vonandi einhverntíma.

Þjóðin bíður og vonar að eitthvað gerist í kvöld, á morgun, hinn daginn, fyrir helgi, eða bara einhverntímann.


mbl.is Fagnar framhaldi kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad er svo gaman thegar thú talar fyrir hönd thjódarinnar allrar, Axel.  Geri rád fyrir ad fólk sendi thér stödugt fax, hringi í thig og sendi thér tölvupóst. 

Mohakeb Jakobínus (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Axel, það væri nú munur ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd. Þá væri nú aldeilis búið að redda öllum málum uppí topp ... og búið að slökkva eldana sem þeir sjálfir kveiktu.

Jóhannes Ragnarsson, 28.10.2009 kl. 14:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þið eruð ekki þjóðin og getið ekki talað fyrir hennar hönd, sagði Ingibjörg Sólrún á frægum fundi í Háskólabíói.  Þjóðin var aldeilis ekki ánægð með þá yfirlýsingu hennar.

Þeir sem búa á Íslandi og fylgjast eitthvað með hlutunum, skynja fljótlega hug þjóðarinnar.  Ríkisstjórnin gerir það hins vegar ekki, enda hefur hún ekkert fylgi lengur.

Jóhannes, Sjálfstæðisflokkurinn kveikti enga elda, en væri örugglega færari um slökkvistörf, en það lið sem nú kallar sig slökkvilið.  Ef eldar kvikna, eru þeir yfirleitt slökktir, en ekki látnir brenna óáreittir á meðan einhver eldsmatur er ennþá fyir hendi.

Axel Jóhann Axelsson, 28.10.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband