Fjarvera ráðherra og tímaskortur

Telja verður með ólíkindum að á örlagatímum, skuli fjórar ráðherranefnur vera erlendis á kjaftaþingi Norðurlandaráðs, þar á meðal bæði Jóhanna, forsætisráðherralíki, og Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur.  Enginn hefði hins vegar gert athugasemdir við fjárveru félagsmála- og umhverfisráðherranefnanna, reyndar öllum fyrir bestu, að þau dvelji erlendis sem lengst.

Vegan svika ríkisstjórnarinnar í nánast öllum málum, sem hún hafði sjálf lofað að koma í verk í stöðugleikasáttmálanum og áttu að vera komin til framkvæmda þann 1. nóvember, var allt á suðupunkti um framlegnigu sáttmálans og kjarasamninga, og þá létu forsvarsmenn stjórnarinnar sig einfaldlega hverfa úr landi og gáfu "meltan mat" í hvað yrði um efnahagslíf landsins.

Eftirfarandi segir það, sem segja þarf:  "Á vef ASÍ kemur fram að á lokametrunum hafi tekist að einangra ágreining við ríkisstjórnina við eitt atriði yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna framgangs stöðuleikasáttmálans. Samtökin hafi þegar óskað eftir viðræðum við ríkisstjórnina í dag til að útkljá þennan ágreining, en vonir ASÍ standi til að orsökin sé aðallega vegna fjarveru ráðherra og tímaskorts."

Nánar en þetta, er ekki hægt að lýsa áhuga- og kæruleysi ríkisstjórnarnefnunnar.

Samtök verkalýðsins eru orðin hörðustu gagnrýnendur stjórnvalda og er þá mikið sagt.


mbl.is Ágreiningur í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér fannst Jóhann vera að sprengja ríkisstjórnina á þessu þingi. Þannig að ef að satt reynist verð ég að vera þér ósamála um að norðurlandaþingið hafi verið þjóð okkar gagnslaust.

Offari, 28.10.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Offari

Jóhanna átti víst að standa...  Biður Jóhann afsökunar á þessari misfærslu.

Offari, 28.10.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Allir dansa með: Var ekki umboðsmaður Bláu handarinnar, þarna í Stokkhólmi, sjálfskipaður forystusauður stjórnarandstöðu, að jarma þarna með hinum, til að reyna að vekja á sér athygli meðan allt var í kaos heima. Annars eru samskipti fólks í dag svo auðveld þó himin og haf skilji á milli, að það skiptir engu, þó það sitji ekki augliti til auglitis í sömu stofu. Tölvur, símar, myndsímar eru samskiptatæki nútímans, Jóhann Axel, og það vita þú og fleiri vel. Menn eru hættir að hlaupa á milli stofnana með bréfsnifsi til að reka dagleg erindi sín,fyrir löngu! Uppnefni og ofsi í garð þeirra sem ekki játa sömu pólitíska trú, er hvimleiður siður í þeim söfnuði sem þú talar fyrir. Þetta þykir vist fyndið þar, enda hafa fylgjendur Bláu handarinnar alltaf haft sérstakt skopskyn, innbyrðis!! Þessi rústabjörgun sem staðið hefur yfir frá því að Geir Hilmar bað guð að blessa Ísland, og stendur enn, er ekki á neinn hátt áhlaupaverk. Það er auðveldara um að tala en í að komast.

Stefán Lárus Pálsson, 28.10.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán, þú segir:  "Uppnefni og ofsi í garð þeirra sem ekki játa sömu pólitíska trú, er hvimleiður siður í þeim söfnuði sem þú talar fyrir. Þetta þykir vist fyndið þar, enda hafa fylgjendur Bláu handarinnar alltaf haft sérstakt skopskyn, innbyrðis!!"

Ertu ekki svolítið í þessum fasa sjálfur?

Axel Jóhann Axelsson, 28.10.2009 kl. 11:42

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Axel og takk fyrir síðast

  • þessi kjarasamningur á að vera milli launamanna og atvinnurekenda. það er þeirra að gera þessa samninga. Við þykjumst búa í lýðræðisríki þar sem að kjarasamningar eru frjálsir milli ýmissa aðila á atvinnumarkaði. 
  • Ef þessir aðilar (sem eru svo góðir vinir) vilja fá ríkið til að halda í höndina á sér þá bara gera þeir með sér samkomulag um að fresta þessari ákvörðun um kjarasamning um fjóra daga. Auðvelt og einfalt.
  • En þetta er ekki spurning um þennan kjarasamning, það mál er fyrir löngu leyst. Þessir aðilar eru að reyna að ná ákveðnum völdum af ríkjandi ríkisstjórn. Þeir sameiginlega eru að krefjast þess að ríkis-umsvifin verði aukin um 4000 til 6000 milljarða á næstu 4 árum eða svo. Allt verði það gert í skuld.
  • Auk þess vilja atvinnurekendur ekki þurfa að borga skatta, sem þýðir meiri skattaálögur á þá launamenn sem greiða skatt
  • Bara svo sannleikurinn sé uppi á borðum.
  • viljurðu meiri upplýsingar geturðu kíkt á bloggið mitt eða séð bloggið mitt á visir.is

Kristbjörn Árnason, 28.10.2009 kl. 14:08

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristbjörn, það er laukrétt að þetta snerist alls ekki um kjarasamningana sem slíka, nema að því leyti að spurning var hvort þeim yrði sagt upp eða ekki.

Barningurinn stóð og stendur enn um að fá ríkisstjórnina til að standa við þann stöðugleikasamning, sem hún sjálf var aðili að og skrifaði undir þann 24. júní s.l.

Það er nokkuð hart, að það skuli þurfa að ganga á eftir ríkisstjórn til þess að fá hana til að standa við orð sín.

Axel Jóhann Axelsson, 28.10.2009 kl. 14:17

7 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Axel minn! Hér tala ég af langri reynslu, og eftir áratuga samneyti og skoðanaskipti við fólk úr trúarsöfnuði þeim  sem hefur ráfuglinn sem sitt flokkstákn. Þetta er nú bara einfaldlega svona. Þeir eru óteljandi aulabrandarnir um meintan aulaskap, einfeldni, óhreint athæfi pólitískra andstæðinga, sem eyru mín hafa numið gegn um tíðina á þeim vettvangi, og hafa innvígðir haft af hina bestu skemmtan af, og að gera andstæðingum upp skoðanir. Utan þessa hóps, oftar enn ekki, virðist fólk ekki hafa enn náð því pólitíska "þroskastigi", að kunna að meta slíkan húmor, settan fram af fullorðu fólki sem vill láta taka sig alvarlega. Því er það morgunljóst, að "innvígðir og innmúraðir", hafa ALLTAF HAFT sérstakt skopskyn, inn byrðis, það er bara staðreynd, sem allir sjá og heyra sem vilja. En: Það breytir litlu eða engu, í þessu samningabrasi aðilja vinnumarkaðarins, þó slatti af ráðherrum og þingmönnum sé við verkefni í Stokkhólmi, nútímatæknin sér um að þú getur haft viðmælanda í öðru landi fyrir framan þig á tölvuskjá skrifborðsins, hvenær sem er, þú þekkir það sjálfur! 'Eg veit, eins og fleiri, að "innvígðu" sjálfstæðisfólki svíður sárt að sjá, að Jóhanna og Steingrímur virðast ætla að halda ríkistjórninni saman, og klóra sig áfram yfir rústirnar sem frjálshyggjuliðið skildi eftir sig eftir áratuga "stjórn", sem arf handa þjóðinni. Í Valhöll horfa menn því hnípnir, til langs vetrar í stjórnarandstöðu, fjarri kjötkötlum valds og sjálftöku. Þessar aðstæður eru áður óþekktar á þessum bæ, og valda því húsbændum og hjúum ómældri vanlíðan. Því eiga menn það til að láta ýmislegt út úr sér í ráðaleysi, sem ósagt hefði mátt vera. Það er miður viturlegt, að halda því fram, að ríkisstjórn og alþingi sé að stórum hluta samansett af heimsku, lötu og illa þenkjandi fólki, sem ekkert skynbragð beri á vanda líðandi stundar! Segi nú bara eins og Davíð forðum: "Svona gerir maður ekki". OG lengra er víst ekki hægt að vitna, Axel minn!!

Stefán Lárus Pálsson, 28.10.2009 kl. 14:20

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán, eins og þú segir, hefur þú langa reynslu af innsta kjarna trúarsafnaðarins, sem notar ránfuglinn sem merki sitt, og þekkir alla einkabrandarana, svo ekkert úr þeirri áttinni kemur þér á óvart, enda búinn að brjóta hugarheim alls hyskisins til mergjar og því hef ég engar forsendur til að deila við þig um þínar vísindaniðurstöður, þó flokksbundinn sé í þessum skaðræðisflokki.

Þér sárnar gífurlega, að reynt sé að tala í gamansömum tón um vinstri menn (þar með talda Samfylkinguna, þó ég viti svosem ekki hvar á að staðsetja hana), en hefur þú aldrei, í þinni rannsóknarvinnu, rekist á orðbragðið, sem vinstra liðið notar um Sjálfstæðisfólk.  Venjulega eru stóryrðin ekkert spöruð og sjálfsagt þykir að kalla það öllum illum nöfnum og það alls ekki í gríni, t.d. glæpalýð, sjálftökulið, hálfvita og heimskingja og eru þetta bara saklausustu nafngiftirnar. 

En þetta orðbragð þekkir þú náttúrlega allt saman, þó þú notir kurteyslegri orð yfir sömu hlutina.

Annars ættir þú og aðrir, að vitna oftar í Davíð.  Hann bregst ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 28.10.2009 kl. 15:00

9 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Axel Jóhann aftur

  • Þú hefur eflaust áttað þig á þeirri staðreynd, að þegar ASÍ,  samtök atvinnurekenda ásamt og með ákveðna stórnmálaflokka í baklandinu að nauðga rikisstjórninni til að fallast á eitt og annað. Stjórnin var bara að skríða úr egginu nýfædd.
  • Sú valdbeiting var ekki lýðræðisleg né í þágu þjóðarinnar sem kusu allt annað í síðustu kosningum. 
  • þetta verður aldrei kallað annað en mjög gróf valdbeiting.
  • Er fer einnig algjörlega gegn anda laganna um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938,  ásamt síðari breytingum.
kveðja Kristbjörn

Kristbjörn Árnason, 28.10.2009 kl. 15:05

10 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Jæja Axel, Það réttlætir ekki vafasaman munnsöfnuð á almannafæri, þó einhverjir fleiri viðhafi "munnpúr og ljót orð"!Mér sárnar þetta "lokalgspur ekki neitt, en finnst mjög miður, að sjá og heyra fólk sem ég þekki að einu góðu, falla þrásinnis niður í það leiða hjólfar, að reyna að sverta ímynd og athafnir andstæðinga sinna í pólitík, með miður gáfulegum uppnefnum, og neikvæðu umtali, þegar haldbær rök finnast ekki. Ég er það lífsreyndur, að ég hef heyrt allskonar fúkyrði fjúka milli manna, sem vel hefðu mátt vera ósögð. Það er nefnilega aðalsmerki góðra stjórnmálamanna, að halda ró sinni, og láta ekki egna sig til skoðanaskipta, á lágu plani. Kjarasamningar eiga svo að vera mál "aðilja vinnumarkaðarins", og löngu tímabært að þar sé ríkissjóður alltaf ákallaður, og beðinn að redda málum, í tíma og ótíma, aðallega ótíma!!! Eg er fyllilega sammála Kristbirni.

Stefán Lárus Pálsson, 28.10.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband