Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
27.10.2009 | 21:30
Móðgun við íslenska þjóð
Furðulegt er að fréttir skuli berast af því, að Jóhanna, forsætisráðherralíki, sé farin að tala um það í útlöndum, hvað Íslendingar ætli að gera innan ESB og innan hvaða málaflokka þeir muni beita sér sérstaklega eftir inngöngu í sambandið.
Forsætisráðherralíkið sagði t.d. á þingi Norðulandanna í dag: "Ísland mun vilja stuðla að auknu samstarfi smærri aðildarríkja ESB og árétta mikilvægi samstöðu allra aðildarríkja. Með aðild Íslands yrði aðstæðum á Norðvestur-Atlantshafi gefinn meiri gaumur og íslensk stjórnvöld verða ávallt reiðubúin að standa vörð um hagsmuni þjóða í þessum heimshluta."
Hagsmuna hvaða þjóða mun Jóhanna standa vörð um í þessum heimshluta? Stæði henni ekki næst að gæta hagsmuna Íslendinga á þessum slóðum, þar með töldum fiskveiðiréttindum og réttinum til annarra auðlinda og siglingaleiða á svæðinu?
Burtséð frá því, þá er það, að tala nánast eins og öruggt sé að Ísland verði aðili að ESB, alger móðgun við þjóðina, því fram að þessu hefur alltaf verið sagt, að íslenska þjóðin muni taka endanlega ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Auðvitað mun Samfylkingin svíkja það, eins og flest annað, enda er nú eingöngu talað um "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samfylkingin mun svíkja þjóðina um þann rétt, enda er ætlunin að þröngva ESB upp á Íslendinga, með illu.
Aukið samstarf smærri aðildarríkja mikilvægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2009 | 15:59
Engin tök á fjármálum ríkisins
Nú er komið í ljós, að ríkisstjórnarnefnan hefur engin tök á fjármálum ríkisins og stefnir nú í að hallinn á fjárlögum ársins verði þrjátíumilljörðum meiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við þessi lausatök á fjármálum ríkisins í nýrri skýrslu og bendir á, að ekki hafi verið farið eftir fyrri ábendingum hennar, sem hún setti fram um mitt árið.
Í skýrslunni segir: "Ný áætlun fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir að tekjur ársins í heild verði rúmum 4 milljörðum meiri en reiknað var með í upphafi árs og telur Ríkisendurskoðun líkur á að þetta gangi eftir. Aftur á móti er nú gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs verði mun meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir eða 182 milljarðar í stað 153 milljarða. Segir Ríkisendurskoðun ljóst að aðgerðir um mitt ár sem ætlað var að hemja kostnað hafi ekki borið tilætlaðan árangur."
Þessi 33 milljarða framúrkeyrsla í útgjöldum ríkissjóðs sýnir svo ekki verður um villst, að fjármálajarðfræðingurinn hefur engin tök á rekstri ríkissjóðs og þrátt fyrir að í samstarfssamningi ríkissins og AGS hafi verið gert ráð fyrir að ekki yrði skorið verulega niður á þessu ári í ríkisútgjöldunum, átti alls ekki að auka hallann umfram 153 milljarða og þótti flestum nóg um þann halla.
Ríkisstjórnarnefnan hefur engar aðrar hugmyndir til að bregðast við vandanum, en að hækka skattana á almenning, langt umfram það, sem áður hafði verið boðað, og var það þó kallað skattahækkanabrjálæði.
Það eru engin lýsingarorð í íslensku, sem ná yfir þessar viðbótarhugmyndir um skattahækkanir.
Þær eru svo gjörsamlega glórulausar.
Mun meiri halli á ríkissjóði en áætlað var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2009 | 14:16
Svarar fyrir krónuna að sjómannasið
Viðskiptaritstjóri The Daily Telegraph, Ambrose Evans-Pritchard, hótar að svara að "sjómannasið", ef hann heyrir einhvern líkja gengislækkun íslensku krónunnar við slys.
Í grein sinni í The Daily Telegraph, segið hann m.a: "Veika krónan er að gera nákvæmlega það sem hún ætti að gera, skrifar Evans-Pritchard. Útflutningur frá Íslandi sé að rétta úr kútnum og vörur framleiddar á Íslandi séu að koma í stað innflutnings í stórum stíl."
Í blaðinu kemur einnig fram: "Síðan bendir hann á að efnahagur Íslands sé að rétta hraðar úr sér en segja megi um efnahaginn á Írlandi, í Lettlandi og Litháen. Síðasttöldu löndin séu öll í viðjum fastgengis - innan eða utan evru. Hann telur að áhrif þessa komi enn betur í ljós á næstu tveimur árum."
Það er merkilegt að þessi útlendingur skuli skilja hve mikils virði sjálfstæður gjaldmiðill er fyrir Íslendina, þegar margir Íslendingar skilja ekki sjálfir hversu krónan er landinu dýrmæt við þessar aðstæður.
Það versta er að þýðing sjálfstæðs gjaldmiðils er gjörsamlega óskiljanlegt fyrir þá, sem í skammsýni sinni vilja troða Íslandi inn í ESB og taka upp Evruna.
Skammsýnastar og skilningslausastar allra eru ráðherranefnur Samfylkingarinnar.
Hótar að svara að sjómannasið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2009 | 11:00
Tekur ríkisstjórnin sönsum?
Nú er ekki nema nokkrir klukkutímar til stefnu fyrir ríkisstjórnarnefnuna að taka sönsum varðandi sinn eigin stöðuleikasáttmála, svo að hann falli ekki úr gildi og allt fari endanlega í upplausn í þjóðfélaginu og hefur hún þó valdið nægum skaða fyrir.
Það yrði saga til næsta bæjar, ef aðilar vinnumarkaðarins hættu aðild að sáttmálanum vegna svika ríkisstjórnarinnar að standa við sinn hluta af sáttmála sem átti að verða til að efla atvinnulífið, fækka atvinnulausum, lækka vexti og almennt að koma einhverri hreyfingu á efnahagslífið.
Aðilar vinnumarkaðarins eru að gefast upp á ríkisstjórnarnefnunni, enda kemur fram að: "Ein af þeim hugmyndum sem hafa verið ræddar er að SA og ASÍ segi sig frá samstarfi um stöðugleikasáttmálann."
Ríkisstjórnarnefnan er algerlega hugmynda- og getulaus til þess að taka á efnahagsmálum þjóðarinnar.
Vonandi tekst aðilum vinnumarkaðarins að koma fyrir hana einhverju viti.
Það þarf ekki að vera mikið, til að verða til mikilla bóta.
Stjórn SA fundar í hádeginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2009 | 08:20
Ríkisstjórn svikanna
Ríkisstjórnarnefnan, sem nú situr við völd í landinu, illu heilli, er sannkölluð ríkisstjórn svikanna.
Hún sveik þjóðina með samningnum við Breta og Hollendinga um Icesave skuldir Landsbankans. Hún sveik þjóðina aftur í sama máli, þegar hún hunsaði lög Alþingis um fyrirvara við þrælasamninginn.
Nú er hún að svíkja samninginn sem hún gerði við aðila vinnumarkaðarins um skatta, niðurskurð ríkisútgjalda, atvinnuuppbyggingu og stöðugleika. Það er fáheyrt, að taka þurfi upp viðræður við ríkisstjórn, til þess að reyna að fá hana til að standa við sína eigin samninga, sem eru þó ekki nema fjögurra mánaða gamlir.
Stöðugleikasáttmálinn, eða réttara sagt svik stjórnarinnar á honum, er enn einn naglinn í líkkistu þessarar ríkisstjórnarnefnu, sem með verkleysi sínu og verkkvíða, hefur unnið að því að lengja og dýpka kreppuna, frá því sem annars hefði orðið.
Því fyrr, sem kistan verður fullsmíðuð, því betra.
Hafa ekkert nálgast niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2009 | 14:55
Ríkisstjórnin fer úr landi og málin taka kipp
Fram hefur komið í fréttum að Jóhanna, forsætisráðherralíki, hafi stokkið úr landi og tekið með sér fjármálajarðfræðinginn og tvær aðrar ráðherranefnur. Eins og hendi væri veifað fóru að berast fréttir af því að a.m.t. tvö mál hafi tekið að þokast áfram, um leið og staðfest var, að þessar ráðherranefnur væru komnar um borð í flugvélina, sem flutti þá af landi brott.
Fyrst komu fréttir af því, að AGS hefði sett málefni Íslands á dagskrá stjórnarfundar í vikunni og svo bárust þau stórmerku tíðindi, að stjórnardruslan hefði náð að ljúka drögum að yfirlýsingu vegna stöðugleikasáttmálans. Sérstaklega ber að athuga, að um drög er að ræða, enda nær þessi stjórn yfirleitt ekki að ljúka nokkru máli fullkomlega.
Miðað við þessar upplýsingar, ber að fagna flótta ríkisstjórnarinnar úr landinu, en samkvæmt Dyflinarsáttmálanum verður henni örugglega vísað aftur til heimalandsins áður en langt um líður.
Íslendingar geta samt lifað í þeirri von, að nokkur tími muni líða, áður en ráðherranefnurnar koma til landsins aftur.
Fundað um yfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2009 | 13:28
Bólar ekki á ríkisstjórninni frekar en venjulega
Eins og ávallt áður, eru viðbrögð ríkisstjórnarnefnunnar við hverju máli þau, að svör muni verða gefin seinna í dag, á morgun eða fyrir helgi. Þetta sagði Jóhanna, forsætisráðherralíki, á miðvikudaginn í síðustu viku, þegar hún hafði meðtekið síðustu svipuhögg þrælahaldaranna í Haag og London, um afgreiðslu AGS á annarri endurskoðun efnahagssáttmála AGS og Íslands, en þá fullvissaði hún þjóðina um að ekki væri lengur nein tengsl milli afgreiðslunnar og Icesave og nú myndi AGS afgreiða málin í "næstu viku".
Nú er sú vika runnin upp og stöðugleikasáttmálinn ekki komin á birta dagskrá stjórnar sjóðsins næstu tvær vikurnar. Í gær gáfu ráðherranefnurnar út, að yfirlýsingar þeirra vegna stöðugleikasáttmálans yrði að vænta fyrir kvöldið, en sú yfirlýsing hefur ekki sést ennþá, en gæti komið seinna í dag, á morgun eða a.m.k. fyrir helgi.
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ lætur hafa eftir sér: En það er alveg ljóst að innan okkar raða eru vaxandi sjónarmið í þá veru að það hafi ekki mikinn tilgang að halda þessum samskiptum við stjórnvöld áfram á þeim nótum sem þau hafa verið upp á síðkastið.
Þegar ASÍ er búið að gefast upp á "stjórn hinna vinnandi stétta", þá á ríkisstjórnarnefnan hvergi vini lengur.
ASÍ er farið að lýsa aumingjaskap ríkisstjórnarnefnunnar með miklu sterkari orðum en stjórnarandstaðan á þingi og þegar svo er komið, þarf ekki aðra stjórnarandstöðu.
Ekkert bólar á yfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.10.2009 | 10:50
Vitrænasta ESB tillagan
Ályktun Hins íslenska tófuvinafélags um ESB aðildarumsóknina er líklega eina vitræna tillagan, sem fram hefur komið vegna inngöngubeiðnarinnar, enda ekki vitað til þess, að ríkisstjórnarnefnan hafi lagt fram neinar kröfur í málinu, aðeins sett allt opinbera apparatið í að svara spurningum frá ESB, en ekki lagt fram neinar kröfur eða spurningar sjálf.
Besti hluti tillögu tófuvinafélagsins er þessi: "Jafnframt gerir félagið það að ófrávíkjanlegri kröfu að skuggabaldrar tilheyri um eilífð íslensku þjóðinni en skoffín megi flytja til Brussel óheft til hagsbóta fyrir gjörvallt Evrópusambandið."
Taki Samfylkingarfólk síðasta hluta setningarinnar til sín persónulega, þá eru það mjög eðlileg viðbrögð, enda dreymir margt af því, að komast í feit embætti í Brussel.
Hvort sá útflutningur verði til hagsbóta fyrir gjörvallt Evrópusambandið er reyndar óvíst.
En fækkun þess hérlendis yrði a.m.k. Íslandi til hagsbóta.
Hagsmuna tófunnar verði gætt í Icesave-máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2009 | 08:35
Ísland ekki með á velmegunarlistanum
Legatum í London hefur birt lista yfir lönd, þar sem þeim er raðað eftir velmegun. Finnland er í efsta sæti og Zimbabawe í því neðsta. Löndunum er raðað á listann, ekki eingöngu eftir fjárhagslegum þáttum, heldur lýðræðisþróun og stjórnarháttum.
Ekki kemur fram í fréttinni af þessu, hversu mörg lönd eru á þessum lista, en Ísland er að minnsta kosti hvergi nefnt á nafn í frétt Financial Times af málinu og er allavega ekki á meðal tuttugu efstu ríkja.
Þó líklegt sé, að bankahrunið hérlendis hafi áhrif á fjarveru Íslands af listanum, er miklu líklegri skýring sú, að stjórnarhættirnir nú um stundir hafi þar miklu meiri áhrif.
Ísland hefur ávallt fram að þessu verið talið í fremstu röð, hvað varðar lýðræðisþróun og stjórnarhætti.
Það er orðið breytt, með þeirri verklausu og skattabrjáluðu ríkisstjórnarnefnu, sem nú er við völd.
Velmegun mest í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2009 | 21:41
Árni Páll talar aldrei í alvöru
Þegar Árni Páll, félagsmálaráðherralíki, tilkynnti að öll íbúðalán yrðu flutt frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs, sagði hann að tillögur þar að lútandi myndu verða kynntar síðar þann sama dag, daginn eftir, eða að minnsta kosti fyrir helgi.
Það er reyndar fastur frasi frá allri ríkisstjórnarnefnunni, nánast í hvert einasta skipti, sem eitthvert málefni kemur til umræðu og snertir það, sem ríkisstjórnardruslan ætti að vera að gera, en gerir aldrei.
Hvað Árna Pál snertir sérstaklega, þá hefur aldrei dottið út úr honum vitræn setning, ekki einu sinni óvart.
Enda skiptir það ekki máli, engum myndi detta í hug að taka mark á honum hvort sem er.
Aldrei rætt í alvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)