Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2014

Ruddabrandar felldu Guđna frá endurkomu í stjórnmál

Guđni Ágústsson, fyrrverandi ráđherra, var búinn ađ samţykkja ađ skipa fyrsta sćtiđ á lista Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík og ćtlađi ađ tilkynna ţá ákvörđun sina međ pompi og prakt á blađamannafundi í dag, Sumardaginn fyrsta.

Forysta Framsóknarflokksins í Reykjavík var búin ađ ganga frá frambođslistanum međ Guđna í efsta sćti og skipulagđi kosningaherferđina út frá fréttamannafundinum og ćtlađi ađ láta mikiđ fyrir sér fara á nćstunni, enda tiltölulega stutt til kosninganna.

Eftir ađ Guđni hćtti viđ frambođiđ lýsti flokksforystan yfir miklum vonbrigđum međ ţessa breyttu afstöđu hans, frestađi kjördćmisţingi og leggur nú dag viđ nótt í leit ađ heppilegum frambjóđands í efsta sćtiđ og mun, eftir ţví sem frést hefur, stefna á ađ finna frambćrilega konu til ţess ađ skipa sćtiđ.  Ţeirri konu sem áđur skipađi annađ sćti listans verđur hins vegar kastađ út í ystu myrkur ţrátt fyrir hetjulega baráttu fyrir ţví ađ fá ađ fćrast upp í efsta sćtiđ eftir ađ sá sem skipađi ţađ upphaflega hrökk frá borđi.

Ţađ sem einna helst varđ til ţess ađ Guđna snerist hugur var upprifjun á ruddalegum "bröndurum" hans á karlakvöldum um kynfćri og bólfarir kvenna í stjórnmálum, sem ađhyllast ţó ekki Framsóknarflokkinn eđa hafa veriđ Guđna mikiđ tengdar í gegn um tíđina.

Frá ţví ađ vitnađ var til ţessara einkennilega ruddafengnu  "gamansagna" á netinu um páskana hafa netheimar logađ af hneykslun á ţessum einkennilega húmor og ţeirri lítillćkkun sem Guđni ţykir hafa sýnt kvenfólki međ uppátćki sínu.

Logarnir sem ţetta hefur kveikt hafa brennt allar áćtlanir Guđna um ađ snúa aftur í stjórnmálin og munu reyndar verđa til ţess ađ hann verđur almennt litinn öđrum augum sem "skemmtikraftur" en hingađ til hefur veriđ gert. 

 


mbl.is Guđni gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđur grundvöllur til kjarabóta

Samkvćmt frétt mbl.is, sem byggđ er á upplýsingum úr Tíund, tímariti Ríkisskattstjóra, er hagnađur íslenkra fyrirtćkja ađ aukast á ný eftir tapárin 2008 og 2009.

Hiđ ofbođslega tap sem varđ viđ hruniđ orsakađist fyrst og fremst af fjárglćfrum banka- og útrásargegnja, eđa eins og segir í fréttinni:  "Ţarna er vitaskuld ađ miklu leyti um ađ rćđa tap vegna kaupa á verđbréfum fyrir erlent lánsfé sem féll í verđi ţegar alţjóđlega peningauppsprettan ţvarr, segir í samantektinni. Síđan bankarnir féllu hefur tap fyrirtćkja fariđ mikiđ minnkandi og var áriđ 2012 svipađ og áriđ 2006."

Á línuritinu, sem fylgir fréttinni, má sjá ađ hagnađur íslenskra fyrirtćkja í heild hefur lengst af veriđ viđunandi og virđist vera ađ komast í mjög gott horf á ný eftir hruniđ, ţó vitađ sé ađ afkoma er eitthvađ mismunandi eftir atvinnugreinum.

Ţessar fréttir eru afar jákvćtt innlegg inn í ţćr kjaraviđrćđur sem nú eru ađ hefjast milli ađila vinnumarkarđarins og miđast viđ ađ ganga frá samningum til nćstu ára.  Ekkert ćtti ađ vera ţví til fyrirstöđu ađ hćkka laun talsvert á nćstu árum og koma kaupmćtti landsmanna í svipađ horf og hann er í nágrannalöndunum.

Takmarkiđ hlýtur ađ vera ađ hćgt verđi ađ lifa mannsćmandi lífi í landinu af launatekjunum einum saman án ţess ađ vinnandi  fólk ţurfi ađ reiđa sig á hina ýmsu opinberu styrki til ađ draga fram lífiđ.

Til ţess ţarf ađ vísu breyttan hugsunarhátt ţeirra sem eru í efri ţrepum launastigans, en hingađ til hafa ţeir aldrei ţolađ ađ lćgstu laun vćru hćkkuđ án ţess ađ samsvarandi hćkkun gengi upp allan launaskalann og ţar međ tekst auđvitađ aldrei ađ bćta kjör hinna lćgst launuđu án ţess ađ kynda verđbólgubáliđ.

Ţađ er hins vegar ekki sök ţeirra lćgstlaunuđu, heldur hinna sem betri launin hafa. 


mbl.is Hagnađur fyrirtćkja aldrei meiri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Var aldrei ćtlunin ađ borga erlendu skuldirnar?

Samkvćmt fréttum mun íslenska ţjóđarbúiđ ekki eiga gjaldeyri fyrir erlendum skuldum á nćstu árum og tćplega nokkur nema seđlabankinn og ríkissjóđur sem hafa lánstraust til ađ geta framlengt erlendar skuldir sínar til lengri tíma.

Ţetta leiđir hugann ađ ţví ađ erlendir lánadrottnar ţurftu ađ afskrifa óheyrilegar upphćđir af erlendum skuldum einkaađila eftir bankahruniđ og ţrátt fyrir allar ţćr afskriftir verđur ekki hćgt, eđa a.m.k. erfitt, ađ standa skil á ţeim erlendu skuldum sem eftir afskriftirnar stóđu.

Ćtli bankamenn og ţeir sem tóku öll ţessi erlendu lán á árunum fyrir hrun hafi aldrei hugsađ út í ţá stađreynd ađ gjaldeyristekjur ţjóđarinnar hefđu aldrei dugađ til ađ endurgreiđa öll ţau lán sem fjármálastofnanir jusu út til almennings og fyrirtćkja á "lánćristímanum"?

Ekki bćtti Steingrímur J. úr skák međ hinu óskiljanlega skuldabréfi sem hann lét nýja Landsbankann gefa út til ţess gamla, ţ.e. hátt í ţrjúhundruđmilljarđa króna í erlendum gjaldeyri.  Ţetta skuldabréf er nú ađ skapa mestu erfiđleikana sem efnahagur ţjóđarbúsins stendur frammi fyrir nćstu árin.

Ţađ vćri fróđlegt ađ fá einhverjar skýringar frá ţeim sem tóku öll ţessi erlendu lán á ţví hvernig ţeir hafi séđ fyrir sér ađ ţau yrđu endurgreidd. 


mbl.is Eigum ekki fyrir afborgunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frćndur eru frćndum verstir

Norđmenn, sem telja verđur nánustu frćndţjóđ Íslendinga, hafa löngum veriđ međal hörđustu andstćđinga íslensku ţjóđarinnar ţegar deilur hafa sprottiđ vegna einhverra málefna í samskiptum nágrannaţjóđa.

Öllum er í fersku minni hvernig Norđmenn komu fram viđ Íslendinga í Icesavemálinu og ţar voru ţeir manna harđastir í ađ reyna ađ knésetja ţjóđina og koma henni í efnahagslegan ţrćldóm Breta og Hollendinga nćstu áratugina a.m.k.

Í makríldeilunni hafa Norđmenn barist međ öllum ráđum viđ hliđ ESB gegn réttmćtum veiđum Íslendinga í sinni eigin landhelgi og nánast hvatt til efnahagsţvingana gegn Íslendingum til ađ kvésetja ţá í réttmćtri baráttu fyrir nýtingu eigin auđlinda.

Í sextíuogţrjú ár hefur Óslóarborg sent Reykvíkingum jólatré til ađ lífga upp á Austurvöll í svartasta skammdeginu, en segja nú ađ slík gjöf sé allt of dýr fyrir fjárhag borgarinnar og nú geti Íslendingar bara sjálfir séđ um sín jólatré, eins og annađ.  Slíkt eigi ekkert ađ hafa áhrif á vináttu ţjóđanna, enda geti Norđmenn svo sem stjórnađ dansi í kringum jólatréđ eđa skemmt Reykvíkingum á annan hátt viđ tendrun hins íslenska jólatrés.

Borgarstjóri Óslóar segir ađ áfram muni borgin gefa London jólatré, enda Bretar miklir vinir Norđmanna og ţeir vilji allt gera til ađ viđhalda og efla ţann vinskap.  

Vináttan er greinilega misjafnlega mikils metin í Ósló. 


mbl.is Íslendingar fá ekki fleiri jólatré
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tímamót í málefnum framhaldsskólanna

Samkvćmt fréttum dagsins hefur náđst góđ niđurstađa í kjaradeilu framhaldsskólakennara sem međ breytingum á skólastarfi og vćntanlega styttingu náms til stúdentsprófs mun skila kennurum allt ađ 29% launahćkkunum í  lok samningstímans.

Samninganefnd framhaldsskólakennara lítur greinilega á svo á ađ ríkisstjórnin og ekki síst menntamálaráđherra hafi haft góđan skilning á málefninu og ađ góđ sátt sé um breytingar á skólastarfinu í framtíđinni, eđa eins og segir í fréttinni:  "Ađalheiđur Steingrímsdóttir, formađur Félags framhaldsskólakennara, sagđi ađ um vćri ađ rćđa merkan áfanga í umbótum á öllu skólastarfi innan framhaldsskólanna. „Ţegar upp er stađiđ höfum viđ náđ mjög merkum áfanga, ađ okkar mati, í umbótum á kjörum kennarastarfsins, sem er afar ţýđingamikiđ fyrir allt samfélagiđ. Baráttan hefur snúist um almannahagsmuni, ađ auka virđingu fyrir kennarastarfinu - sem ţađ á svo sannarlega skiliđ - og styrkja skólakerfiđ í landinu,“ sagđi hún."

Ţađ er alveg sérstakt fagnađarefni ađ viđ völd eru stjórnvöld sem hćgt er ađ semja viđ á vitrćnum grundvelli, en ţađ hefur greinilega ekki veriđ álit kennarasambandanna ađ síđasta ríkisstjórn vćri í raun viđrćđuhćf, enda voru mörg félög opinberra starfsmanna međ lausa samninga í allt ađ heilt ár áđur en sú ríkisstjórn hrökklađist frá völdum.

Vćntanlega munu nú öll önnur stéttarfélög koma í kjölfar ţessa samnings og krefjast sambćrilegra "leiđréttinga" á launum sinna félagsmanna. 


mbl.is „Ţetta er tímamótasamningur“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband