Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Áhugaverð þjóðaratkvæðagreiðsla

Georg Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um "björgunarpakka" ESB, sem inniheldur hundraðmilljarða evru lán og 50% afskrift banka á lánum sínum til gríska ríkisins.

"Björgunarpakkinn" er þó háður ýmsum skilyrðum, þar á meðal gríðarlegum niðurskurði ríkisútgjalda, uppsögn tugþúsunda ríkisstarfsmanna, hækkun lífeyrisaldurs, sölu ríkiseigna o.fl.

Almenningur í Grikklandi er vægast sagt afar ósáttur við efnahagstillögur ríkisstjórnarinnar og hefur mótmælt þeim kröftuglega og óeirðir hafa brotist úr í tengslum við mótmælin og verkföll verið boðuð ítrekað til að reyna að fá fram breytingar á niðurskurðartillögunum.

Hafni gríska þjóðin "björgunarpakkanum" vegna óánægunnar með skilyrðin sem honum fylgja, er líklegra en ekki að gríska ríkið verði gjaldþrota með öllum þeim ósköpum sem því mundi fylgja, ásamt ófyrirséðum afleiðingum fyrir evrusamstarfið. Samþykki hún hins vegar "pakkann" verður litið svo á að hún sætti sig þar með við efnahagstillögur stjórnarinnar og geti þá ekki mótmælt þeim lengur.

Þetta verður áhugaverð atkvæðagreiðsla og spennandi að sjá niðurstöðuna.


mbl.is Greiða þjóðaratkvæði um björgunarpakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli söngurinn um lögregluofbeldi

Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum nýtur lögreglan mikils trausts meðal almennings og Geir Jón Þórisson er almennt viðurkenndur sem sérstakt gæðablóð og mannasættir mikill.

Hins vegar bregst ekki að þegar lögreglan þarf að hafa afskipti af mótmælendum hefst söngurinn um lögregluofbeldi og mótmælendurnir þykjast alsaklausir af öllum mótþróa við þær skipanir sem Geir Jón og lið hans gefur þeim.

Það verður að segjast að útgáfa Geirs Jóns af því sem fram fór á Austurvelli í dag hljómar mun sennilegri en útgáfa mótmælendanna.


mbl.is Saka lögregluna um offors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf líka getu og vilja

Steingrímur J. Sigfússon var endurkjörinn formaður VG í dag og sagði við það tækifæri að ríkisstjórnin hefði sýnt styrk, trú og úthald síðan hún var kosin og var helst að skilja að þessir eiginleikar hennar hefðu helst nýst til að forða stjórninni frá falli vegna þess sundurlyndis sem hana hefði hrjáð og lýsti sér t.d. með úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr flokknum.

Ekki hefur þessi styrkur, trú og úthald a.m.k. nýst til að efla hagsæld í landinu frá hruninu 2008, enda sýna allar kannanir að sífellt meira þrengir að almenningi og þeim heimilum fjölgar stöðugt sem ekki ná saman endum í heimilishaldinu. Ekki hefur tekist að efla atvinnu í landinu, ekki að auka fjárfestingu og ekki að minnka atvinnuleysið, ef brottflúnir af landinu eru taldir með þeim sem misst hafa vinnuna.

Annað sem Steingrímur lagði sérstaka áherslu í ræðu sinni vekur athygli, en það er þetta: "Að við klárum þetta kjörtímabil með sóma þannig að fyrsta hreina vinstri stjórnin í sögu íslenskra flokkastjórnmála sitji út kjörtímabil, afsanni kenningarnar um að slíkt gerist helst aldrei, ljúki verkefninu við að koma Íslandi almennilega út úr kreppunni og leggi grunninn að áframhaldi samstarfi umhverfisverndarsinna og félagshyggjufólks í landinu. Ég hef tröllatrú á að þetta verkefni takist."

Það er örugglega rétt hjá Steingrími, að það mun þurfa styrk, trú og úthald til að sýna fram á að vinstri stjórn geti tórt heilt kjörtímabil.

Hins vegar þarf getu og vilja til að fást við vandamál þjóðfélagsins og hvort tveggja hefur skort fram til þessa. 


mbl.is Þarf styrk, trú og úthald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþigni dragi Landómsákærurnar til baka

Nokkrir illa innrættir og óvandaðir þingmenn komu því svo fyrir við atkvæðagreiðslu á Alþingi, að Geir H. Haarde skyldi einum allra stjórnmálamanna stefnt fyrir Landsdóm vegna ætlaðra misgjörða ríkisstjórnar og Alþingis í aðdraganda bankahrunsins í október árið 2008.

Hæstiréttur hefur nú staðfest að Neyðarlög ríkisstjórnar Geirs H. Haarde hafi staðist allar kröfur stjórnarskrárinnar til lagasetninga og þar með staðfestist endanlega að ríkisstjórnin vann nánast kraftaverk við erfiðar aðstæður og bjargaði því sem bjargað varð við bankahrunið og kom í veg fyrir algera ringulreið, upplausn og gjaldþrot þjóðarbúsins.

Það myndi sýna að snefill af samvisku leyndist ennþá innra með þeim sömu þingmönnum og stefndu Geir fyrir Landsdóm, að afturkalla allar kærur á hendur honum í tilefni af uppkvaðningu þessa merkasta Hæstaréttardóms á lýðveldistímanum.

Líklegra er þó að augu þessara mannleysa opnist ekki nægjanlega til að þær sjái og skilji sínar eigin misgjörðir, frekar en annarra siðblindingja.


mbl.is Aðalmeðferð 5. mars nk.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt varðskip, en hefur Gæslan efni á að reka það?

Varðskipið Þór, sem var að koma til landsins, er stórglæsilegt og vel útbúið skip og með komu þess er í raun stigið risaskref inn i nútímann, því hátt í fjörutíu ár eru síðan nýtt varðskip bættist í flotann.

Þó gömlu varðskipunum hafi verið vel við haldið og séu í ágætu ástandi, eru þau börn síns tíma og standast ekki lengur þær kröfur sem gera þarf til eftirlits- og björgunarstarfa við landið, enda þau skip sem hugsanlega þarf að aðstoða miklu stærri og þyngri en skip voru almennt fyir nokkrum áratugum.

Aðalvandamálið við útgerð varðskipanna undanfarin ár hefur verið fjárskortur Landhelgisgæslunnar og stundum hafa skipin legið við bryggju í Reykjavík vikum, eða mánuðum, saman af þeim sökum. Undanfarin sumur hafa skipin verið leigð til verkefna í suðurhöfum, af þeirri einföldu ástæðu að gæslan hefur ekki haft fjárveitingar til þess að gera þau út sjálf.

Landhelgisgæslan hefur í raun verið í algeru fjársvelti og hvorki haft efni á að gera varðskipin út, eða halda þyrlum sínum gangandi. Fram til þessa hefur þessi rekstrarmáti sloppið fyrir horn án þess að skaði eða manntjón hafi hlotist af, en enginn getur þó sagt fyrir hvað gæti gerst með sama áframhaldi.

Vonandi þarf Þór, nýja og glæsilega varðskipið, ekki að prýða bryggjur Reykjavíkur mánuðum saman ár hvert í framtíðinni.


mbl.is Um borð í Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eru heimsk og sturluð þjóð að mati Buiter's

Að mati Willem's Buiter, aðalhagfræðings Citigroup, eru Íslendingar bæði heimsk og st„Þetta var einskonar sameiginleg heimska, sem ég hef ekki séð í þróuðum löndum,"urluð þjóð sem hefði á undanförnum áratugum látið alla skynsemi fara lönd og leið.

Þetta sagði Buiter á ráðstefnunni í Hörpu, en í máli hans kom þetta fram m.a: "Þetta var einskonar sameiginleg heimska, sem ég hef ekki séð í þróuðum löndum."  Ennfremur ráðlagði hann þessari heimsku þjóð. Íslendingum" að ganga hið snarasta í ESB og leggja niður bæði seðlabankann og fjármálaeftirlitið, enda vonaðist hann til að upp yrði tekin sameiginleg fjármálastjórn og fjármálaeftirlit fyrir allt ESB, sem stjórnað yrði með harðri hendi frá Brussel.

Buiter lét þess reyndar getið að til þess að svo gæti orðið, yrði bæði ESB og evran að lifa af þær efnahagshörmunar sem hætta er á að setji allt evrópska kerfið í rúst og þá yrði auðvitað ekkert fyrir heimsku og sturluðu þjóðina hér á landi að sækja til ESB.

Eina spurningin sem vaknar í þessu sambandi er hvort eintómir heimskingjar hafi líka stjórnað fjármálum Evrópu og gjörðir þeirra hafi stafað af "sameiginlegri sturlun". 


mbl.is Sameiginleg sturlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik og prettir í atvinnumálum

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, metur það svo að nánast ekkert verði um nýja atvinnuuppbyggingu í landinu á næstu árum.  Þessa ályktun dregur hann af því sem forstjóri Landsvirkjunar sagði á formannafundi ASÍ, en í máli hans komu fram efasemdir um að Alcoa tækist að fjámagna verkefnið vegna efnahagsástandsins í heiminum um þessar mundir.  Jafnvel þó Alcoa tækist að finna fjármagnið, þá gæti Landsvirkjun ekki afhent neitt rafmagn til verksmiðjunnar fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm til sex ár.

Það hljóta að teljast vera stórtíðindi að jafnvel þó einhverjir fjárfestar hefðu áhúga á að reisa hér ný fyrirtæki, sem veitt gætu hundruðum manna vinnu, þá sé ríkisstjórnin búin að ganga svo frá málum að ekkert verði hægt að virkja á næstu árum og því ekkert rafmagn til að selja til stórnotenda.  

Ástæða er til að vekja sérstaka áherslu á eftirfarandi orðum Vilhjálms:  "Þessi niðurstaða, ef rétt reynist, hlýtur að vera gríðarleg vonbrigði fyrir Suðurnesjamenn sem og þjóðina alla, vegna þess að hagvaxtaspár t.d. ASÍ byggjast að stórum hluta á því að þessar framkvæmdir fari á fulla ferð á næstu misserum. Við Akurnesingar þekkjum vel mikilvægi stóriðjunnar og þau sterku áhrif sem stóriðjan hefur á allt samfélagið. Á þeirri forsendu skilur formaður vel áhyggjur Suðurnesjamanna ef af þessum framkvæmdum verður ekki."

Það er ekki ofsögum sagt af því að atvinnu- og mannlíf á Akranesi á nú orðið nánast allt undir stóriðjurekstrinum á Grundartanga og væri ekki hjá svipur hjá sjón án hans.

Einnig er vert að minna á að í júnímánuði árið 2009 lofaði ríkisstjórnin skriflega, að ryðja úr vegi öllum hindrunum þess að uppbygging álvers í Helguvík gæti hafist strax þá um haustið.  Þau loforð hafa verið endurtekin nokkrum sinnum síðan og svikin jafnóðum.

Ríkisstjórninni hefur þegar tekist að koma í veg fyrir uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík og útlit fyrir að sagan endurtaki sig með álverið í Helguvík.  Ríkisstjórnin misskilur málið algerlega, ef hún heldur að átak í atvinnumálum felist í baráttu gegn uppbyggingu atvinnuskapandi fyrirtækja. 


mbl.is Hverfandi líkur á að álver rísi í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ í harðri stjórnarandstöðu

Það verða að teljast mikil tíðindi að stjórnarandstaða ASÍ harðnar með hverri vikunni, en eins og allir vita hafaflestir helstu forystumenn sambandsins verið tryggir fylgjendur VG og Samfylkingarinnar og nægir að nefna Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, í því sambandi.

Hagdeild ASÍ hefur sent frá sér nýja hagspá fyrir 2011-2014 sem er afar svartsýn, enda sér deildin þess engin merki að ríkisstjórnin muni hætta að flækjast fyrir og eyðileggja alla möguleika sem í boði gætu verið fyrir erlenda fjárfestingu í landinu á næstu árum.  Ekki virðist hagdeildin reyndar sjá nokkur merki þess að innlend fjárfesting komist heldur á skrið á spátímanum, vegna aðgerða og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.

Í efnahagsspánni kemur fram m.a:  "Áhyggjuefni sé hins vegar, að efnahagsbatinn framundan sé svo veikur að við blasi doði í hagkerfinu þar sem Íslendingum takist hvorki að endurheimta fyrri lífskjör né vinna bug á atvinnuleysinu á komandi árum."

Þetta þættu hörð orð, kæmu þau frá stjórnarandstöðunni á Alþingi.

Því miður er allt útlit fyrir að þessi spá muni rætast. 


mbl.is ASÍ: Doði blasir við í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipta sér af því sem þeim kemur ekki við

Rökstuðningur fyrir stofnun Bankasýslu ríkisins var, að hún ætti að vera algerlega sjálfstæð og óháð pólitískum afskiptum, enda ætti að slíta algerlega á öll tengst stjórnmálamanna og fjármálakerfisins.

Ekki gátu óvandaðir pólitíkusar látið stofnunina lengi í friði og algerlega tók yfir allan þjófabálk nýlega, þegar stjórnin réði, að sínu mati og óháðs rjáðningarfyrirtækis, nýjan forstjóra sem hæfastur var talinn umsækjenda til að gegna stöðunni.

Nokkrir lýðskrumarar á Alþingi notuðu tækifærið til að koma sjálfum sér á framfæri og reyndu að snúa almenningsálitinu gegn stjórn Bankasýslunnar og sérstaklega nýráðnum forstjóra, eingöngu vegna þess að þá grunaði hann um aðrar pólitískar skoðanir en þeir höfðu sjálfir. Reyndar er fátt sem bendir til að þessir sömu þingmenn hafi yfirleitt nokkrar aðrar skoðanir en að koma sjálfum sér til frama og valda.

Steingrímur J. féll í gryfjuna og sendi stjórninni bréf, þar sem krafist var skýringa á ráðningunni, en eins og þingmennirnir óvönduðu hafði hann ekkert með ráðninguna að gera og átti heldur ekki að hafa og því var það utan hans verkahrings að vera nokkuð að skipta sér af málinu.

Nú hefur stjórn bankasýslunnar sagt af sér vegna þessara pólitísku ofsókna og þar með ætti Steingrímur J. að nota tækifærið og leggja stofnunina niður, enda óþörf með öllu og fær heldur engan starfsfrið fyrir lýðskrumurum innan og utan Alþingis og ríkisstjórnar.

Enginn myndi harma slíka niðurstöðu málsins.


mbl.is Harmar afsögn stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hlakka til................

Þegar þjónin fær nýjan forseta á Bessastaði.

Þegar þjóðin losnar við Álheiði Ingadóttur af Alþingi.

Þegar sem flestir þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna tapa þingsætum sínum.

Þegar "Norræna velferðarstjórnin" hrökklast frá völdum.

Þegar þjóðin fær nýja ríkisstjórn sem getur og vill taka á og leysa aðsteðjandi vandamál.

Þegar hagvöxtur fer að byggjast á öðru en fyrirframeyddum lífeyrissparnaði.

Þegar hætt verður við innlimunarferlið í ESB eða þegar slíkur "samningur" verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þegar ég hætti að hlakka til eftir þessum breytingum og þær verða allar orðnar að veruleika.


mbl.is Eigum kost á að skipta um forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband