Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Af hverji er þessi villimennska ekki stöðvuð?

Sómalskir sjóræningjar hafa rænt skipum, með manni og mús, undanfarin ár og stunda þessa iðju sína á ótrúlega stóru hafsvæði úti fyrir Sómalíu.  Í sumum tilfellum halda þeir skipum og áhöfnum í haldi, oftast við illan kost, mánuðum saman, eða þangað til einhver greiðir lausnargjald.

Lausnargjald fyrir skipin er mismunandi eftir farminum, sem í skipunum er, en alltaf er um nokkrar milljónir dollara að ræða, í hvert skipti.  Árlega nema þessar "tekjur" ræningjanna tugum milljónum dollara og eru þessir glæpamenn orðnir áhrifamenn í Sómaliu, enda sterkefnaðir, ekki bara á Sómalskan mælikvarða, heldur alþjóðlegan.

Þar sem skipin, sem rænt er, koma frá öllum heimshornum, er stórundarlegt að ekki skuli hafa verið myndaður einhverskonar alþjóðlegur herskipafloti, til þess að ráða niðurlögum þessara þrjóta og koma röð og reglu á þetta hafsvæði, í eitt skipti fyrir öll.

Ef meiri hagsmunir vestrænna ríkja væru í húfi, væri löngu búið að gera innrás í landið, en það hefði kannski takmarkaða þýðingu, þar sem engin raunveruleg yfirvöld eru til staðar í Sómalíu, heldur er landinu stjórnað af mörgum misvaldamiklum glæpaklíkum.

Þjáningar áhafnanna, sem haldið er í gíslingu þarna, hljóta að vera næg ástæða fyrir aðgerðum gegn þessum óþjóðalýð.


mbl.is Grátbiðja um hjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankagjaldþrot í Sviss???

Nú virðist svissneski UBS bankinn ramba á barmi gjaldþrots, ekki síst vegna aðstoðar sinnar við skattsvikara og aðra fjármálasvindlara veraldarinnar, sjálfsagt einhverja Íslendinga þar á meðal.

Sviss hefur lengi verið eitt aðal bankaland heimsins og þar hefur bankaleyndin verið mikil og svissneskir bankar verið taldir þeir traustustu í heimi.  Það hefði einhverntíma þótt saga til næsta bæjar, sem fáir hefðu trúað, ef einhver hefði ámálgað, að svissneskur banki væri í gjaldþrotahættu.

Þetta dæmi sýnir, að bankakerfi heimsins hefur nánast allt, verið meira og minna á kafi í spillingu, en eins og allir vita, var það spilling og krosstengsl, út og suður, sem bankastarfsemin á Íslandi þreifst á, undanfarin ár.

Því miður virðast bankakerfi annaa landa ekki hafa verið hótinu betri, enda hafa ríkissjóðir flestra landa neyðst til að ausa ótrúlegum upphæðum af skattfé, til að bjarga sínum bönkum um stund.

Vonandi verður flett ofan af allri ormagryfjunni, áður er yfir lýkur.


mbl.is Varar við gjaldþroti UBS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú vantar bara einn lit

Strákarnir okkar stóðu sig feikivel á EM og hafa veitt löndum sínum geysimila sekemmtun og spennu á mótinu.  Uppsekera er þriðja sætið á mótinu og þar með bronsverðlaunin.  Óska verður þjóðinni til hamingju með, að eiga svo öflugan hóp sannra hetja, sem tilbúnir eru að leggja svo mikið á sig í nafni þjóðarinnar.  Ekki má heldur gleyma þjálfaranum, sem, eins og liðið, hefur nú skipað sér á bekk með þeim bestu í heiminum.

Ólafur Stefánssson sagði eftir að liðið landaði bronsinu, að nú vantaði bara einn lit í safnið, því silfrið fengu strákarnir á Ólimpíuleikunum í Peking fyrir ári síðan.

Ekki er nokkur vafi, að gullið næst fyrr eða síðar og hreint ekki útilokað, að það gæti orðið strax á næsta ári, á heimsmeisaramótinu í Svíþjóð.

Enn og aftur, til hamingju strákar.


mbl.is Ísland landaði bronsinu í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendum stuðningsmönnum fjölgar

Þeim fer sífjölgandi, erlendu sérfræðingunum, fréttamönnunum og fréttaskýrendunum, sem tala máli Íslands í deilunni um þrælasamningana við Breta og Hollendinga.  Í hvert sinn, sem nýjir aðilar koma fram og styðja þann réttláta málstað Íslendinga, að þeir beri ekki ábyrgð á skuldum einkabanka, þá kemur Steingrímur J. fram á sjónarsviðið og segist vera löngu búinn að fara yfir slík rök og samkvæmt sinni athugun og skoðun, standist slík rök ekki, en Bretar og Hollendingar eigi allann rétt í málinu og þess vegna beri honum að berjast fyrir þeirra málstað.

Nú síðast í dag, í Silfri Egils, segir fréttaskýrandinn Max Keiser, að Gordon Brown og Alistair Darling séu hryðjuverkamenn, sem hafi unnið hryðjuverk gegn íslenskum efnahag og ættu að greiða Íslendingum háar skaðabætur vegna óhæfuverka sinna.

Kaiser var viðstaddur fund erlendra bankamanna á 101 Hóteli Jóns Ásgeirs í Bónus, fyrir nokkrum árum, þar sem þeir lýstu því, hvernig þeir tækju stöðu gegn íslensku krónunni.  Menn geta velt því fyrir sér, hvort að um algera tilviljun hafi verið að ræða, að fundurinn hafi einmitt verið haldinn á þessu hóteli.

Að lokum vil ég taka mér það Bessaleyfi, að gera þessi orð Kaisers að mínum:

"Keiser segir eðlilegt að lögsækja bankamennina íslensku sem beri ábyrgð á hruni bankanna. Hann segist von að þeir fái harðari refsingu heldur en þeir fái í Bandaríkjunum. 

Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki verða skuldaþrælar næstu áratugina þá greiði þeir að sjálfsögðu atkvæði gegn Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni."
 


mbl.is Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétta hugarfarið

Aron Pálmason hefur staðið sig eins og hetja á sínu fyrsta stórmóti í handbolta, aðeins 19 ára gamall og rétt að byrja sinn handboltaferil, sem á eftir að verða glæsilegur, enda er drengurinn eitt mesta efni, sem fram hefur komið í heiminum í langan tíma.

Í leikjunum hefur hann barist eins og ljón og skorað fjölda marka, mörg hver með ótrúlegum þrumuskotum langt utan af velli og sú afstaða hans, að það sé "drullufúlt" að berjast um bronsið í staðinn fyrir gullið, lýsir hugarfarinu og keppnisskapinu, sem einkennir drenginn.

Í gær mætti liðið allra sterkasta handboltaliði heimsins um þessar mundir og barðist vel og framan af var leikurinn jafn, þó í ljós kæmi í seinni hálfleik, að Frakkar eru nánast ósigrandi og verða án vafa Evrópumeistarar og hampa þar með þrem titlum á sama tíma, sem er einsdæmi.  Engin skömm er að því, að tapa fyrir slíku liði.

Baráttuandinn, keppnisskapið og sigurvilji handboltalandsliðsins þyrfti að vera fyrirmynd ráðamanna þjóðarinnar, sem eru algerar andstæður við þessa dáðadrengi og hafa hvorki kjark, þor, né vilja til að berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar, allra síst gegn erlendú kúgunarvaldi.


mbl.is Aron: Stór munur á þriðja og fjórða sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á brattann að sækja fyrir Samfylkinguna

Degi B. Eggertssyni er hér með óskað til hamingju með góða kosningu í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, sem og öðrum, sem röðuðust í sætin þar fyrir aftan.

Í þrem efstu sætunum eru sitjandi borgarfulltrúar, þannig að miðað við frammistöðu Samfylkingarinnar í borgarmálum á þessu kjörtímabili, er ekki hægt að gera ráð fyrir að listinn nái neitt sérstaklega miklum árangri í kosningunum í vor.  Ekki hjálpar frammistaða flokksins í landsmálunum heldur til, þvert á móti mun hún verða borgarstjórnarlistanum til mikilla trafala.

Það vekur einngi athygli, að aðeins 2.656 atkvæði skyldu skila sér í prófkjörinu, en það er innan við helmingur þess fjölda, sem tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi.

Það gefur sterklega til kynna, að Samfylkingin eigi verulega á brattann að sækja um þessar mundir.


mbl.is Átta atkvæði milli Bjarna og Dofra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugnanleg spenna

Íslendingar standa gjörsamlega á öndinni yfir leiknum gegn Frökkum, sem eru bæði Ólimpíu- og heimsmeistarar og ætla sér að bæta Evrópumeistaratitlinum við núna.

Íslenska liðið hefur sannarlega staðið sig eins og hetjur í jöfnum leik og þó staðan sé 16-14 í hálfleik, þá hefur lengst af verið jafnt á öllum tölum og allt getur skeð í seinni hálfleik.

Tapist leikurinn, er það a.m.k. ekki vegna baráttuleysis, því íslenska liðið hefur svo sannarlega sýnt, að það getur unnið hvaða lið sem er, hvort sem það eru heimsmeistarar, eða aðrir.

Annað, stórkostlegt, sem hefur komið út úr þessu móti er, að nú er fædd ný alheimsstjarna í handbolta, Aron, sem hefur staðið sig stjórkostlega og á eftir að verða mesti og besti handboltamaður í heimi.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir erlendra ríkissjóða er helsti vandi Íslendinga

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. þreytast aldrei á að hóta þjóðinni því, að verði kúgunarlögin vegna Icesave ekki verða staðfest hið bráðasta, muni verða erfitt fyrir Íslendinga að fá lán erlendis til uppbygingar hérlendis og framlenginar þeirra gríðarlegu skuldabyrði, sem þega hvílir á ríkissjóði og einkaaðilum.

Þetta er alger fölsun staðreynda, því hvort sem þrælalögin verða samþykkt, eða ekki, mun Íslendingum reynast nánast ómögulegt að fá erlend lán, á viðunandi kjörum, næsta áratuginn.  Það kemur Icesave ekkert við, heldur þeirri staðreynd, að festir ríkissjóðir, a.m.k. á vesturlöndum, eru svo skuldum hlaðnir, eftir bankahrunið, að samkeppnin um lánsfé verður gríðarleg og í þeirri samkeppni munu Íslendingar ekki verða framarlega á viðskiptamannalistum þeirra fjármálafyrirtækja, sem yfirleitt geta lánað eitthvert fé.

Hins vegar munu íslenskir ráðamenn halda áfram að kenna Icesave um eigið getu- og framtaksleysi á öllum sviðum.


mbl.is Skuldir ríkja stærsti vandinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að koma fram eins og menn en ekki gólftuskur

Algerlega er ótrúlegt að fylgjast með því, hvernig ráðmenn þjóðarinnar ræða um framkomu Breta og Hollendinga í viðtölum við erlenda fjölmiðla.  Smjaður og undirlægjuháttur Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J., fær fólk til að roðna af skömm, en Ólafur Ragnar segir þeim nákvæmlega hvað almenningur hugsar.

Hámark ræfildómsins í Jöhönnu var, þegar hún sagði við CNN að tafirnar vegna neitunar á staðfestingu laganna gæti tafið fyrir inngöngu Íslands í ESB og munu þau ummæli hennar ennþá standa inn á vef CNN, henni til skammar og háðungar, enda er íslenska þjóðin algerlega andvíg inngöngu í klúbb, sem hefur Breta, Hollendinga og norðurlöndin innanborðs.

Ólafur Ragnar lætur Brown og Darling heyra það óþvegið í viðtalinu, t.d. með þessu skoti, þegar hann ræddi um viðtal við þá félaga á CNN, þar sem þeir héldu því fram að Ísland væri gjaldþrota:  "Sem var fullkomin þvæla og ekkert annað er fjármálaleg hryðjuverkastarfsemi af þeirra hálfu, að sögn forseta Íslands. „Þetta hafði þau áhrif að fyrirtæki alls staðar í heiminum sem áttu í samskiptum við Ísland, lokuðu fyrir þau."

Íslendingar væru í allt annarri og betri samningsstöðu við Breta og Hollendinga, ef ráðamenn þjóðarinnar kæmu fram eins og menn, en ekki eins og gólftuskur kúgaranna.

 


mbl.is „Það er verið að kúga okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alger niðurlæging

Bretar og Hollendingar hafa kúgað og rassskellt ráðamenn á Íslandi í hálft annað ár og virðast þeir íslensku vera orðnir svo háðir kvölurum sínum, að þeir eru farnir að sækjast í að láta hæða sig og spotta á opinberum vettvangi.

Síðast liðið sumar skrifaði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, auðmjúkt bréf ti forsætisráðherra Breta og Hollendinga og bað um viðtal við þá, væntanlega til að játa þeim hollustu siína, en þeir virtu hana ekki viðlits og svöruðu bréfunum ekki fyrr en eftir marga mánuði, án þess að samþykkja nokkurt samtal við frúna.

Síðan hafa þessir kvalarar íslensku þjóðarinnar ekkert sýnt, nema hortugheit og staðið óhaggaðir við sínar ýtrustu og ólöglegu kröfur um að Íslendingar greiði obbann af sköttum sínum næstu áratugi til þessara erlendu þrælahaldara.  Ekki nóg með að þeir vilji að íslenska ríkið ábyrgist höfuðstól þeirra greiðslna, sem þeir inntu af hendi, umfram lágmarksinnistæðutryggingu, heldur okurvexti að auki.

Steingrímur J., fjármálaráðherralíki, plataði formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með sér á fund í Haag, væntanlega undir því yfirskini, að þrælapískararnir ætluðu að sýna einhverja sanngiri í málinu, en það var öðru nær.  Ferðin var enn ein niðurlæging íslenskra ráðamanna, enda kom ekkert nýtt fram á fundinum.  Eingöngu voru ítrekaðar kröfurnar um greiðslurnar ólöglegu, með okuvöxtunum.

Fram kemur í hollenskum fjölmiðli að:  "Frá sjónarhóli hollenskra stjórnvalda væri tilgangurinn fyrst og fremst að fá skýrslu um stöðuna á Íslandi." 

Sendinefndin var sem sagt kölluð til Haag til þess að gefa Hollendingum skýrslu um stöðuna á Íslandi.

Hvað ætla Íslendingar að láta niðurlægja sig lengi?

Vonandi ekki lengur en fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Þá verða kjósendur að segja NEI, hingað og ekki lengra.


mbl.is Hollendingar gefa sig ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband