Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Allir sekir, nema stjórnendur BYRs?

Fyrrverandi framkvćmdastjóri á rekstrarsviđi Landsbankans var í dag dćmdur af Hérađsdómi í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í bankahruninu, en ađ eigin sögn var millifćrsla af erlendum reikningi bankans upp á 118 milljónir gerđ til ađ bjarga bankanum frá ţví ađ tapa peningunum. Dómurinn féllst ekki á ţessa skýringu og dćmdi ţví framkvćmdastjórann fyrrverandi sekan um fjárdrátt.

Ekki er langt síđan fyrrverandi ráđuneytisstjóri var dćmdur til svipađrar refsingar fyrir ađ hafa nýtt sér innherjaupplýsingar um stöđu Landsbankans og ţví selt hlutabréf sín í bankanum mánuđi fyrir gjaldţrot hans. Ekki félls dómstóllinn á ţćr skýringar ađ ráđuneytisstjórinn hefđi einungis búiđ yfir almennum upplýsingum um stöđu bankanna og dćmdi ţví ráđuneytisstjórann hart, ekki síst vegna ţess ađ um opinberan starfsmann var ađ rćđa.

Fyrir nokkrum dögum voru hins vegar nokkrir stjórnendur Byrs sparisjóđs sýknađir af ákćrum um ađ hafa misnotađ ađstöđu sína til ađ fría sjálfa sig áhćttu af hlutabréfaeign í sparisjóđnum, međ ţví ađ selja bréfin og koma áhćttunni yfir á fyrirtćkiđ sjálft, sem enda tapađi 800 milljónum króna, ađ minnsta kosti, á ţessu braski.

Ţetta verđur ađ teljast merkilegt misrćmi í dómsniđurstöđum.


mbl.is Fundinn sekur um fjárdrátt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ótrúleg misnotkun launakerfis ríkisins

Hvađ eftir annađ er Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra, stađin ađ verki viđ brot á lögum, lagasniđgöngu, ósannsögli og hylmingu gagna ţegar fyrirspurnum er beint til hennar á Alţingi.

Nú síđast gagnrýnir Ríkisendurskođun hana harđlega fyrir ađ leyna upplýsingum um greiđslur fyrir "verktakastarfsemi" starfsmanna Félagsvísindadeildar HÍ í ţágu ríkisstjórnarinnar, en Guđlaugur Ţór Ţórđarson hafđi ítrekađ reynt ađ pína ţessar upplýsingar upp úr Jóhönnu, sem sífellt ţverskallađist viđ ađ veita ţćr.

Afar athyglisvert er ađ lesa eftirfarandi úr athugasemdum Ríkisendurskođunar: "Ríkisendurskođun segir jafnframt ađ bćta ţurfi yfirsýn ráđuneyta um ađkeypta ţjónustu og segir ađ notkun ráđuneyta á launakerfi ríkisins til greiđslu fyrir sérfrćđiţjónustu orki tvímćlis. Núverandi formleysi geri ţađ ađ verkum ađ ekki sé hćgt ađ veita fullnćgjandi upplýsingar um óreglubundnar heildargreiđslur til sérfrćđinga, ţar sem ţeir flokkist sem launţegar í bókhaldi ráđuneyta og á grundvelli upplýsingalaga sé ekki hćgt ađ veita upplýsingar um launagreiđslur ráđuneyta til einstakra starfsmanna."

Svona vinnubrögđ viđ ađ reyna ađ fela raunverulegar verktakagreiđslur sem launagreiđslur í launakerfi ríkisins gera meira en ađ orka tvímćlis, ţćr hljóta nánast ađ flokkast undir bókhalds- og skjalafals í ţeim eina tilgangi ađ fela upplýsingar um greiđslur til verktaka innan um upplýsingar um laun starfsmanna og gera ţar međ erfiđara ađ hafa nokkra heildaryfirsýn yfir greiđslurnar, hvorki launagreiđslur né verktakagreiđslur.

Ţetta er algerlega óásćttanlegar bókhaldsbrellur og tregđa Jóhönnu til upplýsingargjafar um ţessi mál og önnur ađeins enn ein fjöđur í lagabrota- og leyndarhjúpsferil hennar.

Sá ferill ćtti fyrir löngu ađ hafa leitt til afsagnar hennar og reyndar ríkisstjórnarinnar allrar. 


mbl.is Vinnubrögđ gagnrýnd harkalega
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dómstóll götunnar og fjölmiđla dćmir án nokkurra málsgagna

Dómstóll götunnar og fjölmiđla var ekki lengi ađ dćma sýslumanninn á Selfossi til opinberrar hýđingar, embćttis- og ćrumissis, ásamt ćvilangrar útskúfunar úr samfélagi manna, fyrir ađ úrskurđa barnaníđing ekki í gćsluvarđhald á međan ađ á rannsókn misgjörđa hans fór fram.  Sýslumađurinn lét ţetta yfir sig ganga ţangađ til í dag, enda skipta málsbćtur, eđa málsástćđur yfirleitt, dómstól götunnar og fjölmiđla aldrei nokkru einasta máli.

Loksins í dag, eftir ađ Hérađsdómur og Hćstiréttur hafa fjallađ um máliđ, sendi sýslumannsembćttiđ frá sér skýringar á málinu og segir í ţeim m.a:  "Settur saksóknari kaus ađ lýsa ţví, viđ flutning kröfunnar fyrir Hérađsdómi Suđurlands, sem mistökum Lögreglustjórans á Selfossi ađ hafa ekki gert kröfu um gćslu yfir meintum geranda. Ţetta gerir saksóknarinn vitandi vits ađ óformleg samskipti höfđu fariđ fram milli embćttanna um mögulega gćsluvarđhaldskröfu bćđi viđ upphaf máls, ţegar upplýsingar um myndefniđ lágu fyrir og viđ ábendingar barnaverndarnefndar Vestmanneyja í mars s.l. Niđurstađa ţeirra samskipta var samdóma álit um ađ ekki skyldi krefjast gćsluvarđhalds. Ábyrgđin á ţeirri ákvörđun er hinsvegar lögreglustjórans."

Ţessar og ađrar skýringar og athugasemdir sýslumannsembćttisins munu auđvitađ engu máli skipta héđan af, ţví dómstóll götunnar og fjölmiđla hefur ţegar kveđiđ upp sinn dóm og honum er ekki hćgt ađ áfrýđja til neins ćđra dómstigs og sama hve vitlausir og fljótfćrnislegir dómar eru kveđnir upp af ţessum ađilum, ţá viđurkenna ţeir aldrei nein mistök og ţeir sem nánast líflátsdóma hljóta frá ţeim eiga sér ţví yfirleitt engrar uppreisnar von.

Réttlát málsmeđferđ er óţekkt hugtak hjá dómstóli götunnar og fjölmiđla. 


mbl.is Fagnar stađfestingu Hćstaréttar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svona gerast hrossakaupin í ESB

Íslenskir ESBfíklar nota oft sem eina af sínum röksemdum fyrir ţví ađ Ísland verđi gert ađ útrárahreppi í vćntanlegu stórríki ESB, ađ innan sambandsins sé lýđrćđiđ svo kristaltćrt og litlu ríkin ráđi í raun öllu sem ţau vilja, enda séu stóru ríkin einstaklega aumingjagóđ og komi fram af blíđu og ástúđ gagnvart lítilmagnanum.

Ţessu viđhorfi ESBríkja hafa Íslendingar reyndar kynnst oftar en einu sinni, nú síđast í deilunni um ţađ, hvort almenningur í landinu skyldi seldur í skattalegan ţrćldóm í ţágu Breta og Hollendinga vegna skulda Landsbankans. Tillögur hafa reyndar veriđ samţykktar og koma til framkvćmda fljótlega, um minnkađ vćgi smáríkja innan vćntanlegs stórríkis, en slíkir smámunir flćkjast ekki fyrir ESBelskendum, frekar en ađ annar sannleikur sé látinn skemma góđan innlimunaráróđur.

Nú stendur fyrir dyrum ađ tilkynna um ráđningu nýs yfirmanns Seđlabanka Evrópu og mun einhugur vera um ráđningu Mario Draghi, núverandi seđlabankastjóar Ítalíu, í stöđuna. Viđ ţá ráđningu kemur berlega í ljós hvernig hrossakaupin ganga fyrir sig á ESBeyrinni, og kristallast í ţessari setningu fréttarinnar: "Frakkar komu í veg fyrir ađ skipun Draghi yrđi kunngerđ í gćr ţrátt fyrir ađ ţeir styđji ráđningu Draghi ţar sem ţeir vilja tryggja sér sćti í framkvćmdastjórn Seđlabankans í stađinn fyrir stuđninginn."

Ţetta er enn ein stađfestingin á spillingunni og hrossakaupunum sem grassera innan ESB og grúppíur sambandsins hér á landi vilja endilega fá ađ taka ţátt í af fullum krafti. 

 


mbl.is Gengiđ frá ráđningu Draghi í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Selja bílana, segir Steingrímur J.

Steingrímur J. sagđi í Kastljósi í kvöld ađ ekki stćđi til ađ lćkka skatta og gjöld hins opinbera á eldsneyti, enda ćtti ţađ ađ vera dýrt og ef eitthvađ yrđi gert á annađ borđ, ţá yrđi skattabrjálćđinu beitt af enn meiri krafti en hingađ til.

Ţegar Steingrími var bent á ađ "venjulegir" Íslendingar hefđu ekki lengur efni á ađ ferđast um landiđ á bílum sínum, sagđi hann ađ nú ćttu allir ađ selja bílana sína og kaupa sér sparneytnari ökutćki. Ţađ sagđi hann ađ vćri öllum í hag, bćđi bíleigandanum sjálfum og andrúmsloftinu, enda menguđu slíkir bílar minna en eldsneytishákarnir sem ţeir "venjulegu" keyra um á núna.

Steingrímur J. ţyrfti ţó ađ svara ţessari einföldu spurningu: Hver á ađ kaupa gömlu bílana, ţegar ALLIR skipta yfir í ţá sparneytnu?


mbl.is 70% dýrara ađ keyra hringinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Atvinnubótavinna hjá hinu opinbera?

Orkuveita Reykjavíkur ćtlar ađ fćkka starfsfólki um 20% á nćstu fimm árum án ţess ađ skerđa ţjónustu viđ almenning. Ef ţetta er hćgt, hlýtur sú spurning ađ vakna hvort fyrirtćkiđ hafi veriđ svona gífurlega ofmannađ undanfarin ár og fimmti hver starfsmađur hafi í raun veriđ óţarfur.

Sé ţađ svo, ađ ţetta sé raunin hjá OR, hlýtur ţađ ađ leiđa hugann ađ ţví hvort sama sé uppi á tengingnum hjá öđrum opinberum fyrirtćkjum og stofnunum, bćđi hjá ríki og sveitarfélögum. Getur ţađ veriđ ađ allt ađ fimmti hver starfsmađur hjá opinberum ađilum sé nánast eingöngu í ţví ađ flćkjast fyrir hinum fjórum, sem raunverulega eru ađ vinna?

Ef hćgt vćri ađ fćkka starfsfólki hjá opinberum ađilum um 20%, án ţess ađ ţjónusta skertist, myndu ţúsundir missa "vinnuna" og bćtast á atvinnuleysisskrána, ţví ekki eru nokkrar líjur á ađ almenni vinnumarkađurinn verđi í stakk búinn til ţess ađ skapa störf fyrir allan ţann fjölda í viđbót viđ ţá 14.000 sem nú eru á atvinnuleysisskrá.

Ţessar fréttir af OR gefa til kynna ađ mikiđ sé um duliđ atvinnuleysi í landinu og ađ ríki og sveitarfélög haldi uppi atvinnubótavinnu fyrir stóran hóp fólks, sem í raun ćtti ađ vera á atvinnuleysisbótum.


mbl.is Fćkkun starfa og eignasala
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hćgfara dauđi, eđa skjótur?

Allir ađrir en íslenska ríkisstjórnin hafa miklar og vaxandi áhyggjur af ţróun mála innan ESB og ţá ekki síst innan evrusvćđisins, en nú ţegar er ţriđjungur ríkjanna innan myntbandalagsins í verulegum efnahagsvanda.

Vandamál ESB og evrunnar voru til umrćđu á breska ţinginu og kröfđust ţingmenn svara fjármálaráđherrans viđ ţeirri spurningu, til hvađa ráđa ríkisstjórnin hefđi gripiđ vegna ţessa, en breskir bankar hafa ţegar flutt gríđarlegar upphćđir út af evrusvćđinu vegna fyrirsjáanlegra endaloka evrunnar.

Samkvćmt fréttinni sagđi Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráđherra Verkamannaflokksins m.a: "Í stađ ţess ađ fela okkur á bak viđ ţćgilegt orđalag og innantóm orđ um ađ viđ ćttum ekki ađ vera međ vangaveltur um máliđ ćttum viđ ađ viđurkenna ađ ţetta evrusvćđi geti ekki lifađ af. Ţar sem evran eins og viđ ţekkjum hana mun hrynja, er ţá ekki betra ađ ţađ gangi hratt fyrir sig en ađ hún deyji hćgum dauđdaga?"

Össur Skarphéđinsson, utanríkisráđherra Íslands og félagi í Verkamannaflokki Bretlands, virđist alls ekki skilja ţađ sem leiđtogar hans og fyrirmyndir í Bretlandi hafa miklar áhyggjur af, enda gríđarleg vandamál framundan, sem skapast munu viđ upplausn evrunnar og ţađ bankahrun sem fylgja mun í kjölfariđ.

Hvađ er íslenska ríkisstjórnin ađ gera til ađ vera viđbúin ţeim efnahagshamförum sem endalok evrunnar mun hafa í för međ sér? 


mbl.is Búa sig undir ađ evrusvćđiđ sundrist
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Siđlausir Vinstri grćnir

Tveir ţriđju hlutar ţjóđarinnar fordćma siđleysi ţeirra ţingmanna sem samţykktu ađ stefna Geir H. Haarde, einum ráđherra, fyrir landsdóm, vćntanlega til ađ svara til saka fyrir misgjörđir banka- og útrásargengja í ađdraganda hrunsins.

Í skođanakönnuninni kom í ljós ađ meirihluti stuđningsmanna allra flokka, annarra en VG, fordćma ţennan gjörning ţingmannanna, en mikill meirihluti stuđningsmanna VG styđur hins vegar ţessa pólitísku atlögu ađ ráđherranum fyrrverandi.

Ţessi könnun vekur upp ţá spurningu hvort kjósendur VG séu siđblindari en annađ fólk.


mbl.is „Keisarinn er í engum fötum“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pantađar skattahćkkatillögur frá AGS

Sú var tíđ, ţ.e. áđur en "fyrsta hreina og tćra vinstri velferđarstjórnin" var mynduđ, ađ Steingrímur J. líkti samstarfinu viđ Alţjóđa gjaldeyrissjóđinn nánast viđ landráđ og sagđi ţađ myndi verđa sitt fyrsta verk, kćmist hann í ríkisstjórna, ađ rifta öllu samstarfi viđ sjóđinn um leiđ og hann segđi Bretum og Hollendingum ađ éta ţađ sem úti frysi vegna Icesave, enda vćru ţađ engu minni landráđ ađ ćtla ađ láta kúga sig til samninga vegna ţeirrar kröfu, sem Steingrímur sagđi réttilega, ađ ţjóđinni kćmi ekkert viđ.

Eitt fyrsta verk Steingríms J. eftir ađ hann komst svo í stjórn var ađ senda vini sína og lćrimeistara, Svavar Gestsson og Indriđa H. Ţorláksson, til "samningaviđrćđna" viđ Bretana og Hollendingana, en ţeir nenntu ađ vísu ekki ađ hafa máliđ hangandi yfir sér og samţykktu ţví allar ýtrustu fjárkúgunarkröfur hinna erlendu efnahagskúgara og fannst alveg sjálfsagt ađ selja Íslendinga í skattalegan ţrćldóm til margra ára, vegna krafna sem ţeim komu ekki viđ.

Núorđiđ og nćst á efir Bretum og Hollendingum hefur AGS veriđ í mestu uppáhaldi hjá Steingrími J., enda fór hann ţess sérstaklega á leit viđ sjóđinn, ađ sérfrćđingar hans, vćntanlega í samráđi viđ Indriđa H., legđu fram hugmyndir um allar ţćr skattahćkkanir sem ţeim gćti dottiđ í hug, svo hćgt vćri ađ leggja á nýja og fjölbreyttari álögur á Íslendinga, en jafnvel Vinstri grćnum gćti dottiđ í hug.

Nú liggja ţessar pöntuđu skattahćkkanahugmyndir fyrir og Steingrímur J. fagnar ákaft og bođar "heildarendurskođun skattkerfisins".

Óhug setur ađ almenningi viđ slíkar hótanir úr ranni "velferđarstjórnarinnar".


mbl.is Matarskattur til skođunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jón Gnarr og Besti hafa runniđ sitt skeiđ

Besti flokkurinn kom nýr inn í stjórnmálabaráttuna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra og fékk ótrúlega mikiđ fylgi, eđa um 34%, enda kraumađi mikil ólga í ţjóđfélaginu eftir útrásar- og bankahruniđ og kjósendur vildu refsa "gömlu" stjórnmálaflokkunum međ ţví ađ greiđa ţessum nýja flokki og grínistanum sem leiddi hann atkvćđi sitt.

Besti flokkurinn myndađi meirihluta í borgarstjórn međ Samfylkingunni, sem beđiđ hafđi algert afhrođ í kosningunum og samţykkti ţví hvađ sem var til ađ komast í meirihlutasamstarf, ţar á međal ađ Jón Gnarr fengi borgarstjórastólinn í sinn hlut.

Nánast strax kom í ljós ađ góđur grínisti er ekki ţađ sama og góđur borgarstjóri, enda sýndi ţađ sig ađ hann réđ alls ekki viđ starfiđ og eftir ađ hafa gefist upp á ţeirri hugmynd sinni ađ fjölga borgarstjórunum í tvo, kom hann flestum verkefnum borgarstjóra yfir á embćttismenn, ađallega skrifstofustjóra borgarinnar, en hefur síđan ađallega fengist viđ ađ skemmta sjálfum sér og félögum sínum í meirihlutanum.

Skođanakönnun Capacent sýnir ađ fylgiđ er algerlega hruniđ af Besta flokknum og ađeins 17% Reykvíkinga treysta Jóni Gnarr sem borgarstjóra, en 50,5% telja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur best fallna til ađ gegna embćttinu.

Ţetta fylgishrun á ađeins einu ári hlýtur ađ vera nánast einsdćmi í stjórnmálasögunni og ţađ ţó víđar vćri leitađ en einungis hér á landi.


mbl.is Hanna Birna nýtur mest trausts
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband