Siðlausir Vinstri grænir

Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar fordæma siðleysi þeirra þingmanna sem samþykktu að stefna Geir H. Haarde, einum ráðherra, fyrir landsdóm, væntanlega til að svara til saka fyrir misgjörðir banka- og útrásargengja í aðdraganda hrunsins.

Í skoðanakönnuninni kom í ljós að meirihluti stuðningsmanna allra flokka, annarra en VG, fordæma þennan gjörning þingmannanna, en mikill meirihluti stuðningsmanna VG styður hins vegar þessa pólitísku atlögu að ráðherranum fyrrverandi.

Þessi könnun vekur upp þá spurningu hvort kjósendur VG séu siðblindari en annað fólk.


mbl.is „Keisarinn er í engum fötum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Axel Jóhann !

Ég hygg; að vart verði greindur munur á - siðspillingu þeirra; sem og þinna flokks félaga, í ljósi allra þeirra hryðjuverka, sem D- og V listar bera meginábyrgð á, auk hinna 2a, ágæti drengur.

Enginn er; munurinn á ''Sjálfstæðisflokki'' og ''Vinstri hreyfingu - grænu fram boði'', þegar skemmdarverk þessarra flokka eru skoðuð, nánar.

Þig tjóar lítt; að hrópa Úlfur, úlfur - verandi mitt, í einni hjörðinni, Axel Jóhann.

En; vitaskuld lýsir það bezt, lágkúru og siðblindu okkar samfélags, að Geir H. Haarde skuli EINN; allra sinna bekkjar nauta, sitja fyrir Landsdómi, svo kölluðum.

Með kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 20:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, þú er væntanlega að gefa í skyn með þessari athugasemd, að enginn sé góður, heiðarlegur, óspilltur og siðlegur, nema Hvítliðar, ef þeir eru þá einhverjir til auk þín sjálfs.

Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2011 kl. 21:48

3 identicon

Sæll; á ný, Axel Jóhann !

Rétt; til getið, hjá þér - sem vænta mátti.

Enda; er arfur Riddarareglna Miðalda, snar þáttur, í  lífi og störfum allra sannra Hvítliða, ágæti drengur.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 22:20

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Axel J. !

    Það er nú mat mitt , að ekki einvörðungu fjórmenningana hefði átt að ákæra - heldur alla Hrunstjórnina eins og leggur sig , og þau þeirra er sátu í Þjóðarleikhúsinu , er ákæran fæddist átti að láta stíga til hliðar LAUNALAUST , en hið íslenska pólitíska siðferði leifir ekki slíkt að SJÁLFSÖGÐU , því miður . Þar að auki átti að ávíta leikara Þjóðarleikhússins að lúta svo lágt í siðgæðinu að ákveða um ákærur í þessu máli , sem þau voru 100% vanhæf að fjalla um , enda útkoman eftir því , en enginn "vinnur" sín verk betur en heili viðkomada leifir .

Hörður B Hjartarson, 22.6.2011 kl. 23:50

5 identicon

Þessi málatilbúnaður gegn Geir er náttúrulega hneyksli og þjónar engum tilgangi. Því miður hafa stórfelld mistök verið gerð bæði fyrir og ekki minst eftir hrun. þessi ráðlausa stjórn sem nú situr virðast lifa á hatri og það eina sem sameinar þá er að vera á móti Sjálfstæðisflokknum.

Gunnr (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband