Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2020

Er bjartsýnin of mikil vegna bóluefna?

Um leiđ og fréttir tóku ađ berast af ţví ađ prófanir bóluefna gegn coronaveirunni vćru jákvćđar og virtust gefa mikla virkni, allt upp í 95%, fór bjartsýnisstraumur um heimsbyggđina og fólk fór ađ trúa ţví ađ nú sći fyrir endann á faraldrinum.

Hlutabréfavísitölur í kauphöllum heimsins hćkkuđu í kjölfariđ og almenningur fagnađi fréttunum innilega, enda orđinn langţreyttur á samkomubanni, sóttkví og öđrum ţeim takmörkunum sem baráttan viđ veiruna hefur haft í för međ sér.

Eitt lyfjafyrirtćkjanna, AstraZeneca, sem miklar vonir voru bundnar viđ hefur nú gefiđ út ađ mikil mistök hafi veriđ gerđ viđ prófun bóluefnis ţess og ţví sé allt í óvissu um virkni efnisins til langs tíma, eđa hvort ţađ muni hljóta samykki eftirlitsađila, eđa eins og segir í fréttinni:  "Uggvćn­leg­asta stađreynd­in er sú ađ rann­sak­end­ur AstraZeneca og Oxford-há­skóla segj­ast ekki sjálf­ir skilja ţetta ţversagna­kennda mis­rćmi."

Á sama tíma og bjartsýnin og eftirvćntingin vegna bóluefnanna er mikil er uppgangur veirunnar ađ sama skapi mikill um allan heim og ekkert lát á faraldrinum.  Hér á landi hefur baráttan gengiđ vel međ ströngum sóttvörnum, en eins og útlitiđ er núna gćti faraldurinn jafnvel verđiđ á uppleiđ aftur og ef svo fćri er útlit fyrir ađ jólagleđi landsmanna verđi lítil.

Jafnvel ţó ađ bóluefnaframleiđsla kćmist á fullan skriđ öđru hvoru megin viđ áramótin eru litlar líkur á ađ hćgt yrđir ađ byrja bólusetningar ađ ráđi hér á landi fyrr en í fyrsta lagi í febrúar eđa mars og ţá yrđi byrjađ á heilbrigđisstarfsfólki, eldri borgurum og öđrum ţeim sem teljast vera í viđkvćmum hópum.

Bólusetja ţarf tvisvar gegn veirunni, ţannig ađ ţrjár vikur líđi frá fyrri sprautunni til ţeirrar seinni og síđan ţarf ađ líđa vika áđur en full virkni nćst.  Heill mánuđur mun ţví líđa frá ţví ađ bólusetning hefst og ţar til virkni er náđ, en ekkert hefur komiđ fram ennţá um hvernig stađfest verđur hvort sá bólusetti sé orđinn ónćmur fyrir veirunni.

Hvernig sem allt veltist í ţessu efni verđur komiđ fram á mitt ár, eđa jafnvel haust, áđur en hjarđónćmi verđur náđ í landinu, en sigur verđur ţó ekki unninn í baráttunni viđ veiruna fyrr en sama árangri verđur náđ í öllum löndum veraldar og ţađ mun örugglega ekki nást á nsta ári.


mbl.is Viđurkenna mistök viđ bóluefnaţróun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stökkbreytt veira ćtti ađ vekja mikinn ugg

Fyrir u.ţ.b. ellefu mánuđum barst stökkbreyttur kórónuvírus úr beltisdýri (?) yfir í einn kínverja og út frá honum hafa síđan smitast meira en 49 milljónir manna og rúmlega 1,2 milljónir látist af völdum óvćrunnar.

Ţessi gríđarlega útbreiđsla hefur orđiđ ţrátt fyrir ađ flestar ţjóđir hafi barist af öllum mćtti gegn henni og ţar međ vćntanlega tekist ađ fćkka dauđsföllum svo um munar, ţó flestum ţyki meira en nóg um ţann fjölda látinna sem falliđ hefur í valinn fyrir ţessum skćđa óvini.

Stríđiđ viđ veirunaa hefur einnig haft alvarlegar afleiđingar fyrir efnahagslíf heimsins og sér ekki ennţá hvernig ţau mál fara ađ lokum, ţví óvíst er hvađa fyrirtćki muni lifa af og hve margir munu missa atvinnu sína vegna ţess til skemmri eđa lengri tíma.

Nú berast ţćr skelfilegu fréttir ađ veiran hafi tekiđ annan snúnig í Danmörku, ţ.e. smitast frá manni í mink og ţar hafi hún stökkbreyst og smitast til baka yfir í fólk. Engin ástćđa er til ađ reikna međ ađ ţetta nýja afbrigđi veirunnar sé minna smitandi eđa hćttulegt en eldra afbrigđiđ og ţví gćti allt ţađ bóluefni sem unniđ hefur veriđ ađ undanfariđ ár orđiđ gagnslaust og ţar međ ţurft ađ byrja alla varnarbaráttu gegn ţessum óvini upp á nýtt og ţjóđir heimsins standi í sömu sporum í varnarbaráttunni og ţćr voru í upphafi faraldursins.

Fréttin af ţessari nýju stökkbreyttu útgáfu kórónuveirunnar virđist falla í skuggann af kosningaúrslitunum í Bandaríkjunum, sem alls ekki eru merkileg í samanburđi enda verđa afleiđingar af völdum veirunnar margfaldar á viđ ţau áhrif sem sigurvegari kosninganna kemur til međ ađ hafa.


mbl.is „Ţađ er langt í land“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband