Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2018

Lífeyrismálin verður að laga strax

Margir eldri borgarar hafa engar tekjur aðrar en þær sem naumt eru skammtaðar frá Tryggingastofnun ríkisins og enn fleiri hafa lágar lífeyrissjóðstekjur, sem verða svo til þess að smánarupphæðin frá Tryggingastofnun er skert. 

Þannig eru tekjurnar frá lífeyrissjóðunum í mörgum tilfellum nánast gerðar upptækar af ríkissjóði og í öllum tilfellum græðir fólk sáralítið á því að greiða til lífeyrissjóðanna alla sína starfsæfi.

Um síðustu áramót var skerðingarmark atvinnutekna hækkað í eitthundrað þúsund á mánuði, þ.e. eldri borgarar fá ekki skerðingu á tekjunum frá Tryggingastofnun vegna fyrstu hundrað þúsund krónua vinnutekna sinna og er það að sjálfsögðu heilmikil réttarbót fyrir þá sem ennþá eru á vinnumarkaði.

Ekki er nema tiltölulega lítill hópur fólks á launum frá Tryggingastofnun eða lífeyrissjóðum á vinnumarkaði og á því eru auðvitað ýmsar skýringar, svo sem heilsuleysi, áhugaleysi vinnuveitenda á því að hafa eldri borgara í vinnu og svo vilja margir njóta elliáranna í rólegheitum með sjálfum sér, maka sínum, ættingjum og vinum.

Næsta skref varðandi greiðslur frá Tryggingastofnun er að sjálfsögðu að hækka allar grunngreiðslur þannig að þeir sem ekki hafa aðrar tekjur geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að neita sér um alla hluti og jafnvel svelta síðustu daga hvers mánaðar.

Samhliða því þarf auðvitað að setja eitthundrað þúsund króna tekjumark, án skerðinga, á allar lífeyristekjur því ekki stenst að gera upp á milli fólks eftir tegund þeirra tekna sem það hefur sér til framfærslu. 

Tekjur frá lífeyrissjóðm eiga að vera jafnsettar gagnvart Tryggingastofnun og atvinnutekjur, enda óvíst að annað standist jafnréttisákvæði stjórnarskrár.


mbl.is Eldri borgarar bíða réttlætis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband