Bragð er að þá barnið finnur

Framundan er kjör forseta ráðherraráðs ESB, þegar öll ríkin hafa samþykkt Lissabonsáttmálann og hefur Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, helst verið talinn líklegur í embættið.

Nú eru hins vegar að kom upp raddir, sem vilja annan í embættið og er þá helst rætt um forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean-Claude Juncker.  Sérstaka athygli vekur, að hann er helst tilnefndur, vegna þess að hann er frá smáríki innan ESB.

Merkilegast er að formaður þingflokks Frjálsra demókrata í Þýskalandi, segir að þingmenn flokksins vilji frekar að stjórnmálamaður frá litlu landi verði fyrir valinu þar sem stóru ríkin séu of valdamikil innan Evrópusambandsins.

Þegar stjórnmálamaður í forysturíki ESB gerir sér grein fyrir valdaójafnvæginu innan sambandsins, mætti ætla, að aðrir sæju það líka.

Svo er þó ekki um Samfylkinguna. 

Hún heldur að hún muni koma til með að stjórna öllu, sem henni sýnist innan ESB, eftir að hún verður búin að véla þjóðina inn í ESB.


mbl.is Vilja frekar mann frá smáríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband