Enn skammar ASÍ ríkisstjórnina

Enn koma harðorðar skammir frá ASÍ vegna aðkomu ríkisstjórnarinnar að stöðugleikasáttmálanum, sem hún hafði þó sjálf skrifað undir þann 25. júní s.l., en síðan svikið meira og minna.

Í fréttinni er þetta haft eftir forseta ASÍ:  "„Ég hélt að vegna tímanauðar, fjarveru ráðherra og kjördæmisdaga  hefðu menn sammælst um að kæla þetta og setjast að viðræðum eftir helgina. Ég verð að viðurkenna að það kom mér í opna skjöldu að ríkisstjórnin sendi þetta frá sér í dag og loki málinu. Það er ágreiningur af hálfu ASÍ og SA um þetta. Við teljum þetta ekki grunn til að byggja samstarf á,“ sagði Gylfi."

Alþýðusambandið telur ríkisstjórnina tæplega viðræðuhæfa, eða marktæka, samkvæmt þessum orðum forsetans.

Stjórnarandstaðan á Alþingi kemst ekki í hálfkvisti við ASÍ í gagnrýni á stjórnun landsins.

Skyldi Samfylkingunni ekki vera farið að líða illa í ríkisstjórn, þegar baklandið er komið í harða stjórnarandstöðu?

 


mbl.is Yfirlýsingin kom ASÍ á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband