Fimm flokka stjórn væri óstarfhæf og sjö flokka stjórn algert grín

Það verður að teljast furðulegt að Katrín Jakobsdóttir skuli láta sér detta í hug að nefna "þjóðstjórn" núna í blússandi góðæri, en eina dæmið um slíka stjórn er frá því að seinni heimsstyrjöldin var yfirvofandi, sem olli ótta við þá óáran og upplausn sem slíkar hörmungar myndu valda.

Um þá "þjóðstjórn" segir Wikipedia:  "Á Íslandi hefur einu sinni verið mynduð þjóðstjórn, Þjóðstjórnin þann 17. apríl 1939, með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Hermanns Jónassonar. Ástæðan var yfirvofandi styrjöld í Evrópu."  Stjórnin sú var sem sagt þriggja flokka stjórn, en nú eiga sjö flokkar fulltrúa á Alþingi og auðvelt að gera sér í hugarlund að útilokað sé að þeir geti orðið sammála um hvernig eigi að stjórna í góðærinu sem nú ríkir, sem auðvitað eru þveröfugar aðstæður og voru fyrir hendi árið 1939.

Viðræður um fimm flokka stjórn sem átti að verða undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna rann út í sandinn vegna þess að ekki náðist samkomulag milli þeirra um grundvallarmál.  Nú vilja Píratar koma viðræðum þessara flokka á aftur undir forystu Birgittu Jónsdóttur, sem hlýtur þá að vera hugsuð sem forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn.

Ekki þarf að velkjast í nokkrum vafa um að slík fimm flokka stjórn gæti aldrei orðið langlíf, hvort sem hún yrði undir fosæti VG eða Pírata, enda engar líkur á að samstaða yrði mikil milli þessa fjölflokka stjórarviðundurs og hvað þá að það myndi endast heilt kjörtímabil.

Eina leiðin til að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu við núverandi skipan á þingi er að Sjálfstæðisflokkur, VG og Björt framtíð komi sér saman um helstu mál sem brýnt er að afgreiða og komi einhver brestur í samstarfið á kjörtímabilinu, yrði umsvifalaust boðað til kosninga í von um skarpari skilaboð kjósenda um ríkisstjórnarmyndun.

Til þess að svo geti orðið þarf Björt framtíð að ákveða hvort hún er raunverulegur stjórnmálaflokkur eða peð í pólitísku tafli Heiðu Helgadóttur, sem virðist stjórna bæði Bjartri framtíð og Viðreisn bak við tjöldin.


mbl.is Hugsanlega þörf á þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband