Írar kjósa og kjósa svo aftur og aftur, ef með þarf

Írsk stjórnvöld eru byrjuð að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðlu um nýjan "sáttmála" ESB um enn meira fullveldisafsal aðildarríkjanna og framsal fjárræðis ríkjanna til kommisaranna í Brussel, sem aftur lúta beinni stjórn Merkels og Sarkozys.  

Samkvæmt tilskipun Sarkels samþykktu forystumenn allra aðildarríkjanna, nema Bretlands, að fela Brussel meira af fullveldi sínu og fjárræði, með þeim málamyndafyrirvara að þjóðþingin gæfu samþykki sitt. Í tilfelli Írlands er það stjórnarskrárbundið að fullveldi landsins verði ekki skert, nema slíkt fáist samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Reynslan hefur sýnt að engu máli skiptir fyrir Íra, eða aðra, að hafna slíkum breytingum á stofnsáttmála ESB, því atkvæðagreiðslur eru einfaldlega endurteknar þangað til niðurstaða fæst sem Sarkel sættir sig við. Það sem hinsvegar er stórmerkilegt við "sáttmálann" sem Sarkel lét forystumenn aðildarþjóðanna samþykkja er, að ekki er ennþá búið að semja texta "sáttmálans" sem á að samþykkja á þjóðþingunum eða í þjóðaratkvæðagreiðsum.

Þetta sést vel af eftirfarandi setningu í fréttinni: "Ekki hefur enn verið gengið endanlega frá innihaldi hins nýja sáttmála en búist er við að það verði gert og hann kynntur leiðtogum ríkja Evrópusambandsins á næstu dögum."

Hvernig er hægt að samþykkja "sáttmála" sem ekki hefur ennþá verið skrifaður? 


mbl.is Írar undirbúa sig fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Minnir á ákveðinn Icesave-samning (Svavarssamning) sem enginn mátti sjá en þingmenn áttu samt að samþykkja.

Þetta er í anda nútíma Evrópskra stjórnmála, þar sem "allt er upp á borðinu"

Mér hugnast ekki þessi misnotkun á því hugtaki og þessi nýju vinnubrögð stjórnmálamanna.

Jón Óskarsson, 29.12.2011 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband