Ráðherralaun hækka, lífeyrir lækkar

Ráðherrum, þingmönnum og öðrum sem málið varðar er hjartanlega óskað til hamingju með þá ríkulegu jólagjöf sem Kjararáð færir þeim um þessi jól.

Því miður eru ráðherrarnir og þingmennirnir ekki jafn rausnalegir þegar kemur að útdeilingu jólasendinga sinna til elli- og örorkulífeyrisþega og annarra þeirra sem þurfa að treysta á þessa aðila vegna framfærslu sinnar, en þeim er aðeins ætluð 3,5% hækkun síns framfærslueyris, þrátt fyrir undirritaða samninga ráðherranna við verkalýðshreyfinguna um 6,5% hækkun.

Í tilefni af þessum ríflega jólabónus ættu stjórnvöld að sjá sóma sinn í að "draga til baka launalækkanir þeirra" sem undir þau heyra með lífsviðurværi.


mbl.is Launalækkun dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ráðherrum, þingmönnum og öðrum sem málið varðar" óska ég mátulegra jóla og ekki vil ég að þeir gleðjist meir en efni standa til. Þeirra verk gagnvart lífeyris- og örorkufólki, því verður ekki gleymt fyrir næstu kosningar!! Þetta helv...pakk mætti mín vegna hafa eins dapur jól, eins og hugmyndaflug mitt getur hugsað sér. En það get ég sett á prent...

En ég sendi mínar bestu jóla og nýárskveðjur til Örorku- og ellilífeyrisþega Íslands. Vonum bara að þessi svikamylla sem við köllum "ríkisstjórn" fari frá sem allra fyrst.

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 17:48

2 identicon

Ahugið: málsgrein átti að hljóða þannig: En það get ég "ekki" sett á prent.Lifið heil.

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 17:51

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Þessi afturvirka breyting er einhver kaldasta vatnsgusa framan í almenning í landinu sem komið hefur frá núverandi stjórnvöldum og eru þau þó búin að ausa yfir okkur nógu hingað til.

Ég legg til að einhverjir talnaglöggir (ekki þýðir að vonast eftir frétta- og blaðamenn geri það) leggist yfir þessar tölur og reikni út hvað þessar þriggja mánaða afturvirku aukalegu kauphækkanir ráðherra, alþingismanna og ýmist embættismanna kostar ríkissjóð og stofnanir ríkisins í launum og launatengdum gjöldum.

Það mætti eflaust gera ýmislegt gagnlegt fyrir þá fjárhæð.

Jón Óskarsson, 24.12.2011 kl. 01:30

4 identicon

Sæll.

Er þetta virkilega eina bommertan sem Kjararáð hefur gert? Nei, það gerir bommertur reglulega.

@JÓ: Athyglisverð tillaga. Vil vekja athygli á því að þingmenn hér eru ca. 5 sinnum fleiri per íbúa en á Norðurlöndunum. Samt þurfa þeir 77 aðstoðarmenn. Hvernig stendur á því? Hér viðgengst hrikaleg sóun á fjármunum í stjórnsýslunni.  

Helgi (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband