Örlagadagur í lífi Reykvíkinga

 

Kosningarétturinn er helgur og hverjum manni dýrmætur í lýðræðisríki.  Að hafa kosningar í flimtingum er alvarleg atlaga að lýðræðinu og hreint skemmdarverk, að breyta þeim í leikhús fáránleikans í anda Dario Fo, sem líklegt er að margir muni ekki eftir og geri sér því ekki grein fyrir samlíkingunni.

Hér á blogginu og víðar hefur mátt lesa endalaust stagl um að allir stjórnmálamenn séu nautheimskir glæpamenn, stjórnmálflokkarnir séu bófaflokkar og kjósendur með hugsjónir og sterkar lífsskoðanir séu ekkert annað en heimskir viðhlæjendur, en slíkt stagl er ekki til marks um neitt nema vanþroska og hittir engan fyrir, nema staglarann sjálfan.

Ekki örlar á neinni málefnalegri umræðu, t.d. frá væntanlegum kjósendum "Besta"brandarans, öll kosningabaráttan er rekin með svívirðingum og óhróðri um aðra frambjóðendur og þá kjósendur, sem hafa sterkar lífsskoðanir og fylgja þeim í einlægri von um bætt þjóðfélag og betra líf í landinu.  Fólk með alvöru skoðanir á þjóðmálum og heilbrigða sjálfsvirðingu, leyfir sér ekki að misvirða kosningaréttinn með fíflagangi og skítmokstri yfir allt og alla.

í dag mun koma í ljós, hvort festa og styrk stjórn verður áfram við völd í Reykjavík, eða hvort stefnir í fjögurra ára glundroða og vandræðagang með sameiginleg hagsmunamál borgarbúa.

X við D tryggir stöðugleika og að Reykvíkingar geti áfram unnið saman, stétt með stétt.

Í dag móta Reykvíkingar sjálfir sína framtíðarsýn um þá borg sem þeir vilja búa og starfa í.


mbl.is Sveitarstjórnakosningar hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í dag gefst Reykvíkingum einstakt tækifæri til að gefa fjórflokknum og strengjabrúðum hans frí svo þeir geti farið í að hreinsa almennilega út hjá sér og hugsa sín mál. Setjum þvi X við Æ og hjálpum til við hreinsunarstarfið!

Bergur (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 14:28

2 identicon

Tek undir með þér Axel, ég tel að Hanna Birna hafi haft góða stjórn á borginni, þó svo að ég sé ekki sammála henni í öllum málum, þá tel ég að hún sé mjög heilsteypt, ákveðin og sanngjörn.

Jón Gnarr hefur hagað sér þannig í kosningarbaráttunni að varla er hægt að taka mikið mark á honum, en hann hefur látið ýmislegt flakka, eins og gjaldhlið á Seltjarnarnesið, ísbjörn, einkabílstjóra sem á ekki að keyra, en sitja í farþegasætinu til að spjalla við og svona má endalaust telja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband