Framsókanrmenn skemmta skrattanum

Framsóknarflokkurinn virðist loga stafna á milli í illdeilum eftir algert hrun flokksins í Reykjavík og nærsveitum.  Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi byrjaði á því að senda formanni flokksins óþvegnar kveðjurnar og vildi kenna honum um lélega útkomu flokksins í borginni og ungliðahreyfing flokksins í kjördæmi Guðmundar lét hann hafa það jafn óþvegið til baka og ávíttu hann fyrir ómaklegar árásir á formanninn og bentu á góða útkomu víðast hvar á landsbyggðinni.

Fyrir prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík tóku andstæðingar formannsins innan flokksins sig saman um að fella sitjandi borgarfulltrúa og koma Einari Skúlasyni í fyrsta sæti framboðslistans í Reykjavík og tókst það með naumum meirihluta.  Eftir kosningarnar hefur Einar kennt öllum öðrum en sjálfum sér um ótrúlega lélega útkomu, þar á meðal hefur hann sagt að stuðningsmenn fyrrum borgarfulltrúa hafi ekki lagt sér neitt lið í kosningabaráttunni.

Núna sendir Einar formanningum tóninn á vefsíðu sinni, krefst miðstjórnarfundar og segir þar í lokin:  „Á slíkum miðstjórnarfundi þarf einnig að ræða hugmyndafræði flokksins, skipulag og vinnubrögð innan hans. Endurnýjun hefur vissulega átt sér stað í forystu flokksins en sú endurnýjun þarf að ganga lengra og ekki aðeins felast í nýjum einstaklingum heldur nýjum vinnubrögðum og nýjum hugsunarhætti. Eftir því er kallað." 

Ef fransóknarmenn vilja endurvinna traust, þó ekki væri nema sinna eigin félagsmanna, væri þá ekki ráð fyrir þá, að hætta svona flokkadráttum og að senda hver öðrum tóninn opinberlega?

Enginn teystir flokki sem logar í illdeilum.


mbl.is Segir trúnaðarmenn framsóknarmanna hafi kosið Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hnífasettinn aldrei langt undan í Framsókn.................. En Guðmundur Steingríms fór í flokkinn hans pabba síns ( blessuð sé minning hans) þegar honum var hafnað í prófkjöri hjá Samfó.............

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.5.2010 kl. 23:40

2 Smámynd: Elle_

Það versta er að þeir eru að kenna röngum manni um og hann verður að verjast.  Þeir, Einar Skúlason og Guðmundur Steingrímsson, réðust á Sigmund opinberlega og geta ekki ætlast til að hann þegi nú.  Og svo saka þeir hann um óbilgirni og ósamvinnuþýði.  Hvílikir plastmenn.  Ætluðust þeir til að Sigmundur þegði í stjórnarandstöðu með ruglað fólk við völd??  Hvilík slepja. 

Elle_, 31.5.2010 kl. 23:40

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

bæði Einar og Guðmundur eru í samfylkingarmenn sem vilja helst sjá Framsókn verða að útibúi frá Samfó eða hreinlega ganga þar inn.

það eru nú ófáar sögurnar um að Guðmundur hafi lennt í 2.sæti í NV fyrir tilstuðlan Skagfirskra Samfylkingarmanna sem skráðu sig inn og út úr flokknum. 

 annars er nú líklegt að þessi hjaðninga víg haldi áfram innan framsóknar á meðan ESB sinnarnir sem helst vilja vera í einhverju R lista samkrulli með Samfó verða þar áfram. og á meðan mun fylgið dala. 

Fannar frá Rifi, 31.5.2010 kl. 23:58

4 identicon

Gagnnjósnari er það kallað það sem Guðmundur er.

Þegar honum var hafnað af bleiku kommunum fór hann inní Framsókn til að sprengja þá innanfrá.  Ansi held ég að karl faðir hans snúi sér og bylti í gröf sinni....

Óskar G (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 23:59

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gagnnjósnari, flugumaður, agent provocateur. Þekkjum þá af verkunum, aðalatriðið er að hafa augun opin.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.6.2010 kl. 01:26

6 identicon

Það getur verið erfitt að hýsa flóttamenn. Oft með of sterk tilfinningatengsl við gamla föðurlandið til að festa rætur á nýjum stað. Ætli Samfylkingin hafi ekki bara sent Guðmund yfir til að skapa glundroða í gömlu herbúðunum? Sendum Guðmund heim aftur!

Dagga (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband