"Tækniundur" sem gæti umbylt umferðarmenningunni á Íslandi

Í viðhangandi "fréttaskýringu" er útskýrt "tækniundur" sem gerir bílstjórum kleyft að gefa öðrum í umferðinni til kynna að þeir hyggist beygja inn í aðra götu en þá sem þeir eru að keyra eftir í það og það sinnið.

Þrátt fyrir að fáir áratugir séu þangað til að hægt verði að halda upp á aldarafmæli þessa "tækniundurs" sem stefnuljósin eru, þá eru ótrúlega margir bílstjórar á Íslandi sem virðast aldrei hafa heyrt minnst á þessa "nýjung" og hvað þá að þeir hafi tamið sér að nota hana, sjálfum sér og öðrum vegfarendum til hægðarauka.

Ef og þegar Íslenskir bílstjórar taka almennt þetta "tækniundur" í þjónustu sína og uppgötva jafnvel til hvers götum er skipt í tvær, eða fleiri akreinar, gæti það jafnvel orðið til þess að einhverjir færu að hleypa bíl á milli akreina sem gæfi með stefnuljósi til kynna að slíkt stæði til og væri jafnvel bráðnauðsynlegt.

Þeir sem hafa ekið eitthvað erlendis hafa væntanlega tekið eftir því að bílstjórar þar virðast almennt þekkja til notkunar stefnuljósa og vita líka til hvers akreinar eru og því er alls ekki ótrúlegt að þessi þekking gæti með tímanum orðið almenn á Íslandi líka.


mbl.is Hvernig virka stefnuljós?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Illþolandi er hinn landlægi ókurteisi og dónaskapur sem svo margir íslenskir bílstjórar hafa tileinkað sér, að taka marga bíla, sem bíða við gatnamót í gíslingu og kyrrsetja þá að eigin geðþótta með því að gefa ekki stefnuljós.

Þetta má sjá stanslaust við mörg gatnamót og hringtorg í Reykjavík, svo sem á mótum Fellsmúla og Grensásvegar og á tugum T-gatnamóta í borginni. 

Sömuleiðis er landlægur sá ósiður að koma í veg fyrir að bílar fyrir aftan viðkomandi, sem ætla í aðra átt en fremsti bíll, komist framhjá þeim við gatnamót eða þar sem ein akrein breytist í tvær. 

Ég er það gamall að ég man eftir innreið stefnuljósanna fyrir 65 árum, en þá voru ekki nema sumir evrópskir bílar með þau. 

Miðað við ástandið nú eru minnst önnur 65 ár þangað til eitthvað lagast í þessum efnum. 

Ómar Ragnarsson, 25.1.2013 kl. 20:30

2 identicon

Mér hefur stundum dottið í hug að taka upp myndband við hringtorgið á Selfossi og setja á You tube ,en lendi ég þá ekki á Hrauninu fyrir mannréttindabrot vegna persónuverndar ? Það er með ólíkindum hversu margir gefa ekki stefnuljós þarna eins og reyndar á öðrum hringtorgum.

Olgeir Engilb. (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 21:48

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt, Ómar, að umferðarmenningin hér á landi er gjörsamlega með ólíkindum. Frá því að við tókum bílpróf er búið að lengja æfingatímann, fleiri tímar teknir hjá ökukennara og nemendur látnir fara í Ökuskóla I, II og III. Í gamla daga var farið í nokkra tíma með ökukennara og umferðarreglurnar og -merkin lærð af bæklingi sem spurt var út úr af prófdómara.

Eftir því sem kennslan hefur orðið meiri, hefur kunnáttan minnkað og tillitssemin í umferðinni nánast horfið.

Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2013 kl. 22:27

4 identicon

það þarf einnig að setja hraðagangrað i alla bila til að tryggja að ekki se ekið a ofsahrafa og til að halda niðri

umferðahraðanum. Einnig mætti hugsa ser að slikur gangraður tæki mið af aðstæðum td. hita og viðnami

vegar. ökutæki i umferðinni eru engin sandkassaleikföng einsog margir virðast halda.

Pall Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 09:22

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta er bara ein birtingarmyndin af því ótrúlega virðingarleysi við allt og alla sem virðist vera orðið eitt af þjóðareinkennum íslendinga.  ,,Elsku ég" þjóðfélagið kalla ég það stundum. Held að þetta hafi byrjað með leikskólunum. Þar lærðu börnin strax á bleiualdrinum að ef þau ekki lömdu frá sér lentu þau bara undir.   En inn við beinið held ég nú samt að enn séu til hjá flestum gömlu góðu gildin.

Þórir Kjartansson, 26.1.2013 kl. 10:47

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fyrir nokkrum árum var gerð rannsókn erlendis á fylgni milli greindarvísitölu ökumanna og notkun stefnuljósa.

Niðurstaðan var ótvíræð:
Þeir sem notuðu stefnuljós lítið sem ekkert höfðu að jafnaði mun lægri greindarvísitölu en þeir sem notuðu stefnuljósin nánast alltaf.

Þetta er gott að hafa í huga þegar maður verður var við einhvern sem hefur ekki náð að tileinka sér þennan einfalda búnað.

Ágúst H Bjarnason, 26.1.2013 kl. 15:28

7 identicon

Ég gef ALLTAF stefnuljós!

Björn (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 13:25

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Góð ábending Axel. Ef vilji væri til staðar hjá löggæslu í landinu þá væri hægt að breyta þessu. Hann virðist bara alveg vanta. Ég hef ekið á eftir lögreglubíl sem gaf aldrei stefnuljós á meðan ég var næstur á eftir honum. Það var ljótt fordæmi.

Magnús Óskar Ingvarsson, 28.1.2013 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband