Eru hollenskir stjórnmálamenn furðufuglar?

Hollenskir stjórnmálamenn virðast vera að ræða það í fullri alvöru að Íslendingar leggi rafstreng til Hollands, enda eigi Íslendingar næga græna umframorku sem þeir hafi engin not fyrir og þar að auki skuldi "Íslendingar" þeim hollensku stórfé vegna Icesave.

Í fyrsta lagi skuldar íslenska þjóðin ekki krónu vegna Icesave, en vissulega voru það íslenskir þegnar sem stjórnuðu því einkafyrirtæki sem til Icsaveskuldarinnar stofnaði og ber að endurgreiða þá skuld og allt bendir til þess að það verði gert áður en mjög langt líður. Í öðru lagi myndi kosta ævintýralegar fúlgur að leggja slíkan rafstreng og óvíst að það borgaði sig, jafnvel þó Hollendingar myndu greiða "heimsmarkaðsverð" fyrir rafmagnið. Í þriðja lagi er algerlega fráleitt að selja rafmagnið til atvinnuuppbyggingar í Evrópu, enda verður örugglega næg eftirspurn eftir því innanlands í framtíðinni og miklu nær að byggja upp raforkufrek fyrirtæki til atvinnusköunar heima fyrir.

Hvergi í Evrópu er meira ójafnvægi í stjórnmálum og í Hollandi og stjórnarskipti þar afar ör og langtímum saman hefur ekki tekist að mynda starfhæfar ríkisstjórnir.

Allt bendir þetta til að hollenska þingið skipi óvenju stórt hlutfall "furðufugla", a.m.k. virðast þeir ekki taka starf sitt allt of alvarlega.


mbl.is Vilja rafmagn upp í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heldur betur skringilegt. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér að þeim sem studdu Icesave samningana þyki þetta raunhæfar hugmyndir hjá Hollendingunum. Voru þeir kannski nýkomnir af "kaffihúsi" þegar þetta var til umræðu?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2013 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband