Tilskipun um innistæðutryggingar verndar ríkissjóð

Í tilskipun ESB um innistæðutryggingar, sem má sjá hér kemur fram að Tryggingsjóðir innistæðueigenda skuli ekki vera á ábyrgð yfirvalda, enda skulu lánastofnanir sjálfar bera kostnaðinn af fjármögnun þeirra.  Þetta má glögglega sjá á eftirfarandi klausum úr tilskipuninni:

"Það er ekki bráðnauðsynlegt í þessari tilskipun að samræma
leiðirnar við fjármögnun kerfa sem tryggja innlánin
eða lánastofnanirnar sjálfar, meðal annars vegna þess að
lánastofnanirnar skulu sjálfar almennt bera kostnaðinn við
fjármögnun slíkra kerfa og einnig vegna þess að fjárhagsleg
geta kerfanna skal vera í samræmi við tryggingaskuldbindingarnar.
Þetta má samt ekki stefna stöðugleika bankakerfis
aðildarríkisins í hættu.

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld
þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa
séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum
af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar
sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu
í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."

Með svokölluðum Icesave samningi er verið að neyða Íslendinga, með ógnunum, til að taka á sig a.m.k. 500 milljarða króna, sem allir geta séð að ríkissjóður Íslands getur aldrei greitt.

Það hlýtur að vera hægt að koma ESB þjóðunum til þess að fara eftir sínum eigin tilskipunum.

Ef ESB þjóðirnar eru ekki sáttar við það, eiga þær að leita til dómstóla.

Málið er ekki flóknara en það.


mbl.is Ísland fær helming eigna Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Vandamálið er að með neyðarlögunum frá því í október í fyrra og yfirtöku ríkisins á Landsbanka Íslands tók ríkið yfir ábyrgðina, sem annars hefði verið hjá þrotabúi LÍ og tryggingasjóð innistæðueigenda. Það lítur út fyrir að íslensk yfirvöld hafi klúðrað þessu með röngum ákvörðunum rétt fyrir og strax eftir bankahrunið. Það verður að taka tillit til þessa þegar lagt er mat á Icesave málið í heild sinni.

Jónas Rafnar Ingason, 22.6.2009 kl. 17:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ábyrgðin hlýtur að hvíla áfram á bankanum sjálfum, en ekki nýjum eiganda hans.  Fyrri eigendur voru ekki persónulega ábyrgir fyrir innistæðunum, þannig að það getur ekki heldur átt við þann nýja, jafnvel þótt hann hafi samþykkt neyðarlög vegna innistæðna Íslendinga á Íslandi.

Ríkið gekkst ekki í neinar ábyrgðir á skuldbindingum bankanna með yfirtöku þeirra, enda eru gömlu bankarnir ennþá á sinni gömlu kennitölu, þ.e. þeir eru ekki ríkisbankar, þó ríkið hafi sett yfir þær skilanefndir, til að reyna að gera upp allt ruglið, sem þar hafði viðgengist. 

Það jafngildir ekki ríkisábyrgð á einu eða neinu, enda væru Hollendingar og Bretar þá ekki að krefjast þess að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á þessum innistæðum núna.

Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2009 kl. 17:33

3 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Já, en ég held að ekki sé öll kurl komin til grafar. Það er verið að leyna einhverju!?! Ef þetta væri svona einfalt eins og þú færir góð og gild rök fyrir, þá ætti ríkisstjórn Íslands að láta reyna á málaferli. Hvers vegna hafa yfirvöld á Íslandi verið svona treg til málaferla? Það er eitthvað sem við erum ekki með í jöfnunni, sem þrýstir yfirvöldum til samninga!

Jónas Rafnar Ingason, 22.6.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband