Til hamingju með Davíð Oddsson

Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra, seðlabankastjóri og nú ritstjóri Morgunblaðsins, er sjötugur í dag og eru honum færðar innilegar haminguóskir með afmælið.

Ekki er síður ástæða til að óska þjóðinni til hamingju með að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa notið starfskrafta hans á öllum þessum sviðum, landi og þjóð til heilla.

Óþarft er að rekja sögu Davíðs Oddsonar í stuttri afmæliskveðju, en hans verður minnst svo lengi sem land byggist sem eins merkasta stjórnmálamanns Íslandssögunnar, þó ýmsir reyni að gera lítið úr verkum hans og níða hann niður á allan mögulegan hátt.

Slíkt niðurrif og persónuníð helgast aðallega af öfund andstæðinga hans vegna þess að þeir hafa aldrei átt annan eins foringja í sínum röðum og gera því það sem í þeirra valdi stendur til að fella Davíð af þeim stalli sem honum ber og þar sem hann gnæfir yfir samferðamenn sína á pólitíska sviðinu og mun hans nafn verða í heiðri haft löngu eftir að hælbítarnir verða öllum gleymdir.

Davíð Oddssyni eru hér með færðar hugheilar afmæliskveðjur og vonir um að þjóðin fái notið krafta hans um mörg ár enn.  Þjóðinni er jafnframt óskað til hamingju með þennan þjóðskörung.

Þess er jafnframt óskað að hann gefi sér tíma frá önnum dagsins til að skrifa ævisögu sína og greina þar frá glæsilegum ferli sínum og draga ekkert undan um samskipti sín við pólitíska samferðamenn, innlenda sem erlenda.


mbl.is Ekkert að hugsa um að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér Axel og vona að ég fái að lesa ævisögu hans.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.1.2018 kl. 18:39

2 identicon

Það er rétt að taka undir hamingju óskir til Davíðs Oddssonar, en hvort ég tek undir hamingju óskir til Íslensku þjóðarinnar með að hafa hann til að þvælast fyrir okkur læt ég vera.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 17.1.2018 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband