Stórmerkilegur dómur yfir Kaupþingsmönnum

Máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum Kaupþings vegna Al Thanimálsins er loksins lokið með dómi Hæstaréttar, sem þyngdi fangelsisdómana sem undirréttur hafði áður kveðið á um.

Sakborningarnir í þessari ótrúlegu svikamyllu með hlutabréf bankans örfáum dögum fyrir hrun hans voru miklir áhrifamenn í íslensku viðskiptalífi og virtust vera farnir að haga sér eins og kóngar í ríki sínu og fara sínu fram, burtséð frá lögum og reglum landsins.

Fyrir dómstólum hafa sakborningarnir notið aðstoðar færustu lögfræðinga landsins og ekkert verið látið ógert til að tefja og trufla för málsins um dómskerfið á meðan öllum ráðum lögfræðinnar hefur verið beitt til varnar og réttlætingar gjörða þeirra ákærðu.

Niðurstaða dómstólanna, ekki síst Hæstaréttar, er athyglisverð og mun lengi verða til hennar vitnað, enda einhver merkilegasti dómur sem felldur hefur verið af íslenskum dómstólum, a.m.k. á lýðveldistímanum.


mbl.is Kaupþingsmenn sakfelldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til Hamingju Íslendingar !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 16:41

2 Smámynd: Már Elíson

Maður skilur bara ekki hvað þetta eru stuttir fangelsisdómar og enginn spyr.."Hvar eru t.d. peningarnir sem þið stáluð...?" -

Ég hefði viljað sjá "ameríska dóma" í máli svona glæpamanna sem eru beint og óbeint búnir að rústa heimilum, fyrirtækjum, fjölskyldum og setja þjóðfélagið og ríkið nánast á hliðna.

Í Suður-ameríku hefðu ekki endilega verið svona dómar framkvæmdir. - Gatan hefði klárað þetta, og það fyrir löngu.

Már Elíson, 12.2.2015 kl. 16:44

3 identicon

Þessir "óreiðumenn" fengu óheyrilega háar greiðslur fyrir að bera ábyrgð

og helsta málsvörn þeirra hefur alla tíð verið að þeir hefðu enga ábyrgð borið á neinu

Maður er svo sem ekki neitt perónulega bættari þótt þessir einstaklingar fari í fangelsi

en samt má maður alveg vera ánægður með þessi skýru skilaboð sem Hæstiréttur sendir.

Grímur (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 16:51

4 identicon

Svo er bara að sækja peningana þeirra í skattaskjólin. Kannski fólk fari að fá aftur tiltrú á dómskerfið tími til komin.

Sigurður Bjarnason (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 16:56

5 identicon

Eða Kínversku aðferð, hevðu bara verið bara teknir af lífi.

Mikki (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 17:11

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi dómur er ekki síst merkilegur fyrir það að sakborningarnir voru hæst launuðu menn Íslandssögunnar og réttlættu þau laun einmitt með snilli sinni í viðskiptum og þeirri gríðarlegu ábyrgð sem þeir einir væru færir um að bera.

Axel Jóhann Axelsson, 12.2.2015 kl. 18:38

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kínverska leiðin hefði verið verðskulduð, en á Íslandi er lífstíðar fangelsi fyrir morð 16 ár, þannig að það má segja á íslenskan mælikvarða þá eru þetta nokkuð þungir dómar. 

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.2.2015 kl. 01:33

8 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Er sammála þér Axel Jóhann, það sem þú hefur bloggað um þennan dóm.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 13.2.2015 kl. 02:01

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

 Vonandi fer vel um þá á Kvíabryggju, a.m.k. eru rúmin tiltölulega nýleg.  Kannski verður stofnaður nýr banki þar.  Sá gæti t.d. heitið Kvíabank Al-Thani and friends.

Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2015 kl. 11:45

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eins og sjá má af meðfylgjandi lýsingu á því sem býður fjórmenninganna í fangelsi, geta allir séð að slíkt er nánast eins og líf á annarri plánetu fyrir menn sem vanir eru lúxuslífi og hafa getað veitt sér allt sem hugurinn girnist og snúið fólki í kringum sig að geðþótta:  http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/ekkert-saeldarlif-i-hegningarhusinu-stettaskipting-klukkutima-utivera-og-litlir-klefar

Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2015 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband