Var Assange á landinu á þessum tíma?

Í því opna og gagnsæja stjórnkerfi sem tíðkast hér á landi um þessar mundir og þar sem allir hlutir eru uppi á borðum, er nú, tæpu ári eftir að atburðurinn gerðist, verið að upplýsa að tilraun hafi verið gerð til þess að brjótast inn í tölvukerfi Alþingis, væntanlega til að stela þaðan öllum gögnum þingsins og þingmanna.

Það vekur sérstaka athygli að tölvan sem nota átti til verknaðarins fannst í húsnæðinu sem þingmenn Hreyfingarinnar hafa til að sinna störfum á vegum Alþingis.  Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, eyddi á þessum tíma miklu af starfskröftum sínum í þágu Wikileaks og þarf því engan að undra að grunsemdir beinist strax að henni og tengslum hennar við forystumenn Wikileaks.

Um svipað leyti og þetta gerðist var Julian Assange, stofnandi Wikileaks, staddur hér á landi og m.a. bauð Birgitta honum með sér í veislu í bandaríska sendiráðið og þótti henni það rosalega sniðugt, ekki síst í ljósi þess að á þeim tíma væri hann nýbúinn að fá í hendurnar stolna stjórnarráðspósta bandarískra sendiráðsmanna vítt og breitt um heiminn.

Nú hlýtur Birgitta að stíga fram og sverja og sárt við leggja að hún hafi ekki haft nokkuð með þessa meintu tölvuinnrás að gera, ekki vitað um tölvuna né hver gæti hafa komið henni fyrir.  Síðan hlýtur að verða gengið á sama hátt á hvern einasta þingmann og upplýsist málið ekki á þann veg, verður vitnisburður þeirra a.m.k. til og fyrir hendi, ef og þegar málið upplýsist.

Allt verður að gera sem í mannlegu valdi stendur til að komast til botns í þessu máli, enda er hér um grófustu árás á fullveldi landsins að ræða frá stofnun þess.


mbl.is Þingmenn vissu ekki um tölvuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"grófustu árás á fullveldi landsins"

Njósnir eru svosem ekkert nýjar af nálinni, en ertu búinn að gleyma því að Bretar gerðu gullforðann okkar upptækan haustið 2008?

Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2011 kl. 14:51

2 identicon

pfft... samsæriskenningar. Það er alveg eins líklegt að málið sé uppspuni, eða að tölvunni hafi verið komið fyrir til að freima Wikileaks.

Ég tel þó líklegast að bakvið þetta standi hugsanlega einn maður sem ætlaði bara að ná sér í smá upplýsingar (ath. uplýsingasöfnun er ekki árás). En ekki að þetta sé samsæri einhverra þingmanna og forsvarsmanna einhverrar vefsíðu.

R (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 14:58

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alltaf skulu finnast einhverjir sem tilbúnir eru að verja svik við þjóð sína og árásir á fullveldi hennar.  Merkilegur andskoti.

Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2011 kl. 15:18

4 identicon

Málið er að við vitum ekki einu sinni hver sé að svíkja hvern, jafnvel ekki hvort um svik (hvað þá árás) yfirhöfuð sé að ræða. Auk þess þá held ég að það séu meiri svik að gleypa við þessum samsæriskenningum frekar en að spyrja og gagnrýna þær.

Eða var það kannski svik við þýsku þjóðina að efast um opinberu skýringar nasistanna á brunanum á ríkisþinghúsinu í Berlín?

R (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband