Bauð Birgitta Assange í heimsókn til Alþingis?

Forseti Alþingis upplýsti fyrir stuttu að ekki væri vitað hver hefði komið "njósnatölvu" fyrir í húsnæði því sem Hreyfingin hefur til umráða fyrir þingmenn sína, en greinilega hefði fagmaður verið að verki, sem afmáð hefði allar vísbendingar af tölvunni, svo sem framleiðslunúmer ásamt því að þurrka af henni öll fingraför.

Á svipuðum tíma og þetta gerðist var Julian Assange hér á landi og meðal annars bauð Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, honum í veislu í bandaríska sendiráðið, einungis til að storka og hæða sendifulltrúa Bandaríkjanna, enda hafði Assange þá undir höndum tölvusamskipti bandaríska utanríkisráðuneytisins við sendiráð Bandaríkjanna vítt um heiminn, einmitt nýlega stolin eins og Birgitta upplýsti sjálf í viðtali við erlenda fjölmiðla. 

Óhjákvæmilega beinist grunur að Birgittu í þessu máli og verður að krefjast þess að hún sverji af sér alla vitneskju um málið og það verður hún að gera úr ræðustóli Alþingis og þar á eftir verður að ætlast til þess að hver einasti þingmaður geri slíkt hið sama.  

Svo alvarlegt tilræði er þetta við fullveldi þjóðarinnar og löggjafarsamkunduna að ekki verður við unað að grunur geti beinst að þingmönnum um þátttöku í slíkum svikum við þjóð sína.

 


mbl.is Fagmaður að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Lögreglan varð engu vísari í rannsókn málsins um hvejrir voru að verki og engir voru grunaðir. En þú getur víst bætt um betur og bendlað nafngreinda manneskju við málið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2011 kl. 16:07

2 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Það er eftirtektarvert í þessu sambandi að þetta sama húsnæði er ekki bara notað af Hreifingunni heldur líka af Sjálfstæðisflokk og það var reyndar stutt síðan sá flokkur hafði afnot og lykill af þessu umrædda herbergi, nú svo má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem staðfest er að hafi stundað kerfisbundnar njósnir.

Assange og Wikileaks hafa aldrei stundað njósnir heldur hafa þau aðeins birt það sem aðrir koma með til þeirra.

Annars skil ég ekki þessar fréttir og spyr sjálfan mig hvort það geti verið að það hafi ekki verið fagmenn að verki við ransókninna.

Sigurður Ingi Kjartansson, 20.1.2011 kl. 16:18

3 Smámynd: corvus corax

Í ljósi fyrri atburða gef ég mig ekki með það að mér finnst einn ákveðinn þingvörður í meira lagi grunsamlegur í svona málum, sérstaklega þegar búið er að afmá verksummerki sem gætu varpað ljósi á málið ...svona eins og þegar um er að ræða myndbandsupptökur.

corvus corax, 20.1.2011 kl. 16:21

4 identicon

Sammála Sigurði Inga , Sjálfstæðisflokkurinn er mun líklegri til slíkra verka í ljósi sögunnar.

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 16:58

5 identicon

Eikennilegt að þetta sé að dúkka upp núna,það sem gerðist í Febrúar í fyrra. Þetta hentar Samfylkingunni vel á þessum tímapunkti,vegna mikils streymis frá Wikileaks. Það er furðulegt að það virðist vera búið að bíða með þessar uppljóstranir,og reynt að finna tímasetningu líkt og núna,akkúrat til þess að reyna að klekkja á þeim er sína hinni heilögu Jóhönnu andstreymi. Því miður fyrir ykkur Samfylkingargengi að þá sér skynsamt fólk í gegnum þessa fléttu hjá ykkur.

Númi (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 17:51

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður Ingi, hvaða njósnir hefur verið staðfest að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stundað kerfisbundið?

Ekkert er fullyrt um einn eða neinn í færslunni, en hins vegar bent á að Assange hafi verið á landinu á svipuðum tíma og þar sem vitað er að hann er dæmdur tölvuhakkari, er ekkert óeðlilegt að spyrja hvort honum hafi kannski verið boðið í heimsókn í húsnæði á vegum Alþingis.

Greinilega sjá menn bara það sem þeir vilja sjá í færslunni hér fyrir ofan og gera ekkert með önnur atriði, en þar stóð nú t.d:

"Óhjákvæmilega beinist grunur að Birgittu í þessu máli og verður að krefjast þess að hún sverji af sér alla vitneskju um málið og það verður hún að gera úr ræðustóli Alþingis og þar á eftir verður að ætlast til þess að hver einasti þingmaður geri slíkt hið sama."

Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2011 kl. 17:58

7 identicon

Sæll Axel Jóhann,

í ævisögu Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. er því lýst hvernig Sjálfstæðisflokkurinn stundaði víðtækar og kerfisbundnar njósnir. Miklar umræður urðu um þetta eftir að bókin kom út.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 18:24

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeir sem eitthvern snefil hafa af þekkingu á stjórnmálum vita að allir flokkar héldu samskonar skrár yfir kjósendur og merktu inn hjá sér hvar í flokki hver þeirra stóð.

Þetta var ekkert leyndarmál og þótti sjálfsagður hluti af starfsemi flokkanna og enginn hafði hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að kalla þetta njósnir.

Að ætla að gera þetta að einhverju máli núna er bara hlægilegt.

Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2011 kl. 18:48

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða flokksmenn voru það sem kerfisbundið báu allar þær upplýsingar í sendiráð Bandaríkjanna, sem þeir töldu að gagni gætu komið vinum okkar í vestrinu, leynilegar sem aðrar?

Hvað hefði það verið kallað ef einhver hefði matað sendiráð Sovétríkjanna á samskonar upplýsingum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.1.2011 kl. 19:11

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, það var gert.

Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2011 kl. 19:29

11 identicon

Sæll aftur, þetta er ekki spurning um venjulegt kosningastarf kæri Axel. Njósnirnar voru kerfisbundnar. Þær náðu til vinnustaða og hverfa. Þær höfðu afleiðingar. Þær réðu því hverjir fengu vinnu og hvejir ekki. Þær réðu því hverjir fengu stöðu og hverjir ekki. Það er greinilegt að þú hefur ekki mikla þekkingu á stjórnmálum en ég ráðlegg þér að lesa bók Guðna. Kannski er hægt að rökræða við þig af viti eftir það.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 20:09

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nafni, í tíð Kommúnistaflokks Íslands og í tíð Sósalistaflokksins, þegar þessir flokkar voru undir stjórn Einars Olgeirssonar og þá ekki hvað síst Brynjólfs Bjarnasonar var hollustan við Sovét hærra sett en hollustan við föðurlandið, ekki minnsti vafi á því.

En úr þessu dró jafnt og þétt eftir það, en þessi hollusta þeirra við erlent ríki var forkastanleg, jafn forkastanleg og sú taumlausa hollusta og undirlægjuháttur sem sjálfstæðismenn hafa sýnt BNA eftir stríð, þegar þeir hafa, grímulaust í öllum málum, virt það land langt umfram sitt eigið.

Mótmælir þú því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.1.2011 kl. 20:38

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hrafn, ég hef örugglega fylgst með stjórnmálum jafn lengi og þú, ef ekki lengur og veit alveg hverning hlutirnir gengu fyrir sig í þjóðfélaginu a.m.k. eftir 1960 og reyndar fram á þennan dag.

Sjálfstæðisflokkurinn var langt frá því alltaf í ríkisstjórn og allir flokkar tóku sína menn fram yfir aðra í stöðuveitingum. Lengi var talað um að Alþýðuflokkurinn væri flokka vestur í þessum efnum, en allir voru þeir sannarlega undir sömu sökina seldir, nema einna helst Kommúnistaflokkurinn og svo arftakar hans, enda treysti enginn þeim í ríkisstjórnarsamstarf, alveg frá stríðslokum og fram yfir fall Sovétríkjanna.

Samstarf við BNA frá stríðslokum byggðist auðvitað á því að við vorum í Nato og í varnarsamstarfi við Bandaríkin og þau með her á Keflavíkurflugvelli. Varla eru menn búnir að gleyma því, eða hvað.

Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2011 kl. 20:51

14 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Hver finnur liktina fyrst þegar rekið er við.  Kannski sá sem fretaði.

Hvar byrtist greininn fyrs, kanski er hægt að rekja það þannig til baka.?

Matthildur Jóhannsdóttir, 20.1.2011 kl. 21:51

15 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Eitthhvað er þekking þín á stjórnmálum gloppótt, Axel minn, fyrst að þú fullyrðir að Kommúninstaflokkurinn og arftakar hans hafi ekki verið aðilar að ríkisstjórn frá stríðslokum og fram að falli Sovétríkjanna.

Þá þykir mér Axel Jóhann vera fulldjarfur þegar hann fullyrðir að Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason hafi sett hollustuna við Sovét ofar hollustunni við Ísland. Því fáir voru meiri og sannari föðurlandsvinir en einmitt Einar og Brynjólfur.

Hinsvegar börðust kratarnir eins og ljón gegn því að Ísland gerðist lýðveldi 1944. Þeir mátu hollustuna við danska kónginn og dönsku kratana meira en hollustuna við Ísland í þá daga. Og enn eru kratadýrin við sama undirlægjuheygarðshornið: Nú reyna þeir með öllum ráðum kippa fótunum undan sjálfstæði Íslands og fullveldi með því að svíkja okkur undir yfirráð stórauðvaldsins í ESB.

Jóhannes Ragnarsson, 20.1.2011 kl. 22:46

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þaqð er rétt hjá þér Jóhannes, að Kommúnistar og arftakar þeirra áttu sæti í ríkisstjórnum, en var mjög ákveðið haldið frá Dómsmála- og Utanríkisráðuneytunum, því enginn treysti þeim til að fara með svo viðkvæma málaflokka. Að segja að þeim hafi verið haldið utan ríkisstjórna var óþarflega ónákvæmt hjá mér.

Hins vegar er ég sammála nafna um þjóðóhollustu kommúnistanna og er hægt að lesa ýmislegt um það víða í sagnfræðiritum og -bókum.

Svo er ég algerlega sammála þér um hvað kratarnir eru að reyna að gera þjóð sinni núna, með því að reyna að ljúga hana og svíkja inn í ESB.

Axel Jóhann Axelsson, 20.1.2011 kl. 22:57

17 identicon

Já mörgum hliðum er hér velt upp varðandi þessa dularfullu tölvu en persónulega finnst mér mest spennandi að við, hinn svokallaði almenningur, gætum hugsanlega fengið að vita nánar um vinnubrögð þingsins eða þingmanna sem þeir vilja ekki að við vitum.

Wikileaks er nottla þekkt fyrir að leka út upplýsingum ...gleymum því ekki hver upplýsti okkur Íslendinga m.a. um lánabók Kaupþings :)

Valgerður (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 00:37

18 identicon

Komið þið sæl; Axel Jóhann síðuhafi - og aðrir gestir þínir !

A.J. Axelsson !

Þessi grein þín; er með þvílíkum eindæmum - sem sum tilsvara þinna; Axel minn, að það liggur við, að þér ætti að sýna, hina fyllstu meðaumkun.

Til dæmis; órofa Hunds tryggð þín - og flokks skriflis þíns, við Bandarísku heims valdasinnana - NATÓ (eitt afbrigða; AGS/ESB samsteypunnar), auk fjölmargs annars, sem upp mætti telja.

Aldrei; skyldi það nú vera - að þú sért hvekktur út í þau Wíki leka fólk, fyrir þann stóra greiða, sem þau gerðu Íslendingum, með uppljóstrunum, um Kaupþings- Búnaðarbanka svindlið, á sínum tíma, til dæmis ?

En; hvað sem Kommúnistum og Kapítalistum líður, að þá ættir þú að spara þér mærðina, þegar þú hælir svonefndu fullveldi, sem þínir félagar, m.a., eru langt komnir með, að lóga - hvað þá; að nefna svokallaða löggjafar samkundu, sem á daginn hefir komið, að unnið hefir Íslendingum margfalt tjón, síðan Kristján VIII. Danakonungur álpaðist til, að endurreisa hana (Alþingi), árið 1845.

Hann var; svona álíka kveif, gegn þjóðfrelsis öflum síns tíma, sem leiðtogar þínir, og hinna flokka ræksnanna hafa svo margfaldlega látið ásannast, að undanförnu, ágæti drengur, hér; heima fyrir.

Þið; miðju moðs luðrur, ættuð að ganga til liðs, við okkur HÆGRI menn;; raun verulega, sem viljum leggja gerfi- lýðræðið að velli - og koma á Byltingarráði þjóðfrelsissinnaðrar Alþýðu, í anda Kolchak heitins Aðmíráls - Chiang Kai- shek, í Kína, að ógleymdum Nikosi Sampson á Kýpur - auk öldnu leiðtoganna á Spáni; þeirra Francos Ríkismarskálks, og Salazar, í Portúgal, á þeirra tíð.

Með; kveðjum samt, úr Árnesþingi - sem oftar /

Óskar Helgi       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 01:21

19 identicon

Ég gruna nú helst ykkur, sérstaklega þennan með vísifingurinn.

Og já, þetta er grafalvarlegt mál og fær frekar léttúðuga meðferð hjá þeim sem síðst skildi.

Enn eitt dæmið um vanhæfni.? Hvað þarf eigilega til að fólk drattist upp úr hjólförunum.? 

Blessi ykkur  

Gestur (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 02:24

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nú hefur Þór Saari viðurkennt að fulltrúum Wikileaks hafi verið boðið í heimsókn til Hreifingarinnar í þetta húsnæði og þar með er spurningunni sem fram kom í upphaflegu fyrirsögninni svarað.

Þar með er engu svarað um það hver kom njósnabúnaðinum fyrir, en hins vegar er vitað að upphaflegi stofnhópur Wikileaks samanstóð af þekktum og í sumum tilfellum dæmdum tölvugagnþjófum, eins og t.d. Assange sjálfum.

Úr því sem komið er mun líklega aldrei uppgötvast hver þarna var að verki, enda sýnist rannsókn málsins hafa verið í skötulíki á sínum tíma.

Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2011 kl. 11:07

21 identicon

Ef wikileaks eru glæpamenn þá hafa nánast allir ríkisfjölmiðlar heims gerst sekir um sömu "glæpi", það er að segja að gefa út fréttir um lekin gögn...

Það er aftur á móti glæpur að hylma yfir glæp. Með því gerist viðkomandi einstaklingur samsekur. Að hylma yfir glæp gegn mannkyninu og alvarlega stríðsglæpi, er glæpsamlegt athæfi sem varðar við alþjóðalög, svipað og gerðist í Nurnberg réttarhöldunum!!! Birgitta og Assange hefðu gerst sek um svo stóran glæp, sem ekkert minna en lífstíðarfangelsi er eðlilegt fyrir, hefðu þau valið að halda leyndum stríðsglæpum gegn almennum borgurum.

Ástæða ofsóknanna á hendur Assange, er að lýðræði er í hættu í heiminum, öflin sem unnu frönsku byltinguna og frelsisstríð Bandaríkjanna eru ekki með sömu yfirhönd og þau voru í heiminum, en fasistar sækja í sig veðrið, oft í formi njósnara og trójuhesta, sem sumir eru opinberir embættismenn, og jafnvel leiðtogar Vestrænna ríkja, svikarar við eigin menningu, sem ber að sækja til saka um leið og kemst upp um þá. Það er það sem er óttast, og ástæðan við þennan ótta gegn wikileaks. Svikararnir vilja geta verið áfram í felum. En það gengur ekki lengi og sannleikurinn mun sigra. Áfram mannkynið!

Jóhannes Jónsson (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband