Álit og sérálit Hæstaréttar

Iðulega klofnar hæstiréttur við uppkvaðningu dóma og skilar þá meirihlutinn "áliti" en minnihlutinn "séráliti" og að sjálfsögðu gildir "álit" meirihlutans sem dómur í viðkomandi máli, jafnvel þó minnihlutinn geti verið einn dómari, tveir eða þrír.

Stundum veldur slíkur klofningur í Hæstarétti deilum og þá velja menn sér gjarnan "álit" eða "sérálit" til að vera sammála og þeir sem ósáttir eru við slíkt "álit" meirihluta réttarins halda því þá gjarnan fram að ekkert sé að marka það og benda á "sérálit" minnihlutans því til staðfestingar.

Ekkert er óeðlilegt við slíkar afgreiðslur Hæstaréttar, því stundum getur komið upp túlkunarmismunur á lögum og þá ekki síður hvort ástæða sé til að halda fólki í gæsluvarðhaldi um lengri eða skemmri tíma, en samkvæmt lögum skal slíku úrræði ekki beitt, nema í ítrustu neyð og aðallega þegar sakborningar eru taldir geta spillt rannsóknargögnum, eða séu þjóðfélaginu hættulegir.

Nú rjúka menn upp til handa og fóta og ásaka Jón Steinar Gunnlaugsson um að hafa kveðið upp pólitískt "sérálit" vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar Sigurjóns Þ. Áransonar, fyrrverandi bankastjórna Landsbankans.  Auðvitað er ekkert að marka slíka sleggjudóma einhverra kverúlanta úti í bæ, sem með slíku gefa þá í skyn að hinir dómararnir tveir hafi mótað sitt "álit" á pólitískum forsendum, en ekki lagalegum.

Allt almennilega þenkjandi fólk skilur að þannig vinna dómstólar ekki og t.d. í þessu tilfelli er "sérálit" Jóns Steinars vel rökstutt ekki síður en "álit" þess meirihluta sem dóminn skipaði að þessu sinni. 

Það er ekki við hæfi að vera sífellt að naga skóinn af þeim sem eiga að gæta laga og réttar í landinu.


mbl.is Telur rök skorta fyrir gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband