Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
7.4.2009 | 11:28
Kílóagjald á hvalveiðar
Nefndin, sem falið var að semja frumvarp um hvalveiðar, leggur til veiðigjald allt að einni milljón króna fyrir hvert dýr, eða eins og segir í fréttinni:
"Veiðigjald fyrir hvern hval sem veiðist skiptist í fjóra flokka samkvæmt tillögunni og er við flokkunina tekið mið af þyngd hvers hvals. Veiðigjaldið er 10.000 kr. fyrir hvali undir 2 tonnum, 50.000 kr. fyrir hvali frá 2-10 tonnum, 500.000 kr. fyrir hvali frá 10-42,5 tonnum, og 1.000.0000 kr. fyrir hvali yfir 42,5 tonnum."
Þetta virðist vera afar undarleg verðlagning og gæti manni dottið í hug að öllum hval, sem áhöfnum hvalbátanna virtist vera yfir 42,5 tonnum yrði hent í sjóinn aftur og reynt að skjóta heldur annan aðeins minni og spara þannig hálfa milljón króna. Mikið hefur verið rætt um að afla sé hent af fiskiskipum, ef hann uppfyllir ekki ákveðin stærðar- eða hagkvæmnismörk. Ekki er nú á bætandi að fara að henda hval í stórum stíl, en svona gjaldtaka virðist hvetja til að smár hvalur verði frekar veiddur en sá stóri.
Af hverju dettur nefndinni ekki í hug jafn einföld lausn og að leggja einfaldlega gjald á landað kíló?
Leggja til veiðigjald fyrir hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2009 | 08:53
Kim Jong-Il fyrirgefið
Hinn ástkæri leiðtogi Kim Jong Il óskar fyrirgefningar landsmanna sinna vegna eldflaugatilrauna sinna, eða eins og segir í fréttinni:
"Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segist sjá eftir því að peningarnir sem fóru í tilraunir með loftskeyti og gervitungl um sl. helgi, hafi ekki farið í að hjálpa fólkinu í landinu. Hins vegar telur hann að fólkið fyrirgefi honum, í ljósi þess að allt gekk að óskum og skotið hafi verið sögulegt."
Ekki er að efa að þau 99,98% þjóðarinnar, sem kusu í kosningunum í Norður Kóreu nýlega, og greiddu leiðtogunum atkvæði sín, munu fyrirgefa leiðtoganum þetta hlaup útundan sér, við annars ástríðufullan áhuga sinn á velferð alþýðunnar.
Sjálfsagt getur hann líka bent á að matvælaaðstoð annarra ríkja sé fullnóg fæða fyrir pöpulinn og ekki honum að kenna, þó aðstoðin sé svo knöpp, að stór hluti þjóðarinnar svelti.
Alþýðan í Norður Kóreu skilur vel að það er dýrt að gera kjarorkutilraunir og skjóta eldflaugum. Hún skilur vel að ekki er hægt að gera allt í einu og matur getur þurft að bíða, á meðan snilligáfan er fóðruð.
Þessi einföldu sannindi hljóta vesturlandsbúar að geta skilið líka og fyrirgefið leiðtoganum, eins og hann svo auðmjúklega biður þjóð sína um.
Hefði viljað hjálpa fólkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 17:22
Ekki allt sem sýnist
Venjulega þegar verðkannanir eru gerðar er aðeins sagt að vörukarfan sé ódýrust í Bónus og dýrust einhvers staðar annarsstaðar og verðmunurinn gefinn upp í prósentum. Þetta segir ekki alla söguna varðandi lágvöruverðsverslanirnar, þar sem verðmunurinn á milli þeirra getur legið í verði fáeinna vörutegunda.
Þeir sem versla t.d. í Krónunni á Bíldshöfða, koma þar varla svo að ekki sé þar staddur starfsmaður frá Bónusi við verðkönnun, sem hann sendir síðan í höfuðstöðvarnar og þar eru Bónusverðin iðulega sett einni krónu lægri en þau eru í Krónunni. Í nýjustu verðkönnun ASÍ er nánast sama verð í þessum verslunum á 24 vörutegundum af 37 og munar oftast einni til tveim krónum á milli verslananna. Verðmunurinn liggur aðallega í kílóverði á kalkúni og reyktum laxi, sem ekki eru á borðum manna dags daglega.
Þetta bendir til þess að ekki sé um eðlilega samkeppni í verðum að ræða, þar sem Bónus stillir svo oft sínu verði einni krónu undir verð keppinautarins, í þeim eina tilgangi að geta auglýst að Bónus sé alltaf ódýrastur.
Það er greinilega Krónan sem verðleggur vörurnar út frá sínum forsendum og síðan verðleggur Bónus sínar vörur eftir verðkannanir í Krónunni.
Þetta geta ekki talist eðlilegir viðskiptahættir.
41% verðmunur á matarkörfunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2009 | 15:11
Þingglöp
Mikill tími á Alþingi hefur undanfarna daga í að ræða um stjórn forseta og þingsköp. Nú er að koma betur og betur í ljós, að þinginu veitir líklega ekki af að sitja alveg fram að kosningum til að leiðrétta hin ýmsu þingglöp stjórnarflokkanna.
Mánaðargömul lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af viðhaldi og byggingu íbúða- og frístundahúsnæði standast ekki skoðun um orðalag og þeim þarf að breyta fyrir þinglok. Þá hefur komið fram að yfir þúsund manns hafa nú þegar sótt um greiðsluaðlögun til Íbúðalánasjóðs, en með greinargerð laganna var reiknað með að alla eitt- til tvöhundruð manns myndu sækja um slíka aðlögun hjá öllum fjármálafyrirtækjum, sem væru með íbúðalán. Væntanlega þarf einnig að endurskoða forsendur þessara laga.
Ríkisstjórnin á, samkvæmt fréttum, eftir að leggja fram þrjú eða fjögur frumvörp sem hún vill fá afgreidd fyrir þinglok og þyrftu þau að fara að líta dagsins ljós, því einhverja daga hlýtur að taka að koma þeim í gegnum þingnefndir og umsagarferlið sem tilheyrir.
Mikið má ríkisverkstjórinn og vinnuflokkur hennar þakka Sjálfstæðisflokknum fyrir hve hann er duglegur að ræða mál í þinginu og gefa þannig þessari einstaklega seinheppnu og seinu ríkisstjórn rýmri tíma til að vinna sinn málatilbúnað og væntanlega að vanda hann þá aðeins betur, en gert hefur verið hingað til.
Vilja breyta nýbreyttum lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 13:21
Heiðarleg tillaga
Sjálfstæðismenn á Alþingi hafa nú lagt fram dagskrártillögu á Alþingi um að þingfundi verði slitið og annar boðaður, með nýrri uppröðun þingmála. Við atkvæðagreiðsluna kemur í ljós hvort stjórnarmeirihlutinn vill raunverulega koma þeim frumvörpum sem gagnast almenningi og atvinnulífi í gegn um þingið fyrir kosningar.
Ósamkomulag stjórnarflokkanna hefur t.d. komið í veg fyrir að hægt hafi verið að ræða um heimild til samninga um álver í Helguvík og þetta sundurlyndi kemur einnig í veg fyrir að önnur mál fáist rædd. Í fréttum hefur komið fram að ríkisverkstjórinn og vinnuflokkurinn eigi enn eftir að leggja fram 3 - 4 mál sem tengjast efnahagsástandinu. Líklega er það ástæðan fyrir því að þingforseti reynir að tefja þingstörf eins lengi og honum er nokkur kostur, svo hinn hægfara vinnuflokkur komi í verk að ljúka samningu þeirra frumvarpa, sem hann hefur boðað.
Það verður að teljast einstaklega heiðarlegt af sjálfstæðismönnum að leggja þessa dagskrártillögu fram um hábjartan dag, þegar þingmenn meirihlutans eru á fótum og jafnvel staddir í vinnunni.
Sjálfstæðismenn hefðu hæglega getað lagt þessa tillögu fram undanfarin kvöld, þegar þeir voru einir í þingsalnum, en skróparaþingmenn stjórnarinnar sváfu á sitt græna eyra, annað hvort heima hjá sér, eða í hliðarsölum þinghússins.
Þetta eru heiðarleg vinnubrögð, en það sama verður ekki sagt um mætingarleti stjórnarþingmanna.
Vilja taka stjórnskipunarlög af dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2009 | 10:46
Hver rannsakar Scotland Yard?
Alveg er ótrúlegt að einhver undirtilla hjá Scotland Yard skuli geta ráðstafað 30 milljónum punda úr sjóðum stofnunarinnar, án þess að yfirgjaldkerinn viti nokkuð um málið. Í fréttinni segir:
Þetta er algjört stórslys, sagði Jenny Jones, sem situr í stjórninni fyrir hönd Græna flokksins. Þetta er hræðileg eyðsla á fjármunum og sýnir hið raunverulega vandamál við fyrirkomulagið. Opinber stofnun á ekki að geta fjárfest fyrir 30 milljónir punda án þess að féhirðirinn viti nákvæmlega hvað er að gerast.
Stjórn lögreglunnar fjárfesti fyrst í Landsbankanum í febrúar í fyrra vegna þeirra góðu vaxta sem bankinn bauð. Lögreglan vissi hins vegar í apríl af neikvæðu mati Fitch matsfyrirtækisins á bankanum.
Þetta hlýtur að kalla á rannsókn á meðferð fjármuna hjá Scotland Yard, en þá vaknar spurningin um hver á að rannsaka rannsóknarlögregluna. Er það Scotland Yard sjálft, M5, M6 eða einhver annar?
Steingrímur J. gæti bent Bretunum á Evu Joly.
Scotland Yard tapaði á falli Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 12:06
Ríkisstjórn svívirðir þjóðina
Með ólíkindum er að fylgjast með því hvernig ríkisverkstjórinn og vinnuflokkur hennar svívirðir þjóðina dag eftir dag með ruddaskap sínum við uppröðun mála sem þarf að afgreiða frá Alþiningi.
Mörg nauðsynleg lög er varða afkomu heimila og atvinnulífs komast ekki til umræðu, vegna ótrúlegrar þrjósku við að nauðga stjórnarskipunarfrumvarpinu upp á þjóðina. Nánast allir umsagnaraðilar um frumvarpið, hafa varað við því, vegna þess að það er hroðvirknislega unnið og ekki síður hafa þeir varað við því að gera breytingar á stjórnarskránni að pólitísku bitbeini. Það er ekki gæfulegt fordæmi, að stjórnarmeirihluti á Alþingi hringli með stjórnarskrána að geðþótta hverju sinni.
Undanfarna marga þingfundi hefur dagskrá þingsins litið svona út:
126. þingfundur 04.04.2009 hófst kl. 10:31
1. | Stjórnarskipunarlög (stjórnlagaþing, náttúruauðlindir í þjóðareign og þjóðaratkvæðagreiðslur) 385. mál, lagafrumvarp JóhS. Frh. 2. umræðu. |
2. | Tekjuskattur (hærri vaxtabætur 2009) 410. mál, lagafrumvarp fjármálaráðherra. 2. umræða. |
3. | Endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja (stofnun hlutafélags, heildarlög) 411. mál, lagafrumvarp fjármálaráðherra. 2. umræða. |
4. | Fjármálafyrirtæki (slitameðferð og kostnaður af störfum skilanefnda) 409. mál, lagafrumvarp viðskiptaráðherra. 2. umræða. |
5. | Breyting á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn (niðurfelling sektar eða ákæru til að greiða fyrir rannsókn afbrots) 359. mál, lagafrumvarp viðskiptaráðherra. 2. umræða. |
6. | Heimild til samninga um álver í Helguvík (heildarlög) 394. mál, lagafrumvarp iðnaðarráðherra. 2. umræða. |
7. | Listamannalaun (heildarlög) 406. mál, lagafrumvarp menntamálaráðherra. 3. umræða. Jafnvel þjóðþrifamálið um fjölgun fólks á listamannalaunum kemst ekki til umræðu, þrátt fyrir að það hafi verið kynnt sem sérstök aðgerð til eflingar atvinnulífsins. Mikið er gert úr því að Sjálfstæðismenn stundi málþóf til að koma í veg fyrir samþykkt frumvarpsbastarðarins um stjórnarskrána, en vinstra liðinu til upprifjunar skal enn bent á þetta blogg. Þessi upprifjun hlýtur að ylja vinstra liðinu og ekki síður að minnast þess að Jóhanna Sigurðardóttir setti á sínum tíma met í ræðustóli Alþingis, er hún hélt tíu klukkutíma ræðu um húsnæðismál. Jafnvel Steingrímur J. hefur ekki getað slegið það met. |
Yfirgjammari þingsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.4.2009 | 11:27
Tengingar Evu Joly
Það virkar hálf einkennilega að Eva Joly skuli vera með sérstaka skrifstofu og tengilið hér á landi, þar sem áður hefur verið sagt að hún ætti að vera sérstökum saksóknara til aðstoðar við hans rannsóknir. Ekki þarf að horfa í kostnaðinn við rannsóknina á starfsemi bankanna og útrásarvíkinganna, því ef að líkum lætur kemur sá kostnaður allur margfaldur til baka í formi sekta og álaga vegna skattaundanskota.
Í fréttinni kemur fram að: Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins um málið kemur fram að Jón muni meðal annars þýða nauðsynleg skjöl og afla trúnaðarupplýsinga hérlendis sem hann mun koma á framfæri við Evu Joly. Hvaðan og með hvaða umboði á Jón að afla trúnaðarupplýsinga hérlendis? Munu þessar upplýsingar ekki liggja hjá sérstaka saksóknaranum og getur Efa Joly ekki gengið að þeim þar? Er ekki verið að flækja málin að óþörfu með viðbótarskrifstofu, sem væntanlega gerir lítið annað en að ljósrita gögn frá annari skrifstofu?
Einnig vaknar spurning um hvers vegna arkitekt er ráðinn til starfans, án auglýsingar, en ekki t.d. lögfræðingur, sem væri líklegri til þess að meta hvað sé löglegt og hvað ólöglegt. Einnig vaknar spurning hvort ekki þurfi löggilta skjalaþýðendur til þess að þýða nauðsynleg skjöl, svo ekki verði hægt að draga þýðingarnar í efa fyrir dómstólum.
Það er ekki kostnaðurinn við þetta sem vekur spurningar, heldur hvernig að þessu er staðið.
Hins vegar vekur þetta athygli á því, að það eru fleiri en bankastjórar og útrásarvíkinar, sem þiggla "ofurlaun".
Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2009 | 16:57
Rannsóknarnefnd Alþingis
Það er fagnaðarefni að Rannsóknarnefnd Alþingis skuli vera farin að halda reglulega blaðamannafundi til þess að skýra frá störfum sínum. Þetta er ekki nefnd, sem á að fella dóma í einstökum málum, en mun væntanlega senda slík mál til sérstaks saksóknara, þegar tilefni gefast til.
Margir hafa haft áhyggjur af því að pappírstætarar hafi verið á fullu um allt bankakerfið undanfarna mánuði, en það eru óþarfa áhyggjur, þar sem á tækniöld er hægt að rekja öll viðskipti rafrænt, enda hafa engin viðskipti farið fram á undanförnum árum öðruvísi en að vera skráð í gegnum tölvur. Þess vegna er hægt að rekja þessi viðskipti öll, en það getur hins vegar verið tímafrekt.
Alveg má telja víst, að ekki voru allar athafnir bankanna og útrásarvíkinganna samkvæmt laganna bókstaf og því hlýtur svefn þeirra flestra að verða órólegri með hverri nóttinni sem líður.
Kóngulóarvefur huldufyrirtækjanna, sem spannar öll helstu skattaskjól veraldar, er byrjaður að trosna.
Rannsaka útlán bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 15:50
Engin tengsl við þjóðfélagið
Nú eru um 18.000 manns á atvinnuleysisskrá og nánast allir sem ennþá hafa störf á hinum frjálsa vinnumarkaði hafa þurft að taka á sig mismiklar kjaraskerðingar. Yfirvinna hefur verið dregin saman, laun beinlínis lækkuð og ýmsum starfstengdum kjörum verið sagt upp. Enginn er ánægður með skerðingu kjara sinna, en fólk reynir að þreyja þorrann í von og vissu um að efnahagslífið taki við sér og tekjur fyrirtækjanna aukist á ný og þar með tekjur launþeganna.
Ekki er vitað til þess að nokkrum einasta opinberum starfsmanni hafi verið sagt upp vegna samdráttar og þeir eru fámennir, ef nokkrir, á atvinnuleysisskrá. Þrátt fyrir það eru helstu félög æðstu embættismanna Reykjavíkurborgar að senda frá sér ályktun, þar sem segir m.a:
"Félagsfundurinn mótmælir harðlega þeim launalækkunaraðgerðum sem Reykjavíkurborg hefur nú enn gripið til gagnvart starfsmönnum sínum. Með aðgerðum sínum ræðst Reykjavíkurborg nú í annað sinn á stuttum tíma á launasamsetningu, sem lögð var til grundvallar við ráðningu fjölmargra starfsmanna borgarinnar og hefur því í raun verið svipt öllum forsendum undan ráðningu þeirra."
Þessir embættismenn virðast ekkert hafa frétt af því varðandi launamenn á almennum markaði að það "hefur því í raun verið svipt öllum forsendum undan ráðningu þeirra". Flestir, ef ekki allir, réðu sig til vinnu á allt öðrum forsendum en nú ríkja á vinnumarkaði.
Þessir embættismenn hafa hins vegar á takteinum lausn á sínum launavandamálum, en þeir vilja einfaldlega láta hækka skatta, eða eins og segir í ályktun þeirra:
"Borgarstjórn hefur meðal annars hafnað því að nýta lögbundna tekjustofna sína s.s. heimildir sínar til hækkunar útsvars."
Til viðbótar kjaraskerðingum og atvinnuleysi á sem sagt að bæta á almenna launþega hærri sköttum til þess að embættismenn Reykjavíkurborgar geti haldið óbreyttum launakjörum.
Þetta fólk er ekki í neinum tengslum við það þjóðfélag sem það vinnur fyrir.
Mótmæla kjaraskerðingu hjá Reykjavíkurborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)