Ríkisstjórn svívirðir þjóðina

 

 

Með ólíkindum er að fylgjast með því hvernig ríkisverkstjórinn og vinnuflokkur hennar svívirðir þjóðina dag eftir dag með ruddaskap sínum við uppröðun mála sem þarf að afgreiða frá Alþiningi.

Mörg nauðsynleg lög er varða afkomu heimila og atvinnulífs komast ekki til umræðu, vegna ótrúlegrar þrjósku við að nauðga stjórnarskipunarfrumvarpinu upp á þjóðina.  Nánast allir umsagnaraðilar um frumvarpið, hafa varað við því, vegna þess að það er hroðvirknislega unnið og ekki síður hafa þeir varað við því að gera breytingar á stjórnarskránni að pólitísku bitbeini.  Það er ekki gæfulegt fordæmi, að stjórnarmeirihluti á Alþingi hringli með stjórnarskrána að geðþótta hverju sinni.

Undanfarna marga þingfundi hefur dagskrá þingsins litið svona út:

126. þingfundur 04.04.2009 hófst kl. 10:31

1. Stjórnarskipunarlög (stjórnlagaþing, náttúruauðlindir í þjóðareign og þjóðaratkvæðagreiðslur) 385. mál, lagafrumvarp JóhS. Frh. 2. umræðu.
2. Tekjuskattur (hærri vaxtabætur 2009) 410. mál, lagafrumvarp fjármálaráðherra. 2. umræða.
3. Endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja (stofnun hlutafélags, heildarlög) 411. mál, lagafrumvarp fjármálaráðherra. 2. umræða.
4. Fjármálafyrirtæki (slitameðferð og kostnaður af störfum skilanefnda) 409. mál, lagafrumvarp viðskiptaráðherra. 2. umræða.
5. Breyting á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn (niðurfelling sektar eða ákæru til að greiða fyrir rannsókn afbrots) 359. mál, lagafrumvarp viðskiptaráðherra. 2. umræða.
6. Heimild til samninga um álver í Helguvík (heildarlög) 394. mál, lagafrumvarp iðnaðarráðherra. 2. umræða.
7.

Listamannalaun (heildarlög) 406. mál, lagafrumvarp menntamálaráðherra. 3. umræða.

Jafnvel þjóðþrifamálið um fjölgun fólks á listamannalaunum kemst ekki til umræðu, þrátt fyrir að það hafi verið kynnt sem sérstök aðgerð til eflingar atvinnulífsins.

Mikið er gert úr því að Sjálfstæðismenn stundi málþóf til að koma í veg fyrir samþykkt frumvarpsbastarðarins um stjórnarskrána, en vinstra liðinu til upprifjunar skal enn bent á þetta blogg.

Þessi upprifjun hlýtur að ylja vinstra liðinu og ekki síður að minnast þess að Jóhanna Sigurðardóttir setti á sínum tíma met í ræðustóli Alþingis, er hún hélt tíu klukkutíma ræðu um húsnæðismál.  Jafnvel Steingrímur J. hefur ekki getað slegið það met.


mbl.is Yfirgjammari þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er svolítið flókið að skilja hvernig málum var þröngvað í gegnum þingið þó fullljóst sé að fullkominn meirihluti hafi verið gegn málunum.  Ekki er heldur augljóst hvaða möguleika meirihluta meirihlutans er verið að loka. 

Það er nú svoleiðis, að það er ekki fyrir þá sem "seinir" eru, að skilja þessa athugasemd.

Axel Jóhann Axelsson, 4.4.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu hvernig færðu þetta út. Minnihluti Alþingis vill ekki að þjóðin fái sjálf að koma að því að endurskoða/setja sé nýja stjónrarskrá. Hefði nú haldið að það væri nú mikilvækt. Sem og að sameign þjóðarinnar á auðlindum verið staðfest í stjórnarskrá. Nú eru útgerðamenn farnir að líta á að þeir hafi fengið fiskin að gjöf til frambúðar. Og tala um að ef fiskurinn yrið skilgreindur sem þjóðareign þá væri um eignarupptöku að ræða.  Finnst þetta nokkuð brýn mál ásamat þjóðaratkvæðagreiðslum.

Ég get lofað þér því að eftir kosningar verða líka jafn mörg brýn mál sem verður að ræða strax eftir kosningar. Bendi líka á að mikill meirihluti þjóðarinnar vill stjórnlagaþing skv skoðanakönnunum eru það um 70% og enn stærri hluti þjóðarinnar vill að auðlindir séu í þjóðareign.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.4.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eftir sem áður er það ekki ásættanlegt að stjórnarskráin sé gerð að pólitísku þrætuepli eftir meirihluta á þingi hverju sinni.  Sátt þarf að ríkja um jafn afdrifarík mál og stjórnarskrána.  Hún á að vera hafin yfir pólitískt þras, því þetta eru grundvallarlög, sem önnur lagasetning verður að byggja á.

Alls ekki er hægt að réttlæta það, að ríkisstjórnin ætli að gera breytingu á stjórnarskrá að skiptimynt fyrir álver í Helguvík.

Axel Jóhann Axelsson, 4.4.2009 kl. 14:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

A.m.k. 70% þjóðarinnar, s.kv. skoðanakönnunum, stóð sem klettur á bak við Baugsveldið, þegar málaferlin gegn því stóðu sem hæst.  Ekki er víst að svo stór hluti standi með því veldi núna.  Skoðanakannanir sveiflast til og frá, eftir hjarðhugsuninni hverju sinni, en Alþingi á ekki að sveiflast eftir skoðanakönnunum, heldur veita þjóðinni forystu, ekki síst á erfiðleikatímum.

Samkvæmt frumvarpinu þarf alls ekki aukinn meirihluta þjóðarinnar til að samþykkja stjórnarskrárbreytingarnar, s.kv. frumvarpinu.  Það þarf að vera samþykkt af a.m.k. 25% kosningabærra manna, sem getur nú ekki talist hátt hlutfall.

Þú manst þetta sem sagt ekki rétt, Steingrímur.  Þetta er það sem kallast gullfiskaminni.

Axel Jóhann Axelsson, 5.4.2009 kl. 09:23

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

A.m.k. 70% þjóðarinnar, s.kv. skoðanakönnunum, stóð sem klettur á bak við Baugsveldið, þegar málaferlin gegn því stóðu sem hæst.  Ekki er víst að svo stór hluti standi með því veldi núna.  Skoðanakannanir sveiflast til og frá, eftir hjarðhugsuninni hverju sinni, en Alþingi á ekki að sveiflast eftir skoðanakönnunum, heldur veita þjóðinni forystu, ekki síst á erfiðleikatímum.

Samkvæmt frumvarpinu þarf alls ekki aukinn meirihluta þjóðarinnar til að samþykkja stjórnarskrárbreytingarnar.  Það þarf að vera samþykkt af a.m.k. 25% kosningabærra manna, sem getur nú ekki talist hátt hlutfall.

Þú manst þetta sem sagt ekki rétt, Steingrímur.  Þetta er það sem kallast gullfiskaminni.

Axel Jóhann Axelsson, 5.4.2009 kl. 09:24

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svona er þetta orðað í frumvarpinu:

"Frumvarp að nýrri stjórnarskrá skal lagt undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar. Sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi frumvarpinu, þó að minnsta kosti 25 af hundraði allra kjósenda á kjörskrá, skal það staðfest af forseta Íslands og er það þá gild stjórnarskipunarlög."

Það dugar sem sagt að 25% kjósenda á kjörskrá mæti á kjörstað og samþykki nýja stjórnarskrá.  Ef hinum 75% finnst ekki taka því að mæta, þá getur lítill hluti samþykkt breytingarnar.  Ég er ekki að leggja neinn dóm á þetta atriði, ef öllum er sama um stjórnarskrána, þá verður hún ekki lengur það grundvallarplagg sem hún á að vera. 

Stjórnarskráin á að minnsta kosti ekki að vera háð pólitískum hrossakaupum, eftir þingmeirihluta hverju sinni.

Axel Jóhann Axelsson, 5.4.2009 kl. 10:56

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru pólitísk hrossakaup þegar stjórnarmeirihluti notar sér að þvinga fram mál á síðustu dögum þings í skiptum fyrir samþykki annars máls.  Það er verið að gera með stjórnarskrána núna.

Útifundir og skoðanakannanir eru hreint ekki það sama og bara bull að telja það eitt og hið sama.

Hvor bullar meira?  Því er hér með vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Axel Jóhann Axelsson, 6.4.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband