Þingglöp

Mikill tími á Alþingi hefur undanfarna daga í að ræða um stjórn forseta og þingsköp.  Nú er að koma betur og betur í ljós, að þinginu veitir líklega ekki af að sitja alveg fram að kosningum til að leiðrétta hin ýmsu þingglöp stjórnarflokkanna.

Mánaðargömul lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af viðhaldi og byggingu íbúða- og frístundahúsnæði standast ekki skoðun um orðalag og þeim þarf að breyta fyrir þinglok.  Þá hefur komið fram að yfir þúsund manns hafa nú þegar sótt um greiðsluaðlögun til Íbúðalánasjóðs, en með greinargerð laganna var reiknað með að alla eitt- til tvöhundruð manns myndu sækja um slíka aðlögun hjá öllum fjármálafyrirtækjum, sem væru með íbúðalán.  Væntanlega þarf einnig að endurskoða forsendur þessara laga.

Ríkisstjórnin á, samkvæmt fréttum, eftir að leggja fram þrjú eða fjögur frumvörp sem hún vill fá afgreidd fyrir þinglok og þyrftu þau að fara að líta dagsins ljós, því einhverja daga hlýtur að taka að koma þeim í gegnum þingnefndir og umsagarferlið sem tilheyrir.

Mikið má ríkisverkstjórinn og vinnuflokkur hennar þakka Sjálfstæðisflokknum fyrir hve hann er duglegur að ræða mál í þinginu og gefa þannig þessari einstaklega seinheppnu og seinu ríkisstjórn rýmri tíma til að vinna sinn málatilbúnað og væntanlega að vanda hann þá aðeins betur, en gert hefur verið hingað til.


mbl.is Vilja breyta nýbreyttum lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband