Ekki allt sem sýnist

Venjulega þegar verðkannanir eru gerðar er aðeins sagt að vörukarfan sé ódýrust í Bónus og dýrust einhvers staðar annarsstaðar og verðmunurinn gefinn upp í prósentum.  Þetta segir ekki alla söguna varðandi lágvöruverðsverslanirnar, þar sem verðmunurinn á milli þeirra getur legið í verði fáeinna vörutegunda.

Þeir sem versla t.d. í Krónunni á Bíldshöfða, koma þar varla svo að ekki sé þar staddur starfsmaður frá Bónusi við verðkönnun, sem hann sendir síðan í höfuðstöðvarnar og þar eru Bónusverðin iðulega sett einni krónu lægri en þau eru í Krónunni.  Í nýjustu verðkönnun ASÍ er nánast sama verð í þessum verslunum á 24 vörutegundum af 37 og munar oftast einni til tveim krónum á milli verslananna.  Verðmunurinn liggur aðallega í kílóverði á kalkúni og reyktum laxi, sem ekki eru á borðum manna dags daglega. 

Þetta bendir til þess að ekki sé um eðlilega samkeppni í verðum að ræða, þar sem Bónus stillir svo oft sínu verði einni krónu undir verð keppinautarins, í þeim eina tilgangi að geta auglýst að Bónus sé alltaf ódýrastur.

Það er greinilega Krónan sem verðleggur vörurnar út frá sínum forsendum og síðan verðleggur Bónus sínar vörur eftir verðkannanir í Krónunni. 

Þetta geta ekki talist eðlilegir viðskiptahættir.


mbl.is 41% verðmunur á matarkörfunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Þú verður að átta þig á því að þessi krónumunur er aðeins á vissum verðkönnunarliðum, 90% af öðrum vörum á milli Bónus og Krónunar er mun meiri og þá Bónus i hag,Krónan leikur þann leik að vera aðeins með fá liði sem lenda í verðkönnun á nánast sama verði, held að þú ættir sjálfur að bera saman verðstrimla á góðri körfu á milli búða áður en þú kemur ályktanir sem eiga ekki við rök að styðjast

Elísa (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:16

2 identicon

Hvað meinarðu eiginlega með að þetta séu ekki eðlilegir viðskiptahættir?

Var þjóðin ekki að bölva olíufyrirtækjunum fyrir að gera þetta ekki? Svona samkeppni gerir okkur sem neytendum svo gott eða óskandi væri að meiri samkeppni ríkti á fleiri stöðum.

Kapítalistinn (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:33

3 identicon

Sæll Axel,

Mér fannst þetta áhugaverð færsla hjá þér en brá svolítið þegar ég las athugasemdin sem fylgdi frá Elísu.

Elísa, nokkur atriði til þess að hugleiða þar sem þetta virðist skipta þig máli.

  1. "Þú verður að átta þig á því að þessi krónumunur er aðeins á vissum verðkönnunarliðum..." - Mér sýnist Axel einmitt gera það, nefnir í máli sínu að hann er að ræða um 24 af 37 vörum, það eru rúm 60%.
  2. "...90% af öðrum vörum á milli Bónus og Krónunar er mun meiri og þá Bónus i hag..." -  Ég reikna með að þú eigir hér við að verðmunur á 90% af vöruúrvali verslanna sé meiri en ein til tvær krónur og þá Bónus í hag. Axel var þó með verðkönnun að baki sínum fulllyrðingu, það væri betra að fá einhvern rökstuðning fyrir þessari fullyrðingu þinni. Einnig má benda á að verðkönnun er gerð með það að leiðarljósi að kanna verð á helstu vörum og því má segja að þessar 37 vörur séu líklega mun mikilvægari en hin "90%" þegar kemur að því að bera saman almennt vöruverð. En það má vissulega um það deila, hvað sé algeng vara og hvað ekki. Misjafn smekkur manna.
  3. "Krónan leikur þann leik að vera aðeins með fá liði sem lenda í verðkönnun á nánast sama verði..." - Áttu við "sama verði og Bónus"? Ert þú að halda því fram að Krónan lækki vöruverð á sínum vörum niður að vöruverði í Bónus en ekki niður fyrir? Er ekki líklegra að Bónus lækki sitt vöruverð niður fyrir verð Krónunnar (eða upp að, ef því er að skipta)? Vissulega má svo deila um hvort það sé óeðlilegt að lækka verð einungis 1 kr. niður fyrir verð samkeppnisaðilans og eins hvort það skipti máli hvor er á undan að lækka verð...
  4. "...held að þú ættir sjálfur að bera saman verðstrimla á góðri körfu á milli búða..." - Axel er að vitna í verðkönnun stýrða af vönu fólki m.a. til þess að hann fái hugmynd um vöruverð verslanna, ég reikna með að hann myndi fá sömu niðurstöðu ef hann færi og verslaði þessar vörur sjálfur... Ef þú ert að benda til þess að mikill munur felist í öðrum vörum þá hefur Axel í sjálfu sér ekki mælt neitt gegn því.
  5. "... áður en þú kemur ályktanir sem eiga ekki við rök að styðjast" - Axel telur til tvö atriði sem mögulega er ekki rétt að gefa sér. Í fyrsta lagi að yfirleitt megi finna starfsmann frá Bónus í Krónunni á Bildshöfða að gera verðkannani. Í öðru lagi að það sé greinilegt að Krónan verðleggi vörur sínar og Bónus eltir. Satt best að segja, ekki ólíkleg forsenda og ályktun að mínu mati. En Elísa, af ofangreindu þykir mér frekar þú vera sú sem sért að draga ályktanir sem eiga ekki við rök að styðjast.
Ég er ekki að segja að ég sé óskeikull, né að Krónan sé á nokkurn hátt betri en Bónus (og öfugt). Ég ætla ekki að dæma um það hvað sé eðlilegir viðskiptahættir, hvorki staður né stund til þess. Finnst bara leiðinlegt þegar fólk virðist ekki einu sinni hafa fyrir því að velta hlutunum fyrir sér áður en það dæmir aðra.



Vona að þið eigið bæði tvö góða viku framundan.

Egill (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:29

4 identicon

Ertu að gefa í skyn að Jón Ásgeir og hans fólk sé eitthvað annað en strangheiðarlegir viðskiptamenn?

Þú ert greinilega eitthvað skrýtinn (sic)

Gústaf Hannibal (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:31

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elísa, þú verslar greinilega ekki oft í Krónunni á Bíldshöfða, svo þú getur ekki mótmætl því að þar sé nánast fastur starfsmaður frá Bónusi við verðkannanir og hann er hreint ekki eingöngu að skanna verð á "verðkönnunarvörum".  Skoðaðu verðkönnunina og sjáður hvar verðmunurinn er aðallega á milli verslananna, hann liggur að stórum hluta í tilboðum á kalkúni, reyktum laxi, ís og gosdrykkjum, en það eru ekki vörur sem eru á borðum manna daglega.

Að öðru leyti svarar Egill öllum athugasemdum svo vel, að ekki er neinu við hans svar að bæta.

Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband